Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 31 I í I I I I < < < I < < < < ( < < < < < miklar barnagælur og þótt fjar- lægðin milli okkar yrði nokkuð meiri er árin liðu, létu þau sér allt- af mjög annt um dætur mínar og fyrir það vil ég þakka nú að leiðar- lokum. Mér fannst alltaf vera svolítið flökkueðli í Geira og eins fannst mér hann vera mikið náttúrubarn. Hann hafði afar gaman af að ferð- ast og var tilbúinn að fara ýmsar ævintýraferðir. Ég man hvað mér fannst það merkilegt og eiginlega ótrúlegt þegar þau hjón sögðu okk- ur eitt sinn að þau ætluðu að skella sér í mánaðarsiglingu með rúss- nesku skemmtiferðaskipi. Eftir þá ferð fóru þau oft til útlanda og dvöldu oft lengi í sólarlöndum. Þetta þótti ekki jafn sjálfsagt þá eins og nú. Eftir að þau byggðu sér sumar- bústaðinn við Laugarvatn fóru þau þangað eins oft og þau mögulega gátu og dvöldu þar meirhluta sum- arsins. Þama kunni Geiri vel við sig og saman gerðu þau hjón þenn- an stað að miklum unaðsreit. Geiri frændi minn var góður karl og okkur þótti öllum vænt um hann. Við hefðum ekki getað fengið betri húsráðendur þegar við byrjuðum okkar búskap en Geira og Beggu. Fyrir það vil ég þakka nú við frá- fall Geira. Begga mín, þinn missir er mestur, en minningin um góðan dreng er ávallt huggun harmi gegn. Fjölskyldan öll sendir þér og öllu þínu fólki innilegar samúðarkveðj- ur. Guðmundur Oddsson. Alltaf setur mann hljóðan þegar maður heyrir andlátsfrétt góðs vin- ar, þótt aldurinn sé orðinn hár, löngu og farsælu dagsverki lokið og hvíldin kær sem hennar bíður. Á uppvaxtarárum Ásgeirs þurftu flestir að taka til hendinni, lífsbar- áttan enginn leikur ef fólk átti að sjá fótum sínum forráð. Eljusemin og þrautseigjan hjálpaði mörgum að klífa erfiðasta hjallann og ná því takmarki að verða nýtur þegn í sínu þjóðfélagi. Hann var ekki hjónabandsbam, en átti því láni að fagna að alast upp hjá ágætum hjónum sem reyndust honum eins og góðir foreldrar. í eðli sínu var hann duglegur, harðgerður og ósér- hlífínn, kappsamur að hverju sem hann gekk. Meðalmennskan var ekki hans keppikefli. Hann vildi standa framarlega í röðum sam- ferðafólksins án þess að stjaka öðr- um til hliðar. Til átaka í starfí fylgdi bæði hugur og hönd. Hann var gestrisinn, gjafmikldur og hugul- samur, og léði þeim ávallt lið sem minna máttu sín. Hann gat verið harður í hom að taka ef honum mislíkaði og lét þá skoðanir sínar í ljós á þann hátt að enginn gat verið í vafa um hvað hann meinti. Hann var hreinlyndur drengskapar- maður, sannur vinur vina sinna og brást ekki því trausti sem honum var sýnt. Ekkert var honum ijær lagi en að tala það að baki náung- ans, sem hann gat ekki sagt honum beint. Ég naut þess oft að eiga traust hans og taldi mér það til mikils ávinnings, en engu að síður sagði hann mér oft til syndanna ef skoðanir okkar lágu ekki saman í félagsmálum og ýmsu öðru sem snerti okkar daglega líf. Þó að við værum ekki ætíð á sama máli kom enginn brestur í vináttu okkar og þegar mest á reyndi var samstaða okkar sterkust. Leiðir okkar lágu saman í nokkra áratugi á BSR sem leigubifreiðastjórar, en starfsferill minn þar var á fimmta áratug. Hann mun hafa starfað við leigubif- reiðaakstur A nær fímm áratugi, lengst á BSR en einnig hjá Bifreiða- stöð Steindórs og Litlu bílastöðinni. Á fyrstu starfsárum Ásgeirs voru vegir mjög illir yfirferðar, óbrúaðar ár og ruddir götuslóðar voru al- gengar leiðir og væru vart taldir færir í dag nema jeppum. Oft var þó ferðast á leigubílum