Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fimmtíu ára afmæli Ólafsfjarðar Sýningar o g gaml- ir barnaleikir AFMÆLISHÁTÍÐ Ólafsfirðinga verður hin fjölbreytilegasta og meðal dagskrárliða eru margar sýningar auk þess sem áhersla er lögð á að kynna börnum og unglingum menn- ingu liðinnar tíðar. Ljósmyndasýningar verða í barna- skólanum. Annars vegar er sýning á sögulegaim ljósmyndum, en Friðrik Olgeirsson hefur tekið samari skýr- ingartexta með þeim. Hins vegar er sýning áhugaljósmyndara og kennir þar margra grasa. Má þar nefna myndir af fólki og stemmningar úr umhverfinu. í Gagnfræðaskólanum er sýning safnara. Að sögn Rósu Óskarsdóttur eru þar margvísleg söfn íjölmargs fólks, flöskur, pennar, bíóprógrömm, leikskrár og margt fleira forvitnilegt sem fólk hefur tínt saman á löngum tíma. Töluverð áhersla er lögð á það í afmælisvikunni að kynna, kenna og endurvekja gamla leiki. Jónína Ósk- arsdótir sagði að rifjaðir yrðu upp með bömum og unglingum ýmiss konar boltaleikir, felu- og eltingar- leikir vítt og breitt um bæinn á þriðjudag og miðvíkudag: Fallin spýta, slagbolti, yfir, þríbolti, fjór- bolti, ein ég sit og sauma og margt, margt fleira. Stangveiði er ókeypis í Ólafsfjarð- arvatni í allt sumar, en veiðimenn þurfa þó að skrá sig á hótelinu. Þá eru tjaldstæði í Ólafsfirði ókeypis eins og endranær. Horfðu glaður um öxl í TILEFNI 50 ára afmælis Ólafs- fjarðarbæjar hefur Guðmundur Ól- afsson, leikari og rithöfundur, sett saman eins konar söguannál sem kallast Horfðu glaður um öxl. Guðmundur sagðist hafa sett þessa dagskrá saman að beiðni bæj- aryfirvalda og frá því á sjómannadag hefðu æfingar staðið yfír í Tjarnar- borg. Þarna kæmu fram 19 leikarar og 3 hljóðfæraleikarar, enda væri í annálnum töluverð tónlist. Annálinn sagði Quðmundur spanna sögu Ól- afsfjarðar, raunar allt frá því Ólafur bekkur kom þangað, og varðandi það væri í leiknum sett fram sérkennileg söguskýring. Síðan væri stiklað á stóru um atburði í bæjarlífinu og endað á opnun Múlaganga. Guðmundur sagði að Horfðu glað- ur um öxl yrði örugglega góð upprifj- un fyrir fullorðna, einhver fróðleikur fyrir unga en þó fyrst og fremst gaman, því reynt væri að bregða myndum upp í glettnislegu ljósi. Afmælissýningin Horfðu glaður um öxl verður frumsýnd í Tjarnar- borg í Ólafsfirði laugardaginn 7. júlí að viðstöddum forseta íslands, Vig- dísi Finnbogadóttur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kuldaboli í heimsókn KULDALEGT var á Akureyri í gærmorgun, grátt Hlíðar- fjallið niður undir byggð, þoka á fjöllum og sá úrkomu- vottur sem var þótti um of minna á janúar en júlí. Skát- ar, sem voru að undirbúa fyrsta mót nýstofnaðs Skáta- sambands Norðurlands að Hálsi í Öxnadal í fyrrakvöld, lentu í hríðarveðri við að koma fyrir salernum á svæð- inu og mótinu var frestað um tæpan sólarhring vegna kul- dans. Akureyringar máttu eins og margir aðrir íbúar á vest- an- og norðanverðu landinu grípa til vetrarklæða. Lopa- sokkar, úlpur, treflar og jafn- vel skíðagallar voru algengur búnaður þeirra sem fóru um sumarstrætin nyrðra í gær. Flestir vona þó að þessum klæðum verði sem bráðast komið inn í skápa á ný. atórgítarMnn i Björn Thoroddsen | á&áatt «o Jóni Rafnssyni, bassa, c í léttri sveiflu fyrir .E matar- og bargesti. c ■ ■ * ■■' ' m Hin frábæra danshljómsveit SAGA-KLASS\ áuuftt söngvurunum Berglindi Björk og Reyni Guðmundssyni. ' ‘XóteC K£A sími 462 2200. m Skólamálin eru enn í hnút hjá Mývetnimmm SKÓLAMÁL Mývetninga eru enn óleyst og tillaga sveitarstjórnar um lausn á skólaskipan til fjögurra ára hefur ekki hlotið brautargengi. Sigurður Rúnar Ragnarsson sveit- arstjóri í Mývatnssveit sagði sveitar- stjórn hafa lagt mikla vinnu í að ná sátt um skólaskipanina, hvar skuli kennt og hvernig. Starfshópur hefði unnið að þessum málum og skilað af sér skýrslu í maímánuði. „Sveitar- stjórnin gerði svo tillögu, og af- greiddi hana samhljóða, um tilraun til fjögurra ára, en gegn því skilyrði að allir samþykktu þá tilraun eins og hún var útfærð. Við bárum þetta undir samtök foreldra