Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 30
, 30 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir, og langamma, SOFFÍA PÁLSDÓTTIR frá Höskuldsey, lést síðdegis þann 28. ágúst sl. í sjúkrahúsi St. Fransiskussystra í Stykkishólmi. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Sæmundur Sigurbjörnsson. t Sonur minn, faðir og bróðir okkar, REYNIR BJARKMANN RAGNARSSON, lést í Borgarspítalanum 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Þorkelsdóttir, Sigurður Ólafsson, Valgeir Reynisson og systkini hins látna. t Dóttir mín og systir okkar, HILDUR KJARTANSDÓTTIR, Skálatúni, Mosfellsbæ, lést í Borgarspítalanum 29. ágúst. Sjöfn Janusdóttir, Karen Kjartansdóttir, Valborg Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Brynhildur Kjartansdóttir. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT MÖLLER, er látin. Jón Friðrik Möller, Carl Möller, Ólöf Kristín Magnúsdóttir. Elskuleg móðir okkar, HALLGRÍMA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 29. ágúst. JóhannesJóhannesson, Kristfn Jóhannesdóttir, Bárður Jóhannesson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis i Reyðarkvísl 5, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Sigri'ður Ólafsdóttir, Einar Sigvaldason, Páll Ólafsson, Þuríður Guðjónsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jón Þór Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðursystir mín, DAGBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Öldugötu 32, sem lést 24. ágúst sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. ASGEIR SIG URJÓNSSON + Ásgeir Sigur- jónsson fæddist í Tjarnargötu 10, Reykjavík, hinn 4. ágúst 1913. Hann andaðist á öldrunar- deild Landakots- spítala 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Helga Sig- urbjörnsdóttir og Sigurjón Oddsson. Ásgeir átti 16 hálf- systkini, fimm syst- ur og ellefu bræður, og eru ellefu þeirra enn á lífi. Ásgeir var tekinn í fóstur að Ási í Hegranesi, Skagafirði, til sæmdarhjónanna Guðmundar Ólafssonar og Jó- hönnu Einarsdóttur. Ólst hann þar upp hjá fósturforeldrum sínum til 16 ára aldurs. Fóstur- systkini Ásgeirs frá Ási voru fimm talsins, einn bróðir og fjórar systur. Fjögur þeirra eru látin en _ ein fóstursystir lifir Ásgeir. Ásgeir eignaðist dótt- urina Unu, f. 1. ágúst 1935, með fyrri konu sinni, Maríu Bene- diktsdóttur frá Haganesi í Fljót- um. Una er gift Einari Einars- syni og eiga þau þrjú börn. Hinn 14. janúar 1951 giftist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Bergþóru Baldvinsdóttur frá Eiði á Seltjarnarnesi. Hún er fædd 27. desember 1913. Ásgeir og Bergþóra eignuðust saman eina dóttur, Helgu, f. 25. júní 1951. Helga er gift Guðna Eiríkssyni og eiga þau 5 dætur. Berg- þóra átti fyrir þijú börn með fyrri eigin- manni sinum, Birni Sigurbjörnssyni. Þau eru: Sigríður, f. 6. apríl 1935, gift Odd- geiri Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Fjölnir, f. 26. desem- ber 1940, giftur Evu Gestsdóttur og eiga þau tvær dætur, en Fjölnir á auk þess þijár dætur frá fyrra hjónabandi; Matthías, f. 18. desember 1947, dáinn 4. september 1960. Sigríður, Fjölnir og Matthías ólust upp hjá Ásgeiri og Bergþóru eftir að þau gengu í hjónaband. Á unga aldri vann Ásgeir við al- menn sveitastörf hjá fósturfor- eldrum sínum að Ási, en síðar eftir 16 ára aldur vann hann al- menna verkmannavinnu á Sauð- árkróki. Ásgeir fluttist til Siglu- fjarðar og vann hann þar al- menna verkamannavinnu og stundaði bifreiðaakstur, aðallega við sjávarútveg lengst af hjá Frið- riki Guðjónssynsi útgerðarmanni. Eftir