Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn VIÐ LÆRUM það mjög rækilega í uppeldinu að haga okkur eins og aðrir vilja hafa okkur. ■Margar konur í ábyrgðarstöðum eru haldnar svo- kallaðri full- komnunaráráttu þannig að sjálfs- öryggið nær oft ekki yfir það að leyfa sér að hafa veikleika. ■Mikilvægt er að fólk skilji hvaða þættir skipta máli og að þeir geti sjálfir verið virkir í að skapa að- stæður í stað þess að vera fórn- arlömb þess sem gerist hverju sinni. ■Körlum er tíð- ræddara um vandamál á vinnustað og í þjóðlífinu á með- an að konum er tamt að tala um fjölskylduvanda- málin. ■Það er öllum gagnlegt að staldra við og hugléiða hlut sinn í samskipt- um við aðra og hvort hægt er að gera betur. ■Þjóðfélagsbreyt- ingar kalla á end- urmat á réttind- um. SJALFSSTYRKT SAMSKIPTI I sjálfsstyrkingu er m.a. kennd einföld greining á framkomu fólks sem flokk- uð er í óákveðni, ákveðni og ágengni eftir því hvort réttur í samskiptum er gefinn eftir, tekinn með yfirgangi eða honum náð með virðingu. Jóhanna Ingvarsdóttir leitaði álits sérfræðinga í þessum efnum, en að þeirra mati þurfa þeir helst á sjálfsstyrkingu að halda sem eiga bágt með að sækja rétt sinn eða taka hann með yfirgangi. KANNSKI ertu rennsveitt- ur, með ákafan hjart- slátt og ískaldar hendur þegar þú ferð í viðtal út af starfsráðningu eða að þú hefur látið hjá líða að biðja yfirmann þinn um kauphækkun af ótta við að orðin standi föst í hálsin- um á þér. Þú tekur á þig krók á leið- inni heim til að komast hjá því að hitta nágranna, sem er alltaf að biðja þig um greiða, og þú þorir ekki að segja nei. Ef til vill ertu einn af fjöl- mörgum, sem eru með víðáttufælni og svo illa haldnir af ótta við fjöl- menni að þeir vilja helst halda sig heima. Svokölluð sjálfsstyrking nýtur orð- ið vaxandi vinsælda hér á landi ef marka má aðsókn að slíkum nám- skeiðum, sem haldin eru hér á landi við og við. Margvíslegar ástæður geta legið að baki aðsókn, en að mati námskeiðshaldara, sem rætt var við, eiga sjálfsstyrkingamámskeið ekki síður erindi við yfirmenn jafnt sem undirmenn, karla jafnt sem kon- ur. Sjálfsstyrking byggist á ákveðnu lífsviðhorfi og gildismati. í uppeldinu er oft misbrestur á því að okkur sé kennt áð það sé til alls fyrst að bera virðingu fyrir sjálfum okkur. Það verður auðveldara að sýna sjálfsstyrk í verki ef við höfum komist að þeirri niðurstöðu með sjálfum okkur að við eigum rétt á að sýna sjálfsstyrk og að hann muni leiða til ánægjulegs og heilbrigðs samneytis við annað fólk. Markmið sjálfsstyrkingar eru m.a. þau að manneskja geri sér grein fyrir muninum á því að standa á rétti sínum og að ganga á rétt ann- arra og sömuleiðis muninum á sjálfs- styrk og tillitsleysi við aðra. Til að öðlast sjálfsstyrk er nauðsynlegt að breyta hugsunarhætti, sem elur á öryggisleysi, hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði, temja sér fram- komu, sem ber vott um sjálfsöryggi, læra að standa fyrir máli sínu, svara fyrir sig þegar þess gerist þörf og tjá tilfinningar sínar. Eins og um margt annað er fyrir- myndin að sjálfsstyrkingamámsske- iðum fengin erlendis frá, nánar til- tekið frá Bandaríkjunum. Upp úr seinna stríði, eða á árunum 1945- 1950, þróuðu atferlissálfræðingar aðferð til að hjálpa sjúklingum að fóta sig í samfélaginu á ný að lok- inni sjúkrahúsvist. Fram til ársins 1970 naut aðferðin lítillar almennrar athygli, en þá var gefin út bók, sem olli þó nokkrum straumhvörfum. Bókin heitir á frummálinu Your Perfect Right eftir þá Robert E. Al- berti og Michael L. Emmons sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1991 undir heitinu Sjálfsagður rétturþinn. Á bókarkápu segir m.a.: „Yið höfum öll okkar rétt til að vera ánægð og hamingjusöm — svo framarlega sem við misbjóðum ekki öðrum. Sjálfs- styrkur stuðlar að jafnrétti í mann- legum samskiptum, gerir okkur kleift að búa í haginn fyrir okkur sjálf, standa ótrauð fyrir máli okkar, tjá tilfínningar okkar vandræðalaust og standa á rétti okkar án þess að fót- umtroða rétt annarra.“ Á skömmum tíma varð aðferðin vinsæl og má segja að hún hafi ver- ið það æ síðan. Ýmsir hafa rakið ástæðu þessarar velgengni til ýmissa þjóðfélagsbreytinga, sem voru að gerjast í Bandaríkjunum upp úr 1970. í fyrsta lagi fór fólk að meta persónuleg tengsl og samskipti meira en áður. Má í því sambandi nefna hippatímabilið og uppreisn æskunnar gegn efnislegu gildismati. í öðru lagi var kvennahreyfingunni að vaxa fískur um hrygg og konur hvattar til að vera virkar í samfélaginu og efla réttindi sín. í þriðja lagi voru blökkumenn í Bandaríkjunum að krefjast aukinna réttinda og augun beindust að minnihlutahópum og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. Sjálfsstyrking féll inn í þetta umrót sem árangursrík aðferð til að ná rétti sínum í lífínu og um leið aukinni lífs- hamingju. Sjálfsstyrking er fyrst og fremst leið til sjálfshjálpar fyrir hvem þann, sem viðurkennir það fúslega fyrir sjálfum sér að það sé hollt að líta í eigin barm í samskiptamynstri, burt- séð frá hlutverkaskiptingu og titlum. Sú ímynd, sem gefur það til kynna að fullorðnir séu merkilegri en böm, stjómmálamenn merkilegri en kjós- endur, Islendingar merkilegri en út- lendingar, karlmenn konum æðri og hvítir menn svörtum æðri, felur ekk- ert í sér nema hleypidóma og stang- ast t.d. verulega á við þá mannrétt- indayfírlýsingu, sem samþykkt var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 1948.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.