Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 29 Deyr fé, deyja frændr, deyr sjáifr it sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. Þessi orð skáldsins flugu mér í huga, er okkur Sigrúnu barst til eyrna bjartan sumarmorgun norður í Víðidal fregnin um fráfall hins góða vinar okkar, Hrannars. Auð- vitað vorum við búin að fylgjast í vetur með hetjulegri baráttu hans og elskulegrar eiginkonu hans Láru Kjartansdóttur við hinn grimma vágest sem litlu eirir, en kannski var það hin óbilandi bjartsýni Hrannars og hið létta geð alveg fram á síðustu stundu sem villtu okkur sýn. A.m.k. vorum við á engan hátt tilbúin fyrir þessa harmafregn. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann á stundu sem þessari og hugurinn hvarflar til baka til menntaskólaáranna, þegar við Hrannar tengdumst traustum vina- böndum, sem aldrei rofnuðu. Hrannar var glæsimenni og mik- ill íþróttamaður hér á árum fyrr. Knattspyrnan var hans íþrótt og hann var einn af bestu leikmönnum síns aldursflokks upp í gegnum alla yngri flokka knattspyrnufé- lagsins Fram og voru þeir ófáir titl- arnir sem hann og hans félagar unnu fyrir sitt góða félag. Hann hóf ungur að leika með meistaraflokki Fram og þær stund- ir eru ógleymanlegar þegar ég sat í stúkunni og horfði á þennan góða vin minn stjórna miðjunni hjá Framliðinu eins og herforingi. Það var ekki hægt annað en að dást að honum, jafnvel þó að hann væri að fara illa með mína félaga úr KR. Það var mikill missir fyrir Knatt- spymufélagið Fram, að þrálát bak- meiðsli komu í veg fyrir að Hrann- ar næði mörgum árum með meist- araflokki og ég held að ekki sé tekið of djúpt í árinni, þó að fullyrt sé að ef til þessara meiðsla hefði ekki komið, hefði Hrannar örugg- lega náð að marka djúp spor í knattspymusögu íslands, sem einn af bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann var þó ekki hættur afskipt- um sínum af íþróttum, þó að hann neyddist til að leggja knattspymu- skóna á hilluna. Hann var í farar- broddi félaga sinna í Fram þegar þeir stofnuðu körfuknattleiksdeild Fram á sínum tíma. Hann vann þar ötult og óeigingjamt starf við að hlúa að nýrri íþrótt innan félagsins, og ég held að ég gleymi aldrei deg- inum þegar meistaraflokkur körfu- knattleiksdeildar Fram hampaði bikarmeistaratitli. Ég efast um að Hrannar hafi verið stoltari af bikar- meistaratitli, sem hann hefði unnið til sjálfur á knattspymuvellinum. Of langt mál væri að telja hér upp öll þau afrek sem Hrannar vann á íþróttavellinum og í raun og veru engin ástæða til að vera að tíunda hér í smáatriðum alla hans mannkosti. Allir sem þekktu Hrannar vita það vel að hann var ekki sú manngerð sem leið vel undir miklu hrósi, hann var maður sem vildi láta dæma sig af sínum verkum. Hrannar vann ýmis störf, bæði við sín eigin fyrirtæki og eins hjá öðram og það var mikil gæfa fyrir okkur hjónin þegar hann réðst til okkar fyrir nokkrum áram og ég held að fómfúsari og trúrri starfs- mann sé ekki möguleiki að finna. Hrannar kvæntist árið 1967 elskulegri eiginkonu sinni, Lára Kjartansdóttur, og eignuðust þau tvo mannvænlega syni, Hrannar Örn og Kjartan. Við hjónin minnumst margra dásamlegra samverastunda með þeim hjónum, hvort sem var á þeirra heimili eða okkar og minn- ingarnar sem eftir standa eru auð- vitað ofarlega í huga manns á stundum sem slíkum. Hrannar var drengur góður og mátti aldrei aumt sjá né nokkurn í neyð án þess að hann væri tilbúinn til hjálpar. Þessi fáu ár sem hann starfaði í ferðaþjónustunni sýndu það og sönnuðu, að við þyrftum að hafa fleiri menn eins og Hrannar á þeim vettvangi, þá myndi okkur öragglega betur faraast. A erfiðum tíma í lífí okkar Sig- rúnar voru Hrannar og Lára ein- hver þau fyrstu sem stigu fram og réttu okkur hjálparhönd og stóðu alla tíð með okkur eins og klettar. Það era engin orð sem