Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SVO mikil var aðsóknin oft að Glaumbæ að það mynduð- ust raðir sem náðu út að Frí- kirkjuvegi, að Miðbæjar- barnaskólanum. . Glaumbæ seint um haust... GLAUMBÆR var sá skemmtistaður er æska Reykjavíkur og næstu byggðarlaga sótti meira eða minna allan sjöunda áratuginn og allt þar til slökkvilið Reykjavíkur var kvatt á vettvang, nóttina örlagaríku, árið 1971 er eldur kom upp í húsinu. Þar brann flest er gerði Glaumbæ að uppáhalds skemmtistað kynslóð- ar sem nú, rúmum tuttugu árum síðar, er enn að ylja sér við minning- ar tengdar þessu eftirminnilega húsi. Hvað var það sem gerði Glaumbæ svo sérstakan? Þeir sem muna það andrúmsloft sem þar ríkti telja að með Glaumbæ hafi horfíð margt sérstakt sem ekki komi aftur og verði tæplega endurtekið. Um veitingahúsið hefur verið ortur óður í dægurlagatexta og þar kemur einnig fram söknuður, eftirsjá og tregi. Staðsetningin var auðvitað ein- stök. Glaumbær var til húsa í mið- borg Reykjavíkur, í næsta nágrenni við Tjörnina, þar sem ungir elskend- ur leiddust á síðkvöldum og hurfu inn í Hljómskálagarðinn og settu upp hringana á bekkjum til hliðar við styttuna af þjóðskáldinu, Jónasi Hallgrímssyni. Þorsteinn Viggósson, veitinga- maður, sem lengi hefur rekið veit- ingahús í Kaupmannahöfn rak Storkklúbbinn í því húsnæði þar sem Glaumbær var síðar staðsett- ur. Það var á síðari árum sjötta áratugarins og í upphafi þess sjö- unda og innleiddi Þorsteinn þar ýmsar nýjungar í veitingahúsa- rekstri. Storkklúbburinn var einn af fínni veitingastöðum borgarinnar. Þar var hægt að fá góðan mat og fram komu erlendir skemmtikraftar sem voru þá oft á ferðinni um meginland Evrópu, dægurlagasöngkonur' og söngvarar, sem tróðu upp með inn- lendum hljómsveitum. í Storkklúbbnum voru haldin jazzkvöld vikulega, á þriðjudögum, þar sem íslenskir jazzleikarar komu fram og þau héldu áfram þegar nýr veitingamaður tók við af Þorsteini Þar sem nú er til húsa Listasafn íslands við Fríkirkjuveginn var á sjötta og sjöunda áratug þeirrar aldar sem senn er liðin rekið veitinga- hús, skemmtistaður. Upphaflega hét staður- inn Framsóknarhúsið, síðan Storkklúbburinn og loks Glaumbær. 01- afur Ormsson rifjar upp stemmninguna í Glaumbæ á sjöunda áratugnum. og hóf rekstur Glaumbæjar, Sigur- björn Eiríksson. . Hinn nýi veitingamaður var með púlsinn á slagæð þjóðlífsins og skynjaði þörfina fyrir nýjan og ferskan skemmtistað fyrir unga fólkið í miðborg Reykjavíkur. í mið- borginni hafði allt verið með tiltölu- lega óbreyttu sniði um árabil. Sig- tún var á sínum stað við Austur- völl, Hótel Borg, Naustið, Leikhú- skjallarinn, Tjarnarbúð og stöku sinnum var slegið upp balli í gamla Iðnó. Káetan, grillið, nektardansmærin og kyrkislangan Lulu Á árunum upp úr 1960 fjöl- menntu sælkerar í Káetuna og grill- ið sem voru á efstu hæð, þriðju hæð Glaumbæjar. Þar voru á boðstólum ýmsar ljúffengar stórsteikur sem gestir skoluðu niður með rauðvíni eða gosdrykkjum og það var á þess- um árum sem nektardansmærin, Julie Mendes með kyrkislönguna Lulu, skemmti gestum ásamt hljóm- sveit Finns Eydals og Helenu. Þar var einnig á ferð um líkt leyti önn- ur