Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þríþætt formvinna HAFDÍS Ólafsdóttir: Straumar. Trérista, 1995. Hátt í þqa- tíu þúsund gestir NORRÆNU samsvninminni MYNPLIST Listasafn Kópavogs - Gcróarsafn MÁLVERK/GRAF- ÍK/BLÖNDUÐ TÆKNI Kristín Geirsdóttir/Hafdís Ólafsdótt- ir/Þóra Sigurðardóttir. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 8. október. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrár ókeypis í GERÐARSAFNI eru sýningar- rýmin þijú vel aðgreind, og hentar því vel að hafa samtimis uppi ólíkar einkasýningar, þar sem áhorfendur geta gengið á milli sala og kynnt sér mismunandi vinnubrögð iistafólks. Um þessar mundir standa yfir sýn- ingar á verkum þriggja listakvenna, sem vinna hver með sinn miðil, en eru þó allar að takast á við formið og miðilinn með einum eða öðrum hætti. Hafdís Ólafsdóttir vinnur í grafík og Kristín Geirsdóttir sýnir hér málverk, en báðar eru þær bæjar- listamenn Kópavogs 1995 og því vel við hæfi að þær sýni verk sín á þess- um stað. Þóra Sigurðardóttir nálgast viðfangsefni sín úr nokkuð annarri átt, en hún vinnur út frá rýminu með blandaðri tækni. Hafdís Ólafsdóttir Þetta er fjórða einkasýning Haf- dísar, en hún hefur í rúman áratug tekið þátt í miklum fjölda samsýn- inga á grafík, bæði hér á landi og erlendis, en hún hefur verið virk í félaginu Islensk grafík um árabil og verið kennari á þessu sviði við MHí frá 1985. Hafdís hefur einkum orðið þekkt fyrir að vinna með tréristur, og þær eru uppistaða sýningarinnar; einnig eru hér nokkur verk þrykkt af kopar- plötum, og er litvinnsla listakonunn- ar ekki síðri í þessurn verkum en í tréristunum, eins og „í grænu hafi“ (nr. 2) ber glöggt vitni um. Eins og stundum áður hefur Haf- dís tekið fyrir ákveðið viðfangsefni, sem öll verk sýningarinnar tengjast MYNDLIST Gallerí Fold MÁLVERK Haukur Dór. Opið mánud.-Iaugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 8. október. Aðgangur ókeypis. ÞEIR sem leggja sig eftir að fylgj- ast með ferli einstakra listamanna taka fljótt eftir þegar breytingar verða á verkum þeirra, og fara þá gjarna að leiða líkur að hvað valdi þeim. Einfaldasta og um leið rétt- asta svarið felst oftast í að vísa til aukins þroska og víðsýni viðkom- andi listamanna, sem tíminn vinnur með líkt og hjá öðru fóiki. Þau verk sem Haukur Dór sýnir hér að þessu sinni vitna um tals- verða breytingu á list hans frá sýn- ingu sem hann hélt um svipað leyti á síðasta ári. Vinnúbrögðin eru um flest hin sömu, og enn hljóta áhorf- endur að undrast það samspil áferð- ar og lita, sem listamaðurinn nær fram með að nota pappír á mark- vissan hátt í verkum sínum; breyt- ingin felst hins vegar í viðfangsefn- um málverkanna og þeim litum, sem eru nú mest áberandi í þeim. með einum eða öðrum hætti; að þessu sinni er yfírskriftin „Vatn“, og verk- in fylgja því eftir. í þessu efni finnur listakonan gífurlega fjölbreytni, sem skilar sér hér í ríkulegum myndflöt- um. Línuspilið er nú nokkuð einfald- ara en áður, en skapar myndunum samt ákveðna hrynjandi; styrkur þeirra liggur þó fyrst og fremst í lit- unum, sem Hafdís raðar saman af mikilli kost.gæfni. Tréristumar virðast að mestu unn- ar með krossviði, sem síðan er lif- andi þáttur í myndunum. Þær eru settar saman úr mörgum þrykkjum, þar sem litir, útskurðurinn og línur viðarins vinna saman og skapa hverri mynd ákveðinn heildarsvip. Lista- konan vinnur myndirnar hér að mestu í ákveðnum flokkum, sem standa vel saman. Þannig mynda verk nr. 10-14 og 16 skýran flokk mynda, og síðan nr. 17-21, þar sem sjónarröndin hátt í fletinum skapar jafnvel tilvísun til vatnaliljumynda Monet, sem er