geta skýrt þakklæti okkar fyrir það, enda era orð óþörf, þau vita það bæði. Kæri vinur, þú skilur eftir þig stórt skarð hjá ástkærri eiginkonu þinni Lára, sonum þínum og fjöl- skyldu allri og við hjónin og börn okkar eigum erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut. Það tjóir þó ekki að deila við dómarann, vegir Guðs era órannsakanlegir og við verðum að hlíta hans úrskurði. Við getum sætt okkur við það, að þján- ingar era a'ð baki og trúum því og treystum, að þér líði vel þar sem þú ert nú. Elsku Lára, Kjartan og Hrannar Örn, megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Einar Bollason, Sigrún Ingólfsdóttir og fjölskylda. • Fleiri minningargreinar um Hrannar Garðar Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. JÓNAS SVEINSSON + JÓNAS Sveins- son fæddist að Ríp í Hegranesi 7. júlí 1895, elstur sinna systkina, sem urðu sjö að tölu. Hann lést í Reykja- vík 28. júlí 1967. Faðir hans var séra Sveinn Guðmunds- son, prestur að Ríp og kona hans Ingp- björg Jónasdóttir. Séra Sveinn var um tíu ára skeið prest- ur í Skagafirði. Fór hann frá Ríp 1899, er honum var veitt Goðdala- prestakall, sem hann gegndi til, fardaga 1904. Gerðist hann þá verslunarmaður í Skarðs- stöð á Skarðsströnd. Seinna var hann um tuttugu ára bil prestur í Árnesprestakalli á Ströndum. Ingibjörg móðir Jónasar læknis var í föðurætt komin af Skegg- staðaætt, en í móðurætt komin af Skúla Magnúsen, kammer- ráði og sýslumanni á Skarði. Hundrað ár liðin frá fæðingu hans UM MIÐJA öldina, þegar við vorum að byija að vera til, sem nú erum komin á ellilaun og orðin móð af ýmsum sökum, var læknir hér í bæ, hálfsextugur að aldri, sem gekk um garða af meiri hressileik en aðrir menn. Þetta var Jónas Sveinsson. Við kynntumst þannig, að ég var sendur einn dag síðsumars til að hafa viðtal við Jónas, sem þá var nýkominn, ásamt seinni konu sinni, Ragnheiði Hafstein, úr löngu ferða- lagi þeim til upplyftingar, en í ferð- um hans var alltaf ofarlega að kynna sér nýjungar í læknislist. í þetta sinn hafði hann 'fundið dr. Niehans í Sviss, en að auki höfðu þau hjón brugðið sér til Egypta- lands. Til dr. Niehans sótti Jónas nokkurn vísdóm, sem aldrei var þó notaður hér á landi, en Jónasi þótti vel frásagnarverður. Man ég að upp úr þessu viðtali urðum við mestu mátar. Var það síðan föst venja, að eftir þessar sumar- ferðir Jónasar og konu hans, átti ég viðtal við hann um ferðalagið, sem birtist síðan í Tím- anum. r Jónas læknir byrjaði starfsferil sinn sem sveitarlæknir með bú- setu á Hvammstanga. Sveitarlæknar í þann tíð gátu eitthvað stuðst við bíla, en fóru mest á hestum og riðu mik- inn, ekki síður en Jósep Skaptason á Hnausum sem hafði jafnan tvo til reiðar, og skipti um hesta á ferð. Þetta var að vísu orðið eitthvað kristilegra á tíma Jónasar. Læknar viðhöfðu a.m.k. deyfingu. Jósep Skaptason varð aftur á móti að styðjast við fíleflda karlmenn og vera fljótur að skera. Jónas skrifaði ágrip æviminninga sinna og nefndi „Lífið er dásamlegt". Það var honum líkt. Þar segir hann frá ýmsum atvik- um, einkum er snerta læknisfræð- ina. Bendir margt til þess í þeim frásögnum, að Jónas hafi í senn verið djarfur og heppinn læknir. Yngingar voru í tísku á Hvamms- tangaárum Jónasar, en aðgerðir í þá veru dugðu aðeins’skamma hríð og ekkert varð síðan úr þessu yng- ingarferli þegar á leið og málið gleymdist, enda hafa mér vitanlega engin ráð fengist við hramleika hve ákaft sem er leitað. En þetta var nýjungagirni þess tíma og enginn skaði að freista að ná árangri. Jón- as segir frá því í bók sinni, að að- stæður sveitalæknis gátu verið mis- jafnar. Sárast mun hann þó hafa fundið til þess að hafa engan til að ræða við um hin vandasömustu mál, þegar þau bar að garði og kröfðust úrlausnar. Eitt sinn var hann kallaður um langan veg til að hjálpa konu með