Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Svæðistölukerfið I Hvers vegna útinúmerin mega ekki byrja á 9 Talnaboðin og talhólfin eru fá, segir Jón Brynj- STAÐBUNDIN heimanúmer munu vera um 200.000 og útinúm- er um 30.000. Enginn galli hefur fundist á svæðistölukerfínu varð- andi heimanúmerin, en engin útinúmeranna mega byrja á gömlu svæðistölunum 91- til 98-. Það gerðu farsímar NMT, sem byrjuðu á 95- skv. tillögum í Mbl. 20. júlí. Því verður að breyta. Hér er skýrt út hvers vegna. „Svæðistölu“- kerfið. í greininni „Símanúmerin" (Mbl. 20. júlí), er lýst svokölluðu „svæðis- tölukerfi“, sem felur i sér gömlu heimanúmerin ásamt viðkomandi svæðisstaf fyrir framan, eins oft og þarf til að gera númerið 7 stafa. Þessa reglu þarf að aðlaga þeim Evrópukröfum að neyðarnúmer skuli vera „112“ og sum önnur þjón- ustunúmer skuli byija á 11-. Þessar kröfur fela i sér, að engin notenda- númer mega byija á þessum tölum, og fimm stafa númer í Reykjavík, sem byija á 1- (um 8.000 númer), geta skv. þessum kröfum ekki feng- ið forstafina 11-. Til að verða við þessum kröfum mundu þau fá for- stafína 10-, og er það eina undan- tekningin frá svæðistölureglunni. Svæðistölukerfíð er fyrst og fremst hugsað fyrir heimanúmer, sem áður tilheyrðu svæðunum 1-8, en innan tugakerfisins verður auðvitað að vera pláss fyrir útinúmerin líka. í tillögunni (Mbl. 20. júlí), var þeim gefið pláss með 9- sem fyrsta staf. Nú er komið í ljós, að það er ekki hægt, eins og skýrt verður út hér á eftir. Þá er enn eftir möguleikinn með 0- sem fyrsta staf. Útínúmer Notendanúmerum má skipta í heimanúmer, sem eru staðbundin og mundu byija á gömlu svæðis- tölunum 1 til 8, og útinúmer (boð, farsími NMT, talhólf, farsimi GSM, græn númer og símatorg), sem mundu (skv. grein í Mb,. 20. júlí) byija á tölunni 9 eins og áður og fella niður annan stafinn 8 úr núm- erinu. Þannig yrði 9(8)4- boð, 9(8)5- farsími NMT, 9(8)8- talhólf og 9(8)9- farsími GSM. Þetta er „svæðistölu“-kerfíð (Mbl. 20. júlí) aðlagað Evrópukröfum. Þessari til- lögu svarar Baldur Hermannsson yfirtæknifræðingur Pósts og síma, i grein í Mbl. 3. ágúst, og vil ég þakka honum fyrir svarið og það tilefni, sem það gefur til frekari umræðu um þetta mikilvæga mál um símanúmerin, sem landsmenn verða að búa við um ófyrirsjáanlega framtíð. Kröfur til nýs númerakerfis. Baldur gefur eftirfarandi upplýs- ingar, sem allar eru réttar. 1. Breytingar símanúmeranna þurfa að vera eins einfaldar og auðlærðar og kostur er. 2. Nauðsynlegt er, að hægt sé greina gömul númer frá nýjum og svara með símsvara (í símstöðinni) fyrir gömlu númerin, svæðisnúmer 91- til 98-, og gefa upplýsingar um ný og breytt númer. Þetta á sér- staklega við val frá útlöndum. Þetta er erfitt eða illmögulegt með svæð- istölukerfínu. 3. Til þess að hægt sé að svara fyrir gömlu númerin, þarf að vera hægt að sjá á fyrstu stöfum í núm- eri, hvort valið er skv. gamla eða nýja kerfínu. Mér skilst, að það sé álit Bald- urs, að þessir þrír liðir séu í röð mikilvægis, og því mikilvægast af öllu, að nýju númerin séu eins ein- föld og auðlærð og kostur er. Það gleður mig að lesa þetta. því það er einmitt grundvöllur og markmið svæðistölukerfísins. Það getur ekk- ert verið auðlærðara en svæðistölukerfið, því það felur ekki í sér neina nýja stafí í neinum heimanúmer- um, nema fímm stafa númerum í Reykjavík, sem byija á 1-. Þau munu vera um 8.000. Þar kemur 10- í stað 11- og er undantekn- ing, því 0 er ekki svæðistala, heldur kemur hér sem að- skotatala. Þau númer eru aðeins um 6% .. „ .... númera á svæði 1 og J°n Brynjolfsson um 4% allra númera landsins. Þetta má orða á annan hátt. Svæðistölukerfið felur í sér óbreytta (enga nýja) stafí í 96% allra heimanúmera, en í nýja kerfí Pósts og síma er þessi tala 0%, því þar koma nýir tölustafir í öll númer. Ef „breytingar símanúmeranna þurfa að vera eins einfaldar og auðlærðar og kostur er“ eins og Baldur segir, og óbreyttir stafir er minni breyting en breyttir stafir, þá má bera saman þessar tölur 0% og 96%. Heimanúmerin munu vera um 200.000 og því um 192.000 númer með óbreytta stafi Hvað útinúmerin varðar, er jafnt á komið með báðum kerfunum. Útinúmer eru öll breytt. Þessi númer eru þó að mestu ekki nema um 20.000 NMT farsímar og um 5.000 GSM farsímar, eða alls um 25.000 núm- ólfsson, jafnvel