Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður af rekstri Sjóvár-Almennra 93 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins Góð afkoma kann að leiða til lægri iðgjalda Hagnaður af rekstri Sjóvár Al- mennra á fyrri helmingi þessa árs nam 93 milljónum króna saman- borið við 103 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Að sögn Ólafs B. Thors, fram- kvæmdastjóra félagsins, er þessi niðurstaða mjög viðunandi, sér- staklega þar sem góðri afkomu af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári hafí verið fylgt eftir með um- talsverðri lækkun ýmissa iðgjalda á þessu ári. Sömuleiðis hafi fyrir- tækið hleypt af stokkunum Stofni, nýju endurgreiðslu- og afsláttar- kerfi vegna vátrygginga einstakl- inga sem hafi skilað viðskiptavin- um félagsins lægri iðgjöldum. Viðskiptavinir njóti hagnaðar Eigin iðgjöld félagsins á fyrri hluta ársins lækkuðu um 5% en eigin tjón hækkuðu hins vegar um 2% í samanburði við fyrri hluta ársins 1994. „Þetta var gert í sam- ræmi við þá ætlun félagsins að góð afkoma þess komi viðskipta- vinum jafnharðan til góða í lækk- uðum iðgjöldum og þjónustu," seg- ir Ólafur. Hann segir þó ekki ljóst enn hvort að þessi góða afkoma félags- ins nú muni skila sér í enn meiri lækkun iðgjalda. „Það er stefna okkar að góð afkoma fyrirtækisins skili sér til viðskiptavina okkar. Hér er hins vegar aðeins um að ræða uppgjör fyrir fýrstu sex mánuði þessa árs og við erum enn ekki famir að sjá hver afkoman verður á síðari helming ársins. Ef hins vegar fer eins og horfir þá munum við að öllum líkindum lækka iðgjöldin enn frekar. Hversu mikil sú lækkun yrði er of snemmt að segja til um nú.“ Rekstrarkostnaður eykst Það sem vekur mesta athygli í þessu milliuppgjöri Sjóvár- Almennra nú er mikil aukning í rekstrarkostnaði fyrirtækisins, en hann jókst um 29% á fyrri árs- helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Ólafur segir þessa hækkun einkum tilkomna vegna aukins auglýsingakostnaðar og víðtækrar tölvuvæðingar, auk þess sem starfsfólki hafi verið greiddur launabónus vegna góðrar afkomu í fyrra. Afskrifaðar kröfur lækkuðu verulega, en á fyrri helmingi þessa árs námu þær aðeins 8 milljónum króna borið saman við 67 milljónir á sama tíma í fyrra. Hreinar fjár- munatekjur félagsins hækkuðu um 13% og þakkar Ólafur þá hækkun einkum betri nýtingu avöxtunarmöguleika og aukins arðs af hlutabréfaeign. Eigið fé Sjóvár-Almennra hefur hækkað um 6% frá áramótum og nemur nú 1.129 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall fyrirtækis- ins nú 9,7%. Skammtímaskuldir félagsins hafa hækkað um rúm- lega 100 milljónir króna á undan- förnu ári en langtímaskuldir hafa hins vegar lækkað um tæpar tutt- ugu milljónir á sama tíma. SJOVA ■ ALMENNAR MILLIUPPGJÖR: Niðurstöður úr rekstrar- og etnahagsreikningi Rekstrarreikningur Mittjónir króna: ^ Tekjur: Jan Iðgjöld tímabils (eigin iðgjöld) Umboðslaun Hreinar fjármunatekjur Gjöld: Tjón tímabils (eigin tjón) Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Afskriftir krafna Reiknaðir skattar Hagnaður: Efnahagsreikningur Milljónir króna: Eignir: 30. júni 30. júflí Veltufjármunir 4.569 5.070 Fastafjármunir 5.715 4.356 Hlutur endurtryggjenda í vátr.skuld 1.367 1.672 Skammtímaskuldir 776 668 Langtímaskuldir 73 92 Vátryggingaskuld 9.673 9.387 Eigið