Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra um brottflutning Islendinga Landflóttatalið orðum aukið „LANDFLÓTTATALIÐ er orðum aukið og fyrst og fremst búið til í gúrkutíðinni," segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra. Hann segist hafa aflað sér upplýsinga frá Hagstofunni um brottflutning úr landinu undanfarin ár og að í ljós hafi komið að þeir sem flutt hafa úr landi að undanförnu séu síst fleiri en á undanfömum ámm. „Fyrstu sex mánuði þessa árs er ekki kominn helmingur að tölu til af burtfluttum umfram að- flutta, miðað við það sem var á öllu árinu í fyrra,“ segir Páll. Hann segir að þess vegna sé alls ekki hægt að tala um stóra sveiflu í þessu sambandi eða fólksflótta úr landinu-og bendir á að á árinu 1990 hefðu t.d. áberandi fleiri flutt úr landi en líkur væru á að færu úr landi á þessu ári. „Það er atyglisvert að núna era Danmörk og Noregur í tísku. Und- anfarin tvö ár hefur Noregur verið ofarlega á blaði og þar áður Sví- þjóð en nú fara sárafáir til Svíþjóð- ar. Margir þeirra sem flytja til út- landa fara um þessar mundir Jót- lands, og er það breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár. Það er vafalaust staðreynd að fólk hefur fljótt á litið hærra kaup og rýmra úti en það er hins vegar umhugsunarefni að í Danmörku er atvinnuleysið 11% eða mun meira en hér á landi,“ segir Páll. „Það er skaði að þessu fólki sem er að fara en vonandi kemur margt af því heim aftur, eftir að hafa aflað sér fjár og frama. Menn hafa farið í víkingaferðir allt frá landnámsöld," sagði félagsmála- ráðherra að lokum. Aðalfundur SSA á Austurlandi Vilhjálmur Egilsson alþingismaður Búvörur fhittar út undir erlend- um vörumerkjum VILHJÁLMUR Egilsson alþingis- maður sagði á aðalfundi Lands- sambands kúabænda í gær að ís- lenskur mjólkuriðnaður ætti að leita eftir því að taka upp sam- starf við erlend fyrirtæki í mjólk- uriðnaði um að mjólkurafurðir yrðu framleiddar hér og fluttar út undir erlendu vöramerki. Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði að þetta væri til skoðunar. Hann sagði að útflutningur á mjólkuraf- urðum væri mjög erfiður, ef ekki útilokaður meðan nágrannaþjóðir okkar láta mikla fjármuni í út- flutningsbætur á mjólk og verja heimamarkaði sína með háum toll- um. Vilhjálmur sagði ljóst að staða íslenskra bænda væri önnur og verri en bænda í nágrannalöndum sem flytja út mjólkurvörar með útflutningsbótum. Hann sagðist telja rétt að jafna þessa aðstöðu á þann hátt að greiddar yrðu bein- greiðslur til bænda óháð því hvort mjólkin færi á innlendan eða er- lendan markað. Hann sagðist hins vegar alls ekki vilja taka upp hefð- bundnar útflutningsbætur að nýju. Óskar sagði að talsverður áhúgi væri erlendis á því að flytja inn mjólkafurðir til Islands enda væri neysla á mjólk og mjólkurafurðum óvíða jafnmikil og á íslandi. Hann sagði að áhuginn beindist ekki síst að innflutningi á ostum. Óskar sagði að neysla á ostum og viðbiti hefði aukist mikið á síðustu áram hér á landi og framleiðsla á þess- um vörum væri því orðin mjög stór hluti af mjólkurvörumarkað- inum. Því væri mikilvægt að reyna að veija ostamarkaðinn. Vilhjálmur sagði nauðsynlegt fyrir íslenska bændur að nota að- lögunartímann að GATT vel. Þró- unin í átt til frjálsari viðskipta með landbúnaðarvörar yrði ekki stöðvuð. Mikilvægt væri að bænd- ur kæmust út úr þeirri varnarbar- áttu sem þeir hefðu verið í og byggju sig undir sókn. Aðalfundi Landssambands kúabænda lauk í gær. Guðmundur Lárusson var endurkjörinn formaður sambands- ins. Gert við Odda UNNIÐ er að viðgerðum á hús- næði Háskóia íslands, Odda. Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar for- manns bygginganefndar hússins er hér um eðlilegt viðhald að ræða. „Nokkrar skemmdir eru í steypunni þar sem bindivír er sums staðar of utarlega en að öðru leyti er hér um eðlilegt við- hald að ræða og verður sett ein umferð af málningu á húsið. Síð- ast var málað fyrir 10 árum“, sagði Brynjólfur. Ein skólaskrifstofa fyrir Austurland Egilsstöðum. Morgunblaðið Á aðalfundi Sambanös sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi sem haldinn var á Menntaskólanum á Egilsstöð- um báru málefni um grunnskólann hæst á góma. Rædd voru ný grunn- skólalög og flutningur skólans yfir til sveitarfélaganna og þær breyting- ar sem því fylgja. Þingfulltrúar sam- þykktu að mæla með því við allar sveitarstjórnir á Austurlandi að ein skólaskrifstofa verði sett á laggirnar sem þjóni öllum skólum á svæðinu. í grunnskólalögum er gert ráð fyrir