Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 21 AÐSENDAR GREINAR Bankar í samkeppni VIÐSKIPTABANK- AR og sparisjóðir eru fyrirtæki í samkeppni. Þessi fyrirtæki keppa annars vegar um sparifé almennings og hins vegar um trausta lántakendur. Ríkis- valdið hefur því meg- inhlutverki að gegna gagnvart þessum fyr- irtækjum eins og öðr- um að setja þeim leik- reglur. Þessar leik- reglur eiga annars vegar að tryggja hagsmuni sparifjár- eigendanna - en bank- arnir fara að mestu með annarra fé - og annarra við- skiptamanna banka og sparisjóða og hins vegar að starfsaðstaða þessara lánastofnana sé sem áþekkust. Fyrra skilyrðið hafa stjórnvöld uppfyllt með nýjum lög- um um viðskiptabanka og spari- sjóði, sem sett voru að tilhlutan Alþýðuflokksráðherra í viðskipta- ráðuneytinu. Seinna skilyrðið um jöfnun samkeppnisaðstöðu bank- anna hafa stjórnvöld hins vegar ekki uppfyllt. Slík jöfnun starfs- skilyrða var þó á verkefnalista beggja þeirra ráðherra Alþýðu- flokksins, sem sátu í viðskipta- ráðuneytinu sl. átta ár 'en okkur tókst ekki að tryggja nægan meiri- hluta á Alþingi fyrir þeim ráðstöf- unum. Við vissum ekki að þar ættum við bandamenn í Fram- sóknarflokknum - höfðum þvert á móti ástæðu til þess að ætla ann- að. Þó var svo komið undir lokin, að ætla mátti að fundin væri leið til þess að tryggja nægan þing- meirihluta í þáverandi stjórnarflokkum um tiltekna afgreiðslu málsins m.a. fyrir tilstuðlan starfshóps undir forystu Matthí- asar Bjarnasonar, en ekki gafst tími til þess að fá fram afgreiðslu. Misrétti á markaði Við núverandi að- stæður búa viðskipta- bankarnir við mikið ójafnræði á peninga- markaðinum. Ríkis- bankarnir eru reknir á ábyrgð skattborgara og ríkissjóður ber ábyrgð á öllum ákvörðununij sem þar kunna að vera teknar. Á bak við einkabankann stendur aðeins hans eigið fé. Þetta hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa áhrif t.d. á þau kjör, sem bönkunum eru boðin hjá lánveitendum og það hlýtur að koma fram í þeim kjörum, sem bankarnir geta boðið viðskiptavin- um sínum. Þarna á einkabankinn undir högg að sækja í samkeppn- inni við ríkisbankana. Vilji einka- bankinn styrkja stöðu sína getur hann t.d. gert það með því að bjóða út aukið hlutafé og þannig fengið sér fleiri og öflugri bakhjarla og jafnvel tryggt sér um leið aukin viðskipti. Þessa leið geta ríkisbank- ar ekki farið. Þeir verða að leita til eiganda síns, ríkisins, og fá af- greiðslu gegnum ijárlög með öllu því, sem þar til heyrir. Ekki er slík afgreiðsla vel til þess fallin að styrkja álit banka. Þarna er mis- munurinn ríkisbankanum í óhag. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö Rekstrarumhverfí við- skiptabanka á Islandi er ekki með sambæri- legum hætti, segir Sighvatur Björgvins- son. Hann segir ríkis- valdið bera ábyrgð á því og beri skylda til að leiðrétta það. dæmi um að rikisvaldið hefur ekki búið viðskiptabönkunum eðlileg skilyrði til samkeppni. Ýmis fleiri dæmi má nefna. 