Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 4

Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________FRÉTTIR____________________________________ Nýja sameinaða sveitarfélagið á Suðurnesjum hefur fengið nafnið Reykjanesbær Nafnið samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli Morgunblaðið/Sverrir FYRIR bæjarstjórnarfundinn kom hluti íbúa Reykjanesbæjar saman fyrir utan fundarstaðinn og mótmælti nafninu með því að þeyta bílflautur. Hávaðinn hafði ekki áhrif á bæjarfulltrúana. BÆJARSTJÓRN í sameinaða sveitarfélaginu á Suðumesjum samþykkti í gær með níu atkvæð- um gegn tveimur að láta nýja sveit- arfélagið heita Reykjanesbær. Harðar umræður urðu um málið á fundinum. Kristján Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði afgreiðslu málsins „afsk- ræmingu á lýðræðinu", en Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sakaði Kristján og Drífu Sigfúsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um pólitísk- an loddaraskap. Allmargir bæjarbúar lýstu óánægju með tillögu bæjarráðs um nafnið Reykjanesbæ og létu hana í ljós með því að þeyta bílflautur fyrir utan fundarsal bæjarstjómar. Margir fylgdust einnig með fund- inum og var greinilegt að andstæð- ingar nafnsins vom þar í meiri- hluta. Fólk klappaði og púaði eftir því hvernig því iíkaði málflutningur bæjarfulltrúanna. Ávinningur af sameiningu Drífa Sigfúsdóttir hóf umræðu um nafnamálið með því að minna fundarmenn á að mikill ávinningur hefði orðið að sameiningu sveit- arfélaganna þriggja og að í öllum meginatriðum hefði sameiningin gengið vel. Mikill ágreiningur hefði hins vegar verið um nafn á nýja sveitarfélagið. Óánægja bæjarbúa með hugmyndir bæjarfulltrúa um nafn á sveitarfélagið hefði verið svo mikil að 71% bæjarbúa hefði gert atkvæði sitt ógilt í atkvæða- greiðslu um nafn 8. apríl sl. með því að skila auðu eða greiða Kefla- vík atkvæði sitt. Hún sagði að bæjarfulltrúar yrðu að taka tillit til þessarar miklu óánægju. Þó samstaða bæjarfulltrúa í nafna- málinu skipti máli þá skipti sam- staða bæjarfulltrúa með bæjarbú- um enn meira máli. Drífa sagði ekki fara á milli mála að nafnið Keflavík ætti mikið fylgi meðal bæjarbúa. Það hefði hins vegar verið gert samkomulag um það áður en atkvæði voru greidd um sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna að ekkert þessara nafna yrði nafn nýja sveit- arfélagsins. Ekki væri rétt að bijóta það samkomulag. Hún sagð- ist telja að nafnið Keflavík-Njarð- vík væri fallið til að skapa þokka- lega sátt um málið. Aldrei yrðu þó allir ánægðir. Drífa lagði fram tillögu um breytingu á samþykkt bæjarráðs þannig að í stað Reykja- nesbæjar yrði sveitarfélagið látið heita Keflavík- Njarðvík. Til vara lögðu hún og Kristján Gunnarsson fram tillögu um að málinu yrði frestað og greidd yrðu atkvæði á ný meðal bæjarbúa um nöfnin Keflavík-Njarðvík, Suðumesbær og Reykjanesbær. Tillagan gerði ráð fyrir að bæta mætti fleiri nöfn- um við. Meiri andstaða en menn áttu von á Kristján sagði að atkvæða- greiðslan 8. apríl hefði verið sér áfall. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að óánægja með nöfnin Suðurnesbær og Reykjanes- bær væri jafnvíðtæk og þar kom fram. í framhaldi af því hefði hann tekið fyrri afstöðu sína til málsins til endurskoðunar. Kristján sagði mikilvægt að skapa sátt í sveitarfé- laginu um nafnið. Hann sagðist ekkert sjá að því þó menn notuðu tímann fram að næstu sveitar- stjómarkosningum til að skapa þessa sátt. Kristján sagði að virða bæri vilja íbúanna; annað væri af- skræming á lýðræðinu. