Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 8
8 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Talandi tölvur
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORGEIR Sigurðsson, hönnuður Óðins.
Langt er í það að tölvur geti talað, til þess
eru mörg vandamál óleyst. Þorgeir Sigurðs-
son telur sig hafa fundið leið að því marki
að kenna tölvunni að tala og nýtir til þess
bragfræði dróttkvæðanna.
Orgjörvinn
í öngstræti
ÖRGJÖRVINN er „heili“ tölv-
unnar, örsmá kísilflaga sem
framkvæmir allar reikningsað-
gerðir tölvunnar sem annar
búnaður hennar sér um að
túlka á viðeigandi hátt. Tölvu-
bylting síðustu áratuga á ekki
síst rætur í því að örgjörvar
hafa orðið sífellt minni um sig
og fullkomnari, en nú segjast
margir sjá fyrir enda þeirrar
þróunar; ekki verði komist
lengra í örgjörvasmíði með
núverandi tækni.
Gordon Moore, einn stofn-
enda Intel-örgjörvaframleið-
andans, setti fram þá kenningu
fyrir 30 árum að reikniafl ör-
gjörva myndi tvöfaldast á
tveggja ára fresti. Þróunin
hefur þó verið örari en þetta
og hann varð fljótlega að
endurskoða þessa kenningu
sína og stytta tímann niður í
hálft annað ár. Ef halda á lengi
áfram á þeirri braut má segja
að menn séu farnir að glíma
við óyfirstíganleg vandamál,
því eðlisfræðileg lögmál eru
þegar orðin örgjörvahönnuð-
um og -smiðum fjötur um fót.
Örgjörvasmíði byggist á
ljóstækni; ljós sníður rásir á
sílíkonflögu, sem búið að er
að baða í efnaupplausn. Vand-
inn sem blasir við er að stutt
er í að atriði á flögunni verði
svo smágerð að þau verði
smærri en bylgjulengd Ijóssins
og því hefur verið líkt við að
mála smámynd með úðabrúsa.
Nú eru smárar á kísilflögu inn-
an við hálfan milljónasta úr
metra í þvermál og þegar þeir
verða komnir niður í fjórðung
milljónasta úr metra eru
tæknileg vandamál orðin ill-
viðráðanleg vegna þess hve
erfitt verður að stýra ljósinu.
Takmark þess sem hægt er að
grafa í kísilflöguna með ljós-
geisla er 0,18 milljónustu úr
metra, en þá eru tæknileg
vandamál ýmiss konar orðin
óyfirstíganleg.
Annað vandamál og engu
minna er hitinn sem myndast
á kísilflögunni. Hver rás gefur
frá sér hita og þó sá hiti sé
örlítill, safnast þegar saman
kemur, sérstaklega þegar búið
er að pakka saman á örsmáa
flögu milljónum smára, en þá
er hitinn orðinn eins og í bak-
araofni. Þetta er eitt af þeim
vandamálum sem Intel lenti í
við framleiðslu á 66 MHz Pen-
tium-örgjörva sínum. Fram-
leiðendur hafa meðal annars
brugðist þannig við að minnka
spennuna sem örgjörvinn þarf,
en ofurtölvuframleiðendur
fara þá leið að baða örgjörvana
í fljótandi lofttegundum, sem
hentar líklega ekki í heimilis-
tölvu.
Lausnarorðið er ljósleiðari
Örgjörvahönnuðir eru í
kapphlaupi við tímann, því
ekld má stöðva framþróunina.
Á næstu árum eiga RISC-
örgjörvar eftir að leysa af
hólmi ClSC-örgjörva og á með-
an leita menn nýrra leiða. Þar
ber hæst ljósleiðaratækni, þ.e.
leysigeisla er beint á efni sem
er ýmist gagnsætt eða ekki
eftir því hvernig ljósið fellur á
það. Þannig má gera örgjörva
sem byggjast á ljósrofum;
milljónum leysigeislagjafa er
komið fyrir á flögu og beina
Ijósinu að annarri flögu úr ljós-
næmu efni. Slíkir örgjörvar
væru meiri um sig en þeir sem
notaðir eru í dag, en hefðu
þann kost að reikna á ljós-
hraða, aukinheldur sem vanda-
mál vegna þéttleika rásanna í
núverandi hönnun, þegar raf-
eindir í einni rás trufla raf-
eindir í annarri vegna nálægð-
arinnar, eru úr sögunni. Ókost-
ur við þessa lausn er að gríðar-
lega dýrt verður að koma slík-
um örgjörva á framleiðslustig
og fáir framleiðendur til í
leggja fé í annað eins happ-
drætti.
