Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlutdeild 1 tapi Lands- virkjunar 3,1 milljarður í SKÝRSLU borgarendurskoðanda með ársreikn- ingum Reykjavíkurborgar árið 1994, kemur fram að arður fyrirtækja borgarinnar til borgarsjóðs var samtals 984.166.000 krónur árið 1994. Fram kemur að staða Vatnsveitunnar hefur farið versn- andi á undanfömum árum en staða Hitaveitunn- ar hefur verið að styrkjast. Þá segir að hlutdeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tapi Landsvirkjunar sé 3,1 milljarður á síðustu þremur árum. Sumarhús í Úthlíð Um Vélamiðstöðina segir að athygli veki stöð- ugur halli á rekstri vélanna og vaktþjónustu. Á fjórum árum 'sé hallinn 25 millj. Þá komi fram í ársreikningi að fyrirtækið hafi keypt á árinu sumarhús í landi Uthlíðar í Biskupstungum til notkunar fyrir starfsmenn þess og gerir borgar- endurskoðun athugasemd vegna þessa. Bent er á að árið 1988 hafi verið reist þjón- ustumiðstöð á kostnað borgarsjóðs fyrir sumar- húsabyggð borgarstarfsmanna við Ulfljótsvatn. Byggingarkostnaður var 40 millj. miðað við verð- lag í árslok 1994. Þá segir, „Það hlýtur að vera eðlileg krafa, ef borgarsjóður leggur fé til sumar- húsa í þágu starfsmanna, að þau verði staðsett í nágrenni þjónustumiðstöðvarinnar við Úlfljóts- vatn. Með þeim hætti verði stutt við rekstur miðstöðvarinnar og stuðlað að betri nýtingu á hinu mikla fjármagni sem í henni liggur.“ Vakin er athygli á að nýt-ing fjármagns hafi farið stiglækkandi á árunum 1991 til 1994, sem þýði að rekstrartekjur hafi verið að dragast sam- an sem hlutfall af heildareignum. Skýringin sé nýr tækjabúnaður og samdráttur í rekstri sem sé áhyggjuefni ef þróun næstu ára verður með svipuðum hætti. Tekjuskráningu SVR áfátt í skýrslunni er ítrekuð athugasemd frá fyrra ári um endurskoðun tekna af grænu korti í árs- reikningi SVR. Fram kemur að athugun á tekju- skráningu og innra eftirliti sé umfangsmikill þáttur sem ekki hafi náðst að gera fullnægjandi skil við endurskoðun SVR til þessa. Vandinn tengist tekjuskráningu staðgreiddra fargjalda og er helst: engin upprunaskráning fargjalda í vögnum, ferli peninga frá losun bauka til talning- ar er opið aðgengi fólks og varsla verðmæta á mismunandi stigum er tæplega nógu örugg. Þá segir að „Þegar rekstur SVR hf. hófst var gerð- ur samningur við SPRON um talningu fjár og vörslu. Gerð var vettvangsathugun á myntstöð og talningarstöðinni hjá'SPRON, og varð niður- staða þessarar skoðunar sú að talning stað- greiðslufjár hjá SPRON bætti ekki mjög mikið öryggi við skil allrar staðgreiðslu, og í talningu og vörslu, frá því sem áður var. Kanna þarf rekstrarlega hagkvæmni þess að breyta fyrir- komulaginu." Orkukaup 56,6% af tekjum Þegar útgjaldaliðir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur eru bornir saman við tekjur af raforkusöiu, kemur í ljós að orkukaup eru 56,6% af tekjum vegna orkusölu á árinu 1994, samanborið við 55% á árinu 1993. í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild rafmagnsveitunnar í tapi Landsvirkjunar hafi verið um 3,1 milljarður síð- astliðin þrjú ár. Þá segir að reikningsskilum rafmagnsveitunnar hafi verið breytt á þann veg að inneign fyrirtækisins hjá borgarsjóði sé sýnd sem hluti af handbæru fé, enda um óbundna innistæðu að ræða sem rafmagnsveitan hefur greiðan aðgang að. Borgarsjóður greiðir fyrir- tækinu sem nemur vöxtum af almennum spari- sjóðsbókum fyrir afnotin en vaxtakjör á öðru umframfé fyrirtækisins miðast við kjörbókar- vexti eða sambærilega vexti. Miðað við að Raf- magnsveitunni hefði gefist kostur á að ávaxta allt sitt fé á þeim kjörum hafa tapast um 15,3 millj. vegna viðskipta við borgarsjóð. Greitt úr borgar- sjóði án fylgiskjala í SKÝRSLU borgarendurskoðunar með ársreikningum borgarinnar fyr- ir árið 1994, er gerð athugasemd vegna greiðslna úr borgarsjóði. Dæmi eru um að kostnaður sé greiddur með borgarsjóðsávísunum án þess að reikningur fylgi. Borgarendurskoðun