Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 1
I ríkidæmi Skrúösbóndans Standandi GRÍN SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 fEtyip$itiMal>fl> BLAÐ Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SÁLNAHIRÐIR ÓBYGGÐANNA í vetur leió fréttist að bandarískur biskup, Michael Mikari, hefði numið land, eða öllu heldur hús, í miðjum Akureyrarbæ. Kom án safnaðar og hélt hann hefði fundið paradís. En Akureyri var aðeins áfangi á langri leið. Súsanna Svavars- dóttir hitti hann að máli og spjall- aði við hann um paradísarmissi á Akureyri og paradísarheimt í Dölum. SÚ VAR TÍÐIN að menn gripu frammí fyrir ræðu- mönnum, aðrir æptu og ekki allir mjög prúðmannlega, nokkr- ir ráku upp óp og hlátra. Einkum ef menn töluðu ekki með Lúter kallinum og páfanum, eins og segir frá í Paradísarheimt. Svo eftir að hafa veitt villutrúar- manni ráðningu, var honum sendur tónninn að föstum ís- lenskum þjóðsið og landlægri venju. Og svo er enn. Hann er nýkominn og er að fara. Biskupinn sem Akur- eyringar eignuðust í miðju fann- ferginu og skaflatíðinni sem dundi yfir þá í fyrravetur. Þeir, alveg klumsa, spurðu: Fyrir hvað stendur þessi biskup? Kem- ur bara hér með eina ráðskonu og hennar tvö börn sem gáfust upp og flugu heim. Enginn söfn- uður. Biskupinn yfir hveiju? Sjálfum sér? Ha-ha-ha. Ferðalangur að sunnan er varla búinn að dusta af sér ryk- ið og fá sér sæti á Kaffi Karól- ínu, þar sem expressókaffið ger- ist hvað best norðan heiða, þeg- ar vindur sér að honum sú litla mannmergð sem þar kemst fyr- ir, spyr ekki frétta, heldur til- kynnir hvað hafi gerst markvert í þessari norðlægu heimsborg: Tveir biskupar á einni og sömu þúfunni, einn frá páfanum, ann- ar úr amrískri villutrú, sá frá Lúter situr enn fyrir sunnan. Án þess mannmergðin andi ryður hún út úr sér véfréttum af þessum aðkomumanni rétt á meðan ferðalangur sturtar í sig þessum örfáu sopum af ilmandi kaffinu og endar ræðan á því að téður biskup hafi keypt stórt hús upp á fimmtán milljónir á borðið en róti svo í ruslagámum Akureyringa og hirði þar allt lauslegt um nætur: „Við Akur- eyringar þorum ekki lengur að sturta í gámana. Við erum svo hræddir um að karlinn verði und- ir og kafni,“ endar ræðan. Og þá er maður orðinn forvitinn og langar svo mikið að spjalla við svona hættulegan mann, að næst er lötrað upp brekkuna, framhjá gamla bamaskólanum, upp á Eyrarlandsveg, barið á dyr í takt við dynjandi hjartsláttinn; jafnvel búist við því að tekið verði á móti manni af horni og hala. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.