Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Forstj óri Samvinnuferða-Landsýnar
Aðrar ferðaskrif-
stofur birta verð
án skatta
HELGI Jóhannsson forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar hf. segir
það með ólikindum að kæra hafi
verið lögð fram á ferðaskrifstof-
una vegna auglýsingár um far-
gjöld til Óslóar. Hann segir að það
hafi viðgengist í heilt ár að ferða-
skrifstofan Heimsferðir auglýsi
fargjöld án þess að fram komi í
meginmáli heildarverð án þess að
Samkeppnisstofnun hafi gert at-
hugasemd.
Islenska auglýsingastofan hf.
hefur kært auglýsingu Samvinnu-
ferða-Landsýnar um fargjöld til
Óslóar til Samkeppnisstofnunar.
„Við vorum einna fyrstir til þess
að fara mjög nákvæmlega eftir
tilmælum Samkeppnisstofnunar
um verðbirtingar en við höfum
fylgst með því í næstum heilt ár
að aðrar ferðaskrifstofur, og þá
sérstaklega Heimsferðir, hafa
komist upp með það að birta verð
án allra skatta. Heimsferðir birta
aldrei verð án þess að setja heild-
arverðið í smátt letur. Nýjasta
dæmið er að Heimsferðir auglýsa
á strætó ferðir til London á 19.900
kr. en þá er flugvallarskattur ekki
meðtalinn. Frá honum er greint í
smáu letri neðanmáls. Við hljótum
að skilja þetta svo að leyfilegt sé
að auglýsa á þennan hátt,“ sagði
Helgi.
Hann sagði að þetta væri í
fyrsta sinn sem Samvinnuferðir-
Landsýn hefðu breytt til í auglýs-
ingum og hingað til hefði jafnan
verið birt verð með sköttum. „Okk-
ur fannst forvitnilegt hvort það
væri bara einn aðili sem kæmist
upp með þetta en þó er þetta eng-
in lína sem við erum að taka upp
í auglýsingum," sagði Helgi.
Deilur innan Möðruvallasóknar
Krafist brott-
vikningar prests
HAFIN er undirskriftasöfnun í
Möðruvallasókn í Hörgárdal þar
sem þess er krafist að biskup víki
sóknarprestinum, séra Torfa
Hjaltalín Stefánssyni, frá störfum.
Ágreiningur er milli sóknarprests
og sóknarbarna og var fyrir
skömmu óskað eftir aðstoð bisk-
ups íslands við að leysa hann.
Biskup hefur faiið séra Bolla Gú-
stafssyni, vígslubiskupi á Hólum,
að leita sátta. Hann hefur boðað
séra Torfa og sóknarnefnd til
formlegs sáttafundar i kvöld.
Ósætti hefur verið í Möðruvalla-
sókn í nokkur ár. Deilurnar náðu
hámarki eftir að prestur tilkynnti
að hann myndi ekki heimila öðrum
prestum að vinna prestverk í
Möðruvallakirkju. Afstaða hans
var sú að hann væri prestur í sókn-
inni og ætti því að vinna þau prest-
verk sem þar þyrfti að vinna. Tals-
vert var um að sóknarbörn óskuðu
eftir að fá presta úr öðrum sóknum
til að gifta, skíra eða jarða.
Séra Bolli Gústafsson sagði að
engar formlegar reglur væru til
innan kirkjunnar um hvernig bæri
að svara óskum sóknarbarna um
að fá presta úr öðrum sóknum til
að vinna prestverk. Hann sagði
þessi mál viðkvæm og mismun-
andi væri hvernig prestar tækju á
þeim.
Bolli sagði að hann hefði þegar
rætt við allmarga í sókninni um
ágreininginn, en myndi í kvöld
halda formlegan sáttafund með
sóknarnefnd og sóknarpresti.
Hann sagði að sér væri ókunnugt
um undirskriftasöfnunina. Að-
spurður viðurkenndi hann að sterk
krafa sóknarbarna um að prestur-
inn víki gerði sáttaumleitanir
erfíðari.
Útboð Norðurár
undirbúið
ÚTBOÐ á veiðirétti í Norðurá er í
undirbúningi og hefur stjórn veiðifé-
lags árinnar auglýst eftir áhugasöm-
um leigutökum til viðræðna. „Það
má segja að þetta sé lokað útboð,
við viljum fá menn fyrst tii viðræðna
og að því ioknu sendum við útboðs-
gögn til þeirra sem við sjáum fram
á að eiga viðræðugrundvöli við,“
sagði Sigurjón Valdemarsson for-
maður Veiðifélags Norðurár í sam-
tali við Morgunblaðið í gærdag.
