Morgunblaðið - 03.08.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.08.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Imyndir og mannréttindi * Uthlutað var styrlqum úr Vísindasjóði fyrir skömmu. Auðunn Amórsson komst að því, að meðal styrktra verkefna er mannfræðileg mannréttindarannsókn, sem m.a. varpar nýju ljósi á þýðingu sjónvarpsmynda eins og „Biðsali dauðans“. MANNRÉTTINDI, einkum kvenna, hafa verið í brennidepli umræðunnar undanfarið. Alþjóðlega kvennaráðstefnan sem halda á í Kína á næstunni hefur beint athyglinni að þessum málaflokki og sýning brezku sjón- varpsmyndarinnar „Biðsalir dauðans“ jók enn til muna þá athygli sem beindist að mannréttindamálum í Kína sérstaklega. Nýlega úthlutaði Rannsóknarráð Islands styrkjum úr Vísindasjóði og fór einn þess- arra styrkja til verkefnis í mannréttinda- rannsóknum. Styrkþegamir eru Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, mannfræðingur og framkvæmda- stjóri íslandsdeildar Amnesty International, og Siguijón B. Hafsteinsson mannfræðingur og kennari við Háskóla íslands. Verkefni þeirra ber heitið ímyndir og mannréttindi. Morgunblaðið fékk Jóhönnu til að skýra frá því í hveiju verkefnið fælist. Þemahefti bandarísks mannfræðitímarits „Verkefnið tengist bandaríska mann- fræðitímaritinu „Visual Anthropology", sem gefur reglulega út þemahefti eða bækur um einstök rannsóknarefni. Við Siguijón höfum nú það verkefni að ritstýra slíku riti, sem mun bera titilinn „Images and Human Rights", auk þess sem við semjum inngang- inn að því,“ sagði Jóhanna. „Styrkinn feng- um við til að semja þennan fræðilega inn- gang.“ Verkefnið gerir grein fýrir mannréttinda- hugmyndum og tengslum þeirra við sjón- rænar listir, ljósmyndir og kvikmyndir. Markmið verkefnisins er að draga saman og greina kenningalega og hugtakalega umræðu um tengsl ímynda og mannrétt- inda. „Verkefnið er tilraun til að skýra tengsl ímynda og mannréttinda og styrkja fræði- legan skilning á þessum tengslum,“ sagði Jóhanna. Verkefninu er ætlað að skoða hvaða hlut- verki sjónrænt efni gegnir, hvaða vísbend- ingar slíkt efni gefur og að hve miklu leyti sjónrænt efni dregur fram og vemdar mann- réttindi. Einnig á að rannsaka hvaða hug- myndir um mannréttindi endurspeglast í myndrænu efni og hvemig mannréttindi em skilgreind á ólíkum menningarsvæðum. Þannig er sjónvarpsmyndin „Biðsalir dauðans“ nærtækt dæmi um einmitt það sem rannsaka á í verkefninu. „Biðsalir dauðans" dæmi um ímyndir og mannréttindi Eins og kunnungt er olli sýning þessarar brezku heimildamyndar allnokkm fjaðra- foki, enda hafði hennar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem vitað var að hún hefði leitt til harðra viðbragða í nágrannalöndunum. En myndin olli nokkr- um vonbrigðum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir var einn boðs- gesta í umræðum um myndina í Sjónvarps- sal að sýningu hennar lokinni. Í máli henn- ar þar kom fram, að henni þótti myndin vera kynnt á röngum forsendum. Sannanlega sé mikið um mannréttinda- brot í Kína, segir Jóhanna, þar sé fólk t.d. látið sæta dauðarefsingum fyrir litlar sakir, pyndingar viðgangist í fangelsum þar, og þúsundir samvizkufanga séu í haldi. Margs konar slæm mannréttindabrot fylgi líka stefnu stjómvalda til að stemma stigu við fólksfjölguninni, einbimisstefnunni, sem einkum konur verði fyrir. En aðspurð um álit sitt á myndinni „Bið- sölum dauðans" sagði Jóhanna: „Engar sannanir koma fram í myndinni fyrir tilvist slíkra dauðaherbergja, eins og myndin heit- ir eftir. Það er ekki stefna kínverskra stjórn- valda að útrýma stúlkubörnum, þó einbimis- stefnunni svokölluðu fylgi margvísleg mann- réttindabrot." Myndin gölluð Einmitt með hliðsjón af rannsóknarefninu „ímyndir og mannréttindi" væri „Biðsalir dauðans“ gott dæmi um