Morgunblaðið - 16.08.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 16.08.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 25 BERGLJÓT EINARSDÓTTIR + BergTjót Ein- arsdóttir var fædd að Bæ í Lóni, A-Skaftafellssýslu, 9. janúar 1911 og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru Þuríðúr Sig- urðardóttir frá Vík í Lóni, f. 1882, og Einar Högnason frá Horni í Nesjum, f. 1872, bóndi í Bæ. Systkinin voru alls 13. Bergljót bjó um hríð á Eskifirði og með Kristni Pét- urssyni, sambýlismanni sínum, eignaðist hún tvær dætur, Svanhildi Sigríði, húsm. á Þórshöfn, og Ernu Hafdísi Berg, húsm. í Reykjavík, en þær eru báðar látnar. Þau Kristinn slitu samvistum, en hann er nú látinn. Á Reyðar- firði bjó Bergljót nær fjóra áratugi og sambýl- ismaður hennar var Pétur Jónasson, sem nú er látinn og með honum eignað- ist hún fjögur börn er upp komust: Guðbjörgu Oldu, húsm. Reyðarfirði, Báru Kolbrúnu, húsm. Eskifirði, Siggerði Svövu, húsm. Reyðarfirði, og Víði Má, húsa- smið Reyðarfirði. Grétar Heimir dótt- ursonur þeirra Pét- urs ólst þar einnig upp að miklu leyti en þau Pétur slitu samvistum. Bergljót flutti til Reykjavíkur 1979 og átti þar heima síðan. Þar giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Bjarna Pálssyni. Bergljót verður jarðsungin frá Áskirkju í dag kl. 13.30. HORFIN er af heimi hugumkær vin- kona mín. Hennar samfylgd átti ég svo undurgóða um langa leið ævinn- ar og söknuði þrungin þökk fer um sinni. Leifturmyndir liðins tíma líða hjá, sem ljósblik skær fara þær um hug- ann ein af annarri og halda honum föngnum. Svo margs góðs er að minnast, margra mætra stunda, þar sem hún Begga var hin veituli gefandi, vissu- lega er sólbjart yfir þeim öllum í endurminningunni. Til baka er horft meira en hálfa öld og mynd ungrar hugþekkrar konu merlar í huga og minningamergð sækir að. Inn í bernskuheim minn bar þessi unga laglega kona á næsta bæ með sér nýjan ferskan andblæ, í hispurs- leysi sínu og með hressandi hlýju fasinu var hún öðruvísi en aðrir gestir, einörð og ákveðin var hún í skoðunum sem hún ótrauð kom á framfæri og talaði enga tæpitungu. Glaður hlátur hennar ómaði um eld- húsið heima og hver koma hennar brá birtu yfir hversdagsins gráa amstur og annríki, slík var útgeisl- un þessarar ungu konu sem ósljálf- rátt hreif fólk með sér. Á þessa björth bernskumynd bar aldrei skugga. Öll okkar kynni um áratuga skeið voru á einn veg, því þar fór kona sem var einlægur vinur vina sinna, heit í lund en heil, greind kona sem átti fastmótaðar skoðanir góðrar ígrundunar, glaðsinna og bjartsýn í einlægni sinni en ein- beitni um leið. Við leiðarlok nú er svo margt sem mér ber að þakka og aldrei var laun- að sem vert væri, svo umhyggusöm og elskuleg var hlýja hennar í minn garð og minna, órofatryggð hennar engu lík. Örlæti hennar í því efni ekki takmörk sett, enda naut ég þess I ríkum mæli og mætti aðeins nefna sem dæmi þann höfðingsskap henanr að hafa mig sem hádegis- gest heilan vetur og allt var það svo ofursjálfsagt. Hún Begga mín skilaði svo sann- arlega dtjúgu dagsverki, önn hennar var ærin um dagana, hún var mynd- virk kona að hverju sem hún gekk, heima og að heiman, en hún vann löngum mikið utan heimilis og hvar- vetna munaði um handtökin hennar, hjá henni áttu atorka og kappsemi ágæta samfylgd, svo við ofurkapp jaðraði á stundum. Begga var í eðli