Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OFBELDIER
ALDREIHÆGT AÐ
RÉTTLÆTA
TAKI ÞVÍ sem karlanefnd Jafnréttisráðs hefur gengist fyrir
undanfarna viku undir kjörorðinu „Karlar gegn ofbeldi" lýk-
ur í dag. Átakið hefur reynst vera þarft framtak og er óskandi
að aukin umræða og fræðsla á þessu sviði leiði til þess að
úr ofbeldi karla dragi.
Hingað til hafa það verið konur og kvennahreyfingar sem
einkum hafa beitt sér fyrir opinberri umræðu um ofbeldi
karla, sem oftar en ekki beinist gegn konum og börnum.
Ástæða er því til að fagna því sérstaklega, að karlanefnd
Jafnréttisráðs hefur haft frumkvæði að slíku átaki og m.a.
fengið hingað til lands Göran Wimmerström frá Svíþjóð, sem
að sögn hefur náð góðum árangri í að fá karla til að hætta
að beita ofbeldi.
Beiting ofbeldis hvort sem er líkamlegt eða andlegt, til
þess að knýja fram eigin vilja, er aðferð til að kúga aðra.
Það getur aldrei verið réttlætanlegt að beita líkamlegum
yfirburðum til þess að fá einhverju framgengt.
„Umræða karla um ofbeldi hlýtur að snúast um að líkam-
legur styrkur okkar leggur um leið á herðar okkar þá ábyrgð
að misnota hann ekki,“ sagði Einar Gylfi Jónsson sálfræðing-
ur í samtali við Morgunblaðið fyrir réttri viku.
Það er einmitt mergurinn málsins, að vekja ábyrgðartil-
finningu hjá ofbeldisseggjunum, þannig að þeim lærist að
það fyrirfinnst engin réttlæting fyrir beitingu ofbeldis. Jafn-
framt er fyllsta ástæða til að taka undir sjónarmið sem reif-
uð hafa verið af þátttakendum átaksins á undanförnum
dögum, um að mikilvægt sé að bjóða ofbeldishneigðum körl-
um upp á meðferð, þar sem þeim lærist m.a. að hemja reið-
ina, sem einatt er kveikjan að því að ofbeldisverk eru framin.
„Tölfræðilegar kannanir sýna, að a.m.k. fjórða hver kona
í Svíþjóð má jjola barsmíðar eða hótanir af hálfu sambýlis-
manns síns. Eg hef enga ástæðu til að ætla annað en þetta
hlutfall sé svipað á íslandi,“ sagði Göran Wimmerström í
samtali við Morgunblaðið sl. laugardag.
Líkast til hefur þessi sænski sérfræðingur nokkuð til síns
máls og því er rík ástæða fyrir okkur Islendinga til þess að
líta á ofbeldi karla gegn konum sem raunverulegt þjóðfélags-
legt böl - böl sem karlar, konur, löggjafi, löggæsla, meðferða-
raðilar og stjórnvöld eiga að leggja til atlögu við, af fyllstu
einurð.
SAMEINING
LÍFEYRISSJÓÐA
FIMM lífeyrissjóðir stéttarfélaga hafa nú sameinazt í einn.
Um er að ræða lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsókn-
ar, Iðju, Hlífar og Framtíðarinnar, Sóknar og Félags starfs-
fólks í veitingahúsum.
í Morgunblaðinu í gær kemur fram, að hinn nýi sjóður
verði næststærsti lífeyrissjóður landsins. Haft er eftir Hall-
dóri Björnssyni, varaformanni Dagsbrúnar, að sameiningin
hafi verulegan sparnað og hagræðingu fyrir sjóðina í för
með sér vegna lægri rekstrarkostnaðar.
Morgunblaðið hefur margoft bent á það óhagræði, sem
fólgið er í núverandi lífeyrissjóðakerfi, þar sem sjóðirnir eru
margir og smáir. Smæstu sjóðirnir eyða oft gríðarlega háu
hlutfalli, allt að fimmtungi, af iðgjaldatekjum sínum í rekstr-
arkostnað og sólunda þannig fé sjóðsfélaga. Stóru lífeyris-
sjóðirnir nota, eðli málsins samkvæmt, mun lægra hlutfall
af iðgjöldunum í rekstur. Hlutfallið er þannig undir 2% hjá
stærsta sjóðnum, Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Það blasir þess vegna við, að sameining lífeyrissjóða er
skynsamleg og ábyrg ráðstöfun, út frá hagsmunum sjóðfé-
laganna. Félagsmenn í stéttarfélögunum sjö, sem nú eignast
sameiginlegan lífeyrissjóð, geta vel við unað.
