Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 21 AÐSENDAR GREINAR Málefni prestastefnunnar PRESTASTEFNAN 1995 var haldin í Háteígskirkju í Reykjavík dagana 20.-22. júní sl. Mér þykir nokkur ástæða til að gera grein fyrir málefnum stefnunnar. Þar kemur einkum tvennt til. Þau mál er biskup lagði fyrir stefnuna voru sérstaklega þýðingarmikil og um afgreiðslu þeirra náðist ákaflega góð samstaða. En umijöllun nokk- urra fjölmiðla um prestastefnuna gaf hins vegar til kynna, að órói, ósætti og deilur hefðu staðið uppúr; hver höndin hefði verið uppi á móti annarri og prestastéttin væri sund- urslitin af metingi og reiði. Þessi framsetning er fjarri sanni, eins og þeir fjölmiðlamenn, sem höfðu fyrir því að kynna sér málefni stefnunn- ar, geta vitnað um. Eins og fyrri daginn voru það einkum Ríkisút- varpið og Morgunblaðið sem fjölluðu af skynsamlegu viti og yfirvegun um kirkjuleg málefni. Nokkrir full- trúar annarra fjölmiðla stungu hins vegar inn nefínu til að leita að ein- hveiju sem gæti staðfest slúður- fregnir utan úr bæ, og sýndu lítinn áhuga á því sem raunverulega var að gerast á prestastefnunni. Ekki er ég með þessu að segja, að á prestastefnu séu ávallt allir sömu skoðunar um kirkjuleg málefni eða framgöngu kirkjustjórnarinnar í einstökum málum ; þannig hefur það aldrei verið í kirkjunni. Sú stað- hæfing eins fjölmiðils um presta- stefnuna, að hún hafi sýnt, að þjóð- kirkjan sé í uppnámi er hins vegar útí hött. Biskup íslands og dóms- og kirkjumálaráðherra fjölluðu í ræð- um sínum við upphaf prestastefnu, um nauðsyn þess, að farið væri varlega með ágreiningsefni og skoðanamun innan kirkjunnar. Ekki er það síst brýnt, í Ijósi þess, að kirkjuleg málefni eru iðulega flókin, margþætt og tengd með sérstökum hætti sögu kirkju og þjóðar, og þess vegna er á stundum erfitt að birta allar hliðar máls þeim sem ókunnug- ir eru. Svokölluð Hveragerðis- og Langholtskirkjumál, sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum síðasta misserið, eða önnur meint ágrein- ingsmál innan kirkjunnar, voru hins vegar ekki á dagskrá prestastefn- unnar, né heldur voru þau borin upp til umfjöllunar af einstökum mönn- um. Frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar Stærstá mál presta- stefnunnar að þessu sinni var frumvarp til laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóð- kirkjunnar. Frumvarpið var afgreitt á síðasta kirkjuþingi, en nefnd undir forystu dr. Gunn- ars Kristjánssonar bjó það í hendur kirkju- þings. Dóms- og kirkju- málaráðherra lagði frumvarpið síðan fram til kynningar á Alþingi skömmu fyrir þinglausnir í í vetur. Fmmvarpið felur í sér róttækar breytingar í skipulagsmálum kirkj- unnar og breytir einnig vemlega sambandi ríkis og kirkju. Megin- breytingin er ákaflega einföld. Hún felst í því, að ákvörðunarvald um skipulag og starfshætti flyst frá Alþingi og ráðuneyti kirkjumála til kirkjunnar sjálfrar, einkum kirkju- þings. Sett verður rammaiöggjöf um þjóðkirkjuna. Þessi löggjöf verður almenns eðlis, og er þar með horfið frá þeirri stefnu, að setja í lög ákvæði um stórt og smátt varðandi skipulag og starfshætti kirkjunnar. Sem dæmi má taka fyrirkomulag varðandi biskupskosningar. Nú gilda sérstök lög um biskupskosn- ingu (lög nr. 96/1980). Þar er ná- kvæmlega tilgreint hvemig skuli fara með kosninguna og hveijir hafi þar atkvæðisrétt. I frumvarpinu er aftur á móti gert ráð fyrir því, að þessi lög falli úr gildi og í 8. grein þess segir: „Kirkjuþing setur reglur um kosningu biskups Is- lands.