Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÚLÍANA SIG URJÓNSDÓTTIR + Júlíana Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Skjöldólfsstöð- um í Breiðdal i S- Múlasýslu 26. 1917. Hún lézt í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðnadóttir og Sig- uijón Þorvarðarson, sem síðar bjuggu á Karlsstöðum í Vöðlavík þangað til þau brugðu búi og fluttust til Eskifjarð- ar á unglingsárum Júlíönu. Þau eignuðust sex börn. Fjögur þeirra létust í æsku. Eft- irlifandi systir hennar er Björg. Eftir dvöl í Vestmannaeyjum og síðan flutning til Reykjavíkur hóf hún sambúð með eftirlifandi eiginmanni sínum þaðan, Þor- steini Erlingssyni, vélvirkja- meistara, sem í mörg ár rak verktakafyrirtæki í Reykjavík. Þau voru gefin saman 7. apríl 1941. Þeim varð þriggja barna auðið: 1) Sigrún, skólafulltrúi, f. 6. sept. 1937, gift Helga Bjarnasyni prentara. Börn þeirra eru Þor- steinn, Bjarni, Berg- lind og Halla. 2) Kristín, grunnskóla- kennari, f. 12. ágúst 1943, gift Þórarni Sigþórssyni tann- Iækni. Börn þeirra eru Sólveig og Rannveig. Seinni maður Kristínar er Ólafur Mixa læknir. Þau eiga Katrínu Júlíu. Böm Ólafs frá fyrra hjónabandi em Már Wolfgang og Halla Guð- rún, en Már ólst upp hjá þeim Kristínu frá barnsaldri. 3) Örn, myndlistarmaður, f. 28. apríl 1948, kvæntur Maríu Þórarins- dóttur, deildarstjóra heimaþjón- ustu. Börn þeirra em Högni Þór, Hildur Sif og Hrand Yr. Barnabarnabörn Júlíönu em 11 talsins. Útför Júlíönu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. UM ÞESSAR mundir lifir helst í huga mér mynd af Júlíönu sitja við kringlótta eldhúsborðið okkar, þegar heim var komið úr vinnu, og segja: „Ég er hér einsog vant er að flækj- ast fyrir,“ um leið og hún var önnum kafin við að létta undir við húsverk- in. Milt, blítt og ögn glettið bros og augnaráð, trygglynt fas, grásprengt hár, virðuleiki. Hún var manneskja gædd þeim verðleikum, sem verður að minnast > og halda á loft í hávaðasömu, sjálfs- dýrkandi samfélagi nútímans, ein- mitt vegna þess hve hún lifði í stað- fastri og virðulegri mótsögn við allt það glamur og tildur. Guði sé þökk fyrir slíkar konur. Þess utan er hún tákn um það hlutskipti, sem svo oft einkenndi kjör alþýðufólks á íslandi, þegar mikil er þráin eftir mennt og fegurð, en engin tök að ljá henni vængi vegna harðrar lífsbaráttu, basls æskuáranna og uppflosnunar fjölskyldu í veikindum og harðindum og með því kröfu um að bjarga sér sjálfur, óharðnaður, upp frá því. Slík örlög voru oftar en hitt túlkuð sem sönnun þess gefna viðhorfs, að alm- úgafólk ætti ekki erindi í hátimbrað- ar menntastofnanir elítunnar. Ég þykist vita, að sviðið hafi undan t KJARTAN SKÚLASON, Grundarstíg 6, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 13. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Hjörleifsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Keneva Kunz, Burkni Helgason, Kári Helgason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Tunguheiði 4, Kópavogi, lést á Hrafnistu aðfararnótt 14. ágúst. Sigurður Oddsson, Elín Andrésdóttir, Gyða Oddsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Bryndís Oddsdóttir og fjölskyldur. t SVAVAR BJARNASON frá Seyðisfirði; sföast til heimilis á Gullsmára 11, Kópavogi, sem andaðist 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Lilja Hallgrfmsdóttir og aðrir vandamenn. t HERMANN GUÐBJÖRNSSON trésmiður, Hátúni 6, Reykjavik, er lést 11. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 17. ágúst kl. 16. Hreggviður Guðbjörnsson, Lilja Viktoría Guðbjörnsdóttir, Óskar Reykdal Guðbjörnsson. þessum skorti á tækifærum til að auðga andann og fegurðarþörfina og það mótað tilveru Júlíönu og gert hana jafnvel óþarflega ófram- færna um þau mál, sem hún skildi best flestra manna í hjarta sínu. Þannig sat hún oft inni með þrár sínar og viðhorf vegna þess að henni var orða vant, og erill dagsins og kringumstæður hindruðu framgang þeirra. Því heldur ber að dást að og minnast þess rismikla kúltúrs hjart- ans og þeirrar látlausu vizku, sem hún bjó yfir og risu langt uppyfir lifanir ýmissa orðglaðra