Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.08.1995, Qupperneq 40
MTT# alltaf á Miövikudöginn MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir Hávær mótmæli BÆJARSTJÓRN nýja sveitarfé- lagsins á Suðurnesjum sam- ■"•{jykkti í gær að kalla það Reykja- nesbæ. Margir íbúar sveitarfé- lagsins létu óánægju með nafnið í ljós með því að þeyta bílflautur við fundarstaðinn áður en bæjar- stjórnarfundurinn hófst og var hávaðinn svo mikill að viðstaddir gripu fyrir eyrun. Hávaðinn hafði þó ekki áhrif á bæjarfull- trúana sem samþykktu nýja nafnið með 9 atkvæðum gegn tveimur. ■ Reykjanesbær/4 Skeljungur og Irving Oil ræða samstarf Ekki gengið út frá eignarhaldstengslum fyrirtækjanna VIÐRÆÐUR standa yfír milli full- trúa Skeljungs hf. og kanadíska félagsins Irving Oil um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna á olíu- markaðinum hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hófust þessar viðræður í vor og leiddu m.a. til þess að Krist- inn Björnsson, forstjóri Skeljungs, ásamt nánustu samstarfsmönnum heimsótti Irving-feðga í Kanada. Hefur þessum viðræðum síðan verið fram haldið, og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins beinast þær einkum að því að kanna hagræðinguna af því fyrir bæði fyrirtækin að hafa með sér samstarf um innflutning á elds: neyti, birgðahaldi og dreifíngu. í viðræðunum hefur á hinn bóginn ekki verið gengið út frá neinum eignarhaldstengslum milli félag- anna. Skilyrði beggja aðila í athugun Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er staðan í viðræðunum nú þannig að báðir aðilar eru að skoða ýmis skilyrði sem gagnaðilinn hef- ur sett fram en fullur vilji er sagð- ur af beggja hálfu til að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Krist- inn Björnsson, forstjóri Skeljungs, vildi þó ekkert segja um þessar viðræður þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, og ekki tókst að ná sambandi við Arthur Irving yngri, sem leitt hef- ur viðræðurnar af hálfu kanadíska félagsins. í nýlegu áliti Samkeppnisráðs um kaup Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í OLÍS er önnur aðalástæðan fyrir því að ógilda ekki þessi kaup, á þeirri forsendu að þau feli í sér hættu á samkeppnishindrunum á smásölumarkaðinum, sögð sú að verulegar líkur séu á því að Irving- olíufélagið hefji starfsemi hér á landi. Verði af samstarfi Skeljungs og Irving á grundvelli yfirstand- andi viðræðna, virðist þessi starf- semi verða með talsvert öðru sniði en gengið er út frá í áliti Sam- keppnisráðs. Veiðidagur barna „ÉG VEIDDI hann á flugu- stöng,“ sagði Helga Björg Ant- onsdóttir, sex ára, sem veiddi 13,5 punda lax í Elliðaánum um fjögurleytið í gær. Laxinn væni veiddist í Hundasteinum, ekki fjarri sundlauginni í Árbæ, á svartan frances. Hann er einn sá stærsti sem veiðst hefur á flugu í ánum í sumar. Vann til verð- launa í vor Helga var meðal yngstu barnanna sem tóku þátt í veiði- degi barna og unglinga sem haldinn var í boði Stangaveiði- félags Reykjavíkur í gær. Fengu börnin, sem öll eru fé- lagar í stangaveiðifélaginu, að veiða í ánum án endurgjalds frá klukkan þijú til níu. Helga gekk í stangaveiðifé- lagið í vor þegar hún vann til verðlauna í yngri flokki barna á veiðimóti barna og unglinga í Elliðavatni. Þá veiddi hún tveggja punda bleikju, þá stærstu sem veiddist á mótinu, og fékk að launum verðlauna- bikar og inngöngu í stanga- veiðifélagið. Ætlar að borða laxinn á morgun Helga var að vonum stolt af árangri sínum. Hún sagðist ætla að borða laxinn á morgun og bauð hún frænda sínum, Jónatani Jónatanssyni, tveggja ára, að gæða sér á maríulaxin- um með sér. Á myndinni sést Jónatan