Um leið verður hlutskipti þeirra, sem leggja fé sitt í lífeyr-
issjóði, sem búa við mikinn rekstrarkostnað - og eru skyldað-
ir til þess með lagaboði af ríkisvaldinu - enn hróplegra.
Félagar í slíkum óhagkvæmum lífeyrissjóðum ættu í raun
að gera kröfu á hendur sjóðsstjórnunum um að þær haldi
betur á fé þeirra og leiti sameiningar við aðra sjóði. Sú leið,
sem sumir litlir sjóðir hafa farið, að fela bönkum eða fjár-
málafyrirtækjum rekstur sjóðanna í hendur, hefur lækkað
rekstrarkostnað þeirra verulega.
Raunverulegar umbætur í þessum málum munu ekki eiga
sér stað fyrr en hið fráleita kerfi skyldugreiðslna í ákveðna
lífeyrissjóði verður afnumið. Fái fólk að velja, hvar það ávaxt-
ar féð, sem ætlað er sem tekjutrygging þess í veikindum
og þegar aldurinn færist yfir, mun þrýstingur á sameiningu
lífeyrissjóða aukast sjálfkrafa.
Á að aðskilja ríki
og kirkiu á Islandi?
Nýlega voru samþykkt á
sænska kirkjuþinginu
drög að skilnaði kirkju
og ríkis, en þau hafa
fylgst að frá árinu 1686.
Þessi breyting í Svíþjóð
vekur spurningar um
hvort þróunin verði
hugsanlega hin sama hér
á landi. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi þetta
mál við biskup Islands
og fleiri lærða menn í
klerkastétt.
RÍKISKIRKJA er kirkja sem
lýtur yfirstjórn ríkisvalds-
ins, hefur t.d. kirkjumála-
ráðuneyti og ráðherra og
lögþingið fjallar um málefni hennar.
Norðurlandarkirkjunar eru ríkis-
kirkjur, margir líta svo á að íslenska
kirkjan sé það einnig. Þjóðkirkja er
breið og opin kirkja sem vill eiga
erindi til allrar þjóðarinnar og á ítök
í allri þjóðinni." Þannig hljóðar skil-
greining guðfræðinga á mismun
þessara kirkna. En telja lærðir menn
í klerkastétt rétt að breyta fyrir-
komulagi íslensku kirkjunnar, t.d. í
átt til þess aðskilnaðar ríkis og kirkju
sem orðið hefur í Svíþjóð? Leitað var
fyrst álits biskupsins yfir íslandi,
séra Ólafs Skúlasonar.
Annars konar samband
„Fyrst vil ég taka fram að sam-
band ríkis og kirkju er allt öðru vísi
í Svíþjóð en hefur verið á íslandi,"
sagði Ólafur. „í Svíþjóð fæðast börn
inn í þjóðkirkjuna en á íslandi er
þessu ekki þannig varið. Hér hjá
okkur fylgja börn, samkvæmt lögum,
móður sinni inn í trúfélag. Ef móðir
er í þjóðkirkjunni er barn hennar
skráð þar, annars ekki.
Við höfum lengi verið að beijast
fyrir því að skírn og ferming sé
nægileg yfirlýsing um að viðkomandi
óski eftir aðild að þjóðkirkjunni ef
hann hefur verið skráður utan henn-
ar við fæðingu vegna trúfélagsaðild-
ar móður. En það hefur ekki fengist
framgengt enn. Þótt slíkur aðili sé
bæði skírður og fermdur í þjóðkirkj-
unni þá þarf hann eigi að síður að
sækja formlega um aðild á sérstöku
eyðublaði.
Sænska kirkjan innti
lengi vel af hendi ákveðna
þjónustu fyrir sitt bæjarfé-
lag með því að reka mann-
talsskrifstofu. Þannig að
skrifstofa sóknarinnar var
líka manntalsskrifstofa
bæjarfélagsins. Þetta hefur verið að
breytast. Kirkjan var miklu snarari
þáttur í ríkisfyrirkomulaginu þar en
er hér á landi.
