Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 7 HÖFUNDUR bíður eftir slefvírnura. Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI17. ágúst 1946. Með Liberator-sprengjuflugvél til Skotlands. hendi, gaf stig eða skilyrði i A-prófið. Fljót- lega komust strákarnir upp á lag með að „stela hæð“. Það var að sleppa ekki strax þegar Helgi flaggaði og þá fengu menn betri tíma út úr fluginu, en ekki mátt hægja á spilinu fyrr en búið var að sleppa vírnum. Þótt margir dagar féllu úr sem ekkert var hægt að fljúga, vegna óhagstæðra veðurskil- yrða, voru flestir farnir að nálgast A-prófið þegar námskeiðinu lauk og nokkrir tóku það seinna um sumarið. Fyrir B-prófið þurfti að leysa fleiri og flóknari þrautir, ennþá erfiðara var C-prófið sem var fullnaðarpróf. Æðsti draumur svif- flugmanns er Silfur-C og meðal skilyrða í það próf er að vera 5 klukkutíma á lofti í einu, komast í 100 metra hæð og fljúga 50 km vegalengd í beinni loftlínu, en fyrstu Silf- ur-C prófin á íslandi voru ekki tekin fyrr en 1949. Það gerðu Magnús Guðbrandsson og Matthías Matthíasson. Ymis atvik sem áttu sér stað á þessum júnídögum fyrir hálfri öld, sitja enn í huga mínum. Ég átti myndavél og tók nokkrar myndir sem ég læt fylgja. Stangarstökk á svifflugu Ógleymanleg er fyrsta flugferð eins nem- andans. Um leið og vélin skaust á loft, tók hann heldur gróflega í stýrisstöngina og Æ-ið fór mjög bratt upp og missti alla ferð. Þá skellti hann stönginni fram, sleppti henni og hélt sér með báðum höndum í bitann fram- an við sætið, þá steyptist hún niður og stefndi á annan hópinn sem togaði í teygjuna. Strák- arnir hlupu í dauðans ofboði og svifflugan kom niður á annan vængendann nokkru fyr- ir aftan þá. Þar næst skall hún á nefið og yfir á hinn vænginn. Áður en svifflugan stöðv- aðist hafði flugmaðurinn losað sig með því að kippa í öryggislæsinguna á beltinu og tók til fótanna á eftir hópnum. Hann var orðinn fremstur þegar þeir stöðvuðust. Ég var einn þeirra sem hélt í stélið á svif- flugunni. Við horfðum skelfingu lostnir á þessar hamfarir, en þegar kappinn tók til fótanna ómeiddur og þaut fram úr flótta- mannahópnum, fengum við svo mikið hlát- urkast að tveir úr hópnum viðurkenndu að þeir hafi bleytt buxurnar. Það var ófrávíkjanleg regla að tala ekkert um það þótt einhverjum klekktist á, en nem- andinn sagðist hafa gleypt svo mikið loft þegar hann fór svona snöggt upp, að honum svelgdist á. Það varð að samkomulagi milli hans og Helga að í næsta starti ætlaði hann aðeins að fljúga en láta stangarstökk og spretthlaup eiga sig. Ekki urðu fleiri teygjustört þennan daginn því nú þurfti að smíða, líma og bæta væng- oddana. Það var gert í matsalnum, og þá þurfti að kynda mikið svo límið þornaði og hægt væri að fljúga næsta morgun. Þetta voru ekki einu skrámurnar sem Æ-ið fékk á þessum tveimur vikum. Guðmundur „Ásabróðir" fór yfir Kattarhrygg Það var strekkingsvindur og of hvasst til að við gætum æft teyjustört. Einn af „gömlu“ félögunum, Guðmundur Baldvinsson (í Mokkakaffi) fékk slefstart á Æ-inu og ætl- aði að nota sér uppstreymið við Vífilfell. Hann fór heldur langt yfir Kattarhrygg, sem skagar út úr fjallinu og lenti í hringiðunni og niðurstreyminu handan við. Við stóðum allir á hlaðinu og horfðum á flug Guðmundar og sáum Æ-ið