“ Með þessu móti fær þessi kirkjulega stofnun, kirkjuþing, vald, sem nú liggur hjá Alþingi. Þannig getur kirkjan sjálf, á hverjum tíma, ákveðið hverjir hafi kosningarétt í biskupskjöri, þá einnig kjöri vígslu- biskupa, og ákvarðað um hlutfall milli leikmanna og guðfræðinga. Þetta dæmi sýnir nokkuð hver hugs- unin er að baki frumvarpinu. Kirkj- an fær sjálf að ákvarða um fyrir- komulag sem hingað til hefur verið bundið í sérstökum lögum. Þannig getur kirkjan brugðist skjótar við breyttum aðstæðum í samtímanum Þorbjörn Hlynur Arnason í þessari grein fjallar Þorsteinn Antonsson um vanda þeirra sem kenna íslenzkar bók- menntir. stefnu hafi gengið. Ekki þarf að leita lengra til staðfestingar þessum orðum en í daglegar sjónvarpsfrétt-, ir beggja stöðvanna. í allan vetur hafa þær kynnt niðurstöðuna af umræddum bókmenntaboðskap með myndefni sem ekki lætur óttu- sýningum Stöðvar tvö neitt eftir, en um þær er sagt að á þær horfi varla aðrir en hinir verstu fantar. í þriðja og síðasta lagi hafa þeir snillingar sem sett hafa saman kennsluritin sem nota skal við kennslu íslenskra nútímabók- mennta reynst þessum nefndum pólitískum málsstað svo notadijúgir að fyrir kennarann er ekki nokkur leið, eins og málum er háttað, önn- ur en gera sig að fífli frammi fyrir nemendum sínum: annaðhvort mæl- ir hann gegn sjálfum sér í gríð og erg þegar hann hrósar skáldskapn- um en dæmir boðskapinn léttvæg- an. Eða hitt að hann lætur kyrrt liggja og heldur uppi kommúnistaá- róðri í kennslustofunni ásamt skáld- skapnum á þessari ögurstund stefn- unar í heiminum. Við skulum vona að virðing nemenda fyrir nútíma- bókmenntum verði ekki fyrir áfalli hveiju sinni og lagfært skipan sína, án þess að þurfa að sækja þau mál undir Alþingi. Hvað þetta varðar, þá breyt- ist staða kirkjuþings þannig, að það verður ekki lengur fyrst og fremst ráðgefandi stofnun, heldur fær það til sín raunveruleg völd í hinum ytri málum kirkjunnar.. Prestastefnan sam- þykkti fyrir sitt leyti meginatriði frumvarps- ins og vísaði því til kirkjuþings til efnis- legrar umfjöllunar að nýju og óskaði jafnframt eftir því, að tekið yrði tillit til framkominna athugasemda og ábendinga um breytingar. Skiptar skoðanir virðast einkum vera um hlut prestastefn- unnar í ákvarðanatöku kirkjunnar, skipan kirkjuþings og skipan presta- kalla og prófastsdæma. Þegar kirkjuþing hefur afgreitt frumvarpið á næsta hausti verður það sent dóms- og kirkjumálaráð- herra og standa vonir til að það verði lagt fram sem stjórnarfrum- varp á næsta þingi. Porvoo-samkomulagið Annað stærsta mál prestastefn- unnar var svokallað Porvoo-sam- komulag. Porvoo-samkomulagið er eins konar sáttmáli sem anglíkönsku kirkjumar á Bretlandseyjum og lút- hersku kirkjurnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum gera með sér og felur sáttmálinn í sér gagn- kvæma viðurkenningu þessara kirkna. Með öðrum orðum, þá viður- Umfjöllun fjölmiðla sýndi ranga mynd af prestastefnu, að mati Þorbjörns Hlyns — Arnasonar, sem hér fjallar um kirkjuleg málefni. kenna kirkjurnar sem hlut eiga að þessum sáttmála, að hin vigða þjón- usta í kirkjunum, þjónusta presta og biskupa sé fullgild. Þar með er slegið striki yfir þær efasemdir sem anglíkanar hafa haft um þjónustu biskupa og presta í lúthersku kirkj- unum í Danmörku, Noregi og á ís- landi. Efasemdirnar eiga rót sína í því, að við siðbótina rofnaði hin postullega vígsluröð í þessum lönd- um ; prestar en ekki biskupar vígðu aðra presta til biskupsþjónustu. Embættin og þjónustan eru nú met- in fullgild af öllum kirkjunum, og því lýst sem markmiði, að við bisk- upsvígslu verði biskupum annarra kirkna boðið til að taka þátt í handa- yfirlagningu, til að tákna einingu og órofa hefð kirkjunnar. í fram- haldi af þessari gagnkvæmu viður- kenningu er sú stefna síðan mörk- uð, að hver kirknanna bjóði meðlim- um annarra kirkna að þiggja sakra- menti og