dást að maríufiski frænku sinnar. ■ Beðið eftir laxinum/5 Sex ára telpa veiddi þrettán punda lax Morgunblaðið/RAX Fjármálaráðuneytið skiptir upp tollnúmeri sem nokkrar grænmetistegundir féllu undir Jöklasalat ber 30% toll eins , og fyrir gildistöku GATT Fjármálaráðherra býst við að land- búnaðarráðuneytið heimili viðbótar- innflutning á blaðlauki á lágum tollum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipt upp tollskrárnúmeri því sem jöklasalat féll undir og ber nú að greiða af því 30% toll eins og var fyrir gildistöku GATT samningsins 1. júlí í sumar, en jöklasalat hefur til þessa ekki verið ræktað hér á landi. Að undanförnu hefur þurft að greiða af því 92 króna magntoll til viðbótar 15% innflutningstolli, en frá gildistöku GATT 1. júlí og þar til nú hefur verið heimilt að leggja það 30% innflutningstoll og 194 króna magntoll til viðbótar á hvert kíló í innflutningi. Engar forsendur Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefðu ekki verið nein- ar forsendur til að leggja aukna tolla á jöklasalat, þar sem það væri ekki iramleitt hér á landi. Þegar komið hefði í ljós að ekki hefði þurft laga- breytingu til að skipta tollnúmerinu, eins og talið hefði verið i fyrstu, þá hefði auglýsing sem skipti upp toll- skrárnúmerinu verið gefin út þegar í stað. Þetta gilti um innflutning jöklasalats yfir sumarmánuðina, en áfram gilti að það ásamt ýmsu öðru grænmeti væri flutt inn yfir vetrar- mánuðina án tolla í samræmi við samninga okkar við Evrópusam- bandið. Friðrik sagði einnig að hann ætti von á því að landbúnaðarráðuneytið gæfi út auglýsingu þar sem viðbótar- innflutningur á blaðlauki á lægri tollum yrði heimilaður, þar sem inn- lend framleiðsla væri ekki komin á markað, eins og reiknað hefði verið með. Það séu því ekki rök fyrir hendi til að beita magntollum vegna inn- lendrar framleiðslu í stað innflutn- ingsbanns sem gilt hafi, fyrir tíma GÁTT samningsins, þegar innlend framleiðsla hafi verið á markaði. „Það ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart að innfiuttur blað- laukur hækki verulega í verði á þeim tíma sem innlenda framleiðslan er fyrir hendi, enda var innflutningur ekki ieyfður á þeim tíma áður en GATT samningurinn tók gildi,“ sagði Friðrik. „Eg tel afar áríðandi að fram- kvæmdin á GATT samningnum verði eins og ráð var fyrir gert og ítreka það sem ég hef áður sagt að það stóð ekki til að tollar hækkuðu á vörur sem fluttar eru til landsins nema á þeim tímabilum þegar inn- flutningur var ekki leyfður vegna þess að innlend framleiðsla var í boði, en þá koma tollar í stað inn- flutningsbanns. Á næstunni verður tekin saman skýrsla um framkvæmd GATT samningsins og teknar saman upplýsingar um innflutningsmagn og verð og samanburður gerður við fyrri ár. Frá mínum bæjardyrum séð er aðalatriðið að neytendur standi ekki frammi fyrir hærra verði en áður. Þvert á móti eigi þeir kost á meira vöruúrvali en var, þar sem í stað innflutningsbanns verður nú leyft að flytja inn vörur með til- teknum tollum," sagði Friðrik enn- fremur. Flugvirkjar sömdu um 11% hækkun FLUGVIRKJAR og vinnuveit- endur hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir út næsta ár. Samningurinn færir flugvirkjum 11,3% hækkun á samningstímanum. Við undir- ritun samningsins hækkuðu laun um 6,3%, en síðari hluti hækkunarinnar kemur til framkvæmda 1. janúar 1996. Þetta er svipuð hækkun og flugmenn sömdu um fyrir skömmu. Samningurinn færir flugvirkjum meiri launahækk- un en samið var um í ASÍ/VSÍ samningunum í vor. Enn er ósamið við flugum- ferðarstjóra og hefur lítil hreyfing verið á samningavið- ræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.