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði að tillaga Drífu uppfyllti ekki ákvæði sveitarstjórnarlaga því að nafn sveitarfélags yrði að enda á -byggð, -bær, -kaupstaður eða -hreppur. Ekki gengi að nefna sveitarfélagið Keflavík-Njarðvík heldur yrði það að heita Keflavík- Njarðvíkurbær. Nöfnin Keflavík, Njarðvík og Hafnir áfram notuð Ellert lagði áherslu á að nöfnin Keflavík, Njarðvík og Hafnir yrðu áfram notuð sem nöfn yfir bæjar- hluta hins sameinaða sveitarfélags. Hann sagðist áfram koma til með að búa í Keflavík þó að hann yrði íbúi í Reykjanesbæ. Ellert sagði að hægt væri að endurskoða allar stjórnvaldsákvarðanir og ef að menn gætu alls ékki sætt sig við nafnið Reykjanesbær gæti ný bæj- arstjórn, sem kjörin verður vorið 1998, breytt nafninu. Jóhann Geirdal tók undir með Drífu og sagði að sameining sveit- arfélaganna hefði gengið vel og skilað árangri. Ágreiningurinn um nafnið væri hins vegar mikill og hafði skaðað sameininguna. Hann sagði að af þessu máli mætti draga þann lærdóm, að ganga hefði átt frá heiti á sveitarfélaginu strax í upphafi. Það hefði ekki verið gert heldur hefði verið gert samkomu- lag um að nota ekki Keflavík, Njarðvík eða Hafnir á nýja sveitar- félagið. Ekki væri hægt að hlaupa frá samkomulaginu nú. Búið væri að setja málið í ákveðinn farveg og eftir að félagsmálaráðuneytið hefði vísað kæru vegna málsins frá væri ekki annað eftir en að stað- festa fyrri ákvörðun um að gefa sveitarfélaginu nafnið Reykjanes- bær. Þeir sem vildu breyta um stefnu nú væru með pólitískan loddaraskap. Drífa og Kristján mótmæltu þessum orðum Jóhanns harðlega. Nafnið Keflavík kom í veg fyrir sameiningu Anna Margrét Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði þetta mál mikið tilfinninga- mál. Hún minnti á að þegar um- ræður hófust um sameiningu sveit- arfélaganna hefði komið fram mik- ill ótti hjá íbúum minni sveitarfé- laganna við að með sameiningunni væri Keflavík að gleypa þau. Að gefa nýja sveitarfélaginu nafnið Keflavík hefðu margir túlkað sem sönnun þess. Þess vegna hefði samkomulag verið gert um að finna nýja sveitarfélaginu nýtt nafn. Anna Margrét sagðist vona að í fyllingu tímans myndu fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum sam- einast þessu nýja sveitarfélagi. Hún sagði ljóst að mjög erfitt yrði að vinna að frekari sameiningu ef Keflavík-Njarðvík yrði fyrir valinu. Nafnið Reykjanesbær byði hins vegar upp á þann möguleika að hægt yrði að vinna að áframhald- andi sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Að umræðum loknum var tillaga Drífu um að nafn sveitarfélagsins yrði Keflavík-Njarðvík felld með 9 atkvæðum gegn einu. Kristján sat hjá. Tillaga Drífu og Kristjáns um frestun var felld með 9 atkvæðum gegn 2. Tillaga um 'að nafn nýja sveitarfélagsins yrði Reykjanes- bær var síðan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2. Margir íbúar Reykjanesbæjar fóru reiðir af bæjarstjórnarfundin- um. Ekki voru allir á því að gefast upp í baráttunni. Fleiri en einn sögðu að næsta skref væri að stofna flokk og bjóða fram í næstu kosningum. Einar Ingimundarson, sem býr í Keflavík í Reykjanesbæ, hefur óskað eftir áliti umboðsmanns Al- þingis á atkvæðagreiðslunni sem fram fór 8. apríl, en hann telur að framkvæmd hennar sé ekki í samræmi við lög. Einar hafði áður kært atkvæðagreiðsluna til félags- málaráðuneytisins sem taldi að eðlilega hefði verið staðið að henni. Málverkið af Bjarna Benediktssyni Tillögn sjálfstæð- ismanna vísað frá Fiskur hefur verið fremur smár í Smugunni að undanförnu Eftirlitsmaður fer ekki með Óðni FISKISTOFA mun ekki senda eftirlitsmann með varðskipinu Óðni í Smuguna, heldur munu varðskipsmenn sinna athugunum líkt og í fyrra. Þeir hafa heimild til að loka svæðinu þyki ástæða til, samkvæmt upplýs- ingum frá