fé 1.129 951 Skuldir og eigið fé sa Utlendir Breytingar á æðstu framkvæmdastjórn Alusuisse-Lonza fjárfestu fyrir374 milljónir Fjárfestingar erlendra að- ila í íslenskum fyrirtækjum námu 374,2 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Hag- talna mánaðarins. Árið 1993 námu fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnu- rekstri hér á landi hins vegar tæpum 450 milljónum ís- lenskra króna og rúmlega 230 milljónum árið 1992. Megnið af erlendri fjárfest- ingu hér á landi árið 1994 var í fiskeldi eða tæplega 330 milljónir króna. í þjónustu og verslun var fjárfest fyrir rúm- lega 25 milljónir og í flugmál- um fyrir tæplega 20 milljónir. Um 88% fjárfestingarinnar eru í nafni aðila í Svíþjóð, tæplega 5% í Lúxemborg og rúmlega 4% á Spáni. DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. ■ Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Si'mi 553 8000 Krónprinsessan lætur af störfum Theodor Tschopp Dominique Damon DOMINIQUE Damon, aðalfram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs ál-, efna- og umbúðasamsteypunnar Alusuisse Lonza, lætur af störfum frá og með næsta föstudegi, 1. september. Ekki er fyrirhugað að ráða nýjan aðalframkvæmdastjóra samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Morgunblaðið skýrði frá því fyr- ir nokkru að óánægja ríkti með Damon, en tæpt ár er síðan til- kynnt var að hún myndi taka við forstjóraembætti Alusuisse Lonza árið 1997 þegar núverandi aðal- forstjóri Theodor M. Tschopp, verður væntanlega kjörinn stjórn- arformaður félagsins. Óánægja með Damon Dominique Damon sem er frönsk að uppruna, var ráðin til A-L fyrir rúmum fimm árum til þess að byggja upp umbúðasvið fyrirtækisins. Nú er yfir þriðjung- ur veltu A-L á umbúðasviðinu og hefur dregið úr mikilvægi álfram- leiðslu innan fyrirtækisins í sam- ræmi við það. Damon hefur verið næstæðsti stjórnandi A-L, og hefði orðið fyrsta konan til að halda um stjórnvölinn í svissnesku stórfyrir- tæki. Hún hefur hins vegar þótt harður stjórnandi og mannleg samskipti ekki þótt hennar sterk- asta hlið. Þó er stutt síðan að óánægjuraddir fóru að heyrast, en nú er ljóst að ekki eingöngu for- stjórastóllinn er runninn henni úr greipum, því Damon mun hverfa frá A-L í lok vikunnar, eins og- áður segir. í frétt Reuter í gær eru tíðindin um brotthvarf Damon sagðar hafa komið á óvart en þær raktar til ágreinings um stefnu fyrirtækis- ins. Haft er eftir Hans Jucker, stjómarformanni, að undirritað hafi verið samkomulag af beggja hálfu um að tjá sig ekki frekar um málið. Reuter hefur eftir sér- fræðingum í hlutabréfaviðskiptum að hann sjái ekki að brotthvarf Damon hafi nein áhrif á markaðinn, þar sem hin fjárhagslega út- koma þess yfirskyggi allt annað. Þótt ekki hafi ver- ið tilkynnt hver taka muni við forstjóra- starfinu þegar Juc- ker hverfur úr stjórn- arformannsstarfinu fyrir aldurs sakir, segir hann þær fyrir- ætlanir óbreyttar að Theodor M. Tschopp hverfi úr forstjóra- stólnum til að taka við stjómarfor- mennskunni 1997. Við þessar breytingar á æðstu framkvæmda- stjórn Alusuisse- Lonza munu hins vegar Kurt Wolfenbergar, fram- kvæmdastjóri áldeildar og aðal- samningamaður A-L í viðræð- unum um stækkun ísal, þar sem hann er stjórnarmaður, og Henk van de Meent, framkvæmdastjóri umbúðadeildar, taka þar sæti. Auk þeirra tveggja sitja fyrir í stjórn- inni Tschopp, aðalforstjóri, Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Dr. Petar Kal- antzis, framkvæmdastjóri efna- deildar. 