Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 19 LISTIR Hús García Lorca Hringur í Safnahúsi Þing- eyinga Laxamýri. Morgunblaðið. HRINGUR Jóhannesson list- málari opnar málverkasýn- ingu í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík laugardaginn 2. september kl. 14. Á sýning- unni verða yfir þrjátíu ný verk, olíumálverk og pastel- myndir, sem máluð eru á þessu sumri. Hringur stækkaði nýlega vinnustofu sína á æskuheim- ili sínu í Haga, en hann hefur haft málaralistina að aðalat- vinnu í 25 ár og mjög sótt myndefni sitt í Aðaldalinn. Aðstaða til listiðkunar er góð og fyrir utan ótal liti og pensla hefur Hringur stillt upp gömlum munum úr búi foreldra sinna sem minna á liðna tíma. Þarna dvelst hinn þekkti málari árlega frá því í maí og fram í september, enda verkefnin mörg og mikil, en nú eru orðin átta ár frá því að hann sýndi_ síðast í Þin- geyjarsýslu. Á sýningunni gefur að líta mörg eftirsótt verk, s.s. Sólspeglun við Laxá og Fífuna við lækinn. Hringur er með 40 einka- sýningar og 60 samsýningar að baki og verk hans eru í eigu helstu listasafna lands- ins. Sýningin verður opin frá kl. 14-19 um helgar en 15-19 virka daga til 10. september. DEYI ég, hafið svaladyrnar opn- ar, orti Federico García Lorca í ljóði sínu Kveðja. Hendingin hef- ur harmræna skírskotun sé hún lesin með skelfilegan dauðdaga Lorca í huga. Svalirnar eru á annarri hæð sumarhúss fjölskyldu Lorcas í Granada, Huerta de San Vinc- ente. „Það er svo mikið af ilm- og náttskuggajurtum í garðinum við húsið,“ segir hann í bréfi árið 1926, „að við vöknum öll með Ijóð- rænan höfuðverk á morgnana." Frænka hans Laura García Lorca sem veitir García Lorca-stofnun- inni forstöðu segir að hann myndi sennilega hafa vaknað með ann- ars konar höfuðverk núna en húsið hefur nýlega verið opnað fyrir almenningi. Líflátinn Lorca-fjölskyldan keypti húsið árið 1925. Árið 1936 hittist fjöl- skyldan eins og vanalega í húsinu til að halda upp á dag heilags Friðriks, 13. júlí. Fjórum dögum síðar hófst borgarastyrjöld með uppreisn gegn ríkisstjórn alþýðu- fylkingarinnar á Spáni undir for- ustu Francos. Næstu vikur komu herflokkar Francos ítrekað að leita Lorca í húsi fjölskyldunnar. Að endingu fundu þeir hann 19. ágúst og tóku af lífi. Fasistar gáfu skáldinu að sök að hafa haft fjar- skiptasamband við Moskvu úr svefnherbergi sínu; aldrei voru færðar sönnur á þær ásakanir. Lorca var 38 ára er hann var líflát- inn. Minning skáldsins Fjölskylduhúsið hefur lítið breyst síðan Lorca féll frá. Þar er nú lítill sýningarsalur með Ijós- myndum og eiginhandarritum Lorca. Umhveríl þess hefur hins vegar breyst. Úr húsinu sést nú yfir fremur tilkomulítinn garð. Fjölbýlishús og hraðbrautir eru handan garðsins og í fjarska glitt- ir í tinda Sierra Nevada-fjallgarðs- ins. Áður var hér ósnortið lands- lag. Borgaryfirvöld í Granada hafa síðastliðin 50 ár verið yfirlætis- full í afstöðu sinni til minningar skáldsins. Lorca unni borg sinni en hann glaptist eitt sinn til að kalla íbúa hennar mestu smáborg- ara heimsins og hefur það senni- lega valdið undarlegu áhugaleysi borgaryfirvaldanna. Það kann og að hafa valdið sumum Granadabú- um hugarangri að þessi kunnasti borgari hennar var samkyn- hneigður. Skáld sem neitar að þagna Fjölskylda Lorca var lengi vel treg til að láta eignir og eiginhand- arrit skáldsins í hendur opinberra aðila. Garðurinn um húsið, sem var reistur án samráðs við fjöl- skylduna og hefur í raun ekkert með Lorca að gera, er sagður hafa stærsta rósagarð í Evrópu. Fæstir borgarbúa eru þó ánægðir með hann. Granadískt Ijóðskáld, Javier Ejea, sem starfar sem leið- sögumaður í garðinum segir að hann sé afleitur einkum vegna þess að hvergi sé hægt að finna skugga