í lengri eða skemmri ferðir, sem fært þótti að fara, og varð þá Ásgeir oft fyrir valinu því hann þótti bæði aðgæt- inn, öruggur og ötull í starfi. Þá var hann lífsglaður og léttur í máli við farþega sína og hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Vinsældir hans voru miklar hjá þeim sem þekktu hann best. Hann var ágætur söngmaður, hafði bjart- an og fallegan tenór og kom það sér vel þegar hann og aðrir starfs- bræður hans á BSR tóku sig saman og stofnuðu karlakór, sem var þeim öllum og stöðunni til mesta sóma. Ásgeir var einn af burðarásum kórsins enda hafði hann áður sung- ið með Karlakórnum Vísi á Siglu- fírði. Þau hjónin, hann og Bergþóra, voru miklir gleðigjafar þegar við á BSR komum saman til að skemmta okkur, hvort sem það var á árs- hátíðum, ferðalögum eða í ýmsum veislum. Þegar hann var fímmtugur hélt hann stórveislu, þar sem skart- búið fólk var samankomið og þáðu dýrindis veitingar og naut þeirra vel. Það var sannarlega gott að vera gestur þessara heiðurshjóna. Frá þeim stundum á ég fagrar minningar sem ylja mér um hjarta- ræturnar þegar ég lít yfir farinn veg. Eitt sinn þegar ég átti stóraf- mæli var ég staddur á íjarlægum slóðum, en það fór ekki fram hjá vini mínum. Mér barst. frá þeim hjónum sérlega fallegur blómvönd- ur, sem hann hafði séð um að ég fengi í hendur í tilefni dagsins. Þannig var Ásgeir, hann gleymdi ekki þeim sem hann hafði gaman af að gleðja. Síðustu æviárin bjuggu þau hjónin á Grandavegi 47, í ágætri íbúð sem þau keyptu þar af Félagi eldri borgara, og áttu þar góða daga. Þegar hann varð áttræð- ur tók hann á móti gestum í sam- komusal húsfélagsins með reisn og prýði eins og þeim hjónum var iíkt. En nú var aldurinn farinn að segja til sín. Líkaminn lúinn og slitinn eftir mikið starf á langri ævi. Undanhaldið leyndi sér ekki, en hlýja handtakið og vinarkveðjan var óbreytt með öllu. Þau voru samrýnd hjón að eðlisfari og nutu sín vel hvort með öðru. Fagurt útsýni úr íbúðinni yfir flóann og fjöllin í fjarska stytti þeim stundir eftir að þau áttu þess ekki kost að bera sig yfir á eigin vegum. En umhyggja þeirra nánustu brást ekki þegar mest á reyndi. Síðustu mánuðina var hann á öldrunardeild Landakotsspítala eft- ir að heilsan var á förum og hann gat ekki lengur verið heima hjá sér. Nú var það aðeins bið þar til alfaðir tæki til sín anda og sál en móðir jörð líkamann. Langri ævi lokið, ein af hetjum hversdagslífsins horfín af sjónar- sviðinu, en minningin lifír og varðar veginn fyrir aðra sem í fótspor hans feta. Ég kveð þennan vin minn með þessum línum, með þakklæti í huga fyrir allt sem hann hefur fyrir mig gert og orna mér við glæður frá eldi minninganna. Bergþóru og ölium þeirra nán- ustu votta ég mína dýpstu samúð. En eilífðarsvefninn er þeim kær, þegar ekkert er eftir nema að lífs- þráðurinn bresti. Að síðustu ljóðlínur „listaskálds- ins góða“ Jónasar Hallgrímssonar. Flýt þér vinur í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að strfa guðs um geim. Jakob Þorsteinsson. Kveðjuorð Einn ágætasti vinur okkar hjóna, Ásgeir Siguijónsson, er nú allur. Endrum og eins minnir tilveran mann á hversu hratt Íífið rennur sitt skeið. Það var fyrir u.þ.b. 40 árum að leiðir okkar Geira lágu fyrst saman þegar við Milla eignuð- umst okkar fyrsta heimili hjá þeim sæmdarhjónum Ásgeiri og Berg- þóru við Kieppsveginn. Þó svo að konan mín hafí þekkt þau fyrir, grunaði mig ekki þá að þau hjón og fjölskyldur þeirra yrðu hluti af lífi okkar. