Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 2

Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 2
2 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MC/RGUNBLAÐIÐ Sægur tölvubóka SRS ÞÓ ÞAÐ geti virst þversagnakennt eru fáir háðari bókum en tölvu- menn. Bæði er að fáar leiðir eru vænlegri til að kynnast öllu því nýjasta en á prenti og svo að forrit eru svo flókin smíð að ekki verður hjá því komist að leita fróðleiks hjá þeim sem vita betur. íslenskir tölvuáhugamenn njóta góðs af því að hér á landi er starf- rækt tölvubókaverslun, Bóksala stúdenta, með óvenju miklu úrvali, reyndar því mesta á Norðurlöndum að sögn innkaupastjóra tölvubóka hjá Bóksölunni, Reinharðs Rein- harðssonar. Reinharð segir að tölvudeild Bók- sölu stúdenta hafi byrjað rekstur um svipað leyti og byijað var að kenna á tölvur í háskólanum. Fram- an af var þetta ein hilla, en jókst eftir því sem einkatölvur urðu út- breiddari og líka vegna þeirra sem úskrifuðust og óskuðu eftir því að fá bækur til að fylgjast með,- „Úrvalið er mikið, við erum einir með markaðinn í dag, það var lítil- ræði hjá Máli og menningu og Ey- mundsson, en ég held að þeir hafí gefíst upp á samkeppninni að mestu, enda reynum við að vera með allt það nýjasta hveiju sinni. Mér er reyndar sagt að við séum með mesta úrval á einum stað í akademískri bókabúð á Norðurlönd- unum,“ segir Reinharð. Kostar vinnu að fylgjast með Reinharð tekur undir að tölu- verða vinnu kosti að fylgjast með. „Við fáum alltaf tilkynningu um það með þriggja til Ijögurra mánaða fyrirvara hvað sé væntanlegt, því erlendar útgáfur skipuleggja útgáfu ár fram í tímann. Það hjálpar okkur líka við að fylgjast með markaðnum að langskólagengnir menn í tölvu- fræðum koma hingað og eru þá að spyija um hitt og þetta eða sér- panta bækur um nýjungar í faginu. Salan er mikil, en við liggjum núna með um 1.000 titla og fáum um 50 nýjar bækur í hverjum mán- uði, en eitthvað dettur út í staðinn. Það kemur fyrir að við sitjum uppi með bækur um hugbúnað sem dott- inn er út eða ný útgáfa komin í staðinn, en svar okkar 'við því er að skipta við stór fyrirtæki þar sem við getum endursent úrelta útgáfu innan árs frá því við keyptum hana. Annars væru þetta gríðarlegar af- skriftir. Við eigum núna um 100 bækur á útsölu sem fjalla um hug- búnað sem er ekki lengur í notkun og seljast ekki með 70% afslætti." TÖLVUSKÓLI Reykjavík- ur hefur lagt sitt af mörkum við að mennta íslenska tölvuáhugamenn með ýmis- legum námskeiðum. Sem lið í þeirri kennslu tók skólinn að gefa út kennslubækur til eigin nota við skólann fyrir nokkrum árum en tók síðan að selja bæk- urnar. Guðmundur Amason, skóla- stjóri Tölvuskólans, hefur um- sjón með útgáfunni hjá Tölvu- skólanum. Hann segir útgáfuna hafa hafist haustið 1992 og voru fyrstu bækurnar Windows 3.1 eftir hann, Word 2.0 fyrir Windows og Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh eftir Brynjólf Þorvarðarson, tölvun- arfræðing og menntaskóla- kennara. Fimmtán bækur komnar út í dag hefur Tölvuskólinn gef- ið út 15 bækur og væntanleg er bók um alnetið og Windows 95. Þegar hafa komið út bæk- umar Windows 3.1, PowerPoint 3.0 fyrir Windows, PowerPoint 4.0 fyrir Windows og Macint- osh, Windows 3.11 for Workgro- ups ásamt Mail og Schedule+ og WordPerfect 6.0 fyrir Tölvugeisladiskar, svonefndir CD-ROM diskar, sækja nú í sig veðrið, enda handhæg upplýsinga- lind. Reinharð segir að langt sé í að þeir komi í stað bókanna nema á mjög sérhæfðum sviðum. „Við erum að þreifa fyrir okkur með inn- flutning á CD-ROM diskum með fræðiefni sem tengist námi í háskól- anum, pakka í eðlisfræði, stærð- fræði og líffræði, en annað höfum við tekið frá íslenskum heildsölum. Við vitum einfaldlega ekki hvort háskólasamfélagið er tilbúið til að taka við þessu,“ segir Reinharð. Tískubylgjur Tölvuheiminum svipar um margt til poppheimsins; stjömurnar koma og fara með leifturhraða; forrit eru á allra vörum í dag, en á morgum hafa önnur tekið við. Reinharð seg- ir að Bóksala stúdenta fari ekki varhluta af slíkum tískusveiflum; til að mynda hafí bækur um alnetið verið fáar fyrir tveimur áram, en nú fylli þær heilan vegg. „Við erum jafn fljótir að bregð- ast við áhuganum og bókafyrirtæk- in eru að senda frá sér bækumar, enda emm við í beinu sambandi við þá, sölumenn em reglulega í sam- bandi við okkur. Fyrir tveimur ámm vom kannski til hundrað bækur um intemet, en nú era þær kannski orðnar þúsund. Við keyptum allt sem til var í upphafi, en nú verðum við að velja úr. Síðasta æðið sem ég man eftir var Windows 3.1 þar sem hjólbömr af bókum fóm út, en svo allt