Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 25 ATVINNUAUGí YSINGAR Barnagæsla Barngóð kona óskast til að koma heim og gæta tveggja barna þrjá daga í viku frá kl. 13-17. Þarf að ná í einn fjögurra ára í leik- skóla og taka á móti einni sex ára úr skóla. Erum staðsett í Fossvogi. Upplýsingar í síma 581 2748. Réttingarmenn Traust bifreiðaumboð óskar eftir að ráða réttingarmenn til starfa sem fyrst. Umsækjendur þurfa að vera stundvísir, reglu- samir, vandvirkir og áhugasamir um starfið. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilsyfir- lit, þar sem tilgreind er menntun og fyrri störf og vinnustaðir. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., nnerktum: „850T5R“, fyrir 8. september. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Almennt skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf hjá þekktu þjónustufyrirtæki. Um er að ræða framtíðarstarf sem meðal annars felur í sér símavörslu, tölvuinnslátt, innheimtu og önnur almenn skrifstofustörf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku ásamt því að vera drífandi og þjónustulundaður. Starfið er laust nú þegar. Æskilegt er að umsækjendur hafi bíl til umráða. Umsóknum óskast skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. september nk., merktar: „Starf - 1995". FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRl Stjórnunarstaða - hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra Lyflækningadeildar 2, Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Deildin er 9 rúma 5 daga rannsóknar- og meðferðardeild og þjónar Norðurlandi eystra ásamt fjarsvæði. Staðan veitist frá 1. okt. 1995. Hjúkrunardeildarstjóri þer fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkruninni. Enn- fremur á rekstri deildarinnar, ásamt yfir- lækni. Næsti yfirmaður er hjúkrunarforstjóri. Við ráðningu er lögð áhersla á fag-, stjórnun- ar- og samskiptahæfileika. Umsóknarfrestur er til 15. sept. 1995. Umsóknir berist til Ólínu Torfadóttur, hjúkr- unarforstjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 463-0721. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkra- hús með 6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahúsið er í nýlegu húsnæði, þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er mjög góð. Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkrun- ar, en einnig er fengist við margskonar medi- cinsk vandamál, bæði bráð og langvarandi. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi bakvakta, heima. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi, hafðu þá samband við Þóru (hjúkrunarforstjóra) í síma 472 1406, sem gefur nánari upplýsingar. Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Framtíðarstarf Óskum að ráða duglegan og traustan starfsmann til lager- og útkeyrslustarfa. Umsóknir, sem tilgreina aldur og fyrri störf og tvo meðmælendur, leggist inn á Morgunblaðið fyrir 11. september nk. merkt S-15513. Snyrti- eða förðun- arfræðingur óskast í hálft starf við afgreiðslu í snyrtivöru- verslun. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „SH - 15521“ fyrir 15. september. Tölvukennari - einkaskóli Óskum að ráða tölvukennara sem hefur góða grunnþekkingu á tölvum. Við leitum að starfskrafti sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi starf hjá kraftmikl- um skóla. Aðeins traustur aðili kemur til greina. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 11. september nk., merktar: „Töl - 4567“. Sjúkrahús Siglufjarðar Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í fasta stöðu frá og með 1. nóvember 1995. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 467 1166. Mosfellsbær Gæsluvöllur Starfsmaður óskast til starfa við gæsluvöllinn við Njarðarholt frá og með 1. nóvember 1995. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið með börn. Um er að ræða heilt starf frá 16. mars til 15. október, hálft starf frá 16. októ- ber til 15. mars. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafé- lagi Mosfellsbæjar og launanefndar sveitafé- laga. Umsóknum skal skilað á Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar, Þverholti 3, í síðasta lagi 15. september. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 566 6959 virka daga kl. 9-12. Félagsmálastjóri. Laus störf Bókhaldsstarf hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Starfið felst í umsjón með bókhaldi auk gjald- kerastarfa. 50% starf, vinnutími sveigjanlegur. Afgreiðslustarf í verslun með handavinnu- og föndurvörur. Um 70-100% starf er að ræða í fallegri og skemmtilegri verslun í austurborg- inni. Afgreiðslustarf í verslun með kvenfatnað. Einnig tilfallandi aðstoð á skrifstofu. 70% starf í verslun með fallegan og vandaðan fatnað. Reyklaus vinnustaður. Ráðning verður sem allra fyrst í ofangreind störf. Umsóknarfrestur er til og með 6. septem- ber nk. Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta /MJS^ Lidsauki hf. W Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Brynjar Hönnun Ráðgjöf Auglýsingar og markaösmál • Hönnun / ráðgjöf • Slöan 1984 Ég leita að hæfileika- og hugmyndaríkum starfskrafti á lifandi auglýsinga- og markaðsskrifstofu hér í Reykjavík. Um tvenns konar störf er að ræða: 1) Hönnuð með góða reynslu af auglýsingastarfi og fjölmiölun. 2) Allt-mögulegt starfskraftur á skrifstofu (m.a. umsjón með bókhald o.fl.). Viðkomandi aðilar þurfa að vera áreiðanlegir, hafa gott vald á viðskiptamálum, geta unnið sjálfstætt, og jafnframt sem ein heild í lifandi umhverfi, á auglýsinga- og markaðsskrifstofu sem lætur hlutina gerast! Athugið: Einungis verður tekið við skriflegum umsóknum! Vinsamlegast gefið sem ýtarlegastar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf ásamt nöfnum meðmælenda. Góð laun í boði fyrir rétt fólk! Umsóknir skulu sendar í lokuðu umslagi merkt eftirfarandi: ABR, Pósthólf 660, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur er til föstudagsins 8. sept. nk. Trúnaði heitið og öllum umsóknum svarað. Ert þú góður sölumaður? Áskriftadeild Fróða hf. getur bætt við sig duglegu og áhugasömu sölufólki til að selja áskriftir að tímaritum í gegnum síma á kvöldin. Fast tímakaup í boði, auk mjög góðs og hvetjandi launaprósentukerfis. Vinnutími er frá kl. 18.00-22.00 mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Ef þú ert eldri en 20 ára og hefur reynslu af sölustörfum, þá er þetta vissulega eitt- hvað fyrir þig. Nánari upplýsingar gefur Unnur í síma 515 5531 mánudag og þriðjudag milli kl. 9.00 og 12.00. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Héðinshúsi, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Sjúkrahúsið Patreksfirði Tvær stöður hjúkrunarfræðinga eru iausar við Sjúkrahúsið Patreksfirði. Upptökusvæði sjúkrahússins er Vestur- Barðastrandarsýsla, sem er strjábýlt hérað með þremur byggðakjörnum. Samgöngur innan héraðs og við höfuðborgarsvæðið eru greiðar og traustar. Sýslan einkennist af hrikafegurð og miklu fuglalífi og er við ein- hver gjöfulustu fiskimið landsins. Mannlíf og menning hafa dagnað hér þrátt fyrir þreng- ingar í þjóðlífinu. Sjúkrahúsið er í nánum starfstengslum við Heilsugæslustöðina Patreksfirði. Vinnuað- staða er góð í nýlega uppgerðu húsi, vel tækj- um búnu og leggjum við metnað okkar í að veita sjúkum og öldruðum eins mikla þjónustu og unnt er í landsbyggðarsjúkrahúsi. Sjúkrahúsið hefur milligöngu um húsnæði á kjörum ríkisins, en nánari upplýsingar um starfið, starfskjör, húsnæði o.fl. gefa fram- kvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri í síma 456 1110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.