Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skóli — til hvers? 2.grein í þESSARI grein, sem er önnur í röð um skólamál, verður skýrt frá kenningum nokkurra uppeldis- frömuða, frá Come- niusi á 16. öld til Dew- eys og Maríu Mont- essori á 20. öld. Einn- ig fjalla ég um upphaf ísl. barnaskólans sem var stofnaður 1907. Uppeldisfrömuðir „stofnun Skóli er sem veitir kerf- isbundna fræðslu". Þannig er hug- takið skilgreint í íslensku alfræði- orðabókinni (1990) og þannig munu flestar þjóðir, sem lifa á sama menningarsvæði og við, hafa litið á málið allt fram á þennan dag. Skyldubundin alþýðufræðsla var eitt helsta takmark þeirra sem börðust fyrir betra þjóðfélagi og bættum hag alþýðunnar á síðustu öld enda voru fyrstu fræðslulögin 1907 mikið fagnaðarefni öllum framfara-sinnuðum mönnum í landinu. En skólinn hefur verið gagn- rýndur miklu lengur en elstu menn muna, líklega frá upphafi tilvistar sinnar. Einn elsti gagnrýnandinn er svissneski guðfræðingurinn Jo- han A. Comenius (1592 - 1670), en samkvæmt heimspeki hans var æðsta keppikefli mannsins á jörð- inni að skapa frið á jörðu og frið við guð. Til að ná því marki þurfti skólinn að breyta um inntak og aðferðir. J.J. Rousseau (1712 - 1778) var líka svissneskur, en hann er þekktastur fyrir kenning- ar sínar um frjálst og náttúrlegt uppeldi barna sem hann setur m.a. fram í bókinni Emile sem kom út 1762. Raunar var bókin upphaf- lega varnarrit og svar við gagn- rýni Voltairs sem ávítaði Rousse- au, með réttu, fyrir illa meðferð á eigin bömum. (Poul Johnson. Int- ellectuals. 1990: 21). Fleiri uppeldisfrömuði mætti nefrtá sem hafa gagnrýnt skólann, t.d. bandaríska sálfræðinginn John Dewey (1859 - 1952). Lykilorðin í hugmyndum hans um betri skóla voru virkni og vöxtur, skólinn átti því að vera lítil eftirmynd af þjóðfélaginu þar sem bömin gætu öðlast lifandi reynslu af sem flest- um fyrirbrigðum þess. Á breyt- ingatímum stendur þjóðfélagið frammi fyrir þremur möguleikum, sagði hann. Það getur látið reka á reiðanum og þannig gert illt verra, það getur reynt að halda í gömlu gildin og bægt nýjungunum frá, það jafngildir stöðnun og það getur lagst á sveif með þeim öflum sem með nýrri vitneskju og nýrri tækni era að breyta gamla þjóðfé- laginu. í framfarasinnuðu þjóðfé- lagi þarf skóla af síðast töldu gerð- inni. Kjarni máls hjá þeim þremur uppeldisfrömuðum, sem nú hafa verið nefndir, er sá að skólinn eigi fyrst og fremst að vera tæki til að breyta þjóðfélaginu, tæki til að skapa nýja gerð af fólki, betra og hæfara til að lifa hér á jörð en gengnar kynslóðir. Ekki verður skilist við uppeldis- frömuði vestrænna lýðræðisríkja án þess að minnst sé á ítalska lækninn Maríu Montessori (1870 - 1952), en hún varð fyrst ítalskra kvenna til að ljúka læknaprófi 1894. Hún þróaði kennsluaðferðir fyrir vangefin börn og náði undra- verðum árangri. Þá hugsaði hún með sér að kennsluaðferðimar hlytu líka að gagnast heilbrigðum börnum og sú varð líka raunin. Mjög ung börn, þriggja til sex ára, læra fljótt og auðveldlega að lesa og skrifa með Montessoriað- Helga Sigurjónsdóttir ferðinni. María Mont- essori lagði hins vegar enga áherslu á að nota skólann til að breyta þjóðfélaginu. Góður námsárangur var keppikefli hennar. Islensk alþýðufræðsla Bregðum okkur nú heim á gamla Frón og athugum hvér