Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 12
12 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR því sem tölvu- og mótalda-
eign hefur orðið almennari hafa
bankarnir brugðist við með því að
bjóða upp á aukna þjónustu, sem
felst í að hver geti sinnt hluta
bankaviðskipta sinna heiman frá
sér. Það sparar vinnu og umstang
í bankanum og gefur fólki mögu-
leika á að halda betur utan um
fjárhaginn, fylgjast af meiri ná-
kvæmni með honum og sinna
bankastússi þegar notandanum
sjálfum hentar.
í sjálfu sér hefur það verið
mögulegt í fjölmörg ár að tengjast
banka, en slík tenging hefur yfir-
leitt aðeins nýst fyrirtækjum og
opinberum aðilum. í seinni tíð
hefur mótöldum aftur á móti fjölg-
að og samtímis hafa einkatölvur
orðið öflugari og því einfaldara
að tengjast öðrum tölvum, ekki
síst fyrir tilstilli Windows.
Ólíkar leiðir
Leiðir banka og sparisjóða í
tengingum eru ólíkar; þannig
bjóða Landsbanki, íslandsbanki og
Búnaðarbanki upp á beinlínuteng-
ingu í upphringisambandi, það er
tölva notandans tengist bankanum
og með skjáhermi er sem notand-
inn sé að vinna á tölvu bankans.
Sparisjóðirnir fara aftur á móti
þá leið að tölva notandans les inn
á skjáinn skjámynd frá sparisjóðn-
um sem á eru þeir möguleikar sem
viðskiptavinurinn hefur aðgang
að. Þeir sem þekkja alnetið ættu
að kannast við slíka skipan, því
hún er alsiða þar, að notandinn
er með forrit sem birtir upplýs-
ingar á skjá eftir því sem miðlarinn
sem tengst er segir til um.
Heimabanki íslandsbanka
íslandsbanki kynnti fýrir stuttu
svonefndan Heimabanka, sem er
bein tölvutenging einstaklinga og
heimila við bankann. I Heima-
bankanum geta viðskiptavinir
sinnt bankaviðskiptum sínum á
tölvu, hvort sem er heima við eða
á vinnustað.
Heimabankaforritið er einfalt í
uppsetningu og handbók fylgir
með um hvemig eigi að nota
Heimabankann sjálfan. Þegar not-
andi fer inn í Heimabankann
hringir tölva hans beint í Heima-
bankatölvu íslandsbanka þannig
að notendur em ávallt beintengdir
bankanum á meðan á notkun
stendur. í Heimabankanum hafa
viðskiptavinir aðgang að öllum
sínum reikningum hjá 'íslands-
banka, en inn í hvem Heimabanka
er hægt að setja fleiri en einn fjöl-
skyldumeðlim til að ná betri heild-
armynd af fjármálum heimilisins.
í kynningu frá íslandsbanka
segir að í Heimabankanum sé
hægt að skoða allar færslur á
tékka- og innlánsreikninga, prenta
út eigin reikningsyfirlit, sjá á einni
skjámynd stöður allra reikninga
notanda, miliifæra á reikninga í
hvaða banka sem er, greiða gíró-
og greiðsluseðla, skuldabréf og
víxla, sjá færslur strax og þær
hafa verið gerðar, fylgjast með
stöðunni á VISA og Eurocard
kreditkortum, reikna út greiðslu-
byrði lána og heildarkostnað við
lántöku, fletta upp á heimilisfangi
eða kennitölu í þjóðskrá og senda
starfsfólki bankans tölvupóst.
Tryggt öryggi
Þar segir einnig að hægt sé að
prenta út úr Heimabankanum yflr-
íit yfir allar framkvæmdar aðgerð-
Heimabankar,
einkabankar
og heimalínur
EINK BANKI / .
AN N A
SPARISJ
FjérmnlnhiiBbúnBðuf
" heinilliiiiis
BÚNAOARBANKI ÍSLANDS
BRNKINN
Bankar og sparisjóðir
kynna nú af kappi
ýmislega tölvuþjón-
ustu sem þeir bjóða
notendum aðtengj-
ast með aðstoð
einkatölvunnar, en
hver hefursinn svip
og sínar áherslur.
ir og einnigi geti notendur sent
kvittun til móttakanda greiðslu
eða á sjálfan sig, til að mynda til
að láta fólk vita af t.d. millifærslu
framkvæmdri í Heimabanka eða
til að minna sig á greiðslu sem
hefur verið framkvæmd. Einnig
fylgir með Heimabankanum
stimpill sem hægt er að nota til
að stimpla t.d. gíróseðla sem
greiddir hafa verið í Heimabankan-
um.
Hver notandi hefur sitt eigið
lykilorð sem hann getur breytt að
vild, auk þess sem hvert eintak
af Heimabankanum er sérstakt
þannig að enginn getur unnið með
aðra reikninga en sína eigin eða
þá sem viðkomandi hefur umboð
fýrir. Til að setja Heimabankann
á PC tölvu þarf Windows 3.x eða
Windows 95. Macintosh útgáfa
Heimabankans þarf System 7 eða
nýrri útgáfu. Mótaldið getur verið
allt fré 2.400 baud upp í 28.800
baud, en 14.400 baud er ráðlegt
til að tryggja góðan svartíma.
