Morgunblaðið - 03.08.1995, Side 15

Morgunblaðið - 03.08.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 15 kostnaðar vegna þessarar tilteknu viðgerðar, þar sem hún fór alfarið fram áður en nýju fjöleignarhúsa- lögin tóku gildi. Aftur á móti þótti henni sýnt að viðvarandi ágreining- ur væri um það, hvort raðhúsið teldist eitt hús í skilningi núgild- andi laga. Orðrétt segir í lögum um fjöl- eignarhús: Með húsi í lögum þess- um er átt við byggingu sem varan- lega er skeytt við land og stendur sjálfstæð og aðgreind frá öðrum húsum eða skilur sig þannig frá þeim þótt sambyggð eða samtengd séu að eðlilegt og haganlegt sé að fara með hana samkvæmt lögum þessum sem sjálfstætt hús. Enn- fremur segir í lögunum að sameign sé allir hlutar húss innan og utan, og lóðar sem ekki eru ótvírætt sér- eign. Einnig teljast öll kerfi sam- eign og tækjabúnaður, lagnir og tilfæringar, sem þjóna aðallega þörfum heildarinnar eða hluta hennar með þeim hætti að sann- gjarnt og eðlilegt sé að allir eigend- ur eða eftir atvikum tiltekinn hópur þeirra, beri kostnað og áhættu af þeim. Raðhúsalengjan er eitt hús Álit kærunefndar í þessu máli var að líta bæri á raðhúsalengjuna sem eitt hús og allur kostnaður vegna viðhalds utanhússs ætti því að vera sameiginlegur. Auk þess að vísa í núgildandi lagareglur, tók nefndin tillit til þeirra sjónarmiða sem ’fest höfðu í sessi í gildistíð eldri laga. Taldi nefndin því að jafn- an væru löglíkur fyrir því að sam- byggingar, sem að öðrum skilyrð- um uppfylltum, falla undir ákvæði ijöleignarhúsalaga, teldust eitt hús í skilningi þeirra laga og ættu því að lúta reglum þeirra, a.m.k. varð- andi ytra byrði og eignarumráð yfir því. Bent var á að þessi megin- regla væri þó ekki án undantekn- inga. í álitsgerð nefndarinnar kom fram að fjölmörg atriði þyrfti að meta í hverju einstöku tilviki, þegar skorið væri úr um hvort samtengd hús teldust eitt hús eða fleiri. Með- al annars þyrfti að meta úthlutun- arskilmála, lóðarleigusamninga, hönnun, þar með talið burðarþol og lagnakerfi, byggingar- og við- haldssögu, þinglýstar heimildir, útlit húss og fleira. Benti nefndin á að eigendur sambyggðra húsa geti verið skyldugir til að hafa samráð á grundvelli laga um Ijöleignarhús varðandi útlitsatriði, enda þótt húsin teldust að öðru leyti sjálfstæð hús. „Hins vegar geta útlitsatriði og viðhaldsatriði blandast, t.d. hvað varðar klæðn- ingu. Getur sú spurning vaknað hvort allir eigi að ráða útliti við- gerðar en einungis sumir að borga fyrir hana. Þá ber þess að geta að atriðum eins og viðhaldssögu húss er jafnan ekki þinglýst á eignina.