Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tættog rifið MEÐAL hljómsveita á Uxa- tónleikunum um verslúnar- mannahelgina var Atari Tee- nage Riot. Fáir vissu á henni haus eða sporð fyrir tónleik- ana, en eftir þá var mál manna að hún hefði slegið öllum öðrum ref fyrir rass. Atari Teenage Riot leikur einskonar techno- pönk-popp og eins og þeir vita sem sáu er krafturinn og hraðinn gríðarlegur. Leið- togi sveitarinnar, Alec Emp- ire, segir að sveitin sé svar ungmenna við tólf ára stjórn íhaldsmanna í Vestur-Þýska- landi, sprottin úr pönkinu og eðlilegt framhald þess. Með honum í sveitinni eru Hanin Elias og Carl Crack. Atari Teenage Riot hefur ekki sent frá sér breiðskífu enn, en þó smáskífu og tólf- tommu, sem fékk afbragðs viðtökur þýskra tónlistar- gagnrýnenda. Alec sagði í viðtali um tónlist sveitarinn- ar að hún væri ekki techno, því techno væri orðið hluti af menningu valdaklíkunnar. „Við semjum tónlist sem er ætlað að tæta og rífa og hrista upp í hundleiðinlegri stofnanatónlist, techno, ind- ustrial og þungarokki." Atari Teenage Riot leikur á tónleikum í Tunglinu fyrir sextán ára og eldri á fimmtu- dagskvöid, með Alec sem plötusnúð fyrir tónleikana. Sveitin leikur síðan öðru DÆGURTÓNLIST mROKKMENNT er mátt- ur og þeim fjölgar sem nema rokk- og poppfræði til að ná betri tökum á tón- máli og flutningi. Rokk- skólinn, sem er ársgamall, bætti við sig kennurum fyr- ir skemmstu. Hann hefur þá sérstöðu að vera eins- konar farandskóli, þ.e. kennt er í Reykjavík og Hafnarfirði; kennaramir færa sig til eftir þörfum nemendanna. Kennt er á kassa- og rafgítar, tromm- ur, bassa, hljómborð og píanó og einnig er söngur kenndur. Nýir í kennara- hópnum eru Jón Ólafsson hljómborðsleikari, sem hef- ur margt brallað með skóla- stjóranum, Stefáni Hjör- leifssyni, og Ástvaldur Traustason Milljónamær- ingur. Stefán kennir á gítar sem vonlegt er en aðrir kennarar eru Guðmundur Pétursson sem kennir á gítar, Jóhann Hjörleifs- son og Óafur Hólm sem kenna á trommur og Andrea Gylfadóttir sem kennir söng. UHÖRÐUR Torfason heldur tónleika í Borgar- leikhúsinu föstudagskvöld- ið 8. september. Honum til aðstððar verða Freyr Eg- ilsson, Skúli Ragnar Skúlason, Hjörleifur Jónsson og Jón Guðjóns- son og söngkonurnar Sig- ríður Eyrún Friðriksdótt- ir og Anna Helga Bald- ursdóttir. Hvadgengur á í Kalifomíu? Gmskumikið neðan- jarðarrokk BANDARÍ SKAR rokksveitir sækja enn í sig veðrið og þar í fararbroddi Kalifomíurokksveitir eins og Green Day, Pennywise, Offspring og nú síðast Rancid. Allar eru þessar hljómsveitir sprottnar úr gróskumiklu neðan- jarðarrokki og hafa jafnvel starfað í áraraðir með traust- an aðdáendahóp áður en þær komust á allra varir. J^íklega muna flestir þessar Kalifomiusveitir og eftir Seattle-æðinu, og svo virðist sem borgir eða landshlutar slái í gegn vestan hafs í framtíðinni; einhver áhril'a- mikil hljóm- sveit slær í gegn og áður en varði eru eftir Arno auar Motthíosson hljóm- sveitir í héraðinu komnar á samning. Þannig er með sér ekki fyrir endann á vinsældum þeirra. Hljómsveitirnar leika allar hart rokk og pönkað, mis pönkað þó. Þannig minnir Green Day frekar á Who á sjöunda áratugn- um, en pönk, Offspring er öllu kraftmeiri, en þó slíp- uð, en Rancid, sem sendi frá sér skífuna And Out Come the Wolves í síðustu viku, er kannski mesta pönksveitin, þó hörðustu leðurpönkarar láti sér fátt um finnast. Heiðarlegir Rancid-liðar. Eins