kviðslit. Engin aðstaða var til uppskurðar nema bæjarhurðin og annað var eftir því. Konan var þungt haldin og ekki viðlit að ýta kviðslitinu inn. Var Jónas þá við að gefast upp og bað til guðs að sér dyttu einhver ráð í hug. Datt honum síðan í hug að hengja konuna upp á fótunum með því að bregða reipum um þverbita i baðstofunni. Við það gekk kviðslit- ið inn. Síðan tók hann bæjarhurðina af hjöram, líklega ekki þá fyrstu, og saumaði kviðslitið saman. Á meðan stóð á námi og á með- an það hentaði vann Jónas á sumr- in ýmisleg störf sem til féllu. Skömmu fyrir fyrra stríð kynntist hann útlendingi, sem saltaði síld hér á landi í eitt eða tvö sumur. Undirbjó hann framhaldið með tölu- verðum innflutningi á tunnum, sem voru komnar til landsins áður en stríðið hófst. En þegar byijað var að stríða í ágúst 1914 hvarf útlend- ingurinn úr landi, en fól tunnurnar í umsjá Jónasar, sem þá var í skóla. Síðan heyrði Jónas ekkert frá þess- um útlendingi meir. Það var af síld- artunnunum að segja, að eftir tvö stríðsár voru þær komnar í mikið verð og sárlega skorti tunnur. Þá seldi Jónas tunnustaflann heldur en gera þar ónýtar, og sagði mér að eftir það hefði hann ekki verið einn af þessum blönku námsmönnum. Þótt nokkuð sé liðið síðan Jónas var á dögum, lifir hann undarlega sterku lífi í minningunni. Hann lenti í ýmsu brauki og bramli eins og títt er um athafnasama menn, en kom alltaf standandi niður, bros- andi og málhress. Hann var Skarð- sveiji í aðra röndina og hafði mörg járn í eldinum, þótt iæknisstörf væru lífsstarf hans. Við höfum átt marga sérkennilega lækna í gegn- um árin. Þeir hafa sjálfir skrifað bækur um störf sín. Vilmundur Jónsson, landlæknir, sá snjalli höf- undur, hefur skrifað tveggja binda verk um lækningar og sögu þeirra, auk þess sem hann, ásamt Lárusi Blöndal, hefur tekið saman lækna- tal. Saga lækninga hér á landi er merkileg, en allar aðstæður vora svo fábrotnar í upphafi og þekking það litil að furðu sætir að nokkur skuli hafa viljað leggja þær fyrir sig. Það þurfti og þarf enn kjark- menn til. Einn af þeim var Jónas Sveinsson. Indriði G. Þorsteinsson. t Ástkær móðir okkar, ÞURÍÐUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR frá Sæbakka, lést í Dalbæ, Dalvík, þann 5. júlí. Útförin auglýst síðar. Hildur Hansen, Þóranna Hansen. t Útför JÓNS GÍSLASONAR fyrrv. póstfulltrúa og fræðimanns frá Stóru-Reykjum í Flóa, sem andaðist 25. júní sl., fer fram frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, ÖGMUNDAR HAUKS GUÐMUNDSSONAR, Hellisgötu 12, Hafnarfirði. Börnin. t Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRU GÍSLADÓTTUR, Hringbraut 58, Keflavík. Ragnar Olsen, Kristín Jónsdóttir, Rakel Olsen, Stella Olsen, Birgir Ólafsson, Jónína Olsen, Ásgeir Þórðarson, börn og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem veittu okkur styrk í sorg okkar með blómum, samúð, hlýju og hjálp við fráfall ástvina okkar, AUÐUNS INGA HAFSTEINSSONAR og ODDS HANS AUÐUNSSONAR, Narfastöðum. Ólöf Þórhallsdóttir, Elín Karlsdóttir, Hafsteinn Þór Auðunsson, Valdimar Ingi Auðunsson, Signý Eva Auðunsdóttir, Hafsteinn Hannesson, Elsa María Valdimarsdóttir, Hildur Hafsteinsdóttir og fjölskylda, Hafdís Hafsteinsdóttir og fjölskylda, Hansfna P. Elíasdóttir og fjölskylda, Þórhallur Filippusson, Anna P. Þórðardóttir. t Innilegar þakkir og kveðjur færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR S. HELGADÓTTUR, Austurgötu 10, Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks Landakotsspítala og Borgarspitala. Sigurður J. Halldórsson, Helgi Þór Leja, Jenný S. Leja, Jóhannes V. Sigurgislason, Erik Olaf Eriksson, Halldór M. Sigurðsson, Þórunn Helga Jóhannesdóttir. Lokað Skrifstofur okkar eru lokaðar í dag vegna jarðarfar- ar HRANNARS G. HARALDSSONAR. íshestar hf., Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.