fræðinga. Að mannþekkingu stóðu henni fæstir á sporði. Hún sá gegnum hismið, titlatogið og sérgæzkuna; orðurnar og sjálfsævisögurnar og leit beint á kjarnann. Sízt var hún skoðanalaus og oft hispurslaus, en aldrei vék hún frá sinni grundvallar- elsku, umburðarlyndi og réttlætis- kennd. Hún „hafði ekki vit á list- um“. Hún skildi bara á óbrigðulan hátt form og fegurð og gat einnig þar skilið hismi tízkustefnanna frá kjarnanum. Mannvit hennar var náð- argáfa, fersk og ómenguð, sem ómetanlegt var að fá að kynnast þau ár, sem ég fékk að vera vinur tengdamóður minnar, sem nú verður til grafar borin. Skal það nú geymt vel og þakkað. Olafur Mixa. Að Júlíönu Siguijónsdóttur mág- konu minni látinni hlaðast upp myndir og minningar úr sex áratuga fjölskyldutengslum sem engan skugga hefur borið á. Þorsteinn bróðir minn og Júlíana hófu búskap ung að árum á miðjum fjórða áratug þessarar aldar, í heimskreppunni miðri, fátæk að veraldargæðum en þeim mun ríkari að áhuga, dugnaði og bjartsýni. Með hagsýni ósérhlífni og þrautseigju sóttu þau á brattann þótt oft blési á móti á þessum tímum atvinnuleysis og örbirgðar, og aldrei minnist ég þess að þeim yrði verk- efna vant. Þorsteinn lauk námi í vélsmíði, sem hann hafði hafið nokkrum árum fyrr en gert hlé á um stund, og innan nokkurra ára var hann orðinn verkstjóri í einni af hinum stærri vélsmiðjum landsins. Þegar Þorsteinn vegna starfa sinna þurfti að vera langdvölum fjarri heimili sínu við verkefni víða um land, hvíldi heimilisstjórnin að öllu leyti á herðum Júlíönu svo sem vænta mátti. Því hlutverki gegndi hún með sóma eins og öðru sem hún bar ábyrgð á. Hún bjó fjölskyldu sinni hlýlegt heimili, laust við pijál og óþarfan íburð, sem bar hagsýni hennar og listfengi fagurt vitni. Mannheillar naut hún í ríkum mæli, enda var hún gestrisin og veitul svo af bar. Nú að leiðarlokum vil ég mín vegna og íjölskyldu minnar þakka Júlíönu sex áratuga trygga vináttu og góðvild. Þorsteini og öðr- um vandamönnum hennar færum við Valgerður innilegar samúðar- og saknaðarkveðjur á skilnaðarstund. Gissur Ólafur. Þá er komið að því. Hún elsku amma mín hefur nú kvatt okkur eftir langvinnan sjúkdóm. Enda þótt við værum öll búin undir andlátið, þá er missirinn mikill. Þannig er þessu alltaf farið. Þrátt fyrir sjúkdóminn og annað sem hrjáir gamalt fólk svo oft, þá stóðst amma raunina betur en ég átti von á. Ég þykist vita ástæð- una. Hennar sterka trú á það góða í veröldinni, bæði af mannlegum og yfirnáttúrulegum toga, á mestan þátt í svona sterkum lífsvilja hjá manneskju eins og ömmu, tel ég. Amma mín var kristin kona og seg- ir það allt sem þarf, því hún lifði fyrir þann óendanlega kærleik sem hún bjó yfir, - og gerir reyndar enn, af því minningin um hana lifir svo sterkt. Sál hennar er ólýsanleg. Hún er yfirfull af trú og von, auk kærleikans, en það er jú aðalá- hersla kristindómsins. Sá sem lifir fyrir að gera öðrum gott, þarf ekki að kvíða neinu fyrir eða eftir dauð- ann. Vegna þess að amma trúði svo sterkt á guð, - hið góða, þá dó hún í sátt við alla, ekki síst hann. Þótt ég sé ekki aiveg á sama máli og hún um trúna, þá er guð til á henn- ar hátt. Það skiptir máli, ekki ein- hveijar kennisetningar. Ég vona innilega að ég gleymi henni ömmu Júl aldrei. Til dæmis þegar við lágum saman í rúminu hennar og fórum með ýmsar bænir og vers, flest sem hún kenndi mér, eða þegar hún sagði mér dæmigerð- ar ömmusögur frá liðinni tíð. Slíkar minningar eru gulls ígildi. Elsku mamma mín og afi, Örn og Sigrún: Missirinn er mikill en mestur hjá ykkur. Samúð mín stendur ykkur næst. Aðrir syrgjend- ur; fjölskyldumeðlimir, ástvinir og vinir: Ég upplifi sorgaratburðinn með ykkur. Þrátt fyrir veikindi hennar var dauðinn ótímabær. Með þessum orðum kveð ég elsku hjartans ömmu mína, sem ég mun alltaf sakna. Megi minningin lifa. Þess óskar hennar elskandi dóttur- dóttir, Katrín Júlía. Það var á vordögum 1955 sem ég kom fyrst á heimili þeirra Júlíönu og Þorsteins frænda míns í Skipasundi 31. Uppvöxtur minn hafði farið fram utan höfuðborgarsvæðisins og sam- band við ættingja mína fram