í honum en það sé ófyrir- gefanlegur galli á garði í Granada. Frænka skáldsins ætlar hins vegar að reyna að endurskapa þá stemningu sem ríkti í garðinum á tíma Lorca sjálfs. Bráðum mun garðurinn ilma á ný, vínviður mun umlykja gangstíga og fuglarnir munu taka undir með niði umferð- arinnar eins og skáld sem neitar að þagna. Tríó Reykjavík- ur í Hafn- arborg FYRSTU tónleikar vetrarins í tónleikaröð sem Tríó Reykja- víkur og Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnar- íjarðar, standa að verða sunnu- daginn 3. september kl. 20. Þetta er sjötta árið sem tón- leikaröð sem þessi er flutt og verða flytjendur Edda Er- lendsdóttir píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Flutt verður pía- nótríó í c-moll eftir Edvard Grieg, sónata fyrir selló og píanó Arpeggione eftir Franz Schubert og píanótríó í d-moll eftir Felix Mendelsohn. Leir og grafík í Stykkis- hólmi ÞESSA dagana stendur yfir sýning Helgu Jóhannesdóttur leirlistakonu og Soffíu Sæ- mundsdóttur grafíklistakonu í Byggðasafninu, Stykkishólmi. Á sýningunni eru grafík, mál- verk og leirverk unnin á þessu ári. Byggðasafnið er opið frá kl. 11-18 alla daga og sýning- unni lýkur 23. september. Sex við sama borð SÝNINGUM á grínleikriti Kaffíleikhússins Sápu tvö: Sex við sama borð lauk í vor. Því hefur nú verið ákveðið að efna til aukasýninga á verkinu í september og verður sú fyrsta laugardaginn 2. september og hefst hún kl. 21. Boðið er upp á kvöldverð fyrir sýinguna. Sápa tvö er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Ósk- arsdóttur. Frumsamin sönglög og textar eru eftir Valgeir Skagfjörð og samdi hann þau sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Leikendur eru Bessi Bjarna- son, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Margrét Ákadóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Valgeir Skag- fjörð. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Wallace Roney JAZZ Geisladiskar Crunchin’ Hljómsveit Wallace Roney. Flytj- endur: Wallace Roney trompet, Antonio Hart, altsaxófónn, Geri Allen píanó, Ron Carter bassi og Kenny Washington trommur. Út- gefandi Muse, 1993. BANDARÍSKI trompettleikarinn Waliace Roney leikur á Hótel Sögu 8. september næstkomandi ásamt hljómsveit sinni á fimmtu RúRek djasshátíðinni sem hefst 3. septem- ber. Með honum í för verða bróðir hans Antoine Roney saxófón, Carlos McKinney píanó, Clarence Seay bassi og Eric Allen trommur. Roney er eitt af stóru nöfnunum í djassheiminum en honum skaut fyrst eftirminnilega upp á stjörnu- himininn þegar hann lék með Miles Davis og stórsveit Quincey Jones á Montreaux djasshátíðinni 1992. Roney hefur einmitt verið líkt við Miles og mörgum jafnvel þótt sem ungi maðurinn væri fastur í stíl meistarans. Vissulega má heyra kaldan tón ættaðan frá Miles á Crunchin’, einum af mörgum diskum Roneys fyrir Muse útgáfuna. Ekki síður heyrast áhrif, eða ætti maður að segja tilvitnanir í meistarann, á nýjum hipp-hopp-diski Herbie Hancocks Dis is Da Drum, þar sem Roney minnir óþyrmilega á Miles á Doo Bop. En þetta skiptir engu máli. Roney heldur uppi merki Miles en blásturinn er kraftmeiri og fraser- ingar allar nákvæmari. Hann fer jafnframt sínar eigin leiðir í tónsköp- uninni. Roney gengur hreint til verks í hefðinni og staðnæmist við það skeið í djasssögunni þar sem sköpunar- krafturinn er innan hins fijálsa ramma bíbopps í sínum fjölmörgu myndum. Sér til fulltingis hefur Roney nokkra af heitustu djass- mönnum Bandaríkjanna, Ron Cart- er, Antonio Hart, Kenny Rogers og píanistann snjalla Geri Allen. Gaman er að heyra hvernig Allen snýr sig út úr þeirri úlfakreppu að túlka margtúlkaða söngva Monks, Misteri- oso og We See sem hún spilar með hæfilegri virðingu