sviptast til og steypast á mik- illi ferð niður á bak við hæð. Allur hópurinn hljóp sem fætur toguðu og óttaðist að hörmu- leg sjón blasti við handan hæðarinnar, þegar við komum þangað, móðir og másandi, hafði Æ-ið stungist inn í moldarbarð, vængirnir brotnað af en Guðmundur stóð álengdar óskaddaður og var að skoða skemmdirnar. Ólarnar, sem eru spenntar yfir mitti og axlir flugmannsins, slitnuðu við höggið og Guðmundur hentist út, til hliðar við bitann sem er beint framan við sætið. Þá þurfti að bera vélina í þrennu lagi niður í matskálann, splæsa víra sem slitnuðu og líma það sem brotnaði. Því var lokið á miðri nóttu, og nú þurfti að kynda mjög mikið svo límið þornaði fyrir morguninn. Nokkrir strákanna sváfu í svefnpokum á gólfinu í matsalnum. Vængirnir tóku töluvert pláss, svo einn tók það ráð að sofa upp á borðinu. Þegar við, sem sváfum í hálfkláraða flugskýlinu, komum út um morguninn var kæfandi hiti hjá þeim og erfitt að vekja þá. Sá sem svaf á borðinu var nánast meðvitund- arlaus. Við bárum hann í svefnpokanum út á hlað og það rauk úr honum. Þá fékk hann nafnið „yfirliðinn“. Hann var ágætlega hagmæltur og orti ennþá betur eftir þennan atburð. Æ-ið var tilbúið til flugs um morguninn og þótt böndin slitnuðu af Guðmundi hafði það ekki slærn áhrif á radd- böndin, því seinna fór hann til Ítalíu og lærði söng með góðum árangri og hélt margar og vel sóttar_ söngskemmtanir. Guðmundur var kallaður Ásabróðir, því Ásbjörn Magnússon, einn af frumkvöðlum svifflugsins var hálf- bróðir hans. Menningarmálin, tónlist og blaðaútgáfa Synd væri að segja að menningarmálunum hafi ekki verið sinnt sómasamlega innan þessa litla samfélags á Sandskeiðinu, enda leyndust þar miklir hæfileikamenn á ýmsum sviðum. Hallgrímur Jónsson, sem var á vélflugu- námskeiðinu, kom með trompet og bróðir hans Árni með klarinett. Eitt af fyrstu kvöldunum spiluðu þeir fyrir okkur við góðar undirtektir. Ándrés sagði þá við Elinberg Konráðsson að slæmt væri að hann hafi ekki komið með gítarinn. Helgi heyrði þetta og sagði að þá þyrfti að drífa í að sækja hann. Það varð úr að við færum þrír í bæinn að sækja hljóðfærið. Við fórum út á veg og veifuðum bíl, en þá lá þjóðvegurinn rétt hjá húsunum. Þá þótti sjálfsagt að taka menn upp í ef pláss var í eða, eins og oft var, aftan á bílunum. Við komum í bæinn um kl. 10. Lalli bjó á Laufás- vegi en við Addi á Njálsgötu. Akveðið var að Lalli kæmi upp á Njálsgötu kl. 11. Við vissum að við yrðum að ganga inn að Elliða- ám og treystum á að fá far þaðan. Við viss- um ekki þá að eftir miðnætti fór enginn bíll austur fyrir fjall þessa nóttina svo við urðum að ganga alla leiðina og komum upp eftir um kl. 3 um nóttina. Veðurblíðan var ógleym- anleg þessa björtu júnínótt og taktfastir tón- ar og léttir söngvar Lalla gerðu hana eftir- minnilega, og nú var tónlistalífinu vel borgið á Sandskeiði. Skýjaglópur Fyrir utan tónlistariðkunina var gefið út fjölritað blað sem hlaut nafnið „Skýjaglóp- ur“. Strákarnir fundu gamlan fjölritara og stensilvél og gátu tjaslað því saman. Eld- snemma næsta morgun kom fyrsta blaðið út myndskreytt af Eiríki Smith. Svo mikill asi var á fréttamönnunum að þeir gáfu sér ekki alltaf tima til að bíða eft- ir að atburðir gerðust og voru jafnvel búnir að segja frá þeim áður. Þeir