Þreifíngar félagsins koma í kjölfarið
á tilboði Péturs Péturssonar kaup-
manns í veiðiréttinn til fimm ára í
vor, en bændur höfnuðu því tilboði
en boðuðu í staðinn útboð á leigu-
réttinum.
Endurheimtur hoplax
Nokkrir áhugasamir veiðimenn
tengdir Laxá í Leirársveit undir for-
ystu Hauks Geirs Garðarssonar tóku
sig til síðastliðið vor og veiddu
nokkra hoplaxa sem þeir síðan
slepptu aftur merktum í ána. Voru
þetta milli 20 og 30 laxar og hug-
myndin að halda verkefninu áfram
næstu sumur. Lengi hafa verið
vangaveltur um hve mikið af laxin-
um deyr eftir fyrstu hrygningu og
trúlega er ekkert eitt svar til við
því. Getur margt haft þar áhrif,
ekki síst árferði. En það gerðist fyr-
ir skömmu, að einn hinna merktu
hoplaxa veiddist aftur í ánni. Sann-
aðist þar með að hoplax getur geng-
ið aftur á sama ári. Laxinn sem var
FRÉTTIR
Heilbrigðis- og
tryggingamála-
ráðuneytið
Páll Signrðs-
son lætur af
störfum
EMBÆTTI ráðuneytisstjóra í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu hefur nú verið auglýst laust til
umsóknar en Páll Sigurðsson lætur
af því starfi fyrir aldurs sakir 1.
desember.
Páll Sigurðsson, sem verður sjö-
tugur í nóvember, hefur gegnt emb-
ætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu frá
árinu 1970, eða í aldaríjórðung.
Páll er sérfræðingur í bæklunar-
skurðlækningum og embættislækn-
ingum og hefur starfað á Landakots-
spítala, í Gautaborg og á Borgarspít-
ala, auk þess sem hann var trygg-
ingayfirlæknir hjá Tryggingastofn-
un ríkisins 1960-1970. Þá hefur
hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa á
sviði heilbrigðismála og í þágu
Reykj avíkurborgar.
Forseti íslands veitir embætti
ráðuneytisstjóra og rennur umsókn-
arfrestur út 20. september. Embætt-
ið veitist frá 1. desember.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hættulegar brýr
EINBREIÐAR brýr við slétta og
breiða þjóðvegi landsins hafa
reynst slysagildrur. Bílstjóri
fiskflutningabílsins á myndinni
var að koma að slíkri brú við
Hvammsá nálægt Vík í Mýrdal
sl. laugardag þegar hann kom
auga á fólksbíl á brúnni. Til að
forðast árekstur sveigði bílstjór-
inn út af með þessum afleiðing-
um.
Sæmundur Hjaltason bóndi á
Norður-Götum í Mýrdal varð
vitni að óhappinu. Hann sagði
að gírskipting hefði mistekist hjá
bílstjóranum þegar hann reyndi
að stöðva bílinn í tæka tíð við
brúarendann. Tengivagninn lyft-
ist og fór eina og hálfa bíllengd
á tveimur hjólum, síðan rakst
hornið á honum niður í malbikið
og vagninn valt út af veginum
og tók bílinn með sér niður 3-4
m háan kant. Að sögn Sæmundar
er það orðinn árviss viðburður
að bílar velti í þessari kröppu
beygju. Bíllinn, sem er frá
Austfrakt á Reyðarfirði, er stór-
skemmdur en bílstjórinn slapp
betur en á horfðist.
Vitni vantar að óvenjulegum atburði í Reykjavík
Geimverur sagðar hafa
numið ungt par á brott
GEIMVERUR virðast hafa haslað
sér völl í Reykjavík og ekki óhugs-
andi að þær eigi eftir að leysa huldu-
fólk og drauga af hólmi í þjóðsögum
framtíðarinnar. Tengsl Snæfells-
jökuls og fljúgandi furðuhluta eru
flestum kunn þótt vart sé hægt að
benda á áþreifanleg dæmi í því sam-
bandi.
Nú berast hins vegar fréttir af
ungu pari í Reykjavík sem geimver-
ur eru sagðar hafa numið á brott
um stundarsakir aðfaranótt fimmtu-
dagsins 10. ágúst sl. og er þetta
væntanlega fyrsta brottnámið af
slíku tagi sem heimildir geta um hér
á landi.
Frá brottnáminu er greint í nýj-
asta tölublaði Geimdisksins, frétta-
bréfí Félags áhugamanna um fljúg-
andi furðuhluti. Magnús H. Skarp-
héðinsson skrifar greinina eftir frá-
sögn sautján ára kærustupars sem
var í ökuferð eftir Miklubraut um
klukkan háiftvö umrædda nótt.