barna við Reykjahlíðarskóla, samtök foreldra barna við Skútustaðaskóla, foreldra- _____L—___________________________.. ÓLAFSFJÖRÐUR M ittl öfa/xf/a/Hht/'fHV/1 SO coHt ÓtAFSFJÓRÐUR M tttl U „Horfðu glaður um öxl Söguannáll Olafsfjarðar í léttum dúr eftir Guðmund Olafsson í uppsetningu Leikfélags Ólafsfjarðar. Sýningar í Tjarnarborg, Ólafsfirði, laugardaginn 8. júlí Kl. 20.30, fimmtudaginn 13. júlí kl. 20.30 og laugardaginn 15. júlí kl. 20.30. Miðapantanír (Tjarnarborg kl. 17- 21 í síma 466 2188. Oía/'j/Ja/HÍa/'/Hen SO á/*a XCJ(JS félög skólanna, kennara og skóla- nefnd, þ.e.a.s. alla aðila sem við töld- um að helst kæmu að þessu máli. Það samþykktu þessa tillögu sveitar- stjórnar allir aðilar nema einn hópur- inn, samtök foreldra barna við Skútustaðaskóla. Þar með er þetta út af borðinu." Málið í höndum sveitarstjórnar Sigurður Rúnar sagði sveitar- stjórn nú ekki eiga annan kost en að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig skólamálum skuli hagað. „Það hefur verið reynt að vinna þetta eins lýðræðislega og mögulegt er með því að gefa öllum viðkomandi kost á að koma að málinu. Sveitar- stjórn eygði þarna von, bar hana undir fólkið en það náði ekki fram að ganga. Ég sé ekki annað en nú sé komið að því að nota hinar viðte- knu aðferðir við ákvarðanir, að mál- ið verði afgreitt af kjörnum fulltrú- um í sveitarfélaginu, sveitarstjórn- inni.“ Sigurður Rúnar sagðist reikna með að þetta mál yrði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi, 13. júlí, enda væri brýnt að taka ákvörðun í skólamálunum svo unnt yrði að undirbúa skólastarf næsta árs. Eyþór Pétursson í Baldursheimi, talsmaður foreldra barna í Skútu- staðaskóla, sagði að tillaga sveitar- stjórnar hefði verið tekin fyrir og henni hafnað og lögð fram greinar- gerð með þeirri afgreiðslu. Hann sagði að ekki hefði verið talið unnt að samþykkja tillöguna eins og hún var sett fram þar sem engu hefði mátt breyta heldur einungis sam- þykkja tillöguna eða synja henni. Um það sagði Sigurður Rúnar sveit- arstjóri réfrt að menn hafi á vissan hátt verið settir upp við vegg með því að þurfa að segja af eða á um tillöguna, en sér litist ekki á að auð- velt hefði verið að taka afstöðu til þessarar einu tillögu ef hver og einn hefði getað sett fram breytingatil- lögur. Hefði þurft að taka meira tillit Eyþór sagði að tillaga sveitar- stjórnar væri unnin upp úr ákveðn- um kafla úr skýrslu starfshópsins, „en við teljum að hún sé ekki í nógu góðu samræmi við það sem þar var lagt til. Það kemur allt frarri nánar í þeirri bókun sem við lögðum fram til skólanefndar. Ég er ekki að segja að það hafi verið staðið ólýðræðis- lega að þessu máli heldur hefði þurft að taka meira tillit til þess sem segir í þeim kafla skýrslu starfshópsins sem tillagan er unnin upp úr.“ Á þessu stigi eru því skólamálin í Mývatnssveit komin á borð sveit- arstjórnar og í hennar valdi er að kveða á um skólaskipan í sveitinni. Einbýlishúsið Saltnes í Hrísey er til sölu Húsið er um 100 fm og þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í síma 466-1768 á milli kl. 20 og 22. OpÐaflllQBI 01 Qti SSQ BJaS» •BDD0Qfii Raunveruleg íslensk hamingja Birgir Andrésson sýnir næstu vikuna í Glugganum í Göngugötunni á Akureyri verk sem kallast Raunveruleg ís- lensk hamingja. Birgir hefur sýnt víða, heima og erlendis, og er nú fulltrúi íslands á Fe- neyj atvíæringnum. Kvöldstund með Gosewitz í kvöld, klukkan 21.00, verð- ur í Deiglunni á Akureyri kvöld- stund með þýska myndlistar- manninum Ludwig Gosewitz. Gosewitz hafði mikil áhrif á listalíf í Evrópu á 6. og 7. ára- tugnum en er nú prófessor við Listaakademíuna í Munchen. í Deiglunni les hann ljóð, sýnir skyggnur og talar um verk sín. Skúlptúr Birgir Andrésson opnar á morgun, laugardag, innsetn- ingu sem hann nefnir Skúlptúr í Deiglunni á Akureyri. Við- fangsefni listamannsins er hvernig og hvar menn skynja og lesa myndir og hluti. Sýn- ingin stendur til 20. júlí og er opin kl. 11.00-18.00 virka daga og 14.00-18.00 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.