Heimabanki sparisjóðanna
Hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna
hefur verið unnið að svonefndum
Heimabanka sparisjóðanna frá því
í vor, en þáð er að stofni til loka-
verkefni þriggja nemenda í Tölvu-
háskóla Verzlunarskólans. Þegar
er búið að hanna forritð fýrir
Windows og NT notendaskil og
Macintosh-útgáfa er væntanlegt í
haust. Heimabanki sparisjóðanna
verður opnaður núna um mánaða-
mótin.
Sparisjóðirnir fóru aðra leið en
íslandsbanki, sem er með bein-
tengingu, en byggja upp biðl-
ara/miðlara umhverfi og útfærðu
þannig að viðmóti biðlara er stýrt
frá miðlara; viðmótið er því alltaf
sótt til hans. Þannig er á einfald-
an hátt hægt að bæta við og/eða
breyta þjónustum án breytinga á
biðlarahluta og þannig sparast
umtalsverð vinna í notendaþjón-
ustu. Samskipti biðlara við miðl-
ara fara fram með upphringisam-
bandi sem ræðst af öryggissjón-
armiðum því að mati sparisjóð-
anna geta aðrir tengimöguleikar
gætu leitt til misnotkunar.
Kerfið skiptist í tvo hluta, ann-
ars vegar stjórnhluta (miðlara)
og hins vegar notandahluta (biðl-
ara). Þessir tveir hlutar eiga sam-
skipti yfir símalínu og er stjórn-
hlutinn í vörslu sparisjóðanna, en
notandahlutinn í höndum við-
skiptavinarins. Engrar sérstakrar
þekkingar er krafist, annarrar en
að kunna að notfæra sér glugga-
umhverfi, hvorki við uppsetningu
né notkun.
Þjónustuflokkar sendir
til biðlara
Miðlarinn heldur utan um við-
skiptavini sem hafa fengið úthlut-
aðan aðgang að kerfínu og þær
þjónustur sem þeim standa til
boða. Hver þjónusta er skilgreind
af umsjónarmanni kerfisins og
þjónustum hópað saman í þjón-
ustuflokka til að einfalda úthlutun
þeirra. Þessir þjónustuflokkar eru
síðan sendir yfir til biðlara og
birtast þar í valmynd.
Fyrir hveija þjónustu er búið
til viðmótsform, skjámynd, sem
sent er yfir línuna frá miðlara til
biðlara þegar beðið er um hana.
Þegar aðgangi er úthlutað fær
viðkomandi afhent forrit biðlar-
ann sem gerir honum kleift að
hringja inn og tengjast. Þá er
aðgangur hans athugaður og hon-
um sendar upplýsingar um þá
þjónustuliði sem hann hefur að-
gang að. Viðskiptavinur getur svo
valið þá þjónustu sem honum
hentar og er þá viðkomandi við-
mótsform sótt til miðlara og birt
á biðlaranum.
Viðskiptavinur notar biðlarann
eins og hvert annað forrit á tölvu
sinni. Biðlari hringir og tengist
við miðlara, túlkar og birtir við-
mót á skjá, fyllir út form og send-
ir beiðnir um þjónustu til miðlara,
tekur við gögnum frá miðlara og
setur á viðeigandi stað í forminu
og leyfir notkun klemmuspjalds
til flutnings gagna yfir í önnur
Windows-forrit, til að mynda Exc-
el eða Word.
Miðlari svarar símtalinu og
kemur á jambandi, framkvæmir
þær aðgerðir sem biðlarinn óskar
eftir, er milliliður í samtalinu við
gögn stofnunarinnar og fylgist
með að hver viðskiptavinur hafi
einungis aðgang að þeim upplýs-
ingum sem honum tilheyra. Hann
geymir skilgreind viðmót og að-
gerðir þjónustu fyrir biðlara,
geymir upplýsingar um viðskipta-
vini, stjórnar aðgangi viðskipta-
vina, sendir viðmót yfir á biðlara,
tekur við beiðnum um aðgerðir
og framkvæmir þær, sendir gögn
sem aðgerð skilar til baka á biðl-
ara, gerir ráð fyrir fleiri en einni
tengingu í einu, skráir upplýs-
ingar um notkun og tryggir ör-
yggi-
Flestar aðgerðir
mögulegar
Að sögn Jón Ragnars forstöðu-
manns Tölvumiðstöðvar spari-
sjóðanna geta notendur séð stöðu
reikninga og fengið yfirlit, milli-
fært á milli eigin reikninga og
greitt víxla og skuldabréf, fengið
yfirlit yfir gengi og vexti spari-
sjóðanna og vísitölur. Einnig
bjóða sparisjóðirnir upp á sérstakt
fréttabréf fyrir þá sem tengjast.
Væntanlegt er fljótlega að not-
endur geti séð stöðuna á greiðslu-
kortareikningum og sent starf-
mönnum bankans tölvupóst.
Einnig er væntanlegt í sambandi
við þjónustu bankanna við húsfé-
lög að forsvarsmaður félagsins,
eða gjaldkeri geti kannað stöðu
reiknings þess og séð hvort fé
skili sér inn jafnóðum.
|Óþarfi aö gera veöur útaf færðinni! |
1 http://www. strengur. is/hafsjor/ RSKAR UPPL ÝStNGAR UM FÆRÐ OG VEÐUR | ALLAN SÓLARHRINGINN Á INTERNETINU HAF ■ UPPLYSlfJGAVriTA sjór m STRENGS HF.
I
i
í
I
i
i
i
i
i
i
(
(
I
(
I
.1
I
(
(
I