voru á undan sinni samtíð. Nýjar útgáfur af erlendum frétt- um frá síðustu dögum stríðsins í byijun maí þurftu auðvitað að fljóta með. Þá var barist um hveija götu í Berlín og skýrði blaðið frá því að einn daginn hafi Bandamenn sótt fram um tvö herbergi og aðgang að eldhúsi í Berl- ín. Mikil leit var gerð að líki Hitlers um það leyti. Fundist höfðu 6 lík sem átti að kanna, og athuga hvort eitt þeirra væri af Hitler. I Skýjaglópi var fréttin á þessa leið; „Fundist hafa 6 lík af Hitler og eru nú aðeins 4 eft- ir“. Þegar þrjú tölublöð höfðu komið út, bil- aði fjölritarinn endanlega. Um haustið komu út 2 blöð í Reykjavík og í öðru þeirra er sagt frá þegar Helgi Flipus- son fékk blaðið sent með flugvél í rúmið... eða þannig. Það sýnir að útburðardeild blaðs- ins var meira en 50 árum á undan sinni sam- tíð! Dínamít Bretar sprengdu allt Sandskeiðið upp til að koma í veg fyrir að þýskt innrásarlið gæti lent þar, það var því fullt af sprengjugíg- um nema þar sem búið var að jafna fyrir flugbrautina. í botni eins gígsins fundum við nokkrir strákar heilan kassa af dinamíti. Kassinn sjálfur var reyndar brotinn en 24 gulir pakkar voru í gígnum og auk þess u.þ.b. hálfur kveikjuþráður með hvellhettu. Einn strákurinn var með eldspýtur, stakk hvell- hettunni í einn pakkann, stillti honum á gíg- barminn og kveikti í. Við hlupum allir í burtu og köstuðum okkur niður. Það slokknaði fljótlega í þræðinum. Annar strákur kveikti næst og eins fór hjá honum. Kveikurinn var orðinn mjög stuttur þegar dæmdist á mig að reyna næst. Strákarnir lágu á maganum í 20-30 metra fjarlægð þegar ég kveikti í þræðinum, sem var nú ekki nema um þriggja sentímetra langur. Hann byijaði að fuðra upp með miklum hraða og þá varð ég víst heldur skjálfhentur þegar ég ætlaði að leggja hann frá mér, því dínamít- pakkinn með hvellhettunni í, hvarf niður í gíginn til hinna, tuttugu og þriggja pakkanna. Á sekúndubroti sló niður í huga mér að fyrst ein dínamítsprengja hafði gert þennan gíg, hvað myndu 24 sprengjur gera? Var ég að drepa okkur alla með þessum bölvuðum asnaskap? Ekki þarf að taka fram að aldrei hef ég orðið eins hræddur og aldrei hef ég hlaupið jafnhratt. Þó var ég ekki kominn nema.hálfa leið til strákanna þegar hvellur heyrðist úr gígnum, lítið hærri en af kínveija. Eftir lang- an tíma áræddum við að kíkja niður í gíginn og sáum að hvellhettan hafði dottið úr dína- mítpakkanum á miðri leið niður í gíginn og sprungið þar, í nógu mikilli fjarlægð frá dína- mítinu. Þegar við höfðum gert okkur grein fyrir hvernig forsjónin bjargaði okkur frá afleið- ingum þessa háskalega leiks, skömmuðumst við okkar svo mikið, að ég held að enginn hafi sagt frá þessum atburði fyrr en nú, fimm- tíu árum seinna. Að brjóta saman fallhlíf Okkur fannst hann vera gamall þá, hann Gísli Sigurðsson sem alltaf var að vinna. Ef eitthvað bilaði, var það Gísli sem smíðaði hvað sem var og var töframaður í öllu sem viðkemur flugvélum. Við bárum mikla virð- ingu fyrir Gísla, ekki síst vegna þess að hann var annar tveggja íslendinga sem við vissum um að hafði réttindi til að bijóta saman fall- hlífar. Hinn var einn af námskeiðsstrákunum, Eiríkur Smith, sem nú er þekktur listmálari og lífgaði upp á Skýjaglópinn með myndum sínum. Það voru yfirmenn úr ameríska og enska