Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓIjF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Borgarstjóri í umræðum um ársreikning 1994 Spánverjarnir tveir heilir á húfi í Hrafnsfirði Hlutdeild í vsk. ekki fráleit ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1994 kom til síð- ari umræðu í borgarstjórn í gær- kvöldi. í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra kom fram að minnkandi tekjur borgarinnar, m.a. vegna ákvörðunar um að af- leggja aðstöðugjaldið, hefði leitt til þess að fjárhagsstaða borgarinnar væri ekki jafn sterk og áður. Borg- arstjóri sagði ekki fráleitt að sveit- arfélög fengju hlutdeild í virðis- aukaskatti í tengslum við verk- “efnaflutninga frá ríki til sveitarfé- laga. Borgarstjóri sagði að skýringin á eyðslu umfram fjárhagsáætlun kynni að vera innbyggð í fjármál Víkingaskipið Kröfur . í öryggis- skyni BENEDIKT E. Guðmundsson, sigl- ingamálastjóri, segir að þegar rætt var um að hefja smíði víkingaskips hér á landi hafi verið sammælst um samstarf Siglingamálastofnunar og Gunnars Márels Eggertssonar skipa- smíðameistara um útfærslu. Það hafi verið gert til að tryggja öryggi farþega og skipvetja. Ætlunin hafi verið að nota skipið til farþega- flutninga og þar gildi strangar reglur. Stofnunin fór í vetur fram á styrk- ingar á skipinu, sem ekki eiga að hafa áhrif á útlit þess, að sögn Bene- dikts. Hann segir þetta hafa verið lágmarkskröfur og að þannig hefði skipið fengið haffæriskírteini á af- mörkuðum svæðum að sumarlagi. Gunnar Marel skipasmiður segist búinn að styrkja skipið sem kostur er. Breytingarnar sem krafíst sé hafi hins vegar neikvæð áhrif á sjó- hæfni skipsins og geri það hættulegt. ■ Siglingamálastofnun krefst/4 stofnana. Þá kunni skýringin einnig að vera að menn beri einfaldlega ekki næga virðingu fyrir ijárhagsá- ætluninni. Þess sæjust mörg dæmi í skýrslu borgarendurskoðunar. Þriðja skýringin gæti verið sú að menn hefðu einfaldlega ekki nægi- lega góð stjórntæki í höndunum til að fylgjast með hvort þeir stefndu fram úr áætlun eða ekki og sýndist henni sú skýring vega þungt. Borgarfulltrúar lýstu yfir mikilli ánægju með skýrslu borgarendur- skoðunar. Skýrslan væri óvenju ít- arleg og vel unnin og gæti orðið öflugt stjórntæki. ■ Hlutdeild í tapi/4 Morgunblaðið/Gunnlaugur Skagamenn ábeinu brautina íslandsmeistarar Skagamanna unnu Fram í gærkvöldi 3:0 í 1. deild og á sama tíma tapaði KR fyrir IBV í Eyjum 0:1. Þar með hafa Skagamenn náð 9 stiga forystu í deildinni, þegar aðeins hafa verið leiknar sjö umferðir. ■ Leikir kvöldsins/Cl-3 Morgunblaðið/Golli ÞRÍR björgunarsveitarmenn leggja af stað til leitar frá Bæjum á Snæfjallaströnd síðdegis í gær. Fólkið virtist hissa á leitinni ísafirði. Morgunblaðið. SPÁNVERJARNIR tveir, sem Ieitað var viðDrangajökul í hart- nær sólarhring, fundust um kl. 16 í gær, heilir á húfi. Sex björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík fóru um þrjúleytið í gær á bát í Jökulfirði að svip- ast um eftir tveimur Frökkum, sem eru á göngu á svipuðum slóð- um og Spánverjanna var leitað. Um kl. fjögur fundu þeir fólkið, mann og konu á þrítugsaldri, í sæluhúsi í Hrafnsfirði. Að sögn Reynars Vilmundar- sonar, skipstjóra á Hjördísi, sem flutti björgunarmennina, skildi fólkið þá ekki í fyrstu en konan kom út í bátinn og komst í sima- samband við spænskumælandi mann í Bolungarvík. Fólkið sagðist hafa gengið norður Drangajökul og niður í Furufjörð og þaðan í Hrafns- fjörð. Voru mjög vel búin Reynar sagði Spánveijunum hafa liðið vel, þeir hefðu verið vel búnir og haft nóg af öllu. Fólkið hefði