í einu var slökkt á því. Þetta em notendabækur, 90% af því sem við teljum tölvubækur em handbækur til nota á ákveðnum hugbúnaði og það fer bara eftir þvi hversu vinsæll hann er. 10% af því sem eftir er em fyrir forritara og þá sem em í framleiðslu á hugbún- aði og mest allt sérpantað. Það koma hingað menn sem em að leita eftir mjög sérhæfðum upplýsingum og þá útvegum við það, en það er ekkert sem við liggjum með, það er ekki víst að það komi annar í leit að því sama. Það er alltaf töluverð hreyfíng á sérpöntunum og er alltaf að aukasL Fyrir rúmu ári fengum við geisladisk með lista yfír allr bækur sem til em á ensku, yfír tvær milljónir titla, sem er uppfærður mánaðarlega, þannig REINHARÐ Reinharðsson Morgu nblaðið/Þorkell Bóksala stúdenta hefur gott úrval tölvu- bóka; reyndar besta úrval á Norðurlönd- um að sögn Reinharðs Reinharðs- sonar innkaupastjóra tölvubóka. að við emm fljót að leita að ákveðn- um titlum. Við bjóðum fólki líka að koma og leita sjálft ef það vill. Bóksalan á alnetið Reinharð segir að nokkuð sé um liðið síðan bóksalan fór inn á alnet- ið og það hafí gefið góða raun. „Við emm komin með tölvubækum- ar inn á netið og það hefur gengið mjög vel. Við fómm inn á netið með aðstoð Miðheima í janúar sl. og ákváðum þá að hafa tölvubæk- ur, á þeirri forsendu að það yrði meira á áhugasviði þeirra sem tengjast netinu á annað borð. Við eram með ellefu hundmð bækur á netinu og þar koma fram helstu upplýsingar. Síðan höfum við sótt út í heim frekari upplýsingar um nýjustu bækumar, þannig að á 30 til 40 nýjustu bókunum er lýsing á innihaldi bókarinnar og mynd af kápunni. Fyrir þá sem vilja liggja efnistengs! frá heimasíðunni okkar til bókaforlaga úti um heim og þar er komið nokkurt safn. Við stefnum að því að koma fleiri titlum inn á netið, en það tekur sinn tíma að koma þeim inn, þvi þetta þarf allt að gera í höndunum. Það hefur staðið til í nokkur ár að tölvu- væða lager og sölukerfi, en við höfum ekki fundið kerfi sem söluað- ilar hafa treyst sér til að setja upp á nógu skömmum tíma, því við höfum ekki nema stuttan tíma á vorin til að koma því upp. Það skipt- ir svo miklu fyrir nemenduma að hér séu allar upplýsingar í lagi,“ segir Reinharð að lokum. Slóðin á heimasíðu Bóksölu stúd- enta er http://www.centrum.is/unibo- oks/ Tölvubækur tölvuskólans Windows, allar eftir Guðmund Árnason. Almenn tölvufræði og Windows, Word 2.0 fyrir Windows, Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh, Excel 4.0 fyrir Windows og Macint- osh, Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh, Access 2.0 fyrir Windows, Works 3.0 fyrir Windows og Paradox fyrir Windows, allar eftir Brynjólf Þorvarðarson. PageMaker 5.0 fyrir Windows eftir I.J___' Júlíusson tölvimar- fræðing. íslenska Access bókin fyrir byijendur eftir Gísla Olaf Pétursscn mennta- skólakeimara í MK. Guðmundur segir að hvatinn að bókaútgáfunni sé námskeið skólans, „þær fylgja að sjálf- sögðu með námskeiðum skólans og stundum hafa námsgögnin ráðið úrslitum þegar tilboð okk- ar í námskeið eru metin,“ segir hann. Hann segir að Tölvuskól- inn hafí dreift bókunum til bók- sala og fáist þær um land allt og séu víða notaðar til kennslu, til að mynda í MR, MH, MS, MA, ML, MK, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Verkmenntaskól- anum á Akureyri, Fjölbrauta- skólanum í Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fiensborg og víðar. „Ástæður þess hve margir skólar nota bækurnar eru að þær þy kja góðar, verðinu er stillt í hóf og svo hefur skólunum verið boðið að kaupa bækumar I pörtum,“ segir Guðmundur, þ.e. kaupa aðeins þá kafla bók- anna sem farið er yfir.“ WINDOWS 95 er á allra vör- um og ekki veitir af doðranti til að kynna sér alla mögu- leika. OS/2 er vænlegur kostur á móti Windows 3.x og 95 að margra mati. Þetta er opin- berlega viðurkennd útgáfa. FYRSTA kennslubók Lauru Lamay, Teach Yourself Web Publishing in a Week, hefur selst gríðarlega vel og ekki seinna vænna að gefa út fram- hald. í framhaldinu er meðal annars kennt að búa til CGI skipanaskrár, vinna með töfl- ur og HTML 3.0 er kynnt í kjölinn. NETSCAPE Navigator er helsta rápforrit veraldarvefs- ins. Með þessari útgáfu fylgir CD-ROM diskur með ýmislegu dóti. NÆSTA æði PC-manna verð- ur án efa Linux, UNIX herm- ir fyrir PC tölvur. Með þess- ari bók er CD-ROM diskur með Linux Kernel 1.2, X Windows og mörgu fleiru. LOTUS Notes er merkilegt forrit og gefur gríðarlega möguleika. Til að nýta það þarf dijúga þekkingu og hæg- ur leikur að afla hennar með lestri bóka eins og þessarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.