sjávarútvegsráðuneytinu. Fiskurinn í Smugunni hefur verið frekar smár að undanförnu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sjúkraliðar samþykktu SJÚKRALIÐAR hafa sam- þykkt kjarasamning, sem Sjúkraliðafélag íslands gerði við ríkið, Reykjavíkurborg, St. Jósepsspítala, Landakot og fleiri aðila. Skrifleg allsherjaratkvæða- greiðsla um samningina stóð yfir 10. og 11. ágúst og sam- kvæmt upplýsingum frá Sjúkr- aliðafélaginu voru samning- arnir samþykktir með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Engin formleg ósk Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, segir að málið hafí verið rætt innan Fiskistofu en ekki hafi sérstaklega verið farið fram á að eftirlitsmaður verði með í för varð- skipsins í Smuguna enda sé verk- efni þeirra að hafa eftirlit með veiðum innan land.helginnar. Þeir hafi ekki það mikinn mannskap til þess verkefnis að hægt sé með góðu móti að senda einn mann í Smuguna í langan tíma. Þórður segir að vísu hafi farið eftirlits- maður með fiskiskipi í Smuguna í fyrra en það hafí verið af sérstök- um ástæðum. Þórður telur að varðskipsmenn geti fyllilega leyst störf eftirlitsmanns af hendi. Verða að hlíta verndaraðgerðum Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, segir að varðskip muni sinna veiðieftirliti í Smugunni nú líkt og í fyrra. Ef tilkynning um veiðar á smá- fiski berist frá varðskipinu og ákvörðun verði tekin um að loka svæðinu hafi varðskipsmenn heimild til þess og íslensk skip þurfi að hlíta slíkum verndarað- gerðum íslenskra stjórnvalda. Hann segir fordæmi fyrir slíkum aðgerðum, því íslensk stjórnvöld hafi lokað Smugunni fyrir íslensk- um fiskiskipum fyrir tveimur árum á grundvelli mælinga sem starfsmaður Landhelgisgæslunn- ar gerði þar, um borð í norsku rannsóknarskipi. Ari vil þó taka fram að sjávarútvegsráðuneytinu hafi ekki borist neinar upplýs- ingar varðandi smáfiskveiðar í Smugunni. TILLÖGU borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að málverk af Bjarna Benediktssyni fyrrv. borg- arstjóra og forsætisráðherra verði sett upp á nýjan leik á fyrri stað í Höfða var vísað frá af fulltrúum R-listans á fundi borgarráðs í gær, ep Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri lét fjarlægja málverkið úr Höfða í vor. í tillögu sjálfstæðismanna var jafnframt lagt til að fundarher- berginu í Höfða, þar sem fundur Reagans og Gorbatsjovs var hald- inn 1986, verði að öðru leyti kom- ið í sama horf og það var í áður en breytingar voru gerðar á því sl. vor. í frávísunartillögu borgarstjóra á fundi borgarráðs í gær kom fram að borgaryfirvöld hafi þegar lagt drög að því að af alþjóðlegri ráð- stefnu geti orðið á næsta ári þar sem þýðing fundar Reagans og Gorbatsjovs fyrir þróun heims- mála verði metin í sögulegu ljósi og jafnframt að minnst verði 10 ára ártíðar fundarins t.d. með út- gáfu og sýningu í Höfða. Málefnafátækt í borgarmálum Þá segir orðrétt í frávísunartil- lögu borgarstjóra: „Hins vegar snýst málið um hvar og hvernig myndum í eigu borgarinnar af merkum stjómmálamönnum, í þessu tilviki Bjama heitnum Bene- diktssyni, sé best fyrir komið. Vegna þeirrar umræðu er ástæða til að fela forstöðumanni Kjarvals- staða að móta hugmyndir um hvernig sýna beri þær myndir sem borgin á af einstaklingum en sem nú em í geymslum safnsins. Sjálfstæðismenn hafa hvorki sýnt teiðtogafundinum ’86 né heiðri Bjarna heitins Benediktssonar nokkum sóma með upphlaupi sínu í þessu máli og ber málflutningur þeirra vott um mikla málefnafátækt í borgarmálum. Borgaryfírvöld munu vinna áfram að báðum þáttum málsins á faglegum og málefnalegum grunni og er tillögunni því vísað frá.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.