011 ber þau að sama brunni: Rekstrarumhverfi viðskiptabankanna á íslandi er ekki með sambærilegum hætti. Ríkis- valdið ber ábyrgð á því að svo er og ber skylda til þess að leiðrétta það. Hitt er svo allt önnur Ella hvort eðlilegt sé að ríkið eigi og reki viðskiptabanka. Standi ríkið hins vegar í slíkum rekstri verður það að vera á sama grundvelli og aðrir, sem það gera. Allt annað er óeðlilegt. Ríkisbankar að hlutafélögum Þess vegna er nauðsynlegt og sjálfsagt að breyta um rekstrar- form á ríkisbönkunum og gera þá að hlutafélagabönkum. Aðeins þannig er hægt að skapa eðlilegt starfsumhverfi viðskiptabanka og sparisjóða. A.m.k. hef ég engan heyrt halda því fram, að þjóðnýta Sighvatur Björgvinsson eigi íslandsbanka og sparisjóðina til þess með þeim hætti að jafna samkeppnisaðstöðuna. Ef menn endilega vilja geta menn síðan ákveðið að ríkið skuli eiga alla hluti i núverandi ríkisbönkum eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafélög þótt eðlilegra væri að viðskiptavin- um bankanna, ekki síst þeim, sem varðveita sparifé sitt hjá viðkom- andi banka, gefist kostur á að eign- ast hlut. Menn geta meira að segja haft þann háttinn á, að Alþingi verði áfram látið kjósa fulltrúa rík- isins í bankaráð svo lengi sem rík- ið á í þeim hluti og að ekki sé heim- ilt að selja hlutafjáreign ríkisins nema með sérstakri samþykkt þar um frá Alþingi. Ætti þá Guðni Ágústsson að vera þokkalega tryggður sem bankaráðsmaður fram á elliár ef það skyldi koma þjóðinni að mestu gagni. Hins veg- ar er breyting á rékstrarformi ríkis- bankanna auðvitað fyrsta skrefið í þá átt að ríkið selji sinn hlut. Það liggur í augum uppi því ef sú breyt- ing verður ekki gerð, þá er það einfaldlega ekki hægt. Menn ættu hins vegar að fara sér hægt í að setja mjög stranga skilmála af því tagi, sem að framan voru nefndir því slíkir skilmálar takmarka einfaldlega svigrúm til góðrar stjórnunar. Þykir lesendum t.d. ekki full- langt seilst ef stjómendur hlutafé- lagsbanka í ríkiseigu og umboðs- menn almennings gagnvart bönk- um og ríkiseignum, bankamálaráð- herba og fjármálaráðherra, yrðu að leita heimilda Alþingis áður en þeir gætu samþykkt hlutafjáraukningu með hlutafjárútboði til þess eins að styrkja stofnunina? Ég er sann- færður um, að margir íslendingar gætu hugsað sér að eiga hlutafé í banka á móti ríkinu og auðvitað eru til aðrar lausnir en þær, að rík- issjóður eigi annaðhvort allt eða ekkert. Raunir framsóknarmanna Markmið Finns Ingólfssonar að breyta um rekstrarform ríkisvið- skiptabankanna er því skynsamlegt markmið. Hann er þar að vinna í anda þeirrar stefnu, sem Jón Sig- urðsson markaði á sínum tíma og áfram var unnið að í viðskiptaráðu- neytinu á sl. kjörtímabili. Án efa hefur Finnur verið þess- arar skoðunar lengi, þó hann hafi ekki haft hátt um þá afstöðu sína af skiljanlegum ástæðum þegar flokksbræður hans á þingi fóru hamförum gegn henni í stjórnar- andstöðu. Það er hins vegar skiljanlegt að Guðni Ágústsson og ungir fram- sóknarmenn séu nú toginleitir í framan og viti ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Flokkurinn þeirra er í óða önn að taka upp á sína arma viðhorf Jóns Sigurðssonar í bankamálum - og e.t.v. viðhorf Sighvatar Björgvinssonar í heil- brigðismálum. Það skyldi þó ekki vera? Alkunn er sagan af því, þegar Jörundur Brynjólfsson, fyrsti þing- maður Alþýðuflokksins, gjörðist bóndi og leitaði ráða hjá Jónasi frá Hriflu um sína pólitísku framtíð. Jónas ráðlagði Jörundi að gerast framsóknarmaður. „Þú skalt snú- ast, en snúast hægt“, er sagt að Jónas hafi sagt. Finnur Ingólfsson er að snúa Framsóknarflokknum í viðskipta- bankamálunum. Hann er að snúa honum á sveif með Jóni Sigurðs- syni og undirrituðum. Guðna og ungum framsóknarmönnum þykir hins vegar Finnur snúast of hratt. Ég segi á hinn bóginn: „Hraðar, Finnur, hraðar! Og Imba líka, Imba líka!