staðan var þar í skólamálum fýrir 100 árum þegar framfarasinnaðir menn vildu stofna barnaskóla hér á land- inu kalda. Nokkrar til- raunir höfðu verið gerðar með al- mennt skólahald fyrir börn fyrir aldamót en þær rannu ævinlega út í sandinn. Nokkrar umræður urðu um það hvort skólinn ætti að vera almennur skóli fyrir öll börn, svokallaður alþýðuskóli eða stofna ætti tvo skóla, annan svo- kallaðan borgaraskóla fyrir börn embættismanna og hins vegar al- þýðuskóla fyrir börn verkamanna, sjómanna og bænda. Alþýðuskól- inn varð ofan á og hugmyndir Guðmundar Finnbogasonar sem hann setur fram í bókinni Lýð- menntun urðu grannurinn að ís- lenska barnaskólanum. Þeim skóla sem við búum að enn í dag. Eftir því sem ég best fæ séð varð strax almenn sátt um ísl. barna- og unglingaskólann, al- mennan skóla fyrir öll börn. Þó að einstaka „betri borgarar“ hafi viljað sérskóla fyrir börnin sín varð sú ósk aldrei hávær né heldur vilji til að koma upp einkaskólum. Fámenni og lítil menningarleg stéttaskipting á þar eflaust drýgstan hlut að máli. Greindir og námsfúsir drengir frá alþýðu- heimilum höfðu um aldir verið kostaðir til náms af einstaklingum eða hópum og þeir stóðu embættis- mannabömum hvergi að baki. Hugmyndir um mismiklar gáfur eftir stéttum munu hafa þótt frá- leitar hér á landi þó að slíkar hug- myndir hafi haft hljómgrunn á meginlandinu langt fram eftir Voru nýskólamenn, spyr Helga Signrjóns- dóttir, klárir á því hverju átti að breyta og í hvað. þessari öld. Almennt fögnuðu því verkamenn, sjómenn, bændur og aðrir alþýðumenn skólanum. Ræt- ur hans voru inni á fátækum sveitaheimilum, hann var því rót- gróinn hluti af gamla sveitasamfé- laginu. Væri til alþýðuskóli á byggðu bóli var það íslenski far- skólinn sem var við lýði fram yfir miðja öldina. Uppeldisþáttur kenn- aramenntunarinnar var frá upp- hafi í háum gæðaflokki enda eld- heitir og vel menntaðir hugsjóna- menn sem fóra þar fyrir. Skólan- um var hins vegar ekki ætlað það ofurmannlega hlutverk að skapa nýja menn, aðeins að mennta ung- dóminn og manna hann. (Gunnar M. Magnúss. Saga alþýðufræðsl- unnar á íslandi, 1939, og Jón Guðnason. Minningarit Flensborg- arskóla 1882-1932,1939.) Ég held því að vinur minn Jón- as Pálsson, fyrrum rektor Kennara háskólans, sjái skóginn fyrir tiján- um er hann í bókinni Borgara- skóli - Alþýðuskóli (Iðunn. 1978) segir skólakerfið á íslandi, frá barnaskóla og upp í háskóla, vera borgaraskóla og þá væntanlega aðeins henta börnum „betri borg- ara“. (Bls. 63 - 65.) Þess vegna vaknar surningin; voru nýskóla- menn, sem hófu breytingastarfið á ísl. barnaskólanum fyrir um 30 áram, alveg klárir á því hveiju þeir áttu að breyta og í hvað? Það skýrist smám saman í greinaflokki þessum, en í næstu grein verður fjallað um mismunandi gagnrýni eldri og yngri sósíalista á skólann og hugmyndir þeirra um hlutverk skóla. Höfundur er kennnri og námsráð- gjafi. Svar við opnu bréfi um beinasafn MARGRÉT Her- manns- Auðardóttir skrifar mér opið bréf í Morgunblaðið sl. sunnudag þar sem hún vekur athygli á þeirri meðferð, sem erindi hennar um aðgang að beinasafni Þjóðminja- safns hefur fengið af hálfu Ejóminjasafns Islands og mennta- málaráðuneytisins. I lok bréfs síns bein- ir hún tveimur spurn- ingum til mín. í fyrsta lagi, hvort Björn Bjarnason tryggt verði, að hún