bendir á að setja þurfi borgargjaldkera skýrar reglur, þar sem dæmi væru um að borgarsjóðsávísanir væru' greiddar án undirskriftar þess aðila sem heim- ilaði greiðsluna. Fram kemur að svo virðist sem þessi háttur sé almenn regla þegar um afborganir af skuldabréfum er að ræða. Dæmi hafi fundist um ósamræmi í vaxtaútreikningi þegur um afborg- anir var að ræða af fasteignalánum sem skipt hafði verið á fleiri en eitt skuldabréf. Því sé mikilvægt að ákveðinn aðili beri formlega ábyrgð á sannprófun skilmála og útreikn- ings þegar afborganir af skuldabréf- um eiga sér stað. Bent er á að heppilegast væri að fela fjármála- og hagsýsludeild ábyrgð á þessari sannprófun. i I I s i I i Júlíus Hafstein seg-ir útvegun aukafj árveitinga ekki í sínum verkahring sem fyrrverandi borgarfulltrúa Fljótlega ljóst að eytt yrði umfram áætlun „ÉG HELD að menn hafi séð það mjög fljótlega að 40 milljónir var vanáætlað miðað við þau verkefni sem voru lögð til. Verkefnin voru samþykkt og hátíðarhöldin sjálf samþykkt af borgarráði og að því leyti lá þetta fyrir en þetta er ekk- ert einkamál mitt sem fyrrverandi borgarfulltrúa, fjárhagsáætlun vegna lýðveldishátíðar var lögð fyr- ir framkvæmdanefndina alla,“ seg- ir Júlíus Hafstein formaður lýð- veldishátíðarnefndar á sínum tíma. „En auðvitað er ég sem formað- ur nefndarinnar ábyrgur fyrir því að nefndin fór í þessi verkefni," segir hann. Samkvæmt skýrslu borgar- endurskoðunar fór lýðveldishátíðin í Reykjavík í fyrra rúmar 19 milljónir fram úr áætlun og er sá kostnaður sundurliðaður í henni. Hins vegar hefur ekki komið fram í hvað 40 milljónunum sem upphaf- lega voru áætlaðar vegna hátíðar- innar var eytt. „Það var ljóst að hátíðarhöldin myndu fara fram úr áætlun en hvað mikið vissi ég ekki um mitt síðasta ár. Þessi niðurstaða kemur mér á óvart að því leyti til að talan er hærri en ég átti von á. Ef til vill hefði átt, réttilega, að biðja um aukafjárveitingu en það var ekki gert í þessu tilfelli enda var það ekki í mínum verkahring eftir að ég var hættur sem borgar- fulltrúi." Aðspurður segist Júlíus ekki geta gert nákvæma grein fyr- ir kostnaðinum sakir þess hversu langt er um liðið. Kostnaðaráætlun unnin með hliðsjón af 200 ára afmæli Júlíus segir starfsmenn borgar- innar hafa unnið kostnaðaráætlun vegna lýðveldisafmælisins með hliðsjón af hátíðarhöldum vegna 200 ára afmælis borgarinnar. „Þá var ýmis kostnaður tengdur afmæl- inu færður á menningarstofnanir, ráð og nefndir aðrar en þá sem stýrði afmælinu og við tókum mið af því. Menn gera kostnaðaráætlanir og Morgunblaðið/Þorkell KÁPA afmælisbókarinnar. reyna að láta þær standast en það er sífellt verið að bæta við fram- kvæmdum á síðustu stundu, breyta, gera betur og svo framveg- is. Það komu upp ýmsar fram- kvæmdir sem aðrar stofnanir eiga að bera kostnað af, eins og til dæmis það að búa til bílastæði. En gatnamálastjóri hefur kannski ver- ið kominn að rauðu línunni með fjárveitingar og þess vegna neitað að greiða uppgjörið. Þessu er hent til nefndarinnar aftur sem fer fram úr áætlun í kjölfarið því ekki var gert ráð fyrir framkvæmdunum í upphaflegri fjárhagsáætlun," segir hann. Engin vilyrði fyrir fjárframlagi Borgarendurskoðun segir enn- fremur í skýrslu sinni að nefndin hafi tekið ákvarðanir sem hafí haft í för með sér umtalsverðan út- gjaldaauka fyrir nokkrar menning- arstofnanir án þess að tryggja þeim mótframlag. „Það er ekki rétt að við höfum gefið vilyrði fyrir frekari greiðslum til annarra stofnanna borgarinnar vegna ýmissa uppákoma á þeirra vegum. Við óskuðum eftir sam- starfí við aðrar stofnanir um ýmis- legt sem tengdist afmælinu og lögðum til fé í sumum tilfellum. Að öðru leyfi var það á þeirra ábyrgð og ekíri hægt að vísa á lýð- veldishátíðarnefndina. Þessum aðil- um var í lófa lagið að segjast ekki ráða við tiltekna framkvæmd enda átti hún að borgast af fjárveitingu viðkomandi stofnunar. Nefndin hefur ekkert um það að segja þótt einhverjar