Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Dagmar Gunn- arsdóttir fædd- ist 28. júní 1920 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 80. júní 1995. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Sveinsdóttir og Gunnar Villy Götze. 17. maí 1947 giftist hún Asgeiri Olafssyni, f. 2. des- ember 1922, d. 16. ágúst 1986. Börn Jieirra eru: Ólafur Asgeirsson, f. 1947, kvæntur Vilhelm- ínu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn, Sigrún Asgeirsdótt- ir, f. 1956, gift Theodór Árna- syni og eiga þau þijú börn, Ásgeir Ásgeirsson, f. 1957, kvæntur Ragnhildi Zoega og eiga þau tvö börn, Rannveig Ásgeirsdóttir, f. 1967, gift Karli Jóhanni Jónssyni og eiga þau eitt barn. Útför Dagmarar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. júlí kl. 10.30. Á HÚSI þeirra hjóna, Dagmarar Gunnarsdóttur og Ásgeirs Ólafs- sonar, var lengi vel engin dyra- bjalla né önnur þau áhöld, er gátu gefið til kynna að gest hefði borið ■ að garði. Þessi tæknilegi ágalli var í fullkomnu ósamræmi við þær móttökur, sem biðu gestsins þegar honum hafði um síðir tekist að gera vart við sig á hlaðinu: innan- dyra var hvorki til sparað í andieg- um né efnislegum trakteringum. í kaupbæti eignaðist ég svo, ásamt öðrum skólabræðrum mínum, vináttu þeirra og vel- vild, sem nú er gott að minnast. Ekki þurfti löng kynni við þau Dagmar og Ásgeir til að skynja hve ólík þau voru í skapi og framgöngu; mér er nær að ætla að sú hjúskaparmiðl- un, sem para mundi saman svo ólíka ein- staklinga nú á dögum, myndi fljót- lega missa leyfí til að praktisera. En virðing þeirra hvort fyrir öðru var auðfundin — og var hún þó ekki framsett með neinum hávaða eða tilþrifum. Húsbóndi var orðvar, en hús- freyja öllu afdráttarlausari í skoð- unum sínum og duglegri við að koma þeim á framfæri. En eins og títt eru um fólk með slíkt skapferli hafði hún viðkvæma lund og tók nærri sér áföll annarra, jafnvel þeirra, sem henni voru ótengdir á nokkurn hátt. Ótrúlegt langlundargeð hennar gagnvart misheppilegum uppá- tækjum okkar skólabræðranna gerði það hinsvegar að verkum að okkur fór að þykja vænt um þessa konu; við skynjuðum fljótt, að ofan- ígjöf hennar var hvorki til komin vegna fordóma né skorts á kímnig- áfu: hún vissi einfaldlega betur. Háttur hennar í samskiptum við unga mannkynsfrelsara var sá, að amast hvorki um of við þeim, né láta of mikið með þá; þann stíl sinn útfærði hún á hárfínan hátt og eignaðist fyrir vikið trúnað okkar og vináttu. Hefði Dagmar Gunnarsdóttir verið spurð um starfsheiti, hefði hún að sönnu getað svarað því til að hún væri Reykvíkingur að at- vinnu. Slíkt svar hefðu allir skilið, sem af henni höfðu nokkur kynni; rætur hennar lágu djúpt í hinni gömlu Reykjavík — og því samfé- lagi, sem frekar heyrði til nítjándu öldinni en þeirri tuttugustu. Hún var sjálf á vissan hátt holdgerving- ur þessa þjóðfélags, í senn af ís- lensku og dönsku bergi brotin. Hún kunni deili á ótrúlega mörg- um bæjarbúum fyrri tíma og frá- sögur hennar, með tiiheyrandi áherslum og látbragði, báru þess oftar en ekki merki, að hafa geng- ið í arf mann fram af manni. Hún var hvorki rætin né illkvittin í máli, heldur fyrst og fremst skemmtilegur sögumaður Dagmar sinnti ekki störfum utan heimilis, frekar en margar aðrar konur af hennar kynslóð — og var ekki á henni að heyra, að hún hefði talið sig hlunnfarna í þeim verka- skiptum. En með nokkuð regulegu milli- bili sinnti hún hinsvegar því, sem á nútímamáli kallast