fái að kanna og meta bein í ró og næði í íjóð- minjasafninu „án afskipta og afar- kosta þeirra sem hafa hindrað verk- efnið til þessa“, eins og hún kemst að orði. Beinasafn Þjóðminjasafns ber að geyma í Ijóðminjasafni íslands eða byggða- og minjasöfnum sbr. 26. gr. þjóðminjalaga. íjóðminjaráð hefur á nokkrum fundum fjallað um beiðni Margrétar Hermanns- Auðardóttur um aðgang að beina- safninu. Það liggur fyrir samþykkt ráðsins frá 12. janúar sl. svohljóð- andi: „... Þjóðminjaráð var sammála um mikilvægi þess að heimila ald- ursgreiningar á beinasöfnum. Var niðurstaðan sú að þjóðminjavörður, safnstjóri og formaður hittu Mar- gréti og óski eftir því að fjölda sýna verði haldið í lágmarki." Af þessu er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að ráðið hafi viljað greiða götu Margrétar. Að sjálfsögðu verður Margrét Her- manns- Auðardóttir, líkt og aðrir vísindamenn, að lúta þeim takmörk- unum, sem þjóðminjaráð setur við leyfisveitingar sínar, enda séu slíkar takmarkanir byggðar á skynsam- legum rökum. Eins og mál þetta horfir við menntamálaráðuneytinu hefur yfir- stjórn þjóðminjasafns fjallað um málið og komist að niðurstöðu. Ráðuneytið hefur hins vegar fundið að því, að niðurstaða ráðsins var ekki tilkynnt Mar- gréti með formlegum hætti strax að loknum fundinum. Hefur ráðu- neytið kynnt Margréti og þjóðminjaráði þessa niðurstoðu í bréfi dag- settu 22. ágúst 1995. Margrét Hermanns- Auðardóttir virðist því miður ekki gefa mikið fyrir viðræður hennar og yfirstjórnar þjóð- minjasafns. Þær virð- ast þó hafa átt þann tilgang að komast að niðurstöðu um fjölda sýna en verið árangurslausar til þessa. Þegar deilt er um mál, sem snerta mikilvæga hagsmuni eins og þá, að gildi beinasafnsins verði ekki rýrt óhæfilega til annarra rann- Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, svar- ar hér opnu bréfi Mar- grétar Hermanns- Auð- ardóttur um aðgang hennar að beinasafni Þjóðminj asafns. sókna en þeirra, sem um ræðir hveiju sinni, verður að ætlast til þess að báðir málsaðilar leggi sig fram um að ná niðurstöðu. I öðru lagi spyr Margrét Her- manns- Auðardóttir um hugsanleg- an flutning á beinasafninu til Há- skóla íslands. Innan menntamála- ráðuneytisins hafa ekki verið ráða- gerðir um að breyta gildandi þjóð- minjalögum að þessu leyti. Höfundur er menntamálaráð- herra. Svar til stjómarfor- manns Vikurs hf. ÞAKKA þér, Jóhann, fyrir þín sjónarmið, sem þú settir fram í grein þinni í Mbl. 25 ágúst sl. Að vísu virðist sann- leiksást þín ekki mjög mikil, því þú ferð fijáls- lega með sannleikann, svo ekki sé meira sagt. Þú segir t.d. að leigu- greiðslur Vikurs hf. séu í farsælum farvegi milli Vikurs og Reykjavíkur- borgar, en 24. ágúst (degi áður) sagði borg- arstjóri Reykjavíkur í grein í Mbl. „Vikur hf. hafi ekki staðið í skilum með leigu og fyrirheit forsvarsmanna þess hafi ekki verið efnd. Fyrirtækið eigi því að rýma húsnæðið hið fyrsta." Afgangurinn af grein þinni er í sama dúr, þar sem saman fer vanþekking þín á því hvað er eðlileg samkeppni og hvað er brot á samkeppnislögum. Reykjavíkurborg gaf Vikri hf. eft- ir leigu fyrstu sex mánuðina og síðan hálfa leiguna næstu sex mánuðina, það er styrkur frá hendi Reykjavíkur- borgar og ekkert annað, síðan er ætlast til að greidd sé full leiga, sem enn hefur ekki orðið. Leigusamning- urinn