Ég hef alltaf lagt áherslu á að
fyrirkomulag kirkjumála eigi að
þjóna tilgangi þeirra, sem er að boða
trú og veita næringu í trúaruppeldi.
Ef við ættum við að stríða fjandsam-
legt rjkisvald, sem reyndi að setja
stein í götu kirkjunnar í þessari þjón-
ustu hennar, væri betra að slíta sam-
bandinu, en meðan kirkjan nýtur
velvilja og skilnings hins veraldlega
valds held ég að miðað við aðstæður
á íslandi sé þetta fyrirkomulag betra.
Þá er ég ekki síst að hugsa um hin-
ar dreifðu byggðir sem þurfa auðvit-
að þjónustu þótt viðkomandi söfnuð-
ur gæti ekki verið fjárhagslega sjálf-
stæður."
Aukið frelsi
Séra Einar Sigurbjömsson pró-
fessor við guðfræðideild Háskóla ís-
lands kvað það vera sína persónulegu
skoðun að hér yrði ekki fullur að-
skilnaður ríkis og kirkju að svo
stöddu. „Segja má að fyrirkomulag
kirkjumála á íslandi sé svipað því
núna og það verður í Svíþjóð við
breytinguna. í Svíþjóð hafa böndin
milli ríkis og kirkju verið svo miklu
nánari en hér. Svíar fæðast sjálf-
krafa inn í kirkjuna, hér er það ekki
svo. Menn eru meðlimir kirkjunnar
í Svíþjóð nema þeir segi sig úr henni.
Hérna er það syo, samkvæmt lögum
um trúfélög á íslandi, að barn fylgir
móður sinni. Það þýðir að sé móðirin
í þjóðkirkjunni verður barn hennar
þar líka. Þetta gildir eins þótt um
hjón sé að ræða. Sé móðirin t.d. utan
trúfélaga en faðirinn ekki, þá er
barnið, skv. lögum um trúfélög 1975,
líka utan trúfélaga.
Kirkjan í Svíþjóð hefur líka verið
mun meira upp á ríkisvaldið komin
í vissum atriðum en kirkjan er hér.
Þessu er því ekki saman að líkja.
Það hefur verið til umræðu hér að
skipa málum á annan veg en verið
hefur hvað snertir samband ríkis og
kirkju. Það gæti komið báðum aðil-
um til góða að kirkjan fengi meira
frelsi en hún hefur í ,dag, til þess
að skipa sínum eigin málum, t.d.
prestakallaskipunina, sem nú er
bundin lögum. Frumvarp
sem var í smíðum hjá
nefnd á vegum kirkjunnar
hefur verið samþykkt á
kirkjuþingi. Kirkjumála-
ráðherra hefur tekið það
upp og lagt fyrir þing og
mun væntanlega gera það
einnig á næsta þingi. í því eru ákvæði
sem miðast við að vald færist frá
kirkjumálaráðuneytinu til biskups-
embættisins og frá Alþingi til kirkju-
þings.
Þá er ráð fyrir þvf gert að kirkjan
fái ákveðna upphæð á fjárlögum sem
hún ráðstafar sjálf. Sú upphæð sem
kirkjan fær á fjárlögum nú er aðal-
lega til Iauna prestastéttarinnar. Það
byggist á samningi milli ríkis og
kirkju frá 1907, þegar ríkið tók að
sér varðveislu kirkjueigna og greiddi
í staðinn prestum laun. Þessi launa-
liður byggist því á kirkjueignum í
raun.
Safnaðarstarf hér á landi er greitt
af sóknargjöldum og meðlimir þjóð-
kirkjunnar einir greiða það gjald.
Þeir sem tilheyra öðrum trúfélögum
greiða sama gjald til þeirra. Þeir
sem eru ekki í trúfélagi greiða til
Háskóla íslands, þar með segir sig
enginn úr trúfélagi af fjárhagsá-
stæðum. Þessi skipan er í raun
ákveðin vernd fyrir öll trúfélög og
kemur Háskóla íslands einnig til
góða. Tekið skal fram að guðfræði-
deildin er ekki kostuð af þessu fé,
heldur rennur það í ákveðinn sjóð
innan Háskóla íslands, sem varið
er til menningarmála.
Kirkjan starfar í söfnuðum en
ekki sem opinber stofnun. Öll starf-
semi safnaðanna, að undanskildum
launum presta, er fjármögnuð af
þeirra eigin fé, sóknargjöldum og
fleiru, en ekki af ríkisfé.
