Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 20
20 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tölvunám í
Verzlunaskólanum
gluggastýrikerfisins til forritunar
fyrir Windows. Á seinni árum hafa
hlutbundnar aðferðir við hönnun
og forritun hugbúnaðarkerfa rutt
sér mjög til rúms. Þessi aðferða-
fræði hefur verið kennd um nokk-
urt skeið við skólann og er nú orð-
in ráðandi í þeim námskeiðum sem
snúa að forritun og hönnun.
Hagnýt þjálfun
Tölvunám hófst íVerzlunarskóla íslands fyrir sextán
árum og eykst með hverju ári. Nú er svo komið að fjölmörg-
um verður að vísa frá Tölvuháskóla Verzlunarskólans og
færri komast að en vilja ítölvunám öldungadeildar sem
Baldur Sveinsson segist rekja til mikillar umfjöllunar um
stýrikerfið nýja Windows 95.
GRUNNURINN að íslenskum há-
tækniiðnaði hlýtur að liggja í
menntun ungmenna og eðlilega
skiptir tölvunám æ meira máli.
Ýmsir möguleikar eru til staðar
fyrir þá sem kynnast vilja tölvum
og möguleikum þeirra, hvort sem
það er sem almennur notandi, eða
sem kerfisstjóri eða forritari, þar
meðal annars nám við Verzlunar-
skóla íslands, þar sem fræðast má
um tölvur á ýmsum stigum.
Tölvunám hófst í Verzlunar-
skóla íslands veturinn 1979-1980
með tengingu eins skjás inn á
Reiknistofu Háskóla íslands. Fljótt
kom í ljós að þetta var óaðgengi-
legt til notkunar við kennslu og
af fenginni reynslu af einni lítilli
Commodore Pet borðtölvu var
haustið 1980 ráðist í að útbúa eina
stofu með 28 Commodore CBM
8008 tölvum og kenna á þær það
eina sem hægt var að kenna á slík-
ar tölvur á þeim tíma, eða forritun
í BASIC.
Fljótlega kom fram þörf á að
nettengja tölvur skólans og varð
Verzlunarskólinn fyrstur íslenskra
skóla til að nettengja Commodore
tölvur, en þá vann hálfur bekkur
með eina 500 K diskettu sem
geymslumiðil. Með þessu var orðið
hægt að vinna ritvinnslu, og nota
töflureikninn Visicalc og prenta
niðurstöður út á nettengdan prent-
ara. Þegar skólinn flutti í nýtt
húsnæði að Ofanleiti 1 í janúar
1986 urðu tölvuver skólans þijú.
Eitt var notað til ritvinnslu og vél-
ritunarkennslu á öðru námsári eða
í 4. bekk, en tvö til kennslu í forrit-
un og notkun á ýmsum notenda-
hugbúnaði sem þá var kominn á
almennan markað.
Haustið 1986 voru stofurnar
þijár búnar PC samhæfðum tölv-
um og síðar tengdar með einu af
fyrstu Novell-netum sem sett voru
upp á íslandi. Þessar PC tölvur
þóttu hafa runnið skeið sitt árið
1990 og var þeim þá skipt út fyr-
ir 16 megariða 386 tölvur sem þá
voru samtengdar í tvö net, sem
þó voru tengd saman. Smám sam-
an breyttust áherslur á þann veg
að hlutur forritunar í skyldunámi
minnkaði og hlutur notendahug-
búnaðar jókst. Þegar ákveðið var
að Windows skyldi tekið upp á
öllum vinnustöðvum var endan-
lega horfið frá almennri forrit-
unarkennslu óg forrit eins og
Microsoft Word, Microsoft Excel,
Microsoft Access og Opus Allt
urðu allsráðandi í kennsluskrá
skólans. Skólinn býr nemendur
undir að vinna á almennum mark-
aði og því leggur hann metnað
sinn í það að kenna þeim vel á
þau forrit sem kennt er á en læt-
ur ekki nægja að tæpa rétt á því
hvernig þau eru notuð.
Á síðasta ári var endanlega
ákveðið að hætta notkun ritvéla
og kenna þess í stað á hnappa-
borð tölvu. En þar sem skólinn
leggur áherslu á að halda utan
um það sem nemendur eru að
gera var samið forritið Ritvélin.
Það var samið af einum fyrrver-
andi nemanda í samvinnu við skól-
ann. Það líkir eftir ritvél svo mik-
ið sem æskilegt þykir, en öll um-
sjón með því hvað nemendur vinna
og hve rétt þeir vinna er undir
eftirliti kennara, sem ræður því
hvaða verkefni eru sett fyrir, en
forritið leyfir ekki skil fyrr en
rétt hefur verið vélritað.