blotnað á göngunni en haft föt til skiptanna og veður- ofsinn og snjókoman ekki skotið því skelk í bringu. Reynar sagði að fólkið hefði virst hissa að um 100 menn hefðu leitað þess í sólarhring með ærn- um tilkostnaði. Það hefði talið sig halda eigin ferðaáætlun, en því láðist þó að láta aðra vita af henni með skýrum hætti. ■ Hundrað manns leituðu/4 Góð nýting í millilandaflugi á vepm Flugleiða í sumar Nær fullbókað er í allt flug tíl Bandaríkjanna NÆR fullbókað er í flug Flugleiða til Bandaríkj- anna í júlí og ágúst. Lægstu fargjöld eru upp- seld í flest flug en eitthváð er til af hærri far- gjöldum. Ennþá er hægt að fá flug til Evrópu *á lægstu fargjöldum á flestar brottfarir. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafull- trúa Flugleiða, er mjög mikið bókað til Banda- ríkjanna frá íslandi í júlí og ágúst. „Heita má að lægstu fargjöld á þessum leiðum séu öll upp- seld fyrir utan einstaka ferð. Ennþá er opið í margar ferðir á hærri fargjöldum," segir Einar. Hann sagði að ástandið væri svipað á alla áfangastaði félagsins í Bandaríkjunum. „Ef eitt- hvað er þá er kannski' léttast til New York en heita má að uppselt sé á áfangastaði í Flórída. Annars munar afskaplega litlu,“ sagði hann. Einar sagði ástandið í Evrópufluginu allt ann- að. Sætaframboð þangað hefði verið aukið og nóg til af sætum í ýmsum gjaldflokkum á alla áfangastaði næstu tvo mánuði þótt eitthvað væri það örlítið misjafnt eftir dögum. Ræðst betur við vanda vegna yfirbókana Aðspurður um það hvort ástandið frá því síð- asta sumar myndi endurtaka sig þegar farþegar komust stundum ekki utan vegna yfirbókana sagði Einar að þetta væri ekki stórvandamál en á þessum tímá árs væru allar vélar eitthvað yfirbókaðar. Það væri vegna þess að alltaf væri eitthvað um að farþegar mættu ekki til flugs. Hann sagði að félagið hefði náð betri tökum á þessum vanda en í fyrra og mætti að hluta þakka nýrri tölvuvinnslu og einnig samstarfi flugfélaga um að mæta þessu og stýra því bet- ur. Hann sagði að mjög algengt væri í Banda- ríkjunum að fólk léki þann leik að bóka sig hjá mörgum flugfélögum og láta sig svo vanta hjá öllum nema einu. Félögin mættu þessu öll með sama hætti, þ.e. að yfirbóka eftir reiknilíkönum sem áætluðu brottfall. Smokkar sprungu í iðrum smyglara LÖGREGLA í Danmörku handtók fyrir um tveimur vik- um 37 ára gamlan íslending nær dauða en lífi eftir að smokkar með amfetamíni höfðu sprungið í iðrum hans. Efnið ætlaði maðurinn til innflutnings hér á landi. Eftir sjúkrahúslegu og gæsluvarð- hald var hann framseldur til íslands á þriðjudag og var lát- inn laus úr haldi fíkniefnalög- reglunnar í fyrradag. Maðurinn var að koma frá Amsterdam en ætlaði að fljúga til íslands í gegnum Kaup- mannahöfn. Þegar hann var staddur í danska bænum Pad- borg, rétt við þýsku landa- mærin, 16. júní, veiktist hann heiftarlega og lá hálf ósjálf- bjarga á almannafæri þegar vegfarandi kom og aumkaði sig yfir manninn og bauð hon- um heim. Heiman frá sér hringdi vegfarandinn á lögreglu til að koma manninum undir læknis- hendur. Lögreglumenn sem komu á staðinn tóku hins veg- ar eftir smokkum með amfet- amíni í ælu mannsins og fluttu liann á sjúkrahús. Alls reyndist maðurinn hafa verið með um 300 grömm af amfetamíni í fjölmörgum smokkum í iðrum sér. Eftir um fjögurra daga sjúkrahúsvist var hann hnepptur í gæsluvarðhald í Danmörku en þaðan var hann framseldur til Islands og flutt- ur til landsins í lögreglufylgd. Hann var svo látinn laus úr haldi hérlendis í fyrradag og telst málið upplýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.