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun milli ökkar, varð aldrei vart við al- töluð kynslóðabil, enda laðaðist að þeim hjónum á heimili þeirra fólk á öllum aldri, það var því engin tilvilj- un að samband okkar hafi aldrei rofnað og að alla tið síðan höfum við verið í nábýli hvert við annað. Hlýhugur þeirra hjóna til okkar lýsti sér strax þegar konan mín eignaðist fyrsta bamið, Svein Geir. Þau renndi í grun að hún vildi helst fæða bamið á Kleppsveginum, þvi gengu þau hjón óumbeðið og umyrðalaust úr rúmi svo þeim mæðginum gæti liðið sem best. Þegar svo Milla nokkmm ámm seinna varð að dveljast á sjúkrahúsi um ótiltekinn tíma hlupu þau ótii- beðin undir bagga og fóstmðu fmm- burðinn af nærgætni og ástúð með- an á sjúkrahúsdvölinni stóð. Um- hyggja af þessu tagi gleymist aldr- ei, enda talandi dæmi um vinarþel. Geiri fylgdist náið með uppvexti barna okkar, og þá ekki síst Sveins sem nú er starfandi í Svíþjóð. Af þeim sökum getur hann ekki verið viðstaddur þessa kveðjustund en bað mig að senda sínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ásgeir Siguijónsson var litríkur persónuleiki, stór í skapi en fljótur til sátta, hann var viðkvæmur á raunastund, um hann lék aldrei lognmolla. Hann var af þeirri kynslóð sem lagði í lífsbaráttuna með viljann ein- an að vopni. Honum var mjög annt um að standa við skuldbindingar sínar og taldi ekki eftir sér vinnustundirnar til að svo mætti verða. Þegar svo bar við var Ásgeir hrókur alls fagnaðar. Hann hafði yndi af að vera í góðum vinahóp og sérstaka unun hafði hann af söng í allri sinni fjölbreytni, enda söngmaður góðu'r. Hann var hreyk- inn af uppruna sínum og hafði oft á orði Skagafjörðinn sem mér fannst honum vera einkar kær. Þó svo að þau hjónin Ásgeir og Bergþóra eftirlifandi kona hans hefðu ólíkt lundarfar tókst þeim ávallt í blíðu og stríðu að stilla sína strengi saman. Kæri vinur, síðustu árin nutum við samvistar helst á landinu sem við keyptum á Laugarvatni í sam- einingu ásamt fleirum fyrir ein- hveijum ótal árum. Þau eru ófá skiptin sem ég horfði á þig rækta landið við sumarhúsið ykkar og síð- an í framhaldinu hlúðir þú að þess- um gróðri. Þegar ævistarfí lauk eftir farsælt lífshlaup, fannst mér aðdáunarvert hvað þessi unaðsreitur gaf þér og hafði oft á orði við Millu hvílíkt af- drep þessi staður væri ykkur hjón- um. Geiri minn, nú lítum við Milla niður brekkuna og fáum að njóta dagsverka þinna í dalnum sem hefur veitt okkur öllum sameiginlegar ánægjustundir. Við munum ekki lengur líta þig berum augum, en nálægð þín mun ávallt fýlgja þess- um gróðurreit í næstu nálægð okkar fyrir austan. Að sögðum þessum fátæklegu kveðjuorðum, biðjum við Milla þess, Begga mín, að góður guð gefí þér styrk og áframhaldandi lífsgleði um ókomin ár. Ættingjum öllum sendum við og bömin okkar hugheilar samúðar- kveðjur. Milla og Einar Olgeirsson. JÓNAS EINARSSON + Jónas Einarsson frá Borð- eyri var fæddur á Hvamms- tanga 25. júni 1924. Hann lést í Landakotsspítala 19. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 28. ágúst. SKARÐ er fyrir skildi þá fallinn er frá frændi minn, Jónas Einarsson, sem um langt árabil var kaupfélags- stjóri á Borðeyri og oft kenndur við þann stað. Við Jónas erum bræðra- synir, en kynntumst þó ekki að neinu ráði fyrr en ég var orðinn ungur maður og leiðir lágu saman vegna starfa okkar í samvinnu- hreyfíngunni. Þá hafði ég einnig fyrir nokkru í Vík kynnst Haraldi föður Stellu, sem var mikill heiðurs- maður. Mér féll mjög vel við Jónas og Stellu, sem voru samhent og ætíð var gott að hitta og gleðjast með þeim. Kynni okkar Jónasar styrktust svo með árunum. Jónas frændi minn var mikið prúðmenni, en það var stutt í brosið og glettn- ina. Ef ég lít til baka nú sakna ég þess líklega mest að hafa ekki kynnst honum meir og betur en raun varð á. Fyrir um það bil tveimur árum færði Jónas mér bemskuminningar sínar frá Óspaksstaðaseli, sem hann hafði fært listilega í mjög læsilegan og forvitnilegan búning. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir þessa gjöf. Með henni veitti hann mér innsýn í veröld sem ég hafði ekki áður kynnst, en hluti þessara bernskuminninga er m.a. tengdur föður mjnum, svo og afa okkar og ömmu. Ég veit að afkomendur okk- ar munu vafalaust sækja sér fróð- leik um upprunann í þetta rit Jónas- ar um ókomin ár. Ég vil með þessum orðum kveðja Jónas vin minn og frænda með hans eigin orðum í niðurlagi bem- skuminninga sinna: ,,Móðir náttúra umlykur tóftimar í Óspaksstaðaseli og tekur þær til sín, sem og okkur öll, sem þar lifðum, fyrr eða síðar. Á lognkyrrum dögum berst heim frá árgilinu kliður sem boðar vor- komuna. Sunnan undir veggjarbroti brosir fífill mót sólu og vitnar um að lífíð heldur áfram í einni eða annarri mynd.“ Stellu og bömum þeirra Jónasar votta ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Sigfurður Jónsson. HÖRÐUR HARALDSSON + Hörður Haraldsson fæddist á Eyrarbakka á Svalbarðs- strönd í Suður-Þingeyjarsýslu 25. janúar 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi 2. ágúst. Útför Harðar var gerð frá Fossvogskirkju 10. ágúst. MIG LANGAR til að skrifa nokkrar línur til þín, elsku afi. Við bræðurnir Svavar Hörður, Bjarni Rúnar og Heiðar Guðni vilj- um þakka þér árin sem við áttum með þér. Alltaf var jafn gott að koma til þín á Vatnsstíginn, þú tókst alltaf jafn vel á móti okkur með hlýju og glettni þó þú ættir sjálfur oft erfítt. Alltaf áttirðu eitthvað gott í pokahominu handa okkur strákun- um. Þú hafðir svo gaman af því að yrkja og ortir oft til okkar glettnar vísur og íslenskumaður varstu mik- ill. Þú sagðir við mig nafna þinn að ég ætti að hafa íslensku að sér- grein í framhaldsskóla því að mér gengi svo vel í bókmenntum og ís- lensku. Við munum sakna þín, elsku afí okkar, en við vonum að þér h'ði betur núna og sért hættur að finna til. Við þökkum fyrir vikuna sem við áttum héma heima hjá okkur með þér áður en þú fórst á spítalann. Hér er smá vísa til þín. Elsku besti afi minn alltaf var gott að koma til þín þú faðmaðir drenginn nafna þinn inn í litla góða heiminn þinn elsku besti afi minn. Við þökkum þér allt með söknuði. Þínir afadrengir. Svavar Hörður, Bjarni Rúnar og Heiðar Guðni. + Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR frá Hallsbæ, Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 2. september kl. 14.00. Jónas Sigurðsson, Arnar Sigurðsson, Helena Guðmundsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Hörður Pálsson, Magnús Sigurðsson, Ragna Magnúsdóttir. Erfidrykkjiir Glæsíleg kafíi- hladborð, íallegii salir og mjög gtn) þjónusla Upplýsmgai ísíma 5050 925 + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, GUÐMUNDÍNA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjubraut 24, Njarðvík, lést ó heimili sínu 16. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÍTÍI. MH’TLEIÍIIH Bjarni Steingrímsson, Brynja Ósk Bjarnadóttir, Birgir Óttar Bjarnason, BörkurÓðinn Bjarnason, Olga Guðmundsdóttir, Arnfinnur Jón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.