sínu léttlynd og jafnlynd en um leið skaprík og eng- inn þurfti lengi að velkjast í vafa um álit hennar á hveiju einu. Hún átti ríka réttlætiskennd, hjarta henn- ar sló ævinlega með þeim sem áttu erfíða leið gegnum lífið, hiklaus og einbeitt tók hún einarðlega málstað hins smáa og veikburða og orð henn- ar áttu það til að vera beinskeytt og beitt, beint í mark. En hún Begga átti einnig annan tón og ylhlýrri. Hans nutum við vin- ir hennar svo vel í notalegri návist hennar. Áfallalaus var ævi hennar ekki en af æðruleysi var öllu mætt og horft á ný fram á veg með vonbirtu í sinni. Begga las mikið og hafði af því ærið yndi enda giögg kona og vel greind, sem fylgdist mætavel með því sem máli skipti í þjóðlífinu sem og umhverfi sínu öllu. Ung skipaði Begga sér í sveit yzt til vinstri til varnar og sóknar fyrir vanmáttka og snauða, tryggð hennar við mætan málstað var alla tíð einlæg og sönn enda málsókn hennar meitluð af heitri sannfæringu. Þá trúu fylgd vil ég þakka við leiðarlok. Það var ævinlega gott að hlýða á Beggu og hennar ráðum farsælt að fylgja og gagnrýni hennar af góðum vilja og umhyggju var hollt að hug- leiða. Slíkir félagar eru gulls ígildi. En það var hún Begga í svo ótal- mörgu í iífinu, óspör á björt bros sín og hjartahlýju. Höfðingi mikill var hún heim að sækja enda húsmóðir góð sem hafði af gestakomum yndi eitt. Þangað lá leið mín ærið oft og ætíð kom ég auðugri af hennar fundi. Alls þessa er nú gott að mega minnast. Hjartahlý er þökk okkar Hönnu til okkar kæru vinkonu og velgjörða- konu og sárt um leið að hugsa til þeirrar heimsóknar sem aldrei varð af. Við sendum eiginmanni hennar, bömum hennar og barnabömum svo og aðstandendum öðmm okkar ein- lægar samúðarkveðjur. Mynd hennar Beggu er í muna geymd í miklu þakk- læti fyrir að hafa mátt eiga hana að. Hún er kvödd klökkum huga í kærri þökk fyrir allt það sem hún var mér alla tíð. Yfir á ódáinslönd eilífðar er henni fylgt í heitri þökk. Blessuð sé hennar munahlýja minning. Helgi Seljan. + Jan Callerström var fæddur í Stokkhólmi 17. apríl 1934. Hann varð bráðkvaddur hinn 25. júlí síðast- liðinn í skerjagarð- inum við Stokkhólm þar sem hann var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Hann lauk stúdents- prófi frá Hvit- feldska mennta- skólanum í Gauta- borg og gekk síðan í liðsforingjaskóla. Hann varð sjóliðsforingi en hóf síðan nám við Viðskiptaháskól- ann í Gautaborg. Hann Iauk við- skiptafræðiprófi 1963 og hóf síðan störf við Stockholms En- skilda Bank og síðar Skandinav- iska Enskilda Banken. Árið 1982 tók hann sæti í banka- stjórn Skandinaviska Enskilda Banken, staðgengill aðalbanka- stjóra við þann banka varð hann árið 1985. Árið 1987 réðst Jan Callerström til Norræna fjár- festingabankans í Helsingfors. Hann tók þar við starfi sem varamaður aðalbankastjóra og yfirmaður útlána innan Norður- landa. Fyrstu þrjá mánuði árs- ins 1994 var hann settur aðal- bankastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans. Jan Callerström gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum. Meðal annars var hann frá árinu 1967 stjórnarmaður í Kungafonden Med Folket för Foster- landet. Hann sat í stjórn Martin Ols- son HAB frá árinu 1969 og í stjórn Solvay Nordiska AB frá árinu 1992. Þá var hann stjórnar- maður frá 1994 í Chalmers tæknihá- skólanum í Gauta- borg. Jón Callerström verður