að allt að 27 skrifstofur geti verið starfræktar á Austurlandi. Enn- fremur samþykkti fundurinn að mæla með því að starfsemi Fræðslu- skrifstofu Austurlands verði fram- lengd um eitt ár eftir flutning grunn- skólanna yfir til sveitarfélaganna. Efling í atvinnumálum Málefni Atvinnuþróunarfélags Austurlands voru rædd og hafa ver- ið til umræðu hugmyndir um eflingu á starfsemi félagsins m.a. vegna ferðaþjónustu. Ennfremur sam- þykkti fundurinn að leggja til við aðildarsveitarfélög Atvinnuþróunar- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Á AÐALFUNDI SSA var rætt um flutning grunnskólans til sveitarf élaganna. sjóðs Austurlands að útfæra aðild hans að fjárhagslegri þátttöku í þriggja ára tilraunaverkefni til efl- ingar atvinnuþróunarstarfi á Aust- urlandi svo fremi sem Byggðastofn- un komi til sem aðili að verkefninu. Nýr formaður var kjörinn Broddi Bjamason, Egilsstöðum en hann tók við af Alberti Eymundssyni á Höfn. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytni innlendrar grænmetisframleiðslu hefur stóraukist á síðustu árum Sclfossi. Morgnnblaðið. GARÐ- YRKJUBÆNDUR eru fylgjandi GATT-samningnum svo framarlega sem hann tryggi réttláta aðstöðu við framleiðslu og viðskipti með græn- meti og blóm á milli landa. Garð- yrkjubændur benda á að samkvæmt faglegri úttekt eru um 25% af fram- leiðsluverði grænmetis niðurgreidd innan ESB auk þess sem óhemju magni sé fieygt til að halda uppi verði grænmetis innan bandalagsins. Þetta eru atriði sem garðyrkjubænd- ur leggja sérstaka áherslu á vegna þeirrar umræðu sem fram hefur far- ið um framkvæmd GATT-samnings- ins og verðlag á íslensku grænmeti. Á kynningarfundi sem haldinn var í tveimur garðyrkjustöðvum á Flúð- um I gær fóru málsvarar garðyrkju- bænda yfir helstu áhersluatriði sín vegna garðyrkjuframleiðslunnar. Verð á íslensku grænmeti hefur lækkað Garðyrlqubændur leggja áherslu á það að verð á grænmeti fari eftir framboði og eftirspurn og þess vegna sé ekki óeðlilegt að íslenskt grænmeti sé dýrara þegar það kem- ur fyrst á markað og framboð sé takmarkað en eftirspum mikil. Þetta Iögmál um hátt verð í upphaft upp- skerutímabils gildi einnig í öðrum löndum þar sem framboð og eftir- Yerðið fer eftir fram- boði og eftirspum spurn ráða ferðinni. Þá leggja bænd- ur áherslu á að verð á íslensku græn- meti hefur lækkað á undanförnum árum. Síðasta ár var hins vegar óvenjulegt að þessu leyti vegna mik- ils framboðs miðað við eftirspurn enda verðið í sumum tilfellum lægra en hið lægsta í Evrópu. Þá leggja bændur áherslu á að fjölbreytni ís- lensku framleiðslunnar hefur aukist mjög á síðustu árum. Góð grænmetisborð auka söluna Georg Ottósson garðyrkjumaður á garðyrkjustöðinni Jörva á Flúðum og formaður Sölufélags garðyrkju- bænda sagði að sala á grænmeti hefði verið góð á þessu ári og neysl- an mikil. Hann lagði á það áherslu að aukin gæði grænmetisins héldust I hendur við aukna sölu og það væri greinilegt samband miklli vel fram- settra grænmetisborða í verslunum og söluaukningar. „Það er greinilegt Morgunblaðið/Sig. Jóns. GRÆNMETI er gæðafæða. Frænkurnar Ragnheiður Georgs- dóttir, 9 ára, á Jörfa og Hildur Sigurðardóttir, 7 ára, frá Reykja- vík voru sammála um að grænmeti væri mjög gott og hollt. Þær standa hér við borð sem sýnir þær tegundir grænmetis sem framleiddar eru hér á landi. að salan á grænmeti eykst í þeim verslunum þar sem vel er hugsað um grænmetisborðið. Það ánægju- lega er að það er orðinn metnaður hjá kaupmönnum að vera með gott grænmetisborð," sagði Georg. Hann sagði gæðaátak stöðugt í gangi hjá garðyrkjubændum og passað væri upp á að grænmetið kæmist ferskt í verslanirnar. Á fundinum kom fram að manneldisfræðingar telja að íslendingar þyrftu að tvöfalda neyslu sína á grænmeti enda borði þeir helmingi minna af því en aðrar Evrópuþjóðir. Þeir benda á að græn- meti sé ekki hlutfallslega dýrara hér en annarstaðar í heiminum miðað við önnur matvæli. Vilja sömu starfsskilyrði Garðyrkjubændur leggja á það ríka áherslu að garðyrkjubændur hér á landi fái að búa við sömu starfs- skilyrði og erlendis og að verðmynd- unin sé samskonar. Kjartan Ólafsson formaður Sambands garðyrkju- bænda sagði mikilvægt í því efni að aðföng til greinarinnar væru á svip- uðu verði og erlendis svo sem vegna lýsingar og annarra þátta. Hann sagði að garðyrkjubændur legðu á það áherslu að 83% framleiðslu- kostnaðar blóma og 85% fram- leiðslukostnaðar grænmetis á íslandi byggðust á innlendum aðföngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.