Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frönsk kvikmyndahátíð Gaumont í hundrað ár GAUMONT kvikmynda- fyrirtækið stendur að kvikmyndahátíð í sam- vinnu við franska sendiráðið, Alliance Francaise og Háskólabíó dagana 7. til 17. júlí. Franski kvikmyndajöfurinn, Léon Gaumont, stofnaði sam- nefnt kvikmyndafyrirtæki sitt fyrir réttum hundrað árum síðan, árið 1895. Fyrirtækið var það fyrsta sinnar tegundar í heimin- um enda jafnaldri kvikmyndar- innar. Brautryðjandi Þegar í upphafi hóf fyrirtækið framleiðslu og rannsóknir á ýms- um tæknibúnaði og var fyrst til að geta samræmt mynd og hljóð í kvikmynd árið 1908. Það fram- leiddi einnig fyrstu teiknimynd- ina, Fantasmagoire, árið 1908. Ör tækniþróun innan fyrirtækis- ins leiddi til þess að það færði út kvíamar og fljótlega hafði það numið land vestan hafs. Tækninýjungamar frá Gaum- ont áttu ekki upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum fyrst í stað. Árið 1912 ákvað fyrirtækið því að reisa sitt eigið kvikmynda- ver þar, sem gæti framleitt tal- myndir. Það var svo ekki fyrr en eftir heimsstyijöldina fyrri sem bandarísku kvikmyndaverin náðu yfirhöndinni og áhrif Gaumonts fóm að minnka. Fyrirtækið gerði hins vegar fljótlega samstarfs- samninga við önnur kvikmynda- fyrirtæki víða um Evrópu og í Bandaríkjunum til að greiða fyrir dreifingu á myndum sínum. Heimafyrir kom það sér vel fyrir á markaðnum og reisti t.d. stærsta kvikmyndasal þess tíma, Gaumont-höllina, sem tekur 3400 manns í sæti. Blómleg starfsemi Eftir 1946 framleiddi Gaum- ont vinsælar alþýðukvikmyndir og myndir eftir frumlega höf- unda eins og Jean Cocteau og Robert Bresson. Áttundi áratug- urinn var afar blómlegur hjá fyr- irtækinu og náðu margar kvik- myndir þess miklum vinsældum. Má þar nefna La glorie de mon pere (Heiður föður míns) og Le chateau de ma mere (Kastali móður minnar). Á þessu tímabili hóf Gaumont og framleiðslu á íburðarmiklum óperukvikmynd- um, eins og Don Giovanni og Carmen. Nú leggur Gaumont ungum kvikmyndagerðarmönnum lið með stuðningi við framleiðslu kvikmynda þeirra og má í þeim hópi nefna Luc Besson, sem m.a. hefur gert myndirnar The Big Blue og Nikita, og Jean Jacques Beinex sem var leikstjóri mynd- arinnar Betty Blue. í Frakklandi voru framleiddar 115 kvikmyndir á síðastliðnu ári. Þar eru u.þ.b. 4.200 kvikmynda- salir sem taka alls um eina millj- ón gesta í sæti en á síðasta ári sóttu um 127 milljónir manna frönsk kvikmyndahús. Sex myndir Á kvikmyndahátíðinni sem fram fer í Háskólabíói verða sýndar sex kvikmyndir frá Gaumont. Eftir fyrmefndan leik- stjóra, Luc Besson, verða sýndar tvær myndir, Subway og The Big Blue. Betty Blue verður einn- ig sýnd í leikstjóm Beinex. Aðrar myndir em L’Átalante eftir Jean Vigo, Don Giovanne í leikstjóm Joseph Losey og La Folie De_s Grandeurs eftir Gérard Oury. Á hátíðinni verða einnig sýnd sýnis- hom úr 70 kvikmyndum sem Gaumont hefur framleitt, þetta eru gamlar og nýjar myndir og þar á meðal nokkrar mjög sjald- gæfar. Aðgangseyrir á allar sýning- amar er tíu krónur eða einn franki. Víólutónleikar í Keflavíkurkirkju MARGRÉT Theódóra Hjaltested víóluleikari heldur tónleika í Kefla- víkurkirkju, sunnudaginn 9. júlí kl. 16. Flytjendur auk Margrétar era píanóleikarinn Eduard Laurel og Ingveldur Ýr Jónsdóttir