Nú í haust var Windows 95 tek-
ið í notkun á öllum vinnustöðvum
skólans. Notendur þar hafa ekki
sína eigin vinnustöð, heldur geta
sest inn í hvaða tölvuver sem er
og tengst þar netinu og eiga þá
að fá sitt eigið umhverfí með sér
og aðgang að sínum skjölum.
Skólinn rekur einnig öldunga-
deild og tölvuháskóla. Aðsókn að
námi skólans hefur ætíð verið mik-
il og síðastliðið sumar jókst aðsókn
að tölvuháskólanum. Aðsókn að
tölvunámi á vegum öldungadeildar
hefur líka aukist verulega og er
nú þrefaldur sá fjöldi sem mest
hefur verið undanfarin ár, en að
mati kennara við skólann ræður
þar mestu, að mati Baldurs Sveins-
sonar, kennara við skólann, mikil
umfjöllun um Windows 95.
Um tölvuháskóla VÍ
í haust hófst níunda starfsár
Tölvuháskóla Verzlunarskóla ís-
lands, TVÍ. Skólinn er nú fullskip-
aður með 145 nemendur. Mjög
mikil aðsókn hefur verið að skólan-
um undanfarin ár og var í þetta
sinn ekki hægt að bjóða öllum
umsækjendum skólavist. TVÍ er
skóli á háskólastigi sem veitir 62ja
eininga nám í kerfísfræði. Nem-
endur útskrifast með námstitilinn
kerfisfræðingur TVÍ. Á starfstíma
skólans hafa útskrifast um það bil
180 kerfisfræðingar. Flestir þeirra
starfa í hugbúnaðarfýrirtækjum
og tölvudeildum fyrirtækja, aðrir
fást við notendaþjónustu eða sölu
á hugbúnaði, enn aðrir stunda
■ tölvukennslu í framhaldsskólum og
loks er nokkur hópur sem nýtir
kerfisfræðiþekkingu sína við ýmis
störf í viðskiptalífinu.
Myndræn forritun
TVÍ hefur þá stefnu að bjóða
nám og vinnuaðstöðu í takt við
þróun í tölvuheiminum, sem jafn-
framt mætir þörfum atvinnulífsins
á hveijum tíma. Námsskipan hefur
því verið endurskoðuð með stuttu
millibili og búnaður skólans í stöð-
ugri endurnýjun. Bóklega námið
felst einkum í forritun í ýmsum
forritunarmálum, kennslu í al-
gengustu stýrikerfum, hönnun
hugbúnaðar ásamt ýmsum öðrum
greinum tölvufræða. Viðfangsefni
nemenda eru yfirleitt úr viðskipta-
heiminum og lögð er áhersla á
hagnýtt gildi námsins.
Frá upphafi hefur hugbúnaðar-
gerð fyrir stýrikerfi með myndrænt
notendaviðmót verið kennd við
skólann, í fýrstu fyrir stýrikerfið
OS/2 og síðar Windows. Nú eru
þijú bókleg námskeið helguð þessu
efni en á þeim er kennt allt frá
hönnun myndræns notendavið-
móts, uppbyggingar Windows
Verklegri hlið námsins hefur
alltaf verið gert hátt undir höfði
og stefnt að því að nemendur hafi
öðlast verulega hagnýta þjálfun
þegar þeir ljúka námi. Verkleg
námskeið og lokaverkefni eru
fjórðungur af náminu. Nemendur
ljúka þremur 3ja vikna verklegum
námskeiðum á námstímanum. Þá
vinna þeir í litlum hópum að raun-
hæfum hugbúnaðarverkefnum
undir leiðsögn kennara. Á þremur
vikum breyta nemendur hugmynd
í hugbúnað og læra að hagnýta
þá þekkingu og vinnubrögð sem
þeim hafa verið kennd í bóklegu
greinunum. Þeir læra einnig verk-
efnisstjóm og hópvinnu en það er
mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla
að starfa við hugbúnaðargerð.
Á starfstíma sínum hefur skól-
inn átt samstarf við fjölmörg fyrir-
tæki og stöðugt er unnið að því
að styrkja tengslin við atvinnulífið.
Síðustu fjóra mánuði námstímans
vinna nemendur að lokaverkefni í
nánu samstarfi við fyrirtæki,
stofnanir eða aðra aðila utan skól-
ans. Markmiðið er að nemendur
vinni sjálfstætt að því að greina,
hanna og smíða nothæfan hugbún-
að og beiti til þess viðurkenndum
aðferðum við hugbúnaðargerð. Oft
leita nemendur sjálfir að viðfangs-
efnum hjá hugbúnaðarfyrirtækjum
og fleiri aðilum, en það færist í
vöxt að fyrirtæki snúi sér sjálf til
skólans og óski eftir samvinnu.