hernum sem kenndu þeim fallhlífar- brotin. Eiríkur spurði annan þeirra hvernig prófið færi fram: „Það er mjög einfalt og öruggt,“ sagði Bretinn. “Þú ert látinn stökkva út úr flugvél í fallhlíf sem þú hefur brotið saman sjálfur. Ef hún opnast ekki - fellur þú“. Hvort sem prófið var svo verklegt eða ekki stóðust þeir það báðir. Gísli er ennþá að, og vinnur nú við að endursmíða Ólympíu, fyrstu íslensku sviffluguna, og áhugasamir samstarfsmenn hans eru að endursmíða Avro-flugvélina frá 1919. V élflugnámskeiðið Eins og fyrr segir lífguðu eldri og reynd- ari félagarnir á vélflugnámskeiðinu mikið upp á tilveruna á Sandskeiðinu. Þeim gekk vel á sínu námskeiði þar til TF KAB nauðlenti á Þingvöllum og skemmdist eitthvað. Vængirn- ir voru teknir af henni og hún flutt upp á Sandskeið. Ég held hún hafi ekki verið komin í gang aftur þegar svifflugnámskeiði okkar lauk. Eftir námskeiðið hafði flugáhugi okkar Andrésar aukist um allan helming. Flugskóli Konna Jóhannssonar í Kanada hafði útskrifað marga íslenska flugmenn og nú lá beinast fyrir að kanna möguleikana á að komast þangað. Frændi Andrésar var Richard Beck prófessor í Ameríku, sem hafði verið hér við lýðveldisstofnunina árið áður. Við skrifuðum Richard Beck og báðum hann að athuga með skólavist og kostnað hjá Konna. Um haustið kom svar frá Richard. Við gátum komist í skólann næsta vor og eftir tvö ár yrðum við útskrifaðir atvinnuflugmenn. Allur kostnaður á mann var um 20.000 kr. Það samsvaraði meira en tveggja ára launum mínum og var svo há upphæð að vonlaust var að láta sig dreyma um að gerast flugmaður. Þótt margir aðrir yrðu að sætta sig við svipaðar aðstæður og ég, varð það töluverður hópur sem gerði flugið eða störf því tengd að ævistarfi sínu. Flugslysin hjuggu þó stórt skarð í þann hóp, einkum á fyrri árum þegar tæknin og öryggismálin stóðu langt að baki því sem nú er. Draumur minn um að verða farþegi í flug- vél og það meira að segja til útlanda rættist þó ótrúlega fljótt eða rúmlega ári eftir nám- skeiðið. Bresku samvinnufélögin héldu fyrsta alþjóðamót úngra samvinnumann í Bexhill- on-sea við Ermasund í ágúst 1946. Tveimur til þremur fulltrúum samvinnufélaga 12 landa, á aldrinum 18-21 árs var boðið á mót ásamt um 60 unglingum á sama aldri frá Bretlandseyjum. Þá vann ég í KRON á Vest- urgötu 15 og var sendur sem fulltrúi KRON og Guðmundur Björnsson frá Kópaskeri sem fulltrúi SIS. Islendingar höfðu þá samið við Scottish Airlines um að senda flugvél einu sinni i viku sem tæki farþega milli Reykjavík- ur og Prestvick. Liberator-sprengjuflugvél hafði verið breytt til farþegaflugs og laugar- daginn 17 ágúst flugum við Guðmundur ásamt sex öðrum farþegum frá Reykjavíkur- flugvelli til Prestvick og tók flugið fjóra tima. Hins vegar tók það okkur fimm klukkutíma að komast út úr tollinum þótt engar athuga- semdir væru gerðar við okkur, en farþegar með vél frá öðru landi, sem komu á undan okkur, þurftu mikil afskipti tollvarða og lög- reglu, því stríðsglæpamenn með fölsuð vega- bréf voru mikið á ferðinn þá. Tveimur vikum seinna komum við Guð- mundur aftur með sömu vél, eftir ótrúlegt ævintýri, en það er önnur saga. Höfundur er fyrrverandi kaupmaiiur og er nú fulltrúi á skrifstofu Borgarverkfræðings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.