“ Nefndin fjallar, í álitsgerð sinni, um almenn atriði um raðhús og segir að meiri líkur séu á að rað- hús teljist sérstök bygging en önn- ur sambyggð hús, enda séu þar að jafnaði fyrir hendi fleira sem styður undantekningu frá meginreglunni. „í eldri rétti var þetta óljósara þar sem raðhús féllu ekki óyggjandi undir hugtakið fjölbýlishús." Þá bendir nefndin á að ákvörðun um byggingu raðhúsa, eins og annarra sambyggðra húsa, miðist fyrst og fremst við hagkvæmni við slíkan byggingamáta út frá hagsmunum heildarinnar. „Svo dæmi sé tekið er byggingarkostnaður raðhúss í miðri lengju lægri en kostnaður endaraðhúss þar sem ekki þarf útveggjaeinangrun á þá veggi sem byggt er að. Hið sama gildir um viðhaldskostnað. Hins vegar er það undir hælinn lagt hvert er verð- mæti einstakra húsa og ekki sjálf- gefið að endaraðhús sé verðmeira en hin húsin. Það kann því að vera sanngjarnast fyrir heildina, þegar til lengri tíma er litið, að íbúar raðhúsa búi að þessu leyti við rétta- röryggi sem búseta í fjöleignarhúsi getur veitt.“ FERÐALÖG Ferðamönnum hér fjölgaði um 3,4% í júlímánuði Komur erlendra ferðamanna tll Islands í janúar tll júlí 1994 og 1995 □dnaoi\ k,j „ÞVÍ verður ekki neitað að mér finnst ferðamannastraumur í júlí aðeins hafa verið minni en ég ætl- aði,“ sagði Magnús Oddsson ferða- málastjóri. Hann sagði að samt væri um 3,4% fjölgun að ræða mið- að við 1994 og yrði unað við það. Á hinn bóginn gæti verið að kominn væri ákveðinn flöskuháls í þetta, þ.e. flutningur farþega til landsins. Eins og sjá má af meðfylgjandi töflu komu alls 41.569 erlendir ferðamenn og er það 3,4% fleiri en í fyrra. Fjölgunin fyrstu 7 mánuðina er 4% og ferðamenn alls 4.400 fleiri en í júlí í fyrra. Flestir útlending- anna voru frá Þýskalandi eða 10.825 og er því um fjórði hver ferðamaður hér í júlí þýskur. Aukn- ing þaðan er 4,8%. Bandaríkjamenn eru næstir eða 4.653. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um dvalarlengd farþega, fjölda gistinátta né gjaldeyristekjur af komum þeirra. Ef gjaldeyristekjur af gestum væru ámóta og meðal- tali var á sl. ári væru gjaldeyristekj- ur af ferðaþjónustu í júlímánuði einum um 4 milljarðar. Miðað við júlítölur komu að meðaltali 1.340 erlendir ferðamenn hingað á dag auk farþega með skemmtiferða- skipum. Komum íslendinga til landsins í sl. mánuði fjölgaði um liðlega 2.300 frá júlí í fyrra og voru nú 16.954. Gestir af alls 96 þjóðern- um komu hingað í júlímánuði. Skrítin fley á Skjálfanda UNDANFARIÐ hefur mátt sjá skærgul og einkennileg fley sigla úr fjörunni við Húsavík. Þaðan berst einnig háreysti, hlátur og skemmtan enda sam- ankomnir ungir menn sem bjóða upp á nýja afþreyingu - sjókajakaleigu. Það eru Arnar Sigurðsson og starfsmenn Ferðamanna sem eru nú komn- ir til Húsavíkur. Aðspurðir segjast þeir und- anfarin tvö ár einkum hafa lagt rækt við Vestfirðina, einkum .Flókalund, ísafjörð og Jökul- firði, en telja nú tímabært að kynna þetta í Þingeyjarsýslu. Þeir hafa flutt með sér sjókajak sem þeir kenna á, leigja og fara með fólk í stuttar ferðir samtímis því að nýta tímann til að afla sér þekkingar á fleiri möguleikum, s.s. hjóla- og gönguleiðir, söfn, gisting og handverkstæði. Þetta nýmæli hefur mælst vel fyrir á Húsavík, bæði meðal heimamanna og ferðamanna. Morgunblaðið/ÞHY BOÐIÐ er upp á skoðunarferðir á lóninu. FERÐAÞJÓNUSTAN Jöklakaffi við Jökulsárlón. Litið við á Jökulsárlóni FRÉTTARITARI brá sér á dög- unum suður að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Þar