Morgunblaðið - 20.09.1995, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
JÖRNUB ÍC
551 6500
★ ★★
STJÖRNUBÍÓLÍNAN
Verðlaun:
Bíómiðar. Sími
Tónskáld, eigin-
maður faðir...
...stríðið neyddi
hann til að velja.
Aðalhlutverk:
Þröstur Leó
Gunnarsson, Ruth
Ólafsdóttir,
Bergþóra Aradóttir,
Sigrún Lilliendahl,
KVIKMYND EFTIR HILMAR ODDSSON
Jóhann Sigurðarson,
Heinz Bennent.
Sýnd kl.4.45, 6.55, 9
og 11.10.
Miðasalan opnuð
kl. 4.15.
Miðaverð Kr. 750
TÁR úr Steini
Gamanmynd um ást og afbrýðisemi, glæpi, hjónaskilnaði,
lambasteik, eiturlyf, sólbekki, kvikmyndagerð, kynlíf og
aðra venjulega og hversdagslega hluti.
—y
Reuter
FOLK
Díana læt-
ur sitt ekki
eftirliggja
DÍANA prinsessa hefur löng-
um þótt góðhjörtuð kona. Hún
hefur í gegn um tíðina aðstoð-
að ýmsar góðgerðastofnanir
við að afla fjár og hefur bakað
sér ófáa vini í leiðinni. Hérna
mætir hún á samkomu til
styrktar Rannsóknarmiðstöð
Parkinson-sjúkdómsins í Lond-
on. Hún hefur verið vernda-
raðili „Parkinson’s Disease
Society“ eða Parkinsons-sam-
takanna síðan 1989.
Laddería,
laddera
Bl-FACJL 30 mf
Augnhreinsivökvi.
ROUGE ABSOLU
Rakagefandi varaiitur.
INTENCILS
- Augnháralitur
HVDRATIVE 15 ml
-Rakakrem
LANCÖME
SNYRTJTASKA
LANCÖME
Glœsilegur kaupaukil
Þessi kaupauki fæst eingöngu í neðantöldum verslunum frá jniðvikudeginum 20. október til laugardagsins 23. október.
Kaupaukinn fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir frá LANCOME ,þar af 50 ml krukka af einhverju eftirtalinna krema:
Primordiale, Rénergir, Nutriforce, Niosome + eða Hydrative.
Hygea Snyrtivöruv. Glæsibæ Sigurboginn
Kringlunni, sfmi 553 4533.Álfheimum 74, sími 568 3170.' Laugavegi 80, sími 561 1330.
SKEMMTANIR
Kvöldstund
í Ö m m u n n i
BRANDARAKARLINN
LADDI (ÞÓRHALLUR
SIGURÐSSON)
Höfundur: Laddi. Leikstjóri: Laddi.
Söngvari: Laddi. Kynnin Laddi.
Laugardagskvöld 15. september
VEITINGAHÚSIÐ og skemmti-
staðurinn Amman í Kringlunni býð-
ur nú upp á dagskrá með Ladda.
Á undan gefst gestum kostur á
að snæða kvöldverð frá kl. 18.00
til 22.00 annað hvort samkvæmt
tilboði fyrir hópa eða eftir fijálsu
vali af matseðli. Dagskráin sem
hefst kl. 22.00 er þá innifalin í
verði máltíðarinnar. Einnig er boð-
ið upp á sérstakt tilboð (leikhús-
matseðil) fyrir fólk sem vill borða
áður en farið er á leiksýningar.
Matreiðslumeistari hússins er
Robert Scobie og er óhætt að
mæla með matnum. Matseðillinn
er mjög skemmtilega samsettur og
frísklegur og maturinn ljúffengur
og vel fram borinn. Óneitanlega
er verð á þríréttaðri máltíð töluvert
hátt, en þess ber að gæta að dag-
skrá Ladda er innifalin fyrir matar-
gesti. Vínlistinn er takmarkaður
en vínin vel valin. Kokteilar voru
einstaklega góðir og vel útilátnir.
Ladda var vel fagnað þegar hann
gekk í salinn, enda hefur hann fyr-
ir löngu unnið sér öruggan sess í
hjörtum landsmanna. Hann er besti
flytjandi skemmtiefnis af þessu
tagi sem við eigum og flutningur
hans einkennist af miklu hug-
myndaflugi, öryggi og skemmti-
lega leikrænni túlkun.
Aðrir flytjendur slíks efnis kjósa
oft að koma fram fleiri saman og
bæta hver annan upp, sérstaklega
ef fengist er við langa dagskrá.
Laddi er einn af örfáum sem geta
skemmt fólki einir sér í yfir klukku-
stund og haldið áhorfendum föngn-
um. Þess vegna olli það vonbrigðum
á laugardagskvöldið að honum
tókst það ekki í þetta skipti.
Ein ástæða þessa er án efa lengd
dagskrárinnar. Að flytja hálfrar
annarrar klukkustundar langt
skemmtiprógramm fyrir hóp áhorf-
enda sem sitja við drykkju og bíða
eftir að ballið byrji gengur varla
nema að skemmtiefnið sé því betra.
Og þar er einmitt hundurinn graf-
inn. Brandararnir eru of langir og
vilja renna út í sandinn. Þeir byggja
oft á mjög skemmtilegum súrreal-
ískum húmor sem er meinfyndinn,
og það er gaman að fylgjast með
hárfínum leiknum, en við þessar
aðstæður ganga þeir ekki upp.
Laddi hefur góða rödd, eins og
sannaðist þegar hann flutti tónlist-
ardagskrá á Feita dvergnum ekki
alls fyrir löngu, en lögin sem hann
syngur eru fæst sniðug eða áheyri-
leg. í dagskránni er margt nýtt en
Laddi fellur líka í þá gryfju að
vekja upp nokkra af gömlu karakt-
erunum sem hann er þekktastur
fyrir.
Ef áhorfendum er lofað nýju efni
verða þeir að geta treyst því að það
standist. Ef undirbúa á skemmti-
dagskrá sem á að geta haldið at-
hygli fólks í á annan tíma er ekki
úr vegi að fá til liðs við sig nýja
penna með ferskar hugmyndir og
jafnvel utanaðkomandi leikstjóra
sem dæmir þá um hvort dagskráin
standi undir sér og hvar má stytta
og taka út þætti sem hægja á henni.
Það var enda augljóst að Ladda
tókst best upp þegar brandaramir
vom stuttir og svo átti hann að sjálf-
sögðu salinn þegar hann söng lagið
sitt um Austurstræti.
Sveinn Haraldsson