að Ásgeir fluttist til Reykja- víkur var hans aðalstarf leigubif- reiðaakstur og vann hann lengst af hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR) eða allt til ársins 1987. Utför Ásgeirs Siguijónssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. ÉG VIL í örfáum orðum minnast elskulegs tengdaföður míns, Ás- geirs Siguijónssonar, sem nú er látinn. Það var fyrir um 20 árum að leiðir okkar Ásgeirs lágu saman er ég kynntist dóttur hans, henni Helgu. Strax við fyrstu kynni var mér ljóst að þar fór maður sem var eink- ar gestrisinn og greinilega vinur vina sinna. Enda hefur það verið svo æ síðan að milli okkar Ásgeirs hefur verið djúp vinátta og gagn- kvæm virðing sem aldrei bar skugga á. Segja má að ævistarf Ásgeirs hafi verið leigubifreiðaakst- ur. Árið 1941, nánar tiltekið 7. desember, fékk hann leyfi til leigu- bifreiðaakstur og stundaði hann þá atvinnu að meira og minna leyti allar götur síðan eða allt til ársins 1987, er hann lét af störfum. í því starfi naut hann sín einkar vel enda réttur maður á réttum stað, með afbrigðum þjónustulipur við sína viðskiptavini, stundvís og snyrti- menni svo af bar. Aldrei heyrði ég Ásgeir hallmæla þeim sem hann ók og ýmsum leynd- armálum var honum trúað fyrir af viðskiptavinum sínum eins og geng- ur í þessu starfi. Það lýsir Ásgeiri vel að hann þagði ávallt yfir þessum leyndarmálum enda ekki hans vani að bera út kviksögur. Ekki er hægt að minnast Geira án þess að minnast eftirlifandi eig- inkonu hans, hennar Beggu. Gest- risnara fólk er vart hægt að hugsa sér enda ber stór vinahópur því Séríræðingar í blómaskrcytingum vió öll GrUila'i i Iriblómaverkstæði MNNAfe Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 glöggt vitni. Þá er sama hvort það voru ungir eða aldnir, ávallt var tekið á móti þeim sem jafningjum enda ekki til kynslóðabil í þeirra huga. Það sýnir einnig sá fjöídi vina er þau eignuðust m.a. á fjölmörgum ferðum þeirra erlendis, en þar eign- uðust þau fjölmarga vini sem jafn- vel voru meira en helmingi yngri en þau. Margt af þessu fólki hefur haldið tryggð við þau allar götur síðan. Skærustu minningar um Ás- geir eru óneitanlega tengdar Laug- arvatni, en þar byggðu Ásgeir og Bergþóra ásamt dóttur og tengda- syni sér sumarbústað. Þar dvöldu þau langdvölum allt til þess er heils- an þvarr. Þar naut Ásgeir sín vel, sívinnandi fyrst við að byggja bú- staðinn en síðar við trjárækt og að hlúa að öðrum gróðri og ýmislegt viðhald. Ég minnist þess ávallt er ég kom í heimsókn að Laugarvatni hve Ásgeir var stoltur af tijánum sem hann ýmist einn eða með ann- arra hjálp gróðursetti. Þetta var sælureitur er þau deildu með fjöl- skyldu sinni. Barnabömin og barna- bamabörnin dvöldu þar langdvölum enda sóttu þau í að dveljast hjá þeim þar. Mínar dætur vom þar engin und- antekning og er dvöl þeirra þar ein- hver sú dýrmætasta minning sem þær eiga úr bernsku sinni um afa sinn. Allar eiga þær þar sitt tré er afi þeirra gaf þeim og ávallt er þær komu í heimsókn fór hann með þær í lundinn sem hann hafði ætlað þeim til að sýna þeim hversu stór trén væru nú orðin. Ásgeir var einkar barngóður og nutu barnabömin og barnabarna- börnin þess í ríkum mæli. Ávallt tók hann þeim opnum örmum og þrátt fyrir erfíð veikindi nú síðustu vik- urnar er hann lifði hýrnaði ávallt jafn mikið yfir honum þegar dóttur- synir mínir, Guðni og Hilmar, heim- sóttu hann á spítalann. Greinilegt var að þetta samneyti við ungviðið veitti honum mikla ánægju og hug- arró. Kæri Ásgeir, ég kveð þig með söknuði hinstu kveðju