reka þau Fjölnir Torfason og Þor- björg Arnórsdóttir ferðaþjón- ustu. Það vakti athygli að sjá gijótgarð á austurbakka Jökuls- ár og grjótvörn við brúarstöp- lana. Æðarkollurnar lónuðu við brúna með unga sína, en viku sér undan mannaferðum til sjávar. En það reyndist árangurslaust, innfallið bar þær af ferð upp eftir ánni. Ég tók Fjölni tali og eftir fróð- legt spjall um framgang jökla og hugsanlegar breytingar á Breiðárlóni, berst talið að ferða- þjónustunni. Fjölnir sagði að það hefði gengið mjög vel að undanförnu og væri greinilegt að umferðin hefði farið fyrr á stað en undan- farin ár. Áleit hann að áróður fyrir lengingu ferðamanna- timans væri nú að skila sér. Lífríkið er að verða ærið fjöl- breytt hér í Jökulsárlóni. Hér hefur verið mikil síld að undan- förnu, sem býr sig undir að hrygna í lóninu eins og undanfar- in ár. Alltaf er eitthvað um loðnu á hveiju ári, og mikið af silungi. Selurinn á hér náðuga daga. Verst er að silungurinn er orðinn óætur út af hringormi. Áður sást varla hringormur, nú horfir hann til vandræða. Hér er tals- vert um æðarfugl, og skúmi og kríu fer fjölgandi. Fjölnir er á þeirri skoðun að lifríkið í lóninu eigi sinn þátt í því. FARIÐ er í skoðunarferð til Kúbu. íslendingar í Havana. íslendingar á Kúbu UNDANFARNAR vikur hafa hóp- ar íslendinga verið í Cancun á vegum Heimsferða. Ferðalangam- ir láta vel af sér og hafa notað tímann, farið í skoðunarferðir á fornar slóðir Maya-indjána og til Kúbu. Á milli skoðunarferða stunda menn köfun og aðrar vatns- íþróttir. Um þetta leyti er sumar og besta veiðitímabilið og menn hafa óspart verið á stórfiskaveið- um. Þetta er þriðja sumarið sem Heimsferðir starfa í Cancun og eru gestir hinir ánægðustu. Strendur hvítar og sjórinn tær og ekki spill- ir verðlag sem hefur lækkað í kjöl- far gengislækkunar í landinu. Vörður endurhlaðnar á Mývatnsöræfum Morgnnbladið. Húsavík. ÞJOÐLEIÐIN milli Norður- og Aust- urlands liggur sem fyrr um Mývatns- öræfi og á milli bæja Reykjahiíðar í Mývatnssveit og Grímsstaða á Hóls- fjöllum er ökuleiðin 40 kílómetrar og er greiðfær því á mikinn hluta hennar er komið bundið slitlag. Eng- in byggð er á þeirri leið. Göngleiðir voru áður fyrr ekki lagðar með ærnum kostnaði eins og nú er gert, skemmtigöngufólki til ánægju og til að létta því undir fæti. Hólsfjallaleiðin var aðeins vörðuð og var það til að vísa hina réttu og stystu leið að feijustað á Jökulsá á Fjöllum. Ferjustaðurinn var nokkru neðar en brúin og leiðin því ívið lengri en nú. Gömlu vörðurnar eru minnisvarði liðins tíma því nú þurfa þeir sem um Fjöllin fara aðeins að hugsa um að fylgja veginum og er hann sléttari undir fæti en sú leið sem fyrr var farin. Birkir Fanndal Haraldsson, yfirvélstjóri hjá Kröfluvirkjun, er mikill áhugamaður um vörður. Hefur hann tekið sig til ásamt sonum sínum og endurhlaðið vörðurnar svo að er Morgunblaðið/Silli BIRKIR og synir hans hafa endurhlaðið vörðurnar á Mý- vatnsöræfum. til prýði jafnframt því að vera minnis- varði liðinna tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.