Lýðræðislegra og skilvirkara
skipulag
Séra Gunnar Kristjánsson prestur
á Reynivöllum í Kjós er formaður í
nefnd sem biskup skipaði til að end-
urskoða skipulag kirkjunnar og sam-
band hennar við ríkisvaldið.„Þessi
nefnd kynnti tillögur sínar á kirkju-
þingi í fyrra og prestastefnu í vor.
Meginstefnan í tillögunum er sú að
auka sjálfstæði kirkjunnar og færa
mikið af því valdi sem nú er hjá
Alþingi um málefni kirkjunnar til
kirkjuþings og um leið að gera skipu-
lag kirkjunnar lýðræðislegra og skil-
virkara en nú er. Eftir sem áður
gerum við ráð fyrir því að kirkjan
verði þjóðkirkja í nánum tengslum
við ríkið.
Til skýringar má segja að núna
hefur Alþingi mikið vald um málefni
kirkjunnar, ef gera á breytingar á
prestakallaskipun t.d. þarf það að
fara fyrir Alþingi og reynslan hefur
sýnt að allar slíkar lagabreytingar
eru mjög svifaseinar, og það hamlar
starfi kirkjunnar gífurlega mikið.
Þess vegna hlýtur það að vera mik-
ill ávinningur fyrir kirkjuna að vald-
ið færist frá ríkinu til hennar sjálfr-
ar. Hins vegar eru aðstæður á ís-
landi þess eðlis að kirkjan er mjög
samofin öllu þjóðlífinu, svo algjör
aðskilnaður ríkis og kirkju hlýtur að
eiga langt í land á íslandi.
Mín persónulega skoðun er sú að
það sé kirkjunni fyrir bestu að hún
sé sjálfstæðari en nú. Það veitir
kirkjunni einnig ákveðið öryggi að
vera í nánu sambandi við ríkisvaldið,
í það minnsta eins og er. Sú þjóðfé-
lagsþróun sem hefur átt sér stað í
Svíþjóð, þar sem stór hluti íbúanna
játar aðra trú en kristna, eða er jafn-
vel utan allra trúfélaga, hefur ekki
ennþá orðið á íslandi. Það hefur
heldur ekki verið nein teljandi þróun
í átt til aðskilnaðar ríkis og kirkju
hér á íslandi."
Dreifbýliskirkjan
yrði útundan
„Ég tel að þetta fyrirkomulag
komi ekki til greina hér,“ sagði Auð-
ur. „Ég myndi ekki styðja það að
svo komnu máli. Rökin eru þau að
kirkjan er svo tvískipt í borgarkirkju
og landsbyggðarkirkju. Með breyttu
fyrirkomulagi yrði kirkjan úti á landi
útundan, hún myndi ekki njóta þeirr-
ar þjónustu sem hún þarf að njóta.
Ég held að það sé gott fyrir kirkjuna
að hafa eitthvað af ákvörðunarvald-
inu í höndum annarra en þeirra sem
starfa daglega að kirkjumálum.
Þetta hefur komið í ljós t.d. hvað
snertir vígslu kvenpresta, það hefur
verið til heilla að hafa þá ákvörðun
í hendi ríkis.“
Flest jákvætt við aðskilnað
ríkis og kirkju
Séra Pétur Þorsteinsson prestur í
Óháða söfnuðinum sagði að eflaust
myndi söfnuðurinn fagna aðskilnaði,
því samkeppni um sálirnar yrði meiri
og yrðu menn þá „að leggja sig eftir
að huga að þeim sauðum sem vafra
hingað og þangað. Það yrði tilhlökk-
unarefni að sjá hversu margir vildu
tilheyra kirkjunni og hún bæri þá fjár-
hagslega ábyrgð,“ sagði hann.
Hann tók hins vegar í sama streng
og séra Auður hér að framan varð-
andi kirkjur í dreifbýlinu. Þar yrði
þjónustan óhjákvæmilega minni, því
í fámenni væri alltaf erfiðara með
helgihald. „í sérstaklega fámennum
söfnuðum yrðu væntanlega stærri
söfnuðir eða ákveðnir sjóðir að fjár-
magna þjónustuna.