að þessu hafði nánast ekkert verið. Eldri bróð- ir minn hafði tekið að sér að koma mér í kynni við ættingja mína og höfuðborgarlífið yfir höfuð. Kvöldið áður höfðum við verið í Þórskaffi að skemmta okkur, eins og það er kall- að. Við vorum báðir fremur illa skó- aðir bræður og höfðum farið í skó- verslun til að bæta úr því. Ég, sveita- maðurinn, hafði fjárfest í uppreimuð- um, hvítum strigaskóm, taldi það betri fótabúnað heldur en stífpússaða blankskó. Þessir ágætu skór áttu bæði þá og síðar eftir að verða upp- spretta mikillar kátinu. Nýi frændinn fór að sýna frændsystkinum sínum í Skipasundinu, þeim Sigrúnu, Kiddu og Öddu, hvernig hann dansaði í Þórskaffi kvöldið áður. Hláturmildi þessarar fjölskyldu var með ólíkind- um og ávallt síðan var vitnað í svona skótau sem fótboltaskóna hans Pét- urs frænda. Frá þessum degi var ég fósturson- ur þessa heimilis. Af næmi og skiln- ingi sem fáir geta jafnað, las Júlíana þennan unga mann, sem með þessum einkennilega hætti kom inn í fjöl- skyldulífíð, nánast ofan í kjölinn. Hún sá að þar gæti ýmislegt farið aflaga ef ekki væri gát á höfð. Fjölskyldan flutti brátt niður í Barmahlíð 4, og alla tlð síðan hafa þau Júlíana og Þorsteinn verið kennd við Barmahlíðina. Leið mín lá út á sjóinn, ég gerðist síðutogarasjómaður og lagði jafnan leið inn í Hlíðar þeg- ar í land kom. Ávallt mætti mér sama hlýjan, sama móðurlega umhyggjan, hvort sem ég kom með lúðulok eða flakaða ýsu eða bara sjálfan mig í hefðbundnu ástandi íslenska síðutog- arasjómannsins þessara ára, alltaf var ég jafnvelkominn á þetta heimili. Við Júlíana áttum sameiginlegt áhugamál, sem almennt gengur und- ir skilgreiningunni andleg mál. Oft gleymdist tíminn og við sátum í eld- húsinu hennar langt fram á rauða nótt og ræddum spíritisma, lífíð eftir dauðann og öll hugsanleg afbrigði þessa málaflokks. Meðal þess sem við vorum næsta viss um að fmna mætti hinum megin var það að þar myndi örugglega vera mikið af falleg- um_ blómum. Ég er þess fullviss að þar sem Júlíana er nú er mjög mikið af blóm- um, sumir segja að í hveiju blómi lifi lítið ljós, svo núna sér hún einnig mikið af ljósum. Ég votta bömum Júlíönu og Þor- steins samúð vegna fráfalls hennar. Þorsteini frænda mínum votta ég einnig samúð mína. Mikil persóna er horfm af .þessum vettvangi, hennar mun lengi minnst, ég veit einnig að það verður kaffí á könnunni áfram í Barmahlíð 4 þótt hún sé gengin og þannig vill hún að það verði. Júlla mín, megi friður Guðs fylgja þér inn í nýtt landnám. Pétur Gissurarson. Fyrir tuttugu árum skildu foreldr- ar mínir. Skömmu síðar kvæntist faðir minn Kristínu Þorsteinsdóttur. Það var þannig sem ég, þá lítill drengur, kynntist Júlíönu, móður Kristínar. Hún skildi ekki aðeins vel sársaukann, sem ég gekk í gegnum á því tímabili, heldur gerði hún sitt besta til að láta mér líða sem best við hinar nýju aðstæður mínar. Strax í upphafi lét hún mig vita, að hún liti á mig sem hluta af sinni fjöl- skyldu. Hún undirstrikaði, að hún væri ekki að reyna að koma I stað ömmu minnar, heldur myndi koma fram við mig á sama hátt og hin barnabörnin sín. Þessu fylgdi hún alla tíð eftir. Innan skamms var ég orðinn reglulegur gestur í hádegis- mat hjá henni. Kássur og eggjasúpa voru uppáhaldsréttir mínir þar. Heimilisfólkinu til mikillar furðu voru þeir réttir skyndilega bornir fram minnst einu sinni í viku. „Svona, stráknum finnst þetta gott,“ sagði hún. Alla tíð síðan hafa dyr hennar staðið mér opnar. Sama hlýj- an hefur stöðugt streymt frá henni. Takk, Júlíana, fyrir allan kærleik- ann, sem þú sýndir mér gegnum árin. Hann mun ávallt lifa í hjarta mínu. Már W. Mixa. Tuscon, Arizona, Bandaríkjunum. • Fleiri minningargreiníir um JúlíönuSigurjónsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS PÉTURSSONAR frá Hjalteyri, sem lést 10. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Jónína Árnadóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Þóröur Valdimarsson, Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Valrós Sígurbjörnsdóttir, Halldór Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.