“ Höfundur er alþingismaður Al- þýðuflokks fyrir Vestfjarðakjör- dæmi. Helgi Hálfdanarson: Otæk blaða- mennska MIG furðar að svo vandað og virðulegt blað sem DV skuli láta sig henda þá ósvinnu sem undirrit- uðum var sýnd þar í blaðinu 25.8. sl. Þar er því haldið fram fullum fetum, að ég hafi ort tiltekna vísu, sem ég á ekki svo mikið í sem einn stafkrók. Vísa þessi, ef vísu skyldi kalla, er kauðalegur samsetningur af ósmekklegasta tagi. Áratugum saman hef ég mátt búa við það, að mér séu eignaðir sálmar síra Helga Hálfdanarsonar presta- skólastjóra, jafnvel opinberlega hvað eftir annað. Margitrekaðar leiðréttingar mínar hafa komið fyrir ekki. Þar er'þó ólíku saman að jafna, og þarf þá engan að undra, að ég tek því illa, að ruddalegt flim, sem mér er með öllu óviðkomandi, sé kirfilega við mig fest á opinberum vettvangi ásamt dónalegum þvættingi til útlistunar og myndbirtingu í þokkabót. Ég hygg að háttvísum blaða- mönnum hefði þótt lágmarks kurteisi að hringja til þess að spyrja, hvort þar væri um réttan höfund að ræða, og sækja um birtingarleyfi, ef svo reyndist vera. En ekki var haft fyrir því. Og þegar ég hringi til blaðsins og mæli fyrir um leiðréttingu, er ekki beðizt afsökunar, heldur full- yrt að samkvæmt góðum heimild- um sé þessi ágæta vísa eftir mig. Þó var því lofað, að leiðrétting yrði birt í blaðinu næsta dag. Þess krafðist ég til þess að hún kæmi fram áður en haldin yrði samkoma sú, sem var tilefni upp- spunans um vísuna. En það loforð var svikið. Og þegar leiðréttingin loks birtist í dag (28.8.), er enn ekki beðizt afsökunar, heldur klykkt út með þeirri athugasemd, að norður á Húsavík hafi það verið „tekið skýrt fram“, að um- rædd vísa væri eftir Helga Hálf- danarson, og þar með dyttað að því, að líklega sé hún, þrátt fyrir allt, eftir mig. Mér þótti sárt, að undir stóð nafn blaðamanns, sem ég hef metið mikils og ekki grun- að um slæmt gáleysi. Að lokum óska ég þess, að óhæfa af þessu tagi eigi ekki eft- ir að flekka síður Dagblaðsins Vísis, sem ég hef jafnan talið að ekki vildi í neinu vamm sitt vita. Því áliti vil ég ekki þurfa að breyta. Rosenthal .. þcgnr p* *'»r S’Öf • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir Hönmin oggæði ísérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Verðbréfaþing íslands Hlutabréf og hlutdeildarskírteini eftirtaldra sjóða Rekstrarfélagsins Skandia hf. hafa verið skráð á Verðbréfaþing íslands: Fjölþjóðabréf - Fjölþjóðasjóður Hlutabréf Almenna hlutabréfasjóðsins - Aímenni hlutabréfasjóðurinn hf. Skráningarlýsingar, samþykktir og reikninga um sjóðina má nálgast hjá Fjárfestingai'félaginu Skandia, Laugavegi 170, Reykjavík. Skandia Löggilt verðbréfafyrirtæki. Sími 561 9700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.