nektardansmær, Sallý Randall, „The Devil in the Virgin" og af mynd að dæma í auglýsingu frá Glaumbæ í dagblöðum hefur hún líklega dansað á sviðinu nánast nakin og þótt nýmæli í skemmtana- lífí borgarinnar á þeim árum. Á þriðju hæð var einnig innréttuð baðstofa í þjóðlegum stíl og þar vár dansgólf þar sem gestir gátu feng- ið sér snúning. Glaumbær var á margan hátt óvenjulegur staður hvað varðar út- lit og skipulagningu innan dyra. Þegar inn var komið var fatahengi á vinstri hönd og þaðan langur stigi upp á aðra hæð. Þar uppi voru þrír barir og danssalur er sneri út að Fríkirkjuveginum. Þau árin þegar ég sótti staðinn á sjöunda áratugn- um hafði Sigurgeir Eiríksson, sem ávallt var kallaður „Geiri“, yfirum- sjón með dyravörslu, bróðir Sigur- bjarnar veitingamanns og hans hægri hönd með flest er varðaði reksturinn. Aldrei kom ég öðruvísi í Glaumbæ en að Geiri stæði sína vakt við innganginn, meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, ljósskolhærður með há kollvik. Hann gætti þess vandlega að allt færi fram sam- kvæmt settum reglum, stjórnaði umferðinni við innganginn af mikl- um skörungsskap, ávallt í góðu skapi. Þá var þar einnig með Geira í dyravörslunni um tíma Oskar Mikaelsson, síðar sölumaður og fasteignasali. Ofan úr danssalnum á þriðju hæð var langur gangur niður á fyrstu hæð og alls konar krókar og kim- ar. Aftan við hljómsveitarpallinn á fyrstu hæð var raðað upp nokkrum borðum. Innréttingar eins og kómið væri í hlaðinn helli, höggvið gijót á veggjum, dimmt og drungalegt en rómantískt, enda áttu mörg hjónabönd upptök sín í Glaumbæ á þessum árum. Svo mikil var aðsóknin oft að Glaumbæ, að mynduðust raðir sem náðu út að Fríkirkjuvegi, að Mið- bæjarbarnaskólanum, og þótti ekk- . . . og alltaf var einhver von um að hitta draumadísina eða draumaprinsinn. ert mál að bíða á annan klukku- tíma, því það var í Glaumbæ sem svo ótal margt gerðist og alltaf ein- hver von um að hitta draumadísina eða draumaprinsinn. „Og svo ertu í vangadansi við þennan halanegra!“ Það var í Glaumbæ um miðjan sjöunda áratuginn að ég varð vitni að atburði sem maður gleymir ekki svo auðveldlega, er ástfanginn mað- ur, rafvirki, stökk niður af svala- handriðinu á annarri hæð og niður á dansgólfið á fyrstu hæð, sem voru einir fjórir metrar. Hann kom auga á unnustu sína í vangadansi við óþekktan mann. Um leið og hann stökk niður á dansgólfið hróp- aði hann: „Af hveiju hringdir þú ekki? Ég hef beðið við símann í allan dag. Og svo ertu í vanga- dansi við þennan-halanegra!" Piltur- inn fótbrotnaði á öðrum fæti þegar hann lenti á hörðu dansgólfinu og var skömmu síðar fluttur út úr húsinu á sjúkrabörum. í Glaumbæ var hægt að hitta ólíklegasta fólk; háskólastúdenta, menntaskólanemendur, framhalds- skólanemendur, iðnskólanema, rót- tæklinga, Heimdellinga, guðspek- inga, byltingarmenn, listamenn, götusópara, verkamenn, sjómenn og upprennandi snillinga. Þar hitti ég eitt sinn á bar á annarri hæð þijá kornunga menn sem allir eru nú löngu þjóðkunnir; Davið Odds- son, forsætisráðherra, Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndaleikstjóra og Þórarin Eldjárn, rithöfund. Þeir voru þá með útvarp Matthildi