Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 1
56 SÍÐUR B/C/D 183. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR16. ÁGÚST1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jórdanía A Hálf öld liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar Ottast hefndar- aðgerðir Amman, Washingfton. Reuter. JÓRDANIR óttast að írakar efni til hryðjuverkaherferðar í Jórdaníu til að hefna ákvörðunar þeirra um að veita tengdasonum Saddams Huss- eins íraksforseta og skyldmennum þeirra hæli. Jórdanskir embættismenn óttast að írakar sendi tilræðismenn yfir landamærin eða beiti róttækum hreyfingum Palestínumanna, sem eru andvígar friðarsamningi Jórdana við Israela. Haft er strangt eftirlit með hreyfingunum af þessum sök- um. írösk stjórnvöld gætu ennfrem- ur fengið til liðs við sig einhveija af 30.000 írökum sem hafa flúið til Amman frá Persaflóastyrjöldinni árið 1990 vegna efnahagsþrenging- anna í írak. Perry lofar aðstoð William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu veija Jórdani ef írakar réðust á landið. Hann kvaðst hafa fengið upplýs- ingar um óvenjulega liðsflutninga í írak og sagði að bandaríska stjórnin væri reiðubúin að beita Tomahawk- eldflaugum gegn írökum ef til árás- ar kæmi. Jórdanskir embættismenn sögð- ust ekki hafa orðið varir við óvenju- lega liðsflutninga írakshers við landamæri ríkjanna. Her Bandaríkjanna flutti í gær hergögn til Jórdaníu vegna sameig- inlegrar heræfingar ríkjanna sem á að hefjast 18. þessa mánaðar. Her- æfingin var ákveðin áður en Banda- ríkjamenn lofuðu Jórdönum hernað- arstuðningi vegna landflóttans frá írak. Tsjetsjníja Jeltsín hótar hernaði Uday sakaður um manndráp Hreyfingar íraskra stjórnarand- stæðinga sögðu í gær að elsti sonur Saddams, Uday, hefði drepið að minnsta kosti einn ættingja sinn í síðustu viku vegna deilunnar sem sprottið hefur upp innan fjölskyld- unnar. Frásagnir þeirra voru þó mjög misvísandi. Ein hreyfinganna sagði að Uday hefði drepið Ahmed, son hálfbróður Saddams, Watbans Ibrahims al- Hassans, og önnur að hann hefði einnig drepið Watban. Króatíuher íhugar hernaðaraðgerðir í Bosníu Hótar Serbum stríði Dubrovnik. Reuter. ZVONIMIR Cervenko hershöfðingi, æðsti yfírmaður Króatíuhers, hótaði í gær Bosníu-Serbum stríði ef þeir hættu ekki stórskotaárásum sínum á nágrenni króatísku borgarinnar Dubrovnik. Dubrovnik, sem hefur verið nefnd „Perla Adríahafsins", varð fyrir hörðum sprengjuárásum í stríðinu í Króatíu árið 1991. Þótt sprengjum hafi ekki verið skotið á borgina sjálfa að undanförnu hafa árásir verið gerðar á þorp og flugvöll í grenndinni frá því að Króatíuher náði Krajina-héraði á sitt vald. Serbar á flótta Cervenko hershöfðingi, sem stjórnaði stórsókn Króatíuhers í Krajina, sagði að herinn væri reiðubúinn að gera árásir á Serba í Bosníu ef þörf krefði. Hann sagði að Serbar vildu hefna ófaranna í Krajina með árásum á nágrenni Dubrovnik, en Bosníu-Serbar segjast liins vegar vera að svara árásum Króatíuhers á Trebinje- hérað á yfirráðasvæði Serba í Bosníu, um 15 km frá strönd Adríahafsins. Þúsundir íbúa hér- aðsins hafa flúið þaðan af ótta við að Króatíuher sé að undirbúa innrás. ■ Albanír hóta aðgerðum/15 Reuter Alþjóðleg kappsigling á baðkerum ANDSTÆÐINGAR kjarna- vopnatilrauna Frakka flnna upp á ýmsu til að vekja athygli á mótmæluni sínum. í gær fór fram alþjóðleg keppni í siglingu baðkerasbáta á ánni Meuse í Belgíu. Þátttakendurnir sem hér sjást notuðu athyglina sem heimasmíðað baðkerafley þeirra naut til að koma mótmælum sín- um til skila til Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Grosní. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hótaði í gær að grípa til hernaðarað- gerða að nýju í Tsjetsjníju en yfir- maður rússnesku hersveitanna í upp- reisnarhéraðinu sagði ekki koma til greina að beita hervaldi. Fréttastofan Ítar-Tass hafði eftir Jeltsín að hann hefði rætt við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og fleiri ráðherra um möguleikann á hernaðaraðgerðum ef Tsjetsjenar féllust ekki á afvopnun samkvæmt samningi um hernaðarhlið deilunnar um héraðið. „Ef okkur berst ekki fulinægjandi svar grípum við til sér- stakra og harðra aðgerða, meðal annars hernaðaraðgerða,“ hafði fréttastofan eftir Jeltsín. Rússneska stjórnin sakaði Dzhok- har Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjníju, um að reyna að gerbreyta skilmálum hernaðarlega sanmingsins frá 30. júlí. Hún sagði að friðarviðræðunum í Grosní yrði ekki haldið áfram nema Tsjetsjenar framfylgdu öllum ákvæðum samningsins þegar í stað. Anatolíj Romanov, yfirmaður rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju, ræddi í gær við yfirmann hersveita Tsjetsjena, sem neitaði að undirrita drög að samkomulagi um fram- kvæmd samningsins á mánudag. Þegar Romanov var spurður hvort hann útilokaði hernaðaraðgerðir svaraði hann því játandi og sagði að áfram yrði reynt að leysa deiluna með samningum. Blendm viðbrögð við af- sökunarbeiðni Japana Tókýó. Reutcr, The Daily Tclegraph. JAPANIR báðust í gær í fyrsta sinn afsökunar á framferði japanska hersins í heimsstyijöldinni síðari, hálfri öld eftir að henni lauk. Viðbrögðin við afsökunarbeiðninni voru blendin; stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Astralíu og ýmsum Asíuríkjum fögnuðu henni en fyrrverandi stríðs- fangar Japana sökuðu japönsku stjórnina um hálfvelgju og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar. Afsökunarbeiðnin kom fram í sjónvarpsávarpi Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því heimsstyij- öldinni lauk. Hann lét þar í ljós „einlæga iðrun“ og baðst „innilega afsökunar“ á framferði hers- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem japanskur forsætis- ráðherra notar þessi orð þegar hann ræðir heims- styijöldina síðari á opinberum vettvangi. „Til þess að komast hjá mistökum í framtíðinni vil ég gangast við sannleikanum í þessari sögu [um þátt Japana í stríðinu] sem ekki verður dregin í efa, og vildi á ný mega ítreka endurmat mitt og biðjast innilega afsökunar," sagði hann í yfirlýsing- unni, sem stjórn hans hafði samþykkt samhljóða. Skaðabótum hafnað Murayama var þó ekki jafn afdráttarlaus í ræðu sem hann hélt í gær við minningarathöfn um þijár milljónir Japana sem létu lífið í heims- styijöldinni síðari. Þar talaði forsætisráðherrann einungis um „ítrekað endurmat" og „innilega samúð“. Sjónvarpsávarpið er talið endurspegla skoðanir Murayama sjálfs en síðari ræðan þykir til marks um veika stöðu hans sem forsætisráðherra og að hann vilji ekki styggja íhaldssama samstarfs- menn sína í stjörninni. Murayama sagði að afsökunarbeiðnin þýddi ekki að Japanir myndu verða við kröfum um skaðabætur til handa fórnarlömbum stríðsins. Sagði hann að frá slíku hefði verið gengið í frið- arsáttmálanum í San Francisco 1952 og öðrum samningum. „Við höfum að fullu gengið að skil- málum þessara samþykkta," sagði Murayama. Samtök fyrrverandi stríðsfanga Japana voru ekki ánægð með ávarp Murayama, sögðu það persónulega yfirlýsingu en ekki afsökunarbeiðni fyrir hönd þjóðarinnar. Aður hafði japanska þing- ið samþykkt ályktun þar sem látið var nægja að nefna „ígrundað endurmat“ á yfirgangi og ill- ræmdri nýlendustefnu Japana. Ályktunin olli miklum vonbrigðum í nágrannaríkjum Japana í Asíu. ■ Persónuleg yfírlýsing marklaus/16 Reuter UPPGJAFAHERMENN, Japani og Breti, á brúnni yfír Kwaifljót í Tælandi þar seni minnst var 116.000 manns sem létu lífíð þegar „dauðabrautin“ var lögð í stríðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.