„Atvikið átti sér stað um miðja
nótt á Miklubrautinni þar sem þau
voru á ferð í bifreið sinni og biðu á
rauðu ljósi við gatnamót Háaleit-
isbrautar og Miklubrautar í austur-
átt.
Þá gerðist það að mjög sterkt ljós
skall beint ofan frá á bifreiðina með
miklum dynk. En án þess að þau
hafi á nokkurn eðlilegan hátt tekið
eftir því þá virðist eins og þau hafi
misst á þessu stutta augnabliki um
það bil hálftíma úr nóttinni og úr
minni sínu án þess að geta hið
minnsta gert grein fyrir hvernig það
gæti hafa gerst,“ segir í greininni.
Þegar pilturinn og stúlkan rönk-
uðu við sér var klukkan orðin tvö,
bíllinn hafði færst nokkuð úr stað
og skyndilega var hætt að rigna.
Er þau gerðu sér grein fyrir að háif-
tími hafði iiðið í óminni urðu þau
að vonum smeyk en stúlkan setti sig
fljótlega í samband við Magnús H.
Skarphéðinsson, stjórnarmann í Fé-
lagi áhugamanna um fljúgandi
furðuhluti, sem taldi víst að skýring-
in á atvikinu væri sú að parið hefði
verið numið á brott af geimverum.
Magnús óskar eftir vitnum að
þessum atburði og þiggur fúslega
allar upplýsingar um ljósagang eða
torkennileg loftför yfir Reykjavík
áðurnefnda nótt. Ekki náðist í Magn-
ús í gær en þess má geta að aðal-
fundur Félags áhugamanna um
fljúgandi furðuhluti verður haldinn
í Norræna húsinu í kvöld og ef til
vill má búast við því að hin óvæntu
brottnámstíðindi auki áhuga fólks á
félagsskapnum.
KRISTJÁN Ljótsson, 12 ára, og Jón Hallgrímsson með 23 punda
hæng Kristjáns úr Norðlingafljóti fyrir nokkru.
áætlaður rúmlega 4 pund þegar
hann veiddist um miðbik árinnar í
vor, var nú rúmlega 6 punda og
veiddist mjög nærri þeim stað sem
hann var merktur.
Fljótaá full af bleikju
Feiknaleg sjóbleikjuveiði hefur
verið í Fljótaá í Fljótum í sumar og
eru komnir rúmlega 2.000 fiskar á
land. Að sögn Ástþórs Jóhannsson-
ar, sem var þar að veiðum fyrir
skömmu, virtust engin takmörk vera
fyrir því hve margar bleikjur hægt
væri að draga þarna. „Við vorum
meira að eltast við laxinn, en þegar
maður var búinn að draga 10-12
bleikjur úr hylnum í jafn mörgum
köstum, var nokkuð ljóst að laxinn
kæmist ekki að. Þá var að færa sig,
en þá tók það sama við í næsta
hyl. Þannig leið nú túrinn," sagði
Ástþór, en hann og félagar hans
fengu 7 laxa og rúmlega 400 bleikj-
ur. Voru þá komnir rúmlega 60 lax-
ar á Iand auk bleikjanna. Að sögn
Ástþórs er bleikjan yfirleitt fremur
smá, frá hálfu pundi upp í 2 pund,
en hann hafði eftir kunnugum mönn-
um á svæðinu að tími stærri silungs-
ins væri að renna upp.
Enn reytist úr Hítará
Enn gengur nokkuð vel í Hítará'
þótt mesti slagkrafturinn sé úr veið-
inni. í fyrradag voru komnir 278
laxar á land og algengt er að 5-10
laxar liggi í valnum eftir hvern veiði-
dag. Fiskurinn er dreifður um allt
svæðið og talsvert af sjóbleikju drýg-
ir aflann.
Dauft yfir Þverá
„Þetta var orðinn barningur og
lítill afli. Þrátt fyrir rysjótt veður
hefur lítið nýtt vatn komið í Þverá
og svo hefur dregið úr göngum. Það
er þó talsverður lax í ánni en hann
hefur tekið illa við þessar kringum-
stæður. Þó litaðist áin um helgina
og veiðin tók aðeins við sér. Lofar
það góðú, en við verðum að sjá hvað
setur,“ sagði Jón Ólafsson, einn
leigutaka Þverár, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Þá voru komnir um
1.380 laxar á land, en það skipar
ánni í annað sætið yfir landið. Norð-
urá er aðeins ofar, en fast á hæla
þeirra kemur Laxá á Ásum þar sem
veiðin hefur verið góð að undan-
förnu.