er skilyrtur því að húsnæðið Baldur Hannesson sé leigt til þurrkunar á vikri, en Vikur hf. stóð ekki við það og hóf vinnslu á samkeppn- isvöru (sandblásturs- sandi). Síðan skutlaði Aflvaki Reykjavík í ykkur fjórum milljón- um. í september 1994 fer Vikur hf. fram á það við Borgarráð Reykja- víkur að húsaleigu- samningurinn verði endurskoðaður og ekki einskorðaður við þurrk- un og pökkun á vikri, sem borgarráð sam- þykkti ekki en rifti þess í stað leigusamningnum þann 22. nóvember 1994. Þegar Vikur hf. fer að þurrka sandblásturssand sumarið 1994 er því augljóslega verið að bijóta bæði samkeppnislögin og leigusamninginn við Reykjavíkurborg. Þú kallar mig öfgafullan einok- unarsinna og það finnst mér gaman, þar sem ég er stjómarformaður Sam- taka gegn samkeppnismismunun og þar að auki hef ég þegar kært og unnið eitt mál fyrir samkeppnisráði, jafnframt því sem ég hef kynnst mörgum slíkum málum og tel mig Þetta eru styrkir úr hendi Reykjavíkurborg- ar, segir Baldur Hann- esson, sem hér svarar skrifum stjórnarfor- manns Vikurs hf. vera nokkuð vel dómbæran á það, hvað er samkeppnislagabrot og hvað ekki. Þú segir Fínpússningu sf. nánast hafa haft einokun á sandblásturs- sandi í 25 ár, en ekkert er fjær sanni, því margir aðilar hafa verið að selja sandblásturssand í gegnum tíðina, en bara í öðruvísi pakkningum, svo sem körum, tunnum og stór-sekkjum eins og Vikur hf. gerir, Fínpússning sf. selur hins vegar sandblásturss- andinn í 30 kg pokum. Hins vegar hefur enginn þessara aðila notið op- inberrar fyrirgreiðslu eins og Vikur hf., þess vegna mótmælir Fínpússn- ing sf. við þann, er veitir fyrirgreiðsl- una, sem er í þessu tilfelli borgar- stjórinn í Reykjavík. Þú talar fjálglega um hvað margír muni fá vinnu við fullvinnslu á vikri í framtíðinni eins og það réttlæti lög- brot og samningsbrot við Reykjavík- urborg, en fram til þessa hefur Vik- ur hf. starfað nánast eingöngu við að flytja út algerlega óunninn vikur og framleiða sandblásturssand. Þú segir svo í grein þinni: „Nú er það algengt og næstum undantekn- ingarlaust að sveitarfélög styðji með einhveijum hætti við bakið á nýjum fyrirtækjum, sem eru atvinnuskap- andi og ekki veitir af nú í atvinnu- leysinu." Þetta er alveg rétt hjá þér og oft getur verið alveg rétt að styðja við bakið á nýjum fyrirtækjum, sem koma með alveg nýjar hugmyndir og nýja framleiðslu, en það er al- gjört skilyrði að ekki sé um sam- keppnisframleiðslu að ræða og að- stoðin skilyrt, þannig að sé farið að nota tæki og aðstöðu, sem í té var látin, til einhvers annars, sem skekk- ir samkeppnisaðstöðu annarra, þá á tafarlaust að stöðva og innkalla að- stoðina. Einmitt þetta gerðist hjá Vikur hf., en þar brást borgarstjóri skyldum sínum og því mun ég fá breytt. Að lokum vil ég óska Vikri hf. alls góðs og ég vona sannarlega að ykkur takist hið upphaflega ætlunar- verk ykkar (vikurþurrkun) og mín vegna megið þið fá alla opinbera aðstoð, sem ykkur býðst eða tekst að fá, það er bara sjálfsbjargarvið- leitni, en svo lengi sem þið notið það fé til að keppa við mig mun ég mót- mæla, því það er líka sjálfsbjargar- viðleitni, af minni hálfu, að kreíjast þess að lög séu virt, þó þér líki það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fínpússningar sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.