Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 9 Stjórnarfundur SVFÍ á Úlfijótsvatni Fundarmenn túlka niður- stöðurnar ólíkt GUNNAR Tómasson, varaforseti Slysavamafélags íslands, og Reynir Ragnarsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Víkveija, komast að ólíkri niðurstöðu varð- andi stjórnarfund sem SVFÍ hélt á Úlfljótsvatni um síðustu helgi. Gunnar segir að allt sé fallið í ljúfa löð innan félagsins, sættir hafi tek- ist milli stjómar og óánægjuhóps- ins, sem hann nefndi svo, um starfs- mannamálin. Reynir segir að staðan hafi ekkert breyst og mikil óánægja sé innan félagsins. „Það er komin sátt um þetta mál og ekkert meira um það að segja. Það voru á fundinum fulltrúar þessa óánægjuhóps og menn tókust í hendur um lyktir málsins. Það er því kominn á starfsfriður og engar róttækar breytingar í aðsigi," segir Gunnar. Reynir segir að starfsmannamál- in hafi verið rædd í upphafi fundar- ins. Engin niðurstaða hafi fengist og skipuð hafi verið þriggja manna sáttanefnd til að fjalla um málið. „Það voru uppi tvær skoðanir, þeirra sem finnst uppsagnirnar vera óréttmætar og svo þeirra sem stóðu að þeim og finnst þær réttmætar," segir Reynir. Varla aðhafst frekar Reynir sagði að skipta mætti fulltrúum á fundinum í tvennt, ann- ars vegar þá sem eru óánægðir og vilja breytingu og þá sem vilja reyna að þagga niður óánægjuraddir og fá starfsfrið, burtséð frá réttu eða röngu. „Ég efast um að við aðhöfumst nokkuð frekar fram að landsþingi. Það virðist vera þýðingarlaust að ræða þessi mál,“ sagði Reynir. Skipuð var nefnd á fundinum, skipuð fulltrúum úr báðum hópum, sem vann að lausn deilna um starfs- mannamál félagsins. Hennar niður- staða varð sú að slíðra sverðin. Bæjarstjóraskipti í Snæfellsbæ Stefán Garðarsson bæjarstjóri hættir STEFÁN Garðarson, bæjarstjóri í vikna frí frá bæjarstjórastörfum til Snæfellsbæ, hefur sagt starfí sínu að sinna ákveðnum verkefnum fyrir lausu, en hann hefur verið ráðinn Snæfelling hf. Hann hefur nú ákveð- framkvæmdastjóri hjá útgerðarfé- ið að halda störfum áfram fyrir félag- laginu Snæfellingi hf. Jafnframt hef- ið og segja bæjarstjórastarfínu lausu. ur bæjarstjórn gert samkomulag við Auglýst verður eftir nýjum bæjar- Örn Ti-yggva Johnsen bæjarritara stjóra um helgina. um að hann gegni starfi bæjarstjóra Stefán hefur verið bæjarstjóri þangað til nýr bæjarstjóri hefur ver- Snæfellsbæjar frá stofnun sveitarfé- ið ráðinn. lagsins á síðasta ári. Hann var áður Stefán fékk í sumar nokkurra bæjarstjóri í Ólafsvík. Tveir nýir prófastar •SÉRA Guðmundur Óli Ólafsson sóknarprestur í Skálholtsprestakalli hefur verið skipaðu prófastur í Árnes- prófastsdæmi frá 1. október nk. Séra Tómas Guðmunds- son, fráfarandi prófastur og sókn- arprestur í Hvera- gerði, lætur af embætti á sama tíma að eigin ósk. Séra Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi eða Garðaprestakalli eins og það heitir, hefur einnig verið sett- ur prófastur í Borgarfjarðarpróf- astsdæmi frá 15. september sl. Séra Jón heitinn Einars- son prestur á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd gegndi því embætti áður. Guðmundur ÓIi er fæddur árið 1927 í Reykjavík og varð stúdent í Reykjavík 1949. Hann varð cand. theol. frá Háskóla íslands 1953 og stundaði framhaldsnám í Osló, Ham- borg og Tiibingen tii 1954. Honum var veitt Skálholtsprestakall 1955. Björn Jónsson er fæddur árið 1927 á Þverá í Blönduhlíð. Hann varð stúd- ent á Akureyri 1949 og cand. theol frá HÍ árið 1952. Hann stundaði framhaldsnám í kirkjusögu, trúfræði og kennimannlegri guðfræði við há- skólann í Tubingen 1956-57. Honum var veitt Keflavík 1952 og Akranes frá 1. janúar 1975. Þingflokkur Alþýðuflokksins Þröstur Olafs- son fram- kvæmdasljóri YÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins hefur ákveðið að ráða Þröst Ólafs- son, fyrrverandi aðstoðarmann utan- ríkisráðherra, framkvæmdastjóra lingflokksins í vetur. Rannveig Guð- mundsdóttir, for- maður þingflokks- ins, sagði að þing- flokkurinn hefði verið einhuga um ráðningu Þrastar á þingflokksfundi í liðinni viku. Hún sagði að ólíkt öðr- um þingflokkum hefði þingflokkur Alþýðuflokksins ekki ráðið til sín framkvæmdastjóra fyrr. „Nú erum við að breyta um hlutverk, fara í stjórnarandstöðu, og höfum ákveðið að ráða okkur framkvæmdastjóra til að aðstoða okkur við að vinna kröft- uglega að því að fara ofan í mál og leggja fram mál í vetur,“ sagði Rann- veig. Guðmundur Óli Ólafsson Björn Jónsson Þröstur Ólafsson ULLAJAKKARNIR KOMNIR. MAR6AR GERÐIR. VERÐ KR. 11.990. ATH. STRETCH BUXURNAR KOMNAR PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR Laugavegi 54, sími 552 5201 KIJLDAKAST IFLASH fTlLBÖÐl Vegna fjölda óska er barnamyndatöku tilboðið okkar framlengt til 3. okt. ] i Barna og Fjölskylduljósmyndir sírni: 588 7644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 Ljósmyndastofan Mynd sírni: 565 4207 3 Ódýrari PARTAR Kaplahrauni 11, sími. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. GRAM gerð Rými Itr. Kwst Hæð xDýptxBreidd Afb. verð Staðgr. HF-234 kista • 234 1,14 850 x 695 x 800 47.360,- 44.990,- HF-348 kista 348 1,44 850 x 695 X 1100 54.680,- 51.950,- HF-462 kista 462 1,70 850 x 695 x 1400 62.980,- 59.830,- HF-576 kista 576 1,79 850 x 695 X 1700 68.400,- 64.990,- FS-100 skápur 102 0,79 715 x 601 X 550 42.090,- 39.990,- FS-133 skápur 129 0,96 865 x 601 X 550 48.400,- 45.980,- FS-175 skápur 176 1,01 1065 x 601 X 550 54.700,- 51.960,- FS-150 skápur 145 0,97 865 x 601 X 595 49.990,- 47.490,- FS-250 skápur 237 1,17 1342 x 601 X 595 68.400,- 64.980,- FS-290 skápur 284 1,44 1542 x 601 X 595 79.830,- 75.980,- FS-340 skápur 330 1,49 1742 x 601 X 595 86.300,- 81.990,- Gefðu gæðunum gaum! fyrsta flokks IIæV. IIO+- HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 AmikbúsGögn á kosrnaöaRveRÖi FmbceK venð! STyrTRi opnunaRTÍan - Lœgua venð Opið frá kl. 12-18.30 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.