messó- sópransöngkona. Á tónleikunum verður blönduð dagskrá fyrir víólu, með verkum eftir J. S. Bach, Benjamin Britten, Paul Hindemith og Johannes Brahms, en verk þess síðastnefnda er samið fyrir víólu og messósópran. Starfar í New York Margrét Theódóra stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík, lauk þaðan burtfarar- og fíðlu- kennaraprófí 1989 og hélt sama ár í framhaldsnám til Bandaríkj- anna. Hún lauk BM-gráðu frá Juilliard- skólanum árið 1992 og Mastersgráðu vorið 1994 frá Mannes Collage of Music í New York. Margrét býr og starfar í New York. Víða komið fram Píanóleikarinn Eduard Laurell nam við University of Texas og Manhattan School of Music í New York. Hann hefur víða komið fram á einleiks- og kammertónleikum. Ingveldur Yr Jónsdóttir nam við Söngskólann í Reykjavík, Tónlist- arháskólann í Vínarborg og Man- hattan School of Music. Hún hefur tekið þátt í óperauppfærslum og haldið tónleika hér á landi og víða erlendis. Aðrir sum- artónleikar Hallgríms- kirkju ÞÝSKI orgelleikarinn Lothar Knappe frá Berlín leikur á öðrum orgeltónleikum tónleikaraðarinnar „Sumarkvöld við orgelið" í Hall- grímskirkju, sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20.30. Hann leikur þrjú verk: Introduction og passacaglíu í d- moll eftir Max Reger, Þrjár róman- tískar tónamyndir eftir Fritz Lubrich og Orgelsinfóníu nr. 7 í a-moll eftir Charles-Marie Widor. Lothar Knappe fæddist 1947 í Hamborg í Þýskalandi. Hann er lekt- or í orgelleik við Biskuplega kirkju- tónlistarskólann í Berlín. Lothar Knappe hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, m.a. á öll- um Norðurlöndum, en þetta er fyrsta heimsókn hans til Islands. Listamað- urinn í okk- ur öllum SUMARHÁTÍÐIN í smábænum Pettineo á Sikiley er óræk sönnun þess að í okkur öllum býr listamaður. Á hverju sumrí slást listamenn og listunnendur í hóp bæjarbúa og mála lista- verk á striga sem er um einn kílómetri á lengd. Síðar er striganum skipt upp og lista- mennirnir gefa fjölskyldum í bænum verkin. Eru flest heim- ili í bænum ríkulega skreytt listaverkum, sem sum hver eru eftir þekkta núlifandi lista- menn. í ár spreyttu listamenn- þmir sig á því að túlka „hinn fullkomna bæ“. Hefur hug- myndin, sem er aðeins fjögurra ára, sannarlega slegið í gegn. Tónleikar í Norræna húsinu Margverðlaunaður danskur stúlknakór DANSKUR stúlknakór (Nordjysk Pigekor) frá Hjerring í Danmörku mun halda tónleika í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 16 auk þess sem kórinn heldur þrenna tónleika á Suðurnesjum á sunnudag. Kórinn sem er skipaður stúlkum á aldrinum 12-19, ára var stofnað- ur 1964. Hingað til lands komu um 30 stúlkur ásamt kórstjórn- andanum, Gunnari Petersen, sem jafnframt er tónlistarstjóri danska ríkisútvarpsins. Unnið til margra verðlauna Kórinn hefur öðlast ýmsar við- urkenningar og unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum kóramót- um. Þann 9. júlí mun kórinn syngja við messu í Keflavíkurkirkju kl. 11 og Grindvíkingar geta hlýtt á kórinn kl. 18 við messu í Grinda- víkurkirkju. Kl. 21 um kvöldið syngja þær síðan í Ytri Njarðvíkur- kirkju. Aðgangur ókeypis Kinabæjanefnd Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hefur veg og vanda af heimsókn kórsins til landsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.