Það hlýtur þó að vera ávinningur
fyrir þjóðkirkjuna að fá aukið sjálf-
stæði, því til dæmis má ekki færa
starfsmenn hennar til án þess að það
fari fyrir Alþingi. Jafnvel þótt eitt-
hvað ófyrirsjáanlegt komi upp á þarf
að breyta lögum, málið verður að
fara fyrir nefndir, sem óhjákvæmi-
lega tekur langan tíma. Þegar loks
kemur að úrlausn geta aðstæður
verið orðnar allt aðrar.“
Hann kvaðst einnig vera fylgjandi
aðskilnaði kirkju og ríkis í fjármál-
um. „Það hlýtur að vera ávinningur
fyrir kirkjuna að fá ákveðna upphæð
sem ríkið sér henni fyrir, en hún
úthlutar eftir því hvar þörfin er brýn-
ust,“ sagði hann.
Með breyttu
fyrirkomulagi
yrði kirkjan
úti á landi
útundan
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 25
UTLIT er nú fyrir að reyk-
ingamenn í Evrópu sjái
fram á erfiðari tíma líkt
og þjáningarbræður
þeirra í Bandaríkjunum hafa fengið
að kynnast á undanförnum árum.
Svo virðist sem viðhorfsbreyting sé
að eiga sér stað í mörgum Evrópu-
ríkjum og að þessi megi vænta að
þrengt verði að reykingamönnum
víða í álfunni á næstunni. Á það
ekki síst við um þá sem, ekki hafa
drepið í og búa í aðildarríkjum
Evrópusambandsins (ESB). Enn er
þó svo komið að hinir reyklausu
sýna reykingamönnum almennt
meira umburðarlyndi í Evrópu held-
ur en í Bandaríkjunum og víða
reyna tóbaksfíklar að malda í móinn
og halda uppi vömum.
í Evrópu hefur það viðhorf verið
ráðandi að reykingar séu nautn sem
samfélagið felli sig við á sama hátt
og það viðurkenni víndrykkju og
sælkeramat. Nú eru hins vegar
teikn á lofti um að evrópskir reyk-
ingamenn standi frammi fyrir hertri
löggjöf varðandi rétt hinna reyk-
lausu og að baráttan suður í álfu
muni um margt verða sambærileg
við herferð Lyfja- og matvælaeftir-
lits Bandaríkjanna sem skorið hefur
upp herör gegn tóbaksiðnaðinum
þar í landi.
Krafa um auglýsingabann
Víða er sótt að reykingamönnum.
í bjórstofum og kaffihúsum hafa
víða verið mörkuð reyklaus svæði.
Flugfélög sýna tóbaksfíklum sífellt
minni skilning. British Airways og
KLM hafa bannað reykingar í flugi
og stjómvöld í Svíþjóð, Danmörku
og Frakklandi hafa bannað reyk-
ingar á flestum opinberum stöðum.
Raunar er ákaflega misjafnt hversu
stranglega reglum þessum er fram-
fylgt. Innan Evrópusambandsins
em uppi kröfur um að tóbaksaug-
lýsingar verði bannaðar í öllum
aðildarríkjunum 15. Tóbaksfyrir-
tækið Philip Morris hefur sýnilega
þungar áhyggjur af þróuninni. Fyr-
irtækið hefur varið hundruðum
milljóna króna í auglýsingar í ár
þar sem þessum áformum ESB er
fundið allt til foráttu.
Á hinn bóginn er ljóst að mikið
verk er enn óunnið á þessu sviði í
Evrópu. Reykingar eru óvíða al-
mennari en í Evrópu og víða trygg-
ir þetta athæfi ríkinu miklar tekj-
ur. Þannig eru stór tóbaksfyrirtæki
enn í ríkiseigu á Ítalíu, Spáni og i
Frakklandi. í ríkjum á borð við
Þýskaland, Grikkland og írland eru
um fimm til sex prósent af tekjum
hins opinbera í formi tóbaksskatta.
í Evrópu er rík hefð fyrir and-
stöðu við lög sem á einhvern hátt
þykja skerða persónufrelsi manna.