og voru sérlega skemmtileg ungmenni og grunnt á húmornum. Þetta var þannig stund, að húmorínn minnti á þijúbíó í gamla daga. Minnisstæðir menn úr Glaumbæ Úr Glaumbæ eru einnig minnis- stæðir ýmsir menn sem nú, rúmum aldarijórðungi síðar, setja vissulega svip á þjóðlífið. Persónulega á ég góðar minningar um Sigurjón Sig- hvatsson, kvikmyndaframleiðanda og fyrrum gítarleikara Ævintýris og Flowers. Hann var kornungur farinn að spila með bróður sínum, Karli heitnum Sighvatssyni, og þrátt fyrir þá athygli sem slíkir menn nutu, er þeir stóðu í sviðsljós- inu, fór Siguijón Sighvatsson ekki í manngreinarálit. Fyrir honum voru allir jafnir; di-ykkjumaðurinn, dyra- vörðurinn, alþingismaðurinn, stjórnleysinginn, eiginkonan eða afgreiðslustúlkan í mjólkurbúðinni. Siguijón var geðugur piltur og minnisstæður fyrir mannkosti. Arthur Björgvin Bollason, heim- spekingur og fjölmiðlamaður, var annað ungmenni sem vakti athygli. Var þá líklega sautján, átján ára og þrátt fyrir ungan aldur var hann óvenju vel að sér um hin ólíkleg- ustu málefni. Arthur Björgvin kom oft í Glaumbæ, ljóshærður og hár- prúður, hávaxinn, spekingslegur á svip og var stundum eins og orða- bók sem hægt var að fletta upp í þegar umræðuefnið var bókmennt- ir, listir, pólitík eða stefnur og straumar í tónlist. Þá var Pétur Einarsson, fyriver- andi flugmálastjóri, nokkuð áber- andi meðal gesta í Glaumbæ um miðjan sjöunda áratuginn. Hann var í þá daga í forystusveit ungra Fram- sóknarmanna, vinstri sinnaður og gagnrýninn á flokksforystuna, Möðruveliingur í innsta hring stuðningsmanna Olafs Ragnars Grímssonar. Pétur stóð oft við bar- inn hjá Ólafi Laufdal, barþjóni og síðar umfangsmiklum veitinga- manni, er á sínum starfsferli í Glaumbæ átti ekki lítinn þátt í að gera staðinn jafn vinsælan og raun bar vitni. Pétur var með tískudrykk þeirra ára í glasinu, genever í kók, það glitraði á ísmolanna í glasinu eins og demanta og þeir lýstu upp umhverfið. Pétur var mikið snyrti- menni, ljóshærður, sléttgreiddur með brilljantín í hári, ávallt klædd- ur samkvæmt nýjustu tísku, í klæð- skerasaumuðum fötum og skyrtu með litskrúðugu bindi. Náði í yfirhöfnina og hvarf heim á leið Æskulýðsfylkingin hélt um árabil upp á hátíðardag verkalýsðsins 1. maí í Glaumbæ. Þar komu fram leikarar og lásu baráttuljóð, einnig ádeilusöngvarar, er léku á gítar og sungu söngva 68-kynslóðarinnar. Á einn slíkan fagnað mætti þjóðkunn- ur listamaður, Sigurjón Olafsson, myndhöggvari. Hann hafði tyllt sér niður á stól við barinn á þriðju hæð þegar ég átti þar leið um og heils- ^ði upp á þennan stórbrotna lista- mann. Þarna sat hann eins og hann væri að koma frá vinnustofunni, í vinnuskyrtu, buxum og blússu og með derhúfu á höfði. Hann sat einn við barinn og var ekki beint glaðleg- ur á svip, beinlínis þungbúinn og engu líkara en að dagurinn hefði litlu skilað og fátt gengið upp á vinnustofunni. Ég man að ég ósk- aði honum til hamingju með dag- inn, baráttudag verkalýðsins. Lengi vel lét hann sem ég væri ekki á staðnum og spjallaði við barþjóninn þar til hann sneri sér að mér greip um hálsmálið á skyrtunni sem ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.