og áður segir hafa þessar sveitir starfað all- lengi og eiga sér traustan aðdáendahóp sem hefur stutt sveitimar í gegnum þykkt og þunnt. Þær fara þó ólíka leið á toppinn; Green Day gekk á mála hjá útgáfurisa, en Offspr- ing og Rancid halda trúnað við útgáfuna sem studdi þá mögra árin, Epitath, sem er að verða ein eftir- sóttasta útgáfa Bandaríkj- anna, minnir á Sub Pop í Seattle á sínum tíma. Matt Freeman, söngvari Rancid, sagði í stuttu spjalli fyrir skemmstu að það skipti hljómsveitina meginmáli að halda stuðn- ingi aðdáendakjamans sem fylgt hefur henni síð- ustu árin, en Out Come the Wolves er þriðja breiðskífa sveitarinnar. „Ég veit ekki hvað veldur, hversvegna Kaliforníusveitir eru að slá í gegn, en ekki má gleyma því að Kalifomía er eins og sérstakt land saman- borið við önnur fylki,“ seg- ir hann og kímir, „kannski er þetta eitthvað í vatn- inu.“ Matt segir að þeir félag- ar séu hálf hissa á öllu umstanginu í kringum sveitina og geri sér vel grein fyrir því að ekki eigi þetta eftir að standa um alla framtíð. „Það er nú einu sinni svo að fjölmiðlar henda eitthvað á lofti og síðan eru allar hljómsveitir á svæðinu komnar á millj- ónasamning,“ segir hann og hlær. „Það er ógerning- ur að gera sér grein fyrir því hve lengi þetta stendur núna, en við höfum okkar aðdáendur sem verða væntanlega eftir þegar sviðsljósið beinist annað,“ segir hann og bætir við eftir smá þögn, „ef okkur tekst að vera heiðarlegir í textum og tónlist." Bj arkarsmáskífur sinni í Tunglinu á laugardag, en þá fyrir átján ára og eldri. Tölvupönk Atari Teenage Riot. Jassaðrapp í STÖÐUGRI leit að nýjum hljómum og töktum sækja rappar- ar æ meira í jasssjóð. Dæmi um það er jasssveit trymbilsins Blachman Thomas sem kemur fram á RúRek jasshátíðinni með rappara sér til halds og trausts. Blachman Thomas er einn fremsti jasstónlistar- maður Danmerkur, hefur þrí- vegis unnið til verðlauna fyrir tónlistariðkan sína, en með honum í sveit eru Carsten Dahl og Lennart Ginman. Hingað til lands kemur Blac- hman með rappdúóinu Alwa- yz in Axion, sem kemur mjög við sögu á nýútkomnum geisladisk, Blachman Introduces Standard Jazz & Rap, Vol. 1. Á disknum, og væntanlega á tónleikum þeirra félaga hér á landi í Tunglinu 8. septmeber næst- komandi, flytja þeir gamal- kunna jassslagara eins og So What, A Night in Tunesia og At Duke’s Place, og státa meðal annars af því að hvergi grípa þeir til tölvutækni til að auðvelda sér rappgrann- inn. Eins og áður segir halda Blachman og félagar tónleika í Tunglinu eftir rúma viku á vegum RúRek jasshátíðarinn- ar, en þess má geta að þeir félagar í Alwayz in Axion eru fyrstu rappararnir sem troða upp á tónleikum hér. Slagarar Blaehman Thomas og félagar. mundsdóttir er á ferð og flugi, lék á tónleikum í Grikk- landi í gær og heldur nú til Spán- ar. Fyrir skemmstu kom út önnur smáskífan af Post, Isobel, á tveimur diskum. Adiskunum tveimur eru ýmist ný lög til uppfyilingar, eða Isobel endurhljóð- blandað. Á öðrum disknum fara Sig- tryggur Baldurs- son, Eumir Deod- ato ogjungle-hetj- an Goldie höndum um lagið. Á hinum disknuin ei*u aftur ekki voru á plöt- unni, Charlene og I Go Humble, en það síðamefnda er reyndar aukalag á Japansútgáfu Post. Til viðbótar er svo sembalút- gáfa Venus as a Boy. Líklega verður næsti skammtur frá Björk síðan breiðskífan Te- legram, sem á verða end Post-lö BJÖRK Guð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.