Aðrar lausnir hafa einnig
verið nefndar, þar á meðal að
hætta að nota sílíkon og nota
önnur efni, til að mynda gall-
íum arseníð líkt og notað er í
örgjörva í Cray-ofurtölvunum,
en það er afskaplega dýrt og
verður ekki nema til að skjóta
vandanum á frest, því gallíum
arseníð er líka búið til úr frum-
eindum.
DRAUMURINN um talandi tölvur er
lífseigur, enda sér hver í hendi sér
hve mikill kostur er ef tölva getur
rætt við notandann um daginn og
veginn, tekið við munnlegum fyrir-
mælum, minnt á stefnumót eða svar-
að í síma. Tölvur sem skilja talað
má! eru framtíðarmúsík, að mati
sumra fræðimanna eitthvað sem aldr-
ei næst, en talgervlar eru víða til.
Þeir talgervlar sem notaðir eru í
dag eru alltakmarkaðir, enda meira
en segja það að kenna tölvu að tala,
þ.e. að geta flutt skrifaðan texta á
skiljanlegu máli. Mannsheilinn er einu
sinni svo margfalt fullkomnari en
tölvan og verður um fyrirsjáanlega
framtíð og að þeklq'a texta er flókið
ferli og ekki að fullu þekkt.
Hagnýtt gildi talgervils er augjóst,
eins og áður er getið, en þó þeir sem
á markaði eru séu ekki fullkomnir
eru þeir allnokkuð notaðir, sérstak-
lega létta þeir blindum lífið, sem
meðal annars geta kynnt sér texta
Morgunblaðsins með aðstoð tölvu sem
les fréttir blaðsins. Glíman við að
hanna hljóðgervil sem les á óbjagaðri
ísiensku er því spennandi viðfangs-
efni.
Fyrirtækið TölvuMyndir hefur þró-
að íslenskan talgervill sem sýndur
verður á tölvusýningunni í Laug-
ardalshöll. Talgervillinn heitir Óðinn
og er alíslenskur, þ.e. ekki byggður
á erlendri fyrirmynd. Ekki þarf annan
búnað en þokkalega öfluga tölvu með
hljóðkorti til að nota Óðinn og má
láta hann lesa ýmiskonar texta.
Byggt á bragfræði
dróttkvæðanna
Þorgeir Sigurðsson, hönnuður for-
ritsins, segist hafa gefíð gervlinum
heitið Óðinn vegna þess að samkvæmt
goðafræðinni fann Óðinn rúnimar
sem gerðu mönnum kleift að skrá
norrænt mál og vegna þess að Óðinn
talaði í hendingum og var guð skáld-
skaparins, en forritið Óðinn notar
ýmsar bragfræðilegar reglur drótt-
kvæðanna til að tala.
„Ég er rafmagnsverkfræðingur og
sérhæfði mig í gerð talgervla á náms-
árunum, en það var ekki fyrr en ég
fór í nám í íslensku og kynnti mér
gerð dróttkvæða, stuðla og hendinga
sem mér datt í hug hvemig gera
mætti hinn fullkomna talgervil. Ég
held því fram að stuðlar og hendingar
dróttkvæða séu mjög gagnleg hugtök
þegar reynt er að þróa talgervla, hvort
sem er á íslandi eða annars staðar,"
segir Þorgeir. Hann segir að í raun
eigi talgervillinn fímmtán ára aðdrag-
anda, en lokahönnun fór fram hjá
fyrirtækinu TölvuMyndum.
„TölvuMyndir eru hugbúnaðarfyr-
irtæki sem tekur að sér smíði ýmiss
konar forrita til sérstakra verkefna.
Við höfum ekki í hyggju að smíða
sjálfír forrit sem notar tal heldur að
gera forrit sem gagnast geti öðram
forritum og forritapökkum. Tal-
gervillinn á ekki aðeins að geta gagn-
ast fötluðu fólki, t.d. blindum við að
lesa eða mállausum við að tala, held-
ur á hann að gagnast venjulegu fólki,
t.d. má láta tölvuna lesa jafnóðum
og sleginn er texti inn í ritvinnslufor-
riti og heyra hvort rétt sé slegið inn
án þess að líta á skjáinn. Útlendingar
geta heyrt framburð á íslensku og
æft sig í honum og forritið getur les-
ið texta í gegnum síma og almenn
tölvuforrit geta gefíð ýmis munnleg
fyrirmæli, ýmis kennsluforrit má út-
færa fyrir börn sem era að læra að
lesa og skrifa og svo mætti lengi
telja," segir Þorgeir.
TölvuMyndir fengu styrk frá Rann-
sóknaráði í vor til að þróa forritið.
