Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KONUR á Austurlandi héldu Þóru veislu ffyrir nokkrum árum og var mynd- in tekin vió þaó tækifæri en Þóra saumaói alla upphlutina. Á myndinni eru meóal annars tvœr dætur hennar og tengdadóttir. á sumrin er hann iðinn við tófuveið- ar. Loforðið um að sýna mér nán- asta umhverfi efndi Þóra síðar um daginn og ók Gísli með okkur í kringum Svínafellið. Fyrst yfir mjög grýtt svæði þar til komið var að jökulröndinni, en þegar við höfðum ekið svolítið lengra og vorum á leið- inni til baka blasti allt í einu við grösugt íjallið. „Þegar ég kom að Svínafelli árið 1927 var ekki stingandi strá á eyr- inni en á hveiju ári bætast við fleiri skógarplöntur, þrátt fyrir að sauð- féð hefur fengið að ganga hér frjálst um,“ segir Þóra og gjóar augunum í senn rannsakandi og sposk á að- komumann. Bætir síðan við: „Samt segja þeir að eyðilegging gróðursins sé öll sauðfénu að kenna.“ 86 óra á faraldsfæti Þóra, sem er 86 ára, ferðast um landið þvert og endilangt til að sauma upphlutina. „Ég get ekki verið að halda konunum hérna í þá 4-5 daga sem tekur að sauma,“ segir hún. Daginn sem mig bar að garði var hún nýkomin úr töluverðri yfirferð sem spannaði Fljótshlíðina, Reykja- vík og Patreksfjörð og hafði saumað fimm upphluti. Að viðtalinu loknu var ferðinni heitið á Höfn þar sem hún ætlaði að sauma einn upphlut til viðbótar. Aðspurð hvort hún væri það heilsu- hraust að hún gæti auðveldlega ferðast svona á milli staða horfði hún í for- undran á blaðamann og sagði síðan hlæjandi: „Ég fer nú ekki gangandi!" Ólst upp á Hoffelli Þóra fæddist á Hof- felli, sem er aðeins spöl- korn frá Svínafelli. Faðir hennar og afi bjuggu þar báðir með sínar fjölskyldur og var öll útivinna unnin í sameiningu en inniverk og matur aðskilin. „Það skipti ekki máli hvort afi og amma eða pabbi og mamma þurftu okkur krakkanna við, það var gengið í öll verk. Við vorum fjögur systkinin sem lifðum og það var alltaf íjölmennt á heimil- ' inu. Á engjum voru oft upp undir tuttugu manns,“ segir Þóra, þar sem við sitjum í íbúð hennar á neðri hæð hússins, en uppi búa Gísli og Sigríður. Hún situr með upphlut barna- barns sins í fanginu, hefur nýlokið við að sýna mér hann, og hefur þann sið, eins og fleiri konur sem sauma mikið, að nudda flíkina eða efnisbútinn til skiptis með þumal- puttanum einum saman eða milli vísifingurs og þumalputta þegar hún talar. Öðru hvoru meðan á samtalinu stendur bendir hún góð- látlega á að algjör óþarfi sé að skrifa um þetta eða hitt. „Þú nenn- ir nú ekki að skrifa um allt þetta, góða,“ segir hún. Eignaóist tiu börn Þóra giftist Sigurbergi Árnasyni aðeins nítján ára gömul og eignuð- ust þau tíu börn sem öll eru á lífi utan yngsta sonar þeirra, sem lést úr krabbameini fyrir fjórum árum. Sigurbergur lést hins vegar 1983. Á heimilinu bjuggu einnig tengda- foreldrar hennar og segir Þóra að tengdamóðir sín hafi verið sér ákaf- lega mikils virði. Hún hafi alla tíð aðstoðað sig með börnin, enda hafi verið í nógu að snúast bæði úti og inni. „Ég hefði ekki getað verið á engjum og farið suður á mýrar án hennar hjálpar," segir hún þegar hún rifjar upp það tímabil. - Gætirðu sagt mér svolítið frá því þegar þú varst að flytja hingað? „Flytja,“ hváir hún. „Það var nú ekki mikið vesen,“ bætir hún svo við hlæjandi. - Þótti þér ekkert verra að fara yfir fljótið og verða einangruð? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Ég hef alltaf unað mér afskaplega vel hér og héðan vil ég ekki fara með- an ég hef eitthvert vit. Þegar ég veit hvorki í þennan heim né annan má senda mig á elliheimili, en ég vona að ég þurfi ekki að lifa það. Nú er maður kominn á þann aldur að maður er farinn að bíða.