fyrir meistaranum alveg eins og Roney spilar Swing Spring sem er einn, hraður bíbopp- spuni út í gegn. Allen tiplar léttstiga í modal hljómum um ókunna stigu harmóníunnar í What’s new en Ron- ey sýnir á sér rómantískari hliðar í fallegri sambaballöðu, Angel Eyes. Það verður hátíð að heyra þennan frábæra trompetleikara spila í Súlnasal á Rúrek 1995. Guðjón Guðmundsson Hóll eða hæð? Sögrir af hinu yfir- náttúrlega NÝLEGA kom út bókin Incredible Tales of the Paranormal sem fjallar um yfímáttúrleg efni af ýmsu tagi. í bókinni er m.a. kafli um Indriða Indriðason miðil sem ritaður er af dulsálarfræðingunum dr. Lofti R. Gissurarsyni og dr. Erlendi Haralds- syni. Lýst er hvemig hæfileikar Indr- iða uppgötvuðust, eðli þeirra og þró- un. Sagt er frá ýmsum yfimáttúrlegum viðburðum þar sem Indriði átti hlut að máli í miðilsstarfí sínu, s.s. svif í lausu lofti, birtingu ýmissa hluta og fólks og hvarf. Loftur og Erlendur færa ýmis rök að því að þessir við- burðir hafi verið raunverulegir. Vísa þeir m.a. til rannsókna dr. Guðmund- ar Hannessonar læknaprófessors vet- urinn 1908-1909 en hann fann engin merki um blekkingar eða vélabrögð í miðilsstörfum Indriða. Einnig benda þeir á að fundir Indriða hafi verið sóttir af fjölmörgum efasemdarmönn- um, í þeim hópi voru sumir mest menntuðu menn á íslandi. Allir höfðu þessir menn sömu söguna að segja af miðilsfundum Indriða. Auk þess er bent á að sumir viðburðanna áttu sér stað í björtu og án þess að Indr- iði væri í miðilssvefni. Meðal annars efnis í bókinni eru kaflar um starfsemi miðla í Rúss- landi og á Ítalíu og yfirnáttúrleg fyrirbæri í Kína. Colin Wilson ritar formála að bókinni. KVIKMYNPIR Bíóborgin ENGLENDINGURINN SEM FÓR UPP HÆÐINA EN KOM NIÐUR AF FJALLI (The englishman who went up a hill but came down a mountain) ★ ★ Leikstjóri Christopher Monger. Handrilshöfundur Christopher Mon- ger, byggt á sögu eftir Igor Monger. Aðalleikendur Hugh Grant, Tara Fitzgerald, Colm Meaney, Kenneth Griffith, Ian McNeice. Bresk. Miram- ax 1995. Á OFANVERÐUM tímum fyrra heimsstríðs koma tveir kóngsins mælingamenn (Hugh Grant, Ian McNeice) til smábæjar í Wales. Nú skal tekin hæð á bæjarfellinu og mun þá koma í ljós hvort það er hæð eða í'jall, 1.000 feta hæðar- línan sker úr um það samkvæmt kokkabókum konungs. Stolt og prýði þorparanna reynist rétt undir mörkunum en þeir taka til sinna ráða. Hækka hæðina og tefja fyrir mælingamönnunum á alla lund uns markinu er náð og hæðin fær fjalls- nafnbótina. Notaleg mynd af þeirri stærð- argráðu sem við eigum að venjast á sjónvarpsskjánum og BBC gerir allra stöðva best. Erindi Englend- ingsins í kvikmyndahús fær maður ekki skilið öðruvísi en framleiðend- urnir hafi verið yfirmáta bjartsýn- ir á að Hugh Grant gerði þessa smámynd að klassastykki með nærveru sinni einni saman. Það er af og frá. Grant er með ofmetn- ari leikurum um þessar mundir og gerir lítið fyrir Englendinginn, jafnvel þótt hann eigi að vera hijáður stríðsmaður, sem hæfir þessum pasturslitla leikara ágæt- lega. Hinir eru mikið mun betri; Ian McNeice sem hinn mælinga- maðurinn, drykkfelldur, latur og leiður; Kenneth Griffith sem þrum- andi þorpsklerkurinn og Colm Meaney stelur senunni sem kráar- eigandinn sem vökvar blómin þorpsfrúnna á meðan karlar þeirra búa við vondan kost á vígstöðvun- um í Frans. Þá er enn ógetið Töru fögru Fitzgerald (sem segir líkt og véfrétt við Grant: „Það þarf bara að líta eftir þér...“) sem prýðir myndrammana líkt og bú- sældarlegt umhverfið. Þorpið og íbúar þess eru hlýleg og oft fynd- in mannlífsskoðun og tilbreyting frá hversdagsréttum kvikmynda- húsanna en tæpast nógu burðar- mikil fyrir stóra tjaldið. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.