sérverkefni — og fólust einkum í þesskonar .smalamennsku, sem heyrir til prestkosningum. Hún var þó engin venjuleg smalastúlka, heldur miklu frekar í hlutverki góða hirð- isins, þar sem hún laðaði gamla Reykvíkinga til liðs við hinn rétta málstað. Ekki batt hún sig við nein sérstök sóknarmörk í þessum störfum sínum og alltaf brunaði hennar kandidat beina leið í pred- ikunarstólinn. En það er máske táknrænt, að um þær mundir sem Dagmar Gunn- arsdóttir skilur við, hafa kirkjuyfir- völdin fundið upp pottþétta leið til að stemma stigu við afskiptum harðsvíraðra húsfreyja af málefn- um kirkjunnar: einhverskonar kall- kerfí, sem ku þó ekki vera alveg þráðlaust. Síðustu árin lifði hún einföldu lífi og kaus að hafa fátt umleikis. Ég ætla að hún hafi kvatt þennan heim sátt, bæði við guð og menn. Og á kveðjustund minnast gamlir heimagangar hennar með þökk með og virðingu. Ögmundur Skarphéðinsson Fapa þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra’ um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma’, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fapa þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (J.J. Smári) Með virðingu og þökk, Sigrún og Rannveig. Ég átti því láni að fagna að vera kunnugur frú Dagmar Gunnars- dóttur í rúma tvo áratugi. Ásgeir, yngri sonur hennar, var skólabróð- ir minn í menntaskóla og tókst með okkur ágæt vinátta, sem leiddi til þess að ég varð um árabil tíður gestur á heimili fjölskyldunnar í Birkigrund í Kópavogi. Þar höfðu þau hjón Dagmar og maður henn- DAGMAR G UNNARSDÓTTIR ar, Ásgeir heitinn Ólafsson, sem lengi var forstjóri Brúnabótafélags Islands, byggt sér hús um það leyti, sem kynni mín af fjölskyldunni hófust. Var það í þriðja sinn á lífs- leiðinni sem þau réðust í slíkar stór- framkvæmdir og er það til marks um atorku fjölskyldunnar. Þar á bæ sátu menn sjaldan auðum hönd- um. Dagmar kom mér fyrir sjónir sem einkar hlý og hreinskilin manneskja. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Við áttum alltaf gott með að ræða saman og hún fylgdist af einstöku umburðar- lyndi með uppátækjum og áformum okkar ungu mannanna sem heim- sóttum Ásgeir. Ég held að ég hafi notið þess að hún þekkti vel til móðurfjölskyldu minnar á Loka- stígnum, en sjálf var hún alin upp á Öðinsgötunni og varð tíðrætt um gömlu Reykjavík. Þegar ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins haustið 1990, sem var auðvitað mikill glanna- skapur af minni hálfu, var Dagmar fljót að hafa samband og bjóða fram aðstoð sína. Hún hafði unnið í prestkosningum í Reykjavík um áratugaskeið og kunni að vinna að kjöri manna. Hún sat löngum á kosningaskrifstofu minni í Kirkju- hvoli og hafði samband við fjölda fólks. Hún aflaði mér áreiðanlega fleiri atkvæða en ég átti skilið. Mér þótti vænt um þennan stuðning og nærveru hennar. Síðustu misserin gekk Dagmar með erfiðan sjúkdóm. Við Vaka og börnin hittum hana síðast fyrir nokkrum vikum á veitingahúsi ásamt dætrum hennar. Hún bar sig þá ótrúlega vel og í augum hennar var þetta sérstaka glettnisblik sem var svo einkennandi fyrir hana. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Magnússon. SKULI MAGNÚSSON + Skúli Magnús- son var fæddur á Efri-Hömrum í Áahreppi í Rangár- vallasýslu 1. júlí 1915. Hann lést hinn 27. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson, f. 23.8. 1870, d. 19.3. 1955, og Stefanía Ámundadóttir, f. 12.10. 1878, d. 21.1. 