borinn til grafar frá Oskars- kirkjunni í Stokk- hólmi í dag. STARFSFERILL Jans Callerströms sem bankamanns var óvenju farsæll og árangursríkur. Störf hans í meira en tvo áratugi í sænskum bönkum og tæpan áratug í Norræna fjárfest- ingarbankanum einkenndust af vönduðum, faglegum vinnubrögðum, réttsýni og hyggindum. Góð dóm- greind og jákvætt viðhorf til sam- ferðamanna gerðu það að verkum að hann var mikilvægur þátttakandi í stefnumótun og ákvarðanatöku, hvar sem hann starfaði. Hann gat sér hvarvetna góðan orðstír. Yfir- gripsmikil þekking hans og víðfeðm tengsl við atvinnu- og fjármálalíf Norðurlanda, einnig á Islandi, voru afar mikilvæg fyrir Norræna fjár- festingarbankann. Hann átti mikinn þátt í því að byggja upp norrænt útlánasafn sem í senn var því nær laust við tap og skilaði arði. Sá sem þetta skrifar stendur per- sónulega í þakkarskuld við Jan Call- erström fyrir afar farsælt samstarf frá því ég kom til starfa sem aðal- bankastjóri við Non-æna fjárfesting- arbankann í apríl 1994. Betri samstarfsmann get ég naumast hugsað mér. í starfi sínu við Norræna fjárfestingarbankann lagði Jan mikið af mörkum til þess að skapa þar jákvæðan liðsanda sem skilaði líka góðum árangri. Hann var alla tíð góður liðsforingi og sannur heiðursmaður. Skyndilegt fráfall Jans Call- erströms er áfall fyrir okkur vini hans og samstarfsmenn við Norræna fjárfestingarbankann. Hans verður sárt saknað. Sárastur er þó missirinn fyrir konu Jans, Monicu, börn þeirra og barnabörn. Til þeiiTa leitar hugur- inn í dag með innilegri samúð. Jón Sigurðsson. Vandaðir ítgstúnar ‘VaranCeg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. JAN CALLERSTRÖM + Bróðir minn, KRISTMUNDUR ÓLAFSSON, Brautarholti, Akranesi; si'ðar Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Ólafsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGBJÖRNSDÓTTIR, Birkihlið 5, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Haraldur Hannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GI'SLA GUÐJÓNSSONAR, Ljósalandi 23, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður á Kotströnd að athöfn lokinni. Hrefna Guðmundsdóttir, Björn Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, Guðmundur Rafn Sigurðsson, Atli Már Sigurðsson, Sigurður Valur Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Vera Osk Valgarösdóttir, Gígja Baldursdóttir, Kristin Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and- láts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Hjarðarhaga 54, Reykjavik. Sérstakar þakkir til ykkar, sem veittuð henni umönnun í veikindum hennar. Asta Þórðardóttir, Oddur Ragnarsson, Elsa Þórðardóttir, Einar Þórðarson, Thelma Grímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem • sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR HARALDSSONAR, Vatnsstíg 11, er lést 2. ágúst sl. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem hjúkruðu honum í veikindum hans. Heiðrún Elsa Harðardóttir, Heimir Skarphéðinsson, Guðni Karl Harðarson, Inga Herdis Harðardóttir, Einar Jóhannsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR B. FINNBOGASONAR. Camilla Sveinsdóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Armand Beaubien, Geirþrúður Finnbogadóttir, Ólafur Finnbogason, Kristjana Jónsdóttir, Kristján Finnbogason, Kristrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.