um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur veitt mér og minni fjölskyldu. Elsku Bergþóra mín, þú hefur misst tryggan lífsförunaut en við getum huggað okkur við það að nú líður Ásgeiri vel hjá Guði, með ást- vinum sem áður era gengnir. Guðni Eiríksson. Elsku afi. Nú ertu horfinn burt úr þessu jarðríki en við vitum þó að nú líður þér vel á einhveijum öðrum stað. Þegar við hugsum til baka þá minnumst við helst ferðanna til Laugarvatns og heimsóknir til ykk- ar ömmu á Grandaveg. Alltaf tókuð þið jafnvel á móti okkur og oftar en ekki var sest niður og gripið í spil og borðaðar nýbakaðar skonsur og lummur. Okkur er mjög minnisstætt hversu annt þér þótti um bílana þína og hversu vel þú ávallt hugsað- ir um þá. Þótt söknuðurinn sé sár, þá er okkur einhver huggun að vita til þess að leiðir okkar muni liggja saman á ný einhvern tímann. Elsku amma og allir aðrir vinir og vandamenn. Við vottum ykkur dýpstu samúð og viljum með þess- um orðum kveðja hann afa okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megir þú hvíla í friði, elsku afi. Ásgerður, Ruth, Elín, Bergþóra og Dröfn Guðnadætur. Ásgeir Siguijónsson föðurbróðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Mér finnst hann eiga það inni hjá mér að ég kveðji hann með nokkram orðum, því bæði var það, að hann og Begga reyndust mér og minni fjölskyldu afar vel þegar við vorum að hefja okkar búskap í Kópavogin- um fyrir 30 árum og ekki síður vegna þess að ég var alltof latur við að heimsækja þau hjónin hin síðari ár. Einhvem veginn er það nú svo, að þrátt fyrir að maður viti um veikindi fólks, þá kemur and- látsfrétt manni alltaf á óvart. Þann- ig fór fyrir mér þegar ég frétti af láti Geira frænda míns. Margar gamlar og góðar minningar þyrluð- ust upp og fóru í gegnum hugann á augabragði. Það er einmitt á slík- um stundum sem maður áttar sig á því hve tíminn er í raun fljótur að líða og lífið í sjálfu sér stutt. Þrátt fyrir frændsemi okkar Geira, þekkti ég lítið sem ekkert til hans fyrr en við fluttum í Hóf- gerðið og fengum leigt hjá honum og Einari tengdasyni hans í kjallar- anum að Hófgerði 20. Þótt pabbi og Geiri væru hálfbræður var það ekki fyrr en foreldrar mínir flytja suður sem Geiri fer að hafa sam- band við önnur systkini sín. Því var það eitt sinn er systkinin hittust, að Geiri sneri sér allt í einu að Sóleyju konu minni og spurði: „Hver er hann þessi sem hlær svona mik- ið?“ „Þetta er nú bara hann Óli bróðir þinn, Geiri minn,“ svaraði hún. Eins og alkunna er, þá er Rútstaðafjölskyldan þekkt fyrir mikinn og sérstakan hlátur. Auðvit- að era svona atvik ansi pínleg, en honum var þó vorkunn því systkin- in voru mörg, en oft minntist hann þessa atviks og hafði gaman af. Ég vissi að sjálfsögðu að hann keyrði leigubíl á BSR og mér var fljótlega komið í skilning um að sú stöð væri besta bílastöð borgarinn- ar. Það var einmitt það fyrsta sem ég áttaði mig á, að þessi frændi minn hafði yfirleitt ákveðnar skoð- anir á hlutunum og var alls ófeim- inn að Iáta þær í Ijós, en það er í mínum huga mikil dyggð, sem því miður finnst alltof sjaldan nú orðið. Að vísu sögðum við frændurnir að þessi eiginleiki sé einmitt einkenni þeirra sem era af Bergsættinni. Geiri var mikill og góður söng- maður og hafði mikla ánægju af að taka lagið í góðra vina hópi. Vinahópur þeirra hjóna var stór og einhvern veginn var það nú svo, að þeir sem eitt sinn kynntust þeim vel urðu góðir vinir þeirra. Það var gott að vera með lítil börn í návist Beggu og Geira. Bæði vora þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.