107% hagnaðarauki Hagnaður Alusuisse-Lonza á fyrri helmingi þessa árs var 10,6 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða 107% aukningu frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður var 5,1 milljarður. Hagnaður fyrir fjármagnskostnað og skatta á fyrri árshelmingi 1995 var 17,4 milljarðar. Þar er aukningin 22% frá því í fyrra. í fréttatilkynningu segir að A-L skýri þessa góðu rekstrarafkomu m.a. með hag- stæðum markaðsskilyrðum og dreifingu áhættu með skiptingu fyrirtækisins í þijár megin rekstr- ardeildir. Áldeildin sem íslenska álfélagið hf. tilheyrir, sýndi 15% söluaukningu á tímabilinu og þar jókst hagnaður fyrir fjármagns- kostnað og skatta um 58% eða úr 3,8 milljörðum í tæpa 6,6 millj- arða. Rekstrarafkoma efnadeildar A-L var líka umtalsvert betri en fyrstu sex mánuðina 1994, en rekstrarafkoma umbúðadeildar var heldur lakari en á umræddu tímabili í fyrra. Reuter hefur eftir sérfræðingum sem fylgjast með fyrirtækjum á þessum markaði að rekstrarárangur Alusuisse sé af- rek miðað við hækkun svissneska frankans gagnvart dollara og öðr- um lykilmyntum. McDonald’s vann sigur Kaupmannahiifn. Reuter. FYRIRTÆKIÐ McDonalds hefur unnið mál sem það höfðaði gegn veitingamanni í Silkiborg í Dan- mörku, en hann opnaði þar veit- ingastað undir nafninu McAIIan. Komst danskur dómstóll að þeirri niðurstöðu að sú nafnotkun væri óheimil. „Fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál eins og um væri að ræða bar- áttu Davíðs og Golíats," sagði tals- maður McDonalds. „Það á ekki við nein rök að styðjast. McDonalds hefur eytt 40 árum í að byggja upp viðskiptin, ímynd og vöru- merki, og ef hver sem er gæti komið og hermt eftir nafni okkar þá væri þetta allt til einskis." Talsmaðurinn sagði það skipta fyrirtækið miklu máli að vernda einkaréttinn á notkun „Mc“-nafns- ins í skyndibitaviðskiptum. Veitingamaðurinn Allan Peder- sen tók úrskurði dómstólsins vel og sagðist nú ætla að festa kaup á tússpenna og strika yfir öll Mc- forskeyti á stað sínum. Hann sagð- ist telja sig vera í fullum rétti að nota Mc-nafnið enda væri hann aðili að skoskri ætt. Hefði honum verið veitt aðild vegna ötuls mark- aðssetningarstarfs á skosku viskýi. Nokkrir aðrir skyndibitastaðir í Danmörku hafa tekið upp „Mac“ eða „Mc“ í heiti sínu og segja full- trúar McDonald’s, að nú muni fyr- irtækið snúa sér að þeim. Á hveiju ári koma að meðaltali upp 200 tilvik þar sem McDon- ald’s telur að verið sé að misnota vörumerki þeirra. Flest eru málin leyst án þess að til réttarhalda þurfí að koma en til þessa hefur McDonald’s haft sigur í öllum málum. Hagnaður hjá UNI Storebrand Ósl6. Reuter. STÆRSTA tryggingarfélag Noregs, Uni Storebrand A/S, hefur greint frá því að rekstrarhagnaður þess hefði tvöfaldast á fyrstu sex mánuðunum. Hagnaðurinn nam 1,99 milljarði nor- skra króna en var 962 milljónir á sama tíma í fyrra. Mestu flóð í rúmlega heilda öld urðu í Noregi í júní og urðu tryggingarfélög að greiða út háar fjár- hæðir sökum þessa. Stjómendur telja að fyrirtækið muni verða að greiða 102 milljónir nkr. vegna flóðatjóna. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.