Morgunblaðið - 03.08.1995, Page 43

Morgunblaðið - 03.08.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 43 FRÉTTIR LIÐ Bolvíkinga og Skagamanna stilla sér upp með dómaratríóið í forgrunni, eftir vígsluleikinn í Bolungarvík. Morgunblaðið/Siguijón S. Sigurðsson Markasúpa Akur- nesinga í vígsluleik Bolungarvík. Morgunblaðið. KN ATTSP YRNU V OLLUR var lagður að Skeiði í Bolungarvík fyrir allmörgum árum en hann stóðst engan veginn timans tönn og er fyrir löngu orðinn ónothæf- ur. Vallarstæðið er samt eins og best verður á kosið undir tignar- legu fjallinu Erninum, því i brekkunni fyrir ofan völlinn eru frá náttúrunnar hendi stæði fyrir mörg hundruðáhorfendur. Knattspyrnuáhugamenn í Bol- ungarvík tóku sig til í fyrra og settu í gang kröftuga sjálfboða- vinnu og endurbyggðu knatt- spyrnuvöllinn á skömmum tíma. Þar fóru saman brennandi áhugi á verkefninu, samstaða velunn- ara íþróttarinnar og vel skipu- lögð sjálfboðavinna. Torfið var keypt fyrir styrktarfé og upp- byggingin því bæjarsjóði að kostnaðarlausu. Vígsluathöfnin var sl. laugar- dag. Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á ísafirði flutti blessunarorð og Ólafur Krisljáns- son bæjarstjóri flutti ávarp en síðan hófst vígsluleikur Bolvík- inga og Skagamanna. Bolvíkingar skoruðu fyrsta markið og var þar að verki Stef- án Andrésson. Gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og síðan kom hvert mark þeirra á fætur öðru í skemmtilegum og oft á tíðum fjörugum leik. Heimamenn bættu við öðru marki er Jóhann Ævars- son skoraði úr víti eftir að brotið var á honum. Það þriðja kom eftir hlé þegar Harald Pétursson skoraði en liðið hafði möguleika á að bæta við, þegar dæmd var önnur vítaspyrna en þá skaut Jóhann hátt yfir. Ólafur Þórðarson fyrirliði var markahæstur Skagamanna með fimm mörk, Bjarki Pétursson var með fjögur, Dejan Stojic með þrjú ásamt Bjarka Gunnlaugssyni en Arnar bróðir hans gerði tvö mörk. Úrslit urðu 3:23 íslands- meisturum Skagamanna í vil en athygli vakti að í leiknum fékk liðið á sig jafn mörg mörk og eftir tíu umferðir í 1. deild. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson ÓLAFUR Rristjánsson bæjarstjóri i Bolungarvík heilsar upp á Ólaf Þórðarson fyrirliða í A fyrir leikinn. ARNAR Gunnlaugsson gerir harða atlögu að marki Bolvíkinga. Fjölskyldu- og útihátíðir Ferðalög um versl- unarmannahelgi VERSLUNARMANNAHELGIN er á næsta leiti og ferðahugur kominn í marga. Þeir sem ætla að bregða undir sig betri fætinum og sækja fjöl- skyldu- eða útihátíð um helgina en eru ekki búnir að gera upp hug sinn um hvert skal haldið fá hér tæki- færi til að rifja upp hvar slíkar hátíðir verða haldnar. Það skal áréttað að ekkert kostar inn á Neistaflug '95 á Neskaupstað. Miðaverð á Kotmót hvítasunnu- manna er 200 kr. og aðgöngumiði fyrir gesti, 16 ára og eldri, á bindind- ismótið á Galtalæk kostar 4.500. Skipulögð hátíðarhöld verslunarmannahel Siglufjörður Skaga^trönd i / : I v A /«ureyri i ""\ • ^ Miögarður A Vopnafjörður jstaður Hellnar . AVatnaskógur Alaugarvatn t í C- a Galtalækur ........j Kirkjulækjarkot a Kirkjubæjaridaustur VestmannaeyjarA Galtalækun Bindindismót. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf tyrir aðgang. Kirkjulækjarkot: Kotmót. Greiða þarf fyrir aðgang. VikíMýrdal: Víkurhátíð. Fjölskylduhátið. Frítt inn á svæðið. Kirkjubæjarklaustun Alþjóðleg tónlistarhátíð. Áfengisbann á tónleikasvæði. Greiða þarf fyrir aðgang. Múlakot: Fjölskytduhátið Rugmálalélagsins. Úlfljótsvatn: Fjölskyldumót Úlla. Greiða þarf fyrir aðgang. Laugarvatn: Dagskrá á tjaldsvæðinu fyrir fjölskyldufólk. Vestmannaeyjan Þjóðhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Vatnaskógun Sæludagar. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Hellnan Snæfellsásmót. Greiðaþarffyriraðgang. Skagaströnd: Kántrýhátíð. Fjölskylduhátíð. Miðgaröur: Miðnæturtónleikar. Siglufjörður: Síldarævintýri. Frittinnásvæðið. Akureyri: Halló Akureyri. Fjölskylduhátfö. Neskaupstaður: NeÍStaflug ’95. Fjölskylduhátíð. ATH: Fritt inn á swæðið. Vopnafjðrðun Vopnaskak’95. Fjölskylduhátíð. ______________________Greiða þarf fyrir aðgang að einstðkum dagskrárliðum.___________ Innbrots- þjófar handteknir LÖGREGLUMENN í Kópa- vogi handtóku síðdegis í fyrradag fjóra menn, grunaða um innbrot. Mennirnir, sem eru úr Reykjavík og Garðabæ, voru í bíl þegar þeir voru handtekn- ir. í bflnum fannst þýfi, m.a. úr innbroti í einbýlishús í Grundunum í fyrradag þaðan sem stolið var myndavélum, linsum, gjaldeyri, íslenskum peningum og skartgripum. Mennirnir hafa viðurkennt innbrot í hús og bíla í Kópa- vogi og víðar úndanfarið. Rannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur að frekari rannsókn málsins. Bifreiðastjóra- félagið Andvari Telja sljórn- arskrá brotna á sér LEIGUBIFREIÐASTJÓRAR eru einu atvinnurekendurnir í landinu sem þurfa að leggja fyrirtæki sitt niður og loka þegar þeir ná 75 ára aldri, að því er segir í ályktun frá bifreiðastjórafélaginu And- vara. Þá segir í ályktuninni að aðrir sjálfstæðir atvinnurek- endur geti nýtt sér leyfi sitt án aldurstakmarkana og t.d. geti bændur og útgerðarmenn bæði leigt og selt kvóta sína. Rök um að leigubifreiða- stjórar njóti sérréttinda vegna úthlutunarreglna eigi ekki við þar sem allir atvinnurekendur þurfi leyfi til að reka fyrir- tæki. Félagsmenn Andvara telja að með þessu sé stjórnarskrá- in brotin á leigubifreiðastjór- um því þar standi: „Engin bönn má leggja á atvinnu- frelsi manna nema almanna- heill krefji.“ Ekiðá skiltabrú EKIÐ var á skiltabrú á Breið- holtsbraut, rétt austan gatna- mótanna á Reykjanesbraut, sl. mánudag. Ekki er vitað hvenær dags ákeyrslan varð. Skiltabrúin liggur yfir Breiðholtsbraut á nyrðri ak- rein og hefur sá sem á hana ók verið að koma niður Breið- holtsbraut. Vitni að ákeyrslunni eða sá sem sat við stýri er vinsam- legast beðinn um að gefa sig fram við rannsóknardeild lög- reglunnar i Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.