aðra þjónustu; að litið verði á skírða meðlimi allra kirknanna sem einn, óskiptan hóp er geti átt heimili í hverri kirkjunni sem er. Þá er það markmið sett, að þeir sem hafa hlotið vígslu sem biskupar, prestar eða djáknar í einhverri kirknanna, geti þjónað í annarri kirkju, án endurvígslu í samræmi við þær reglur er gilda hveiju sinni. Prestastefnan samþykkti Porvoo- samkomulagið einróma fyrir sitt leyti og mun biskup síðan bera það upp til endanlegrar sfimþykktar ís- lensku þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi í október. Porvoo-sáttmálinn er sannarlega mikilvægur áfangi í auknu sam- starfi biskupakirknanna á Bret- landseyjum og lúthersku kirknanna í Eystrasaltslöndunum og á Norður- löndum og tengist vitaskuld þeirri viðleitni kirkna heimsins að vinna gegn kirkjuklofningi og fylkja kristnum mönnum saman, í einingu, í þjónustu við Guð og menn. Af öðrum málum prestastefnu má nefna skýrslu synodalnefndar um kirkjueignir. Synodalnefndin hefur að undanförnu fjallað um málefni Sólheima í Grímsnesi. Nefndin lagði fram tillögu um mál- efni Sólheima, sem meðal annars gerir ráð fyrir að breyttar vinnuregl- ur verði teknar upp varðandi tilnefn- ingu fulltrúa í fulltrúaráð Sólheima. Þar er gert ráð fyrir, að samráð verði haft við synodalnefnd og þá aðila sem fjalla um málefni þroska- heftra og fatlaðra þegar tilnefndir verði fulltrúar í fulltrúaráðið. í upphafí greinarinnar var vikið að neikvæðri og villandi umfjöllun nokkurra fjölmiðla um prestastefn- una. Uppnám og deilur voru ekki meginefni prestastefnunnar; enn síður kom þar fram grundvallar- ágreiningur við biskup og kirkju- stjórn. Ef svo hefði verið, þá hefðu frumvarpið um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar og Porvoo- samkomulagið ekki fengið sam- þykki stefnunnar; hin farsæla af- greiðsla þeirra mála segir það sem segja þarf um samstöðu og einingu innan kirkjunnar þegar á reynir. Höfundur er biskupsritari. S ' '^ÍÍ- Rýmingarsala á amerískum Char-Broil gasgrillum I hvor leiðin sem valin er. - Svo sem fæst sé nú sagt um virðingu fyrir kennurunum. Best væri auðvitað að leysa þenn- an árlega vanda íslenskukennara í framhaldsskólum landsins með því að leita með logandi ljósi að nútíma- skáldskap sem kynni að vera jafn- góður hinum sem kennsluritin veifa, og lofar þó ekki þann illa Mólokk sem á tímabili glapti svo mörg skáld til fylgilags við sig. Finnist þau ein- hver þá væri við hæfi að hampa þeim til jafns við önnur þótt það hafi ekki verið talið til siðs til þessa. Eða hitt að menn sem kennslumál- um ráða komi sér saman um opin- berlega réttan skilning á hvað sé hvað í pólitíkinni svo kennarar þurfi ekki að opinbera fyrir nemendum einkaskilning sinn á t.d. raunsæi raunsæisskáldanna sem varla yrði þá neitt minna en röfl um röfl um röfl. Eins og kennslumálum er nú háttað verða kennarar annaðhvort að snúast gegn sterkri vinstri hefð sem ráðið hefur a.m.k. allri ís- lenskukennslu í landinu um langt skeið og þá bera brigður á augljós- ar fjarstæður í boðskap ljóða sem lærdómsrita, eða hitt að kyngja skömm sinni og blygðun og fjalla um boðskapinn athugasemdalaust eins og væri miðaldaskáldskaþur. Ég leyfi mér að æskja endurnýjunar á hvoru tveggja í tilefni dagsins. Höfundur er framhnldsskólakennari og rithöfundúr. Nú er einstakt tœkifæri að eignast gœðagrill á gasalega góðu verði. Grillin verða seld í Hagkaup, Skeifunni, Kringlunni, Akureyri og Njarðvík. Verð áður kr. 12.900 Verð nú kr. 9.900 Verð áður kr. 21.900 Verð nú kr. 16.900 Verð áður kr. 18.900 Verð nú kr. 14.900 Verð áður kr. 24.900 Verð nú kr. 18.900 Grillunum fylgir gaskútur. HAGKAUP fyrir fjölskylduna „m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.