60 lokaverkefni
Alls hafa rúmlega 60 lokaverk-
efni verið unnin við skólann. Við-
fangsefnin hafa verið af ýmsum
toga. Tæpan þriðjung má flokka
sem hefðbundinn viðskiptahug-
búnað, en þar á meðal eru birgða-
og sölukerfi, eigna- og fyrninga-
bókhald, starfsmannabókhald og
fleira. Nokkur kerfi hafa verið
skrifuð til þess að halda utan um
gagnasöfn til dæmis lögbýli á
Islandi, íslensk hross og mynda-
söfn. Þijú kennsluforrit hafa verið
skrifuð, nokkur hópvinnukerfi,
fréttastofukerfí, atvinnuleysis-
skráningarkerfi, hleðslustjórnun
flugvéla og svo mætti lengi telja.
í lokaverkefnum gefst einnig kjörið
tækifæri til þess að gera tilraunir
með nýjan þróunarhugbúnað og
prófa ýmsar hugmyndir. í þessum
hópi eru til dæmis verkefni þar sem
fengist var við myndræna fram-
setningu gagn’a frá miðlægu
gagnasafni á AS/400 tölvu. Einnig
má nefna hugbúnað fyrir heima-
banka sem byggir á nýstárlegum
hugmyndum um samband not-
endaforrits við þjónustuforrit á
móðurtölvu.
Vinnu nemenda við lokaverkefni
lýkur formlega með kynningu sem
fer fram í skólanum í byijun maí.
Kynningin er auglýst og öllum er
heimill aðgangur.
Slóðin á heimasíðu Tölvuháskól-
ans er http://www.tvi.is/
Tölvu- og hugbúnaður
Verzlunarskólans
VERZLUN ARSKÓLI íslands er
búinn 179 PC vinnustöðvum
sem allar eru tengdar saman
með Novell netkerfi. Flestar
eru vinnustöðvarnar í sér
kennslustofum en aðrar dreif-
ast um vinnuherbergi kennara,
bókasafn, raungreinastofu og
skrifstofu. Geislaprentarar eru
í öllum tölvustofum, bókasafni
og skrifstofu. Windows 95 stýri-
kerfið þjónar öllum tölvunum
og Windows NT er á hluta
þeirra.
Á netkerfum skólans er Skjá-
fax, IBM RS/6000 UNIX tölva
og AS/400 tölva. Þá er skólinn
tengdur alnetinu. Þrjár
margmiðlunartölvur eru á
bókasafni skólans þar sem
fletta má upp í sex stórum al-
fræðiorðasöfnum, sem hafa
bæði tal, mynd og texta, auk
25 annarra smærri upplýsinga-
safna. Hægt er á bókasafninu
að prenta út upplýsingar úr
alfræðiritunum í lit á bleksp-
rautuprentara.
Eftirtalin forrit eru aðgengi-
leg frá öllum vinnustöðvum og
kennd, ýmist í skólanum eða á
námskeiðum:
Microsoft Word 7, Microsoft
Excel 7, Microsoft Access 2,
MS-DOS, Microsoft Windows
95, Microsoft Visual Basic 3,
Microsoft PowerPoint 7, Opus-
Allt, Ritvélin, Corel Draw, og
Microsoft Publisher 2. Kennar-
ar hafa að auki aðgang að Peg-
asus tölvupóstforriti, alnets-
tengingu og ýmsum kennslu-
og hjálparforritum.
Skrifstofa skólans hefur til
afnota: Nemendaskrá - sér-
smíðað, BOS-bókhaldskerfi,
Skjáfax, Bankalínu Islands-
banka, Þjóðskrá og Office.
Bókasafn skólans er tengt við
eftirtöld upplýsingakerfi: Is-
mennt, lagasafn, Morgunblaðið,
bifreiðaskrá, þjóðskrá, Gegni,
Feng og Metrabók. Tölvuhá-
skólinn hefur sérstakan aðgang
að eftirtöldum forritum:
OS/400 og hjálparforrit á
AS/400, AIX á RS/6000, Bor-
land Turbo Pascal, Microsoft
Visual Basic, Borland C++,
Microsoft Visual C++, Perl,
Microsoft Access, Microsoft
SQL server, Oracle Power
Objects, Netscape, Telnet, FTP
o.fl., Microsoft Project, Micro-
soft Delta MathCad, Innsýn og
LView.