Okkur er mikið í inun að sýna að
þessum fjármunum sé vel varið,“ seg-
ir Þorgeir, en eins og áður er rakið
hyggjast TölvuMyndir sýna tal-
gervilinn á tölvusýningunni í Laugar-
dalshöll.
Þorgeir segir að yfírleitt hafí tal-
gervlar verið þeim annmörkum háðir
að rödd þeirra sér afskaplega óeðli-
leg, hrynjandi ankannaleg og jafnvel
sé framburður illskiljanlegur. „Til
þess að þetta sé fýsilegt þarf tölvan
að hljóma vel og vera sem líkust raun-
veralegi mannsrödd. Þannig hafa tal-
gervlar yfírleitt ekki verið, ekki einu
sinni talgervlar sem hannaðir hafa
verið fyrir tungur stórþjóðanna.
Til er íslenskur talgervill sem bygg-
ist á sænskri vél sem aðlöguð hefur
verið á íslensku. Sá talgervill hefur
verið lengi í þróun og margir hafa
komið nálægt gerð hans, m.a. Há-
skóli íslands en árangurinn er tölva
sem margir eiga erfítt með að skilja,“
segir Þorgeir.
„Við bjóðum fólki að koma í Laug-
ardalshöll og skoða þá útgáfu af
Óðni sem við eigum núna tilbúna.
Þessi útgáfa er mjög lítil og einföld,
forritið og öll gögn sem því fylgja
komast fyrir á einni diskettu, en engu
að síður hljómar hún a.m.k. jafnvel
og sams konar forrit fyrir erlend
tungumál. Framhald þróunarinnar er
síðan að bæta við röddum, en nú
hefur tölvan karlmannsrödd, og einn-
ig að auka hljómgæði, fara úr 8 bitum
í 16, gera kleift að lesa á mismun-
andi hraða og skerpa áherslur."
I
I
I
l
i
i
Word
handbókin
bókin sem eykur afköstin
* Betri vinnubrögð
* Aukin afköst
; • Bætt ímynd
* Myndrænn
leiðarvísir
í • Minnispunktar
fyrír byrjendur
\ • Sjálfsnámsvísir
l • Spannar Word 6
og einnig Word 7
fyrir Windows 95
Dreifing: Offsetfjölritun 1 Simi: 562 7890
> Spannar Word 6 og Word 7
> Fyrir byrjendur
> Fyrir lengra komna
> Nytist vel i nami og starfi
Kristin I. Jonsdottir
Svcinn Baldursson
FÆST í ÖLLUNl HELSTU TÖLVU- j
06 BÓKAVERSLUNUM
Borgara-
kort
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
svokölluð „borgarakort" haslað
sér völl víða. Þau eru sömu stærð-
ar og venjuleg greiðslukort, en
eru úr sterku plastefni sem þolir
100 gráðu hita og geta geymt
allt að 6,6 Mb af upplýsingum,
s.s. texta, myndir og hljóð, allt
sem hægt er að geyma með staf-
rænum hætti og ekki viðkvæm
fyrir seguláhrifum eða hitabreyt-
ingum.
Margföld geymslugeta
Önnur kort, til að mynda síma-
kort, geta aðeins geymt 128 Kb
og venjuleg greiðslukort geyma
yfirleitt aðeins raðnúmer. Borg-
arakortin spara því tíma, fé og
fyrirhöfn, auk þess sem þau eru
fullkomlega traust. Hvar sem fer
fram það, sem kallað er færsla,
má með auðveldum hætti ein-
falda alla vinnslu, eins og t.d.
’ LaserCard ISr '
>
DÆMl um borgarakort.
innslátt upplýsinga og úrvinnslu
gagna. Þar sem reýnsla er komin
á borgarakortin hefur náðst
verulegur sparnaður, en talið er
að á 5-10 árum geti þau sparað
heilbrigðiskerfinu útgjöld upp á
10-15%.
Svo dæmi sé tekið geta þau
m.a. geymt sjúkraskrá sjúklinga,
röntgenmyndir, skrá yfir lyfja-
notkun og komutíma, auk allra
nauðsynlegra upplýsinga. Til
þess að koma í veg fyrir misnotk-
un, er hægt að koma fyrir per-
sónubundnum upplýsingum í
stafrænu formi, eins og t.d.
fingraförum, mynd og undir-
skrift, auk leyninúmers. Bæði er
hægt að hafa kortin „opin“ og
„læst“. Með sérstökum búnaði
er hægt að bera saman t.d. fm-
graför notanda og þau fingra-
för, sem komið hefur verið fyrir
í stafrænu formi í kortinu.