“ Hún þagnar smástund og segir svo: „Drottinn minn, það er ekki neitt til að halda á lofti að verða hundr- að ára.“ Eini raflýsti bærinn Þegar Þóra flutti að Svínafelli var búið að raflýsa bæinn en raf- stöðin var í Valagili, um tveggja kílómetra léið frá bænum. „Á þessum árum var ekkert rafmagn á bæjunum hér í kring. Lít- il ljósastöð með 110 volta spennu var í Hoffelli, en hér gat ég eldað með rafmagni og til var sög- unarvél. Af þessu má sjá að rafmagnið var til margra hluta nýtilegt." Hún segir að oft hafi erfiðleikar verið í búskapnum og mestan hluta ævinnar hafi hún unnið að minnsta kosti 18 tíma í sólarhring. „Ég var ekkert að velta því fyrir mér meðan á því stóð, en_ það þurfti mikla skipulagningu. Ég varð oft að setj- ast niður og hugsa um hvernig hægt væri að leysa málin,“ segir hún. Voru ekki „bara" heima Henni gremst þegar talað er um að konur séu nú farnar að vinna. Þær hefðu „bara“ verið heima áður og látið að því liggja að í því hafi ekki falist mikil vinna. „Þær raddir eru þó farnar að hljóðna svolítið sem betur fer að heimilin komist ekki af nema konan vinni líka, því ég veit að oft fer dijúgur peningur í barnapössun, svo útkoman er ekki alltaf gróði þó að konum finnist kannski skemmtilegra að vinna ut- an heimilis. I gamla daga var ullin spunnin í nærföt, þau pijónuð og öll föt voru heimasaumað. Ekki var tími til þess að sauma á daginn heldur Það segi ég satt að ég fór yfir án þess að búast f rek- ar við því að lifa það af. FUÓTIÐ RÆÐUR FERÐINNI ÞAÐ ER ekki hægt að detta inn í kaffi hjá Þóru Guð- mundsdóttur á Svínafelli í Nesjum henni að óvör- um, því bærinn er umlukinn jökul- fljóti á báða vegu og sá eini á land- inu sem er ekki í vegasambandi. Það er því undir vatnavöxtum og húsráðendum komið hvort gestir komast heim að bænum, sem stend- ur í skemmtilegu bæjarstæði undir Svínafellinu með miklu útsýni yfir sveitina. Þóru, sem er hógvær og lítillát, fannst það ekki mikið fréttaefni þó að hún hefði saumað „nokkra upp- hluti“. Þeir reyndust þegar til kom vera hátt á þriðja hundrað. Hún bauð mig hins vegar velkomna og tók fram að hún hefði gaman af því að sýna mér hve sveitin væri falleg. Nauðsynlegt væri þó að hafa samráð við Gísla son hennar, því það kæmi í hans hlut að feija mig yfir ána. „Það verður að koma í ljós hvern- ig áin er þegar þú kemur, hvort ég get feijað þig yfir. Það er nokkuð mikið í henni núna, en það er aldr- ei að vita,“ sagði Gísli og þegar til kom reyndist fljótið tiltölulega sak- leysislegt í fyrri ferðinni. Þegar við fórum aftur yfir seinni partinn hafði áin vaxið töluvert og hafði Gísli á orði að ekki mætti hún verða mikið meiri til þess að hann yrði að finna nýtt vað. Hreindýra- og tóf uveióar Ábúendur á Svínafelli eru Þóra, Gísli og eiginkona hans Sigríður, auk þriggja sona þeirra sem vinna fjarri heimilinu. Sauðíjárbúskapur hefur verið lagður af á mörgum bæjum í sveitinni, en ennþá er nokk- ur fjárbúskapur á Svínafelli. Auk þess fer Gísli til hreindýra-, ijúpna- og gæsaveiða á veiðitímabilinu en Þóra Guðmundsdóttir á Svínafelli í Nesjum hefur saumað á þriðja hundrað upphluti á rúmum tuttugu árum. Hún býr á eina bænum á landinu sem er ekki í vegasam- bandi og ferðast því um landið vítt og breitt til að sauma.Hildur Friðriksdóttir heim- sótti hana og komst að raun um að henni er fleira til lista lagt, eins og að sjóða grös við ýmsum kvillum ÞÓRA Guó- mundsdóttir hefur kunnaó vel vió sig á Svinafelli fró fyrstu tió.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.