Þannig hafa lög um bann gegn
reykingum á opinberum stöðum
sem sett vora í Frakklandi 1992
að mestu verið hundsuð og fátt eitt
hefur verið gert til að tryggja að
þeim sé framfylgt. í könnun einni
frá því í fyrra kváðust 61% þeirra
sem þátt tóku telja að lögunum
hefði ekki verið fylgt á vinnustað
þeirra. Tæplega átta af hveijum tíu
kváðust ekki fá séð að lögin væru
í heiðri höfð á kaffihúsum í Frakk-
landi. Hið sama hefur komið á dag-
inn í Grikklandi enda eru þarlendir
annálaðir stórreykingamenn. „Við
reykjum öll eins og skorsteinar,"
sagði í leiðara dagsblaðs-
ins Ethnos þegar fjallað
var um reykingaherferð
sjórnvalda og það gefið
fyllilega í skyn að vonlaust
væri að ætla sér að skylda
Grikki til hófsemi á þessu sviði.
Reynsla SAS
Fyrir tveimur árum reyndi SAS-
flugfélagið að innleiða bann við
reykingum í þotum félagsins á flug-
leiðum sem væru lengri en tvær
og hálf klukkustund. Akveðið var
að gera þetta í reynsluskyni í sex
mánuði. Forráðamenn félagsins
gáfust hins vegar upp eftir tvo
mánuði sökum kvartana farþega.
„Viðskiptavinir okkar fóru annað",
segir talsmaður SAS. Hins vegar
segja talsmenn British Airways að
REYKINGABANN innleitt á opinberri skrifstofu í Brussel.
Þrengt að
evrópskum
reykinga-
mönnum
Tóbaksframleiðendur í
Bandaríkjunum eru
áhyggjufullir enda hefur
ríkisstjóm Bills Clintons
forseta skorið upp herör
gegn þeim. Gífurlegir
hagsmunir em í húfi,
bæði í Bandaríkjunum
og ekki síður í Evrópu.
Ástandið í þessum efnum
í Evrópu þykir einkenn-
ast af meira umburðar-
lyndi en teikn em á lofti um að fastar verði
sótt að evrópskum reykingamönnum en áður.
GRISKUR verkamaður
reykir vindling á „reyklaus-
um degi“. Grikkir reykja
þjóða mest og þar í landi eru
vegalengdir gjarnan mældar
í sígarettum.
„Viðskipta-
vinir okkar
fóru annað"
bann þeirra við reykingum á flug-
leiðum innanlands sem eru styttri
en 90 mínútur hafi mælst vel fyrir.
________ Lufthansa hefur bannað
reykingar á lengri leiðum
félagsins og KLM hyggst
banna reykingar í flugi
innan Evrópu í næsta
mánuði.
Kannanir sýna að heldur hefur
dregið úr reykingum á undanförn-
um árum. Árið 1987 reyktu 37%
íbúa Evrópusambandsins en 34%
kveðast gera það nú. Á síðustu tíu
áram hafa reykingar og dregist
saman í Bandaríkjunum. Nú reykir
um fjórði hver Bandaríkjamaður en
rúm 30% þeirra neytti tóbaks árið
1985.
Sígarettuframleiðsla er mikilvæg
atvinnugrein í Evrópu. Einungis
Kínverjar framleiða fleiri sígarett-
ur. í Evrópu hefur sígarettufram-
leiðsla dregist saman um eitt pró-
sent frá 1990 en neyslan í Vestur-
Evrópu hefur minnkað um fjögur
prósent. Mismunurinn skýrist af
auknum umsvifum evróp- ________
skra tóbaksfyrirtækja í
Austur-Evrópu. Þar hafa
andstæðingar reykinga
ekki látið til sín taka í
sama mæli og í álfunni
vestanverðri og tóbaksreykingar
eru almennar.
Þótt kannanir viðast hvar sýni
að hver Evrópubúi reyki nú minna
en fyrir fimm áram vara sérfróðir
við því að slíkar tölur séu teknar
bókstaflega. Þannig er vitað að síg-
arettusmygl hefur aukist innan
Evrópu. Á hinn bóginn þykir sann-
að að reykingamönnum fari fækk-
andi í Evrópu og þykir það til marks
um að herferðir hafi skilað einhveij-
um arangri.
„Ég tel að þessu miði hægt og
sígandi til réttrar áttar, “ segir tals-
maður áhugahóps sem berst gegn
reykingum á Bretlandi. Hann teng-
ir þessa þróun opnun Evrópu í sam-
ræmi við hugmyndafræði þá sem
Evrópusambandið sé byggt á. „Nú
æða menn hindrunarlaust frá Bret-
landi til Hollands eða Þýskalands
svo dæmi sé tekið. Þetta fólk telur
sig eiga rétt á því að vera í reyk-
lausu umhverfi þótt það sé fjarri
heimahögunum. Þetta tekur sinn
tíma en breytingin er raunveruleg."
