Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 15 ÚR VERIIMU 34.000 tonnum hefur verið landað af loðnu á vertíðinni Lítið að hafa og mikil áta torveldar veiðar skipanna SAMTOKUM físk- vinnslustöðva hefur verið tilkynnt að land- að hafí verið 33.912 tonnum af loðnu á loðnuvertíðinni. Flest loðnuskipin voru á leið á miðin í gærmorgun en bræla hamlaði veið- um á loðnumiðunum í fyrrinótt, 15 til 20 sjó- mílur norðaustur af Kolbeinsey. Skipin geta lítið athafnað sig í brælum og vegna þess hve mikil áta er í loðnunni, geymist hún illa og menn eru því ekki spenntir fyrir að fá slatta sem þyrfti að fara fljótlega með í land. Langmestu, 7.475 tonnum, hefur verið landað í verksmiðju SR-mjöls á Siglufirði og næstmestu, 4.626 tonnum, hjá SR-mjöli á Raufarhöfn. Hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. hefur verið landað 4.272 tonnum, SR-mjöli á Seyðis- fírði 3.936 tonnum og Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar 2.513 tonnum. Alls hafði verið tilkynnt um að landað hefði verið 33.912 tonnum í gær. Loðnukvóti 95/96 skv. upp- lýsingum Fiskistofu er 536.001 tonn og eru því eftirstöðvar loðnukvótans 502.088 tonn. Morgunblaðið/Birgir Þór Bjamason Terta til loðnusjómanna GÍSLI Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK 70, tekur við tertu úr höndum Sveins Sturlaugssonar, útgerðarstjóra HB hf., í tilefni af fyrstu loðnulönduninni á Akranesi í gær. Eitthvað minna um loðnu Þórður Sigurðsson, stýrimaður á Þórshamri GK, sagði í gær að þeir væru á leið út frá Norðfirði en þeir hafi landað þar 550 tonn- um í fyrrinótt. Þórður sagði að minna hafi verið um loðnu þegar þeir fóru af miðunum um mið- nætti á þriðjudag og lítil veiði, enda leiðinda veður og fáir bátar. Þórður sagði að þeir hefðu skipt um víra á Norðfirði og væru á leið- inni á miðin að nýju enda veðrið eitthvað að skána. Hann sagði að loðnan hafí ekki hreyft sig mikið þó að hún væri jafnvel örítið vestar en í upphafi. Hann sagðist ekki vita hvað hafísinn væri norðarlega en það gæti alveg eins farið svo að þeir misstu loðnuna undir ís ef vindáttir yrðu óhag- stæðar.. Fyrsta loðnan til Akraness Bjami Ólafsson AK landaði fyrstu loðn- unni á Akranesi í fyrradag. Gísli Run- ólfsson, skipstjóri, sagði að þeir hafi land- að 1.000 tonnum og fengið við það tæki- færi tvær ijómatertur. Gísli sagði að um sól- arhrings stím væri frá miðunum til Akraness og að það væri ekki lengri sigling en til dæmis á Eskifjörð. Gísli sagði að þeir hafi siglt með aflann á Akranes vegna þess að þar fengju þeir betra verð en hjá loðnuverksmiðj unum fyrir norðan. Bjarni Ólafsson Ak var á leið- inni á miðin í gærmorgun en bræla var á miðunum í fyrrinótt. Gísli sagði að bátarnir væru að týnast á miðin en tveir bátar hafí kastað þar í fyrrinótt og fengið um hund- rað tonn hvor. Enginn ástæða væri þó til svartsýni enda vertíðin nýhafín og allt gengið að óskum til þessa. mns BARNAFOT VÖNDUÐ - NÍ9STERK - FALLEG ogódýrj I LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 i FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI 10 • VESTM. • S. 481-3 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Opið laugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-18 M. Benz 230E '91, dökkblár, sjálfsk., ek. aðeins 41 þ. km., ABS-bremsur, fjarst. læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl. V. 3,3 millj. MMC Colt EXE '92, hvítur, 5 g., ek. 69 þ. km, samlitir stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 790 þús. Nýr bíll: Suzuki Sidekick JLXi 16V '95, grænn, 5 g., óekinn, gangbretti, álfelgur, „Aircondition", „Cruiscontr.", rafm. í rúð- um, fjarst. þjófavörn o.fl. Hlaðinn auka- hlutum. V. 2.350 þús. I Toyota Corolla XLi Liftback S Series '94, rauður, 5 g., ek. 22 þ. km., rafm. í rúðum, þjófavkerfi, álfelgur o.fl. V. 1.250 þús. Ford Explorer Eddie Bauer V-6 ’91, svart- ur, sjálfsk., ek. 67 þ. km., leðurinnr., rafm. í öllu. Toppeintak. V. 2.550 þús. Nissan Sunny 2000 GTi ’92, rauður, g., ek. 55 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. i öllu, ABS o.fl. V. 1.230 þús. 1L—------—.... K Toyota Corolla GL Special Series '92 steingrár, 5 g., ek. 49 þ. km., álfelgur, rafm. i rúðum o.fl. V. 890 þús. Range Rover '87, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 130 km. (langkeyrsla). Gott eintak. V. 1.400 þús. Suzuki Vitara JXi '92, hvitur, 5 g., ek aðeins 26 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.530 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, græns ans., sjálfsk., ek. aöeins 9 þ. km., leður- innr., álfelgur, geislasp., einn með qIIu Sem nýr. V. 4.550 þús. MMC Colt GLi ’93, hvítur, 5 g., ek. 32 þ. km., hiti í sætum o.fl. V. 1.040 þús. BMW 316i 4ra dyra ’93, svartur, 5 g ek. 25 þ. km, toppeintak. V. 1.800 þús. Saab 900i ’89, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 780 þús. Toyota Carina E (2.0) '93, rauður, sjálfsk ek. 35 þ. km., ABS bremsur, álfelgur o.fl. V. 1.590 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.