stofnanir hafi farið fram úr áætlun," segir Júlíus. Innheimtu vegna bókar ekki lokið Borgarendurskoðun tilgreinir að 10 milljónum hafi verið varið til útgáfu bókarinnar Hátíð í hálfa öld og að áætlað hafi verið að hún stæði undir sér. Bókin var prentuð í 2.500 eintökum og kemur fram að þijú hafi verið seld. „Ég kann ekki skýringu á því og keypti nú tvö eintök sjálfur. En ég á von á því að þetta sé vegna þess að bók- in kemur út rétt fyrir jól. Þá er henni dreift í nokkur hundruð ein- tökum og uppgjör vegna þeirra eru ekki komin þegar bókhaldi síðasta árs lýkur. Það á eftir að innheimta greiðsl- ur vegna nokkur hundruð eintaka sem eru útistandandi. Ég kann ekki aðrar skýringar. Því má bæta við að við reiknuðum með að bókin yrði eignfærð og því ekki gjaldfærð fyrr en hún yrði seld. Þetta hefði Iækkað kostnað vegna lýðveldishá- tíðar um 10 milljónir. En slíkar bækur eru hluti af menningu þjóðarinnar og þótt menn kunni að kvarta yfír kostnaði vegna útgáfunnar í dag munu þeir fagna henni eftir fimmtíu ár því sem heimild er hún sérstaklega góð. Ég læt af störfum sem borgar- fulltrúi um mitt síðasta ár, bókin kemur út í desember og ég kem ekkert nálægt markaðssetningu hennar. Ritnefnd bókarinnar sá um hana ásamt starfsmanni ÍTR,“ seg- ir Júlíus loks. Morgunblaðið/Kristinn SVIPMYND frá lýðveldishátíð í Reykjavík í fyrra. Of mikið tillit tekið til fjárveit- inga fyrri ára í SKÝRSLU borgarendurskoðunar með ársreikningi Reykajvíkurborgar sem lögð hefur verið fram í borgar- ráði er vakin athygli á mismunandi afkomu sölubúða í húsnæði aldraða og nýtingu á hráefni í matsölum aldraða. Einnig kemur fram að of mikið sé litið til íjárveitinga ársins á undan við gerð fjárhagsáætlunar. I kaflanum um umhverfísmál kemur fram að á síðasta ári þegar sýnt var að rekstur hverfísbæki- stöðva garðyrkjudeildar stefndi fram úr fjárhagsáætlun, hafí garðyrkju- stjóri ákveðið að fullnýta ekki Ijár- veitingu til tijáplöntukaupa fyrir bækistöðvarnar og fresta þannig útplöntun um eitt ár. Tókst þannig að halda rekstri í samræmi við fjár- hagsáætlun. Fyrir vikið varð Rækt- unarstöðin í Laugardal af tekjum vegna tijáplöntusölu, en átti sem því nam meira í birgðum. Stóðu vonir til að unnt yrði að planta út sam- kvæmt eldir áætlun í sumar. Hvetur ekki til sparnaðar Þá segir að þegar kom að gerð fjárhagsáætlunar ársins J995 hafí ekki fengist hærri fjárveiting til kaupa á plöntum en sem nam raun- tölum síðasta árs. Er því fyrirsjáan- legt að ræktunarstöðin situr áfram uppi með birgðir og tekst því ekki að innleysa tekjur sínar. „Þessi hátt- ur við gerð fjárhagsáætlunar er ekki til þess fallinn að hvetja forstöðu- menn til sparnaðarviðleitni og bendir til þess að of mikið sé horft til út- komu síðasta árs þegar fjárveitingar eru ákveðnar,“ segir í skýrslunni. Athugasemd vegna sölubúða Öldrunarmál eru í fyrsta sinn sér- stakur málafiokkur og gerir borgar- endurskoðun athugasemd vegna reksturs sölubúða á Dalbraut, Drop- laugastöðum, í Seljahlíð og Löngu- hlíð. Vakin er athygli á misjöfnum rekstri þeirra en í áætlun var gert ráð fyrir að greiða með rekstri þeirra allra og hefur sú orðið raunin, að einni þeirra undanskilinni sem skilar tekjum. Fram kemur að athugun hafi leitt í ljós að nettó álagning á vörur til endursölu er afar misjöfn eða allt frá 21,8% á Dalbraut niður í 4,6%. Ef hún hefði allstaðar verið svipuð og á Dalbraut hefðu búðirnar skilað um 1 millj. hærri tekjum og rekstur þeirra nær staðið undir sér. Vikið er að veitingasölu á 12 stöð- um í borginni á vegum félagsstarfs aldraða. Borgarsjóður greiðir allan kostnað nema matvæli, sem gestum er ætlað að greiða. Verðið er sam- ræmt milli staða en nýting hráefnis virðist afar misjöfn. Ef hún hefði alls staðar verið jafn góð og við Vesturgötu og á Dalbraut hefði út- koman á veitingastöðunum í heild orðið 9,6 millj. betri. i I I I E » i * í. i » s I I I I I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.