tengsl sjónrænnar ölmiðlunar og mannréttindahugmynda. mislegt væri út á myndina að setja í því sambandi. Þeir sem gerðu myndina hefðu ekki haft viðurkenndar aðferðir við heimildamynda- gerð í heiðri, heldur farið til Kína með fyrir- fram ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vildu fínna þar. Þessi aðferð, að fara á vett- vang til að fá staðfestingu á eigin hugmynd- um, segir Jóhanna vera gamla hefð á Vest- urlöndum, sem endurspeglist m.a. í sögu ljósmynda- og kvikmyndagerðar svo og í ýmsum ritum sem fy'alla um önnur menning- arsvæði. Þeir sem gerðu „Biðsali dauðans“ fundu munaðarleysingjahæli þar sem aðbúnaður er fyrir neðan allar hellur. En staðfesting á því, að reknar séu stofnanir í Kína, þar sem stúlkuböm séu viljandi látin deyja í stómm stíl, fékkst ekki í myndinni, sagði Jóhanna. Ekkert í myndinni sanni að einhver hefði dáið í þeim húsakynnum sem falda mynda- vélin var látin reika um, aðeins vom nefnd- ar tölur í upplesnum texta, sem áttu að sanna þá grimmd sem viðgengist þama. Farið hefði verið á vettvang með fyrirfram ákveðna niðurstöðu og spilað inn á tilfinn- ingar áhorfenda með dramatískri framsetn- ingu myndefnisins. Sem dæmi um það hve gölluð heimilda- mynd „Biðsalir dauðans" væri, frá faglegu sjónarmiði séð, nefndi Jóhanna að hún yrði aldrei notuð sem heimild af Amnesty Inter- national. Amnesty-samtökin hefðu náð þeim árangri sem raun bæri vitni vegna þess fyrst og fremst að þau héldu sig við staðreyndir í öllu sínu starfi. Skýrslum og ályktunum Amnesty lægju ætíð traustar heimildir til grundvallar, sem t.d. stjómvöld í landi eins og Kína gætu ekki véfengt. Mynd eins og „Biðsalir dauðans“ væri þannig dæmi um sjónræna framsetningu á málefni sem snertir gmndvallarmannrétt- indi á fjarlægu menningarsvæði, sem hrærði upp í áhorfendum, en segði vegna galla sinna ekki minna um þá sem gerðu myndina en það sem sýnt var í henni. Handbók um tengsl myndræns efnis og mannréttinda Ritið um „ímyndir og mannréttindi“ á að koma út vorið 1996. I því munu birtast annars vegar fræðigreinar eftir þekkta vís- indamenn af ýmsum þjóðernum, sem fást við einstaka þætti viðfangsefnisins - inn- gangurinn sem Jóhanna og Siguijón semja verður samantekt á efninu, og byggist á víðtækri gagnaöflun, m.a. í áður birtum fræðiritum og hjá stofnunum eins og Sam- einuðu þjóðunum, Alþjóða vinnumálastofn- uninni, Frumbyggjaráðinu og ýmsum óháð- um mannréttindasamtökum. Hins vegar verða í bókinni greinar sem varpa annars konar ljósi á viðfangsefnið frá fólki með mismunandi bakgrunn og sem tilheyrir ólíkum menningarsvæðum, s.s. suð- ur-afriska mannfræðingnum Keyan Tomas- elli, Jayasinjhi Jhala, indverskum kvik- mynda- og mannfræðingi og íslenzk-hol- lenzka myndlistarmanninum Sigurði Guð- mundssyni. Bókin á því að geta nýtzt bæði sem fræði- legt yfírlit yfir og sem e.k. handbók um tengsl myndræns efnis og mannréttinda í heimi nútímans. Steikar- og grillkrydd "original". Ekta blanda á steikina, ekki síst grillað lamba- og svínakjöt. Laumaðu líka nokkrum kornum í kartöflusalatið, grænmetis- réttina og fars- og kjúklinga- rétti. Steikar- og grillkrydd "barbeque". Bragðmikil blanda undir áhrifum frá amerísku cajunmatargerðinni. Prófaðu hana einu sinni á hvaða grillkjöt sem er - og hún verður ómissandi. Knorr kryddblöndur Provence krydd Þessi kryddblanda gefur þér frábært og franskt bragð af grillaða lambakjötinu og kjúkl- ingunum. Og ekki er hún síðri á fisk, í paté og salatsósur. Pasta- og pizzukrydd Blandan sem setur punktinn yfir i-ið í ítalska matnum, ómissandi þegar þú eldar pasta, bakar pizzu og býrð til salat. Mexíkóskt krydd Kröftug kryddblanda á steikina og grillið. Prófaðu þig líka áfram með hana í pott-, pasta- og kartöflurétti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.