Svíar ganga lengst
Norðurlöndin og þá einkum Svíar
hafa gengið einna lengst í því að
takmarka reykingar á almanna-
færi. Tóbaksauglýsingar era bann-
aðar og sett hafa verið ströng lög
um reykingar. Svíar hafa sett regl-
ur um reykingar á veitingastöðum
og þær eru bannaðar á lestar- og
strætisvagnastöðvum, einnig þeim
sem eru utan dyra.
í Svíþjóð hafa samtök reykinga-
manna kvartað undan ofsóknum
og það hafa þjáningabræður þeirra
á Bretlandi gert einnig. Þar era
menn margir ævareiðir sökum klás-
úlu sem borgarráð Derby setti inn
í ráðningarsamninga þar sem nýj-
um starfsmönnum er bannað að
reykja í vinnutímanum. í ráði er
að banna allar reykingar starfsfólks
og skiptir þá engu hvaða stöðu það
gegnir.
Þýskir reykingamenn hafa held-
ur ekki sloppið. Þar í landi hafa
reglur um reyklaus svæði á sjúkra-
húsum og í opinberum byggingum
verið hertar. Þingmaður einn hefur
lagt til að reykingar á flestum þeim
svæðum þar sem almenningur kem-
ur saman verði gerðar óleyfilegar
og einn fulltrúi Græningja-flokks-
ins hefur lagt til að foreldram sem
reykja í herbergjum bama sinna
verði gert að sækja námskeið til
að venja þá af þessu athæfi. Al-
mennt er ekki búist við að hug-
myndir þessar nái fram að ganga
en reykingafólk er áhyggjufullt. ^
„Þýskir reykingamenn sæta of-
sóknum,“ segir Heinz-Peter Brow-
ers, sem stofnaði „Réttindahóp reyk-
ingamanna" í heimalandi sínu. „Það
reykja 24 milljónir manna í Þýska-
landi og það þarf einnig að gæta
réttinda þeirra," bætir hann við.
Vörn Philip Morris
Tóbaksframleiðendur hafa sætt
sífelldum árásum í Bandaríkjunum
en svo virðist sem þeir hyggist rísa
til varnar í Evrópu. Alltjent varði
Philip Morris fyrirtækið háum upp-
hæðum til auglýsingaherferðar í
nokkrum helstu dagblöðum Evrópu
þar sem varað var við þvi að and-
stæðingar reykinga vildu takmarka
eðlileg mannréttindi. „Það era á
kreiki tillögur í Evrópu sem era
jafn öfgafullar og þær sem lagðar
hafa verið fram í Bandaríkjunum,“
segir talsmaður fýrirtækisins. Hann
telur hins vegar að veralegur mun-
ur sé á afstöðu manna í Bandaríkj-
unum annars vegar og Evrópu hins
vegar. Evrópubúar séu síður tilbún-
ir til að samþykkja að frelsi manna
sé skert, reynist aðrar leiðir færar.
Líkt og aukin skipulaging ein-
kennir herferðir gegn reykingum
hafa reykingamenn víða freistað
þess að efla samstöðu sína. Reyk-
klúbbar og félög áhugamanna á /
þessu sviði er nú sem óðast að
breytast í þrýstihópa. í fyrra haust
__________ skipulögðu samtök ítal-
skra reykingamanna,
Associazione Fumatori,
ráðstefnu þar sem saman
vora komnir fulltrúar
reykingafólks frá
Norðurlöndum, Hollandi, Frakk-
landi, Spáni og Grikklandi. Ráð-
stefnan sendi frá sér ályktun sem
send var flugfélögum í Evrópu þar
sem þau vora hvött til að viðhalda
því kerfi sem tíðkast hefur að út- .
deila reykingamönnum ákveðnuni
sætum í flugvélum. í ályktuninni
var ennfremur hvatt til þess að
reykingamenn og hinir reyklausu
sýndu hvorir öðrum tilhlýðilega
virðingu og minnt á að umburðar-
lyndi teldist til dyggða.
Heimild:T/ie Wnll Street Journal. ’
Reglum ekki
alltaf f ram-
fylgt