Islend- ingar vita ekki af þeim. Rafn. Eftir þann tíma væri símsvar- inn ekki í gangi og allt 'væri í lagi. Skv. svæðistölukerfinu mundi þá hringt í Hallbjörn í númer (55) 22610 og farsíma Rafns í númer (95) 22610. Frekari árekstrarmöguleikar Þetta felur í sér, að útlendingur, sem hringir í gamalt númer á Vest- fjörðum (94), gæti skv. svæðistölu- kerfínu lent í talnaboði, og hringi hann í gamalt númer á Suðurlandi (98), gæti hann lent í talhólfi. Aðr- ir möguleikar á misfærslu eru ekki fyrir hendi. Nú eru talnaboðjn og talhólfín mjög fá og svo ný, að jafnvel íslend- ingar vita varla af þeim, hvað þá útlendingar og því nær engin hætta á, að svara þurfí fýrir þau í sím- svara. Öðru máli gegnir með gömlu farsímana NMT eins og áður er sýnt. Til þess að svæðistölukerfið rek- ist ekki á útlending, sem ekki veit um númerabreytinguna og hringir í gamalt númer á svæði 5, mega farsímar 985 ekki hafa númer, sem byija á 95-. Þar með fellur regla svæðistölukerfisins um útinúmerin að fella töluna 8 úr 9(8)4-, 9(8)5-, 9(8)8- og 9(8)9-. Þetta felur í sér með öðrum orðum, að til þess að hafa eina reglu um öll útinúmerin og forðast þennan árekstur, mega ný númer ekki byija á gömlu svæð- isnúmerunum 91 til 98. Það er ljóst, að þessi galli er takmarkaður við útinúmerin, sem eru að mestu far- símar um 25.000, en snertir ekki meginhluta númeranna, heimanúm- erin, sem eru um 200.000. Tímabundinn galli Þessi galli er ennfremur tak- markaður við númeraskiptin sjálf, og er því tímabundinn, en er ekki bundinn við svæðistölukerfið sem slíkt. Það er því matsatriði, hvort er verra að lenda í tímabundnum erfiðleikum, sem hægt væri að tak- ast á við með góðum undirbúningi og tilkynningum til símavina er- lendis, eða búa við lélegra kerfi til frambúðar. Best væri þó að vera laus við hvort tveggja. Skilgreining vandans Þennan _ vanda má skilgreina þannig: Útinúmerin mega ekki byija á tölunum 1 til 8, því þær tölur eru helgaðar heimasímunum, og ekki tölunni 9, því hún er helguð símsvara fyrir gömlu svæðistölum- ar 91 til 98. Hvað er þá til ráða? Því verður lýst í næstu grein. Þar verður lýst svæðistölukerfinu, þar sem útinúmerunum er komið fyrir með 01 til 09 sem upphafsstafi. Höfundur er verkfræðingur. Dæmi Baldurs um vandamál Litum á dæmi frá svæði 5, sem er Norðurland vestra. Þar voru fímm stafa númer, sem byijuðu á tölunum 1 til 3. Skv. gamla kerfínu var hringt frá útlöndum í þessi númer með (95) 1 nn nn til (95) 3 nn nn, en skv. svæðistölukerfínu eru þessi númer á svæði farsíma NMT, þar sem fyrstu stafír mundu breytast úr 985 í 95 til að stytta þau úr 8 stöfum í 7 stafí. Útlending- ur, sem ætlaði að hringja skv. gamla kerfinu í Hallbjörn Hjartar- son á Skagaströnd í númer (95) 2 2610, mundi lenda í farsíma Rafns Haraldssonar á Seltjamarnesi sem væri (95) 2 26 10 skv. svæðistölu- kerfinu. Nánari lýsing vandamáls Hringi ég í þetta númer, svarar símsvari stöðvarinnar, minnir á númerabreytinguna og segir, að nýja númerið sé 452 2610, og það númer reynist vera hjá Hallbimi. Sé hringt frá útlöndum i númerið (95) 2 2610, er þessi símsvörun ekki möguleg, segir Baldur, því tölvan getur ekki greint, hvort út- lendingurinn er að hringja í farsíma Rafns eða hefur ekki vitað af núm- erabreytingunni og er að hringja í gamla númerið hans Hallbjöms. Væri settur símsvari á númerið (Hallbjörns) frá útlöndum, mundi útlendingur, sem ætlaði sér að ná sambandi við Rafn á tímabilinu, sem símsvarinn er í gangi (júní til des. 1995), ranglega lenda í þeim símsvara og ekki ná sambandi við Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAU SN ARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1984-2.fl. 10.09.95 - 10.03.96 kr. 86.828,20 1985-2.fl.A 10.09.95 - 10.03.96 kr. 54.394,30 1985-2.fl.B 10.09.95 - 10.03.96 kr. 27.651,30 ** * lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fef fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. ágúst 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1995 er 20. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.562,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1995 til 10. september 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 20 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1995. Reykjavík, 30. ágúst 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.