1956. Skúli var 15. barn foreldra sinna en alls urðu þau 19 systkinin og komust 14 þeirra til fullorðins ára. Ólust Skúli t»g systkini hans upp hjá for- eldrum sínum á Efri Hömrum í Rangárvallasýslu, en á tví- tugsaidri flutti hann til Reykja- víkur þar sem hann lauk námi frá Verslunarskóla íslands vor- ið 1938. Að námi loknu starfaði Skúli í nokkur ár við skrifstofu- störf en síðar við vörubifreiða- akstur. Hinn 9. desember 1939 kvæntist Skúli Stefaníu Stef- ánsdóttur, f. 8.9. 1920, og voru foreldrar hennar Stefán Magn- ússon, f. 12.5. 1887, d. 21.9. 1920, og Jóhanna Jóhannsdótt- ir, f. 1.4. 1890, d. 27.7. 1985. Á fyrstu hjúskaparárum þeirra Skúla og Stefaníu bjuggu þau í Reykjavík en 1944 fluttust þau í Kópa- vog í sumarbústað sem þau höfðu keypt. I húsinu var rennandi vatn úr lind ofar I hlíðinni og síðar var reist vindmylla til raf- magnsframleiðslu. Tveimur árum siðar var húsið stækkað og þar sem langt var í aðföng eignað- ist fjölskyldan kú og nokkrar hænur. í lok fimmta áratugarins er hafist handa við að byggja nýtt íbúðarhús sem nú er kennt við Nýbýlaveg 86. Árið 1968 flytur fjölskyldan í nýja húsið og hættir þeim litla búskap sem áður hafði verið stundaður. Börn Skúla og Stef- aníu eru Dóra, f. 12.1. 1940, Bergþóra f. 13.2. 1943, Stefán, f. 22.4.1947, d. 2.5.1983, Magn- ús, f. 23.9. 1951, Jóhanna, f. 9.12. 1954, Sigríður Þyrí, f. 14.2. 1958, og Árný, f. 30.6. 1965. Barnabörnin eru nú orðin átján að tölu og barnabarna- börnin sjö. Útför Skúla fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í DAG er ástkær afi minn Skúli Magnússon borinn til grafar en hann lést 27. júní síðastliðinn eftir áratuga langa baráttu við veikindi. Frá því ég fer fyrst að muna eftir mér er við bjuggum á Grettis- götunni kom afi oft í heimsókn þegar hann átti leið fram hjá til að líta eftir mömmu og okkur krökkunum. Sérstaklega eru mér minnisstséð öll þau skipti sem hann kom til þess að fylgjast með Vest- mannaeyjagosinu í sjónvarpinu en á þessum árum átti hann ekki sjón- varp. í stað stillimyndar var bein útsending í svart hvítu frá gos- stöðvunum þar sem sjónvarps- myndavél hafði verið komið fyrir nálægt Helgafelli. Síðar fluttum við í Breiðholtið og þá fengum við systkinin að fara með honum á vörubílnum þegar hann var að vinna við jarðvegsflutninga í ná- grenninu. Árið 1977 fór ég ásamt fjöl- skyldu minni til Danmerkur þar sem við dvöldum í sumarbústað við Hundested í tvær vikur. Á sama tíma var Dóra móðursystir mín að sinna viðskiptaerindum í Danmörku og tók afa með sér. Komu þau í heimsókn til okkar og dvöldu hjá okkur nokkra daga. Saman fórum við í nokkrar skoð- unarferðir, meðal annars skoðuð- um við Frederiksborgarhöll í Hels- ingör sem okkur þótti mjög merki- leg enda hýbýlin öll glæsilega skreytt í hólf og gólf. Þessi ferð afa var hans fyrsta og eina undan- landsför. í lok áttunda áratugarins varð afi að hætta að vinna vegna veik- inda og urðu þá heimsóknir hans strjálli. Hin síðari ár höfðu sam- skiptin hins' vegar orðið meiri og betri. Ræddum við oft um líðandi stund enda fylgdist afi afburða vel með öllum fréttum og hafði skoðanir á hlutunum og færði rök máli sínu til stuðnings. Hann var einnig ljóðelskur, og las allar þær bækur og blöð sem hann hafði hendur á, hvort heldur sem var á íslensku eða á norðurlandamálum. Þegar afi kvaddi þennan heim var hann á áttugasta árinu og aðeins nokkrir dagar þar til 80 ára afmælisdagurinn rynni upp en eng- inn veit hvenær Drottinn kallar okkur til sín. Á slíkri stundu er gott að vita af handleiðslu Guðs sem við afi höfðum bæði trú á enda lagði móðir hans ríka áherslu á við börn sín og barnabörn að biðja bænir að kvöldi dags. „Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Elsku amma, mamma og pabbi, Dóra, Maggi, Jóhanna, Sigga, Árný og aðrir ástvinir, ég votta ykkur samúð mína. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Erla Slgurðardóttir. í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Skúli Magnús- son, fyrrverandi vörubifreiðar- stjóri. Skúli var fæddur á Efri- Hömrum í Holtahreppi og var fimmtándi í röðinni af nítján systkinum en þar af komust fjórt- án upp. Mátti hann á langri ævi sjá á bak öllum systkinum sínum. Vafalaust hafa ábúendur þurft að nýta gæði jarðarinnar til hlítar við slíkar kringumstæður. Fyrir utan hefðbundnar búgreinar voru stundaðar ijúpna- og silungsveiði og heyrði ég á Skúla að slíkt hafi átt vel við hann og entist sá áhugi honum ævilangt. Honum stóð til boða að taka við jörðinni af foreldrum sínum en hugur hans stóð til annars. Hann flutti ungur að árum til Reykjavík- ur og lauk þar verslunarskóla- prófi. Ekki átti þó fyrir Skúla að liggja að vinna lengi við skrifstofu- störf. Hann venti sínu kvæði í kross og hóf í byijun stríðs rekstur eigin vörubifreiðar sem hann og rak alla sína starfsævi. En ljóst var að hann hafði sterkar taugar til jarð- arinnar alla tíð og endurspegluðust þau tengsl hjá börnum hans og jafnvel barnabörnum. Meðfram rekstri bílsins lagði Skúli gjörva hönd á margt ásamt eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Stefánsdóttur. Þau hófu búskap ung að árum og fluttu fljótlega í Kópavoginn og voru meðal frum- byggja þar. Stunduðu þau hænsna- rækt framan af, voru með kú og vitjuðu um grásleppunet í nokkur vor. Fyrstu árin bjuggu þau eins og svo margir aðrir frumbyggjar í sumarbústað sem stóð á jörðinni en byggðu sér seinna hús af stór- hug ásamt því að koma upp stórum barnahópi. Árin við Nýbýlaveginn telja núna fimm tugi. Á svo löngum tíma er margt sem breytist og brá oft fyrir bliki í auga þegar minnst var á gamla tíð. Skúli var ekki allra, fastur fyrir jafnvel svo eftir var tekið. Hann fór sínar eigin leiðir en var umfram allt sjálfstæður og ætíð sjálfum sér nógur. Skapmikill en fór þó vel með það og ekki minnist ég þess að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða þó ekki værum við allt- af sammála. Börnunum var hann góður afi og bar hag síns fólks ætíð fyrir bijósti. Fyrir mér er genginn einn af betri vegvísum lífs míns. Hafðu þökk fyrir allt. Úlfar Hróarsson. Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Ekki datt mér í hug þegar ég^ kvaddi þig um jólin eftir jólafrí á íslandi, að ég myndi aldr- ei sjá þig aftur. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki getað verið hjá þér og sagt bless við þig. En ég veit að bréfin mín til þín glöddu þig og að ég var lillan þín. Elsku besti afi minn, nú kveð ég þig og ég veit að þér líður vel. Þín, Dana Rún. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGILAUG S. JÓNSDÓTTIR, Austurvegi 60, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 23. júní. Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey. Guðmundur Ketilsson, Jón Grétar Guðmundsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir, Bogi Karlsson, Helgi Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Álfheiður Sjöfn Guðmundsdóttir, Hlöðver Ólafsson, Eydís Katla Guðmundsdóttir, Jón Hlöðver Hrafnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.