ekki fjarlæg hugsun þegar litið er til þeirra litasamsetn- inga, sem listakonan nær að laða fram í verkunum. Þessi þekkilegu verk eru í rökréttu framhaldi af því sem Hafdís hefur verið að fást við síðustu ár í grafík- inni, og gott dæmi um þá litadýrð, sem hægt er að skapa með jafn ein- földum verkfærum og grafíkin bygg- ir á. Kristín Geirsdóttir „Blábakki" er yfirskrift sýningar Kristínar Geirsdóttur í vestursal safnsins, sem og heiti eins málverks- ins á sýningunni. í þessu verki má finna nokkur helstu einkenni þess vinnulags, sem Kristín hefur tamið sér og sem má lesa úr öllum málverk- unum hér, stórum sem smáum. Þar ber fyrst að telja afar fínlega vinnu með litina, sem eru lagðir á í þunnum lögum, hver á fætur öðrum, þannig að birta fyrri áferða kemur ætíð í ljós undan yfirborðinu; í forminu vinnur listakonan einkum með fern- inga, krossa og tígla, sem hún notar ýmist í yfirborðinu eða undir því, og beitir gjama til að skipta fleti mál- verksins í smærri einingar, sem síðan Á síðasta ári tengdust viðfangs- efnin öðru fremur ósigi-um manns- ins fyrir náttúrunni, og það var drungi yfir dökkum flötunum, þar sem bláir og svartir litir voru ríkj- andi, þó einnig hafi mátt fínna já- kvæðari tóna, einkum í ýmsum minni verkanna. Nú er miklum mun bjartara yfir heildarsvipnum en fyrr, meiri breidd í litavali - jafnvel heitir rauðir og gulir litir ríkjandi; úr- vinnslan er fjörugri og myndefnin eru að sama skapi fjölbreyttari". Með nokkrum rökum má segja að hér sé um afar eðlilega þróun að ræða - eftir að hafa kannað hin myrkari svið sé kominn tími til að líta til bjartari hliða mannh'fsins. Myndir um kærleik, samferðafólk, tímamót og fallegt sólarlag eru bein tilvísun til þessa, en um leið minnir Haukur Dór okkur á að ekkert er einhlítt í þessu lífi; óttinn, sorgin og einmanaleikinn eru hin hliðin á hamingjunni, gleðinni og öllu fjör- inu. Sem fyrr kemur Haukur Dór þessum vangaveltum best til skila með samanburði og flokkum mynda, sem vinna saman. „Um óttann“ I, II og III (nr. 2, 3 og 5) sýna okkur ímynd barnsins af cauðum, þrútnum KRISTÍN Geirsdóttir: Blábakki. Olía á striga. 1995. vinna saman með mismunandi litum. Þessar heildarlínur eru í góðu sam- ræmi við það sem Kristín hefur ver- ið að vinna að undanfarin.ár, þar sem samspil littóna hefur verið í fyrirrúmi og dýpt flatarins hefur verið hinn óræði þáttur hvers verks fyrir sig. Hið fyrrnefnda kemur hér vel fram í málverkum eins og „Skil“ (nr. 4), en hið síðamefnda virðist meginvið- fangsefnið í „Blábakki“ (nr. 2) og jafnvel „Nið“ (nr. 9), sem þarf að skoða frá ýmsum sjónarhornum til að dýpstu litimir komi í ljós. Að þessu sinni eru málverk Krist- ínar stærri en oft áður, og njóta rým- isins einkar vel. Einnig veitir salurinn ákveðna möguleika á samspili verka, sem listakonan nýtir sér t.d. í þeim andstæðum, sem „Hrím“ og „Afl“ (nr. 6 og 7) mynda með sínum tilvís- unum í heitt og kalt, eld og ís. Hér er á ferðinni fáguð úrvinnsla málverksins, þar sem athugun á möguleikum lita og rýmis í forminu eru í fyrirrúmi, líkt og áður hjá þess- ari vandvirku listakonu. karli sem ógn stendur af. „Mynd um kærleik“ (nr. 1) og „Mynd um sorg“ (nr. 18) eru eins upp byggð- ar, og sýna vel vald listamannsins á þeim atriðum, sem skipta öllu - öryggi faðmsins í fyrra tilvikinu og örvamtingu augnanna í því síðara. Myndirnar „Föstudagurinn langi“ I og II (nr. 17 og 8) eru sem logandi kyndlar vonar og birtu, og gjörólík- ar meðhöndlun listamannsins á sama viðfangsefni fyrir ári. Einn sterkasti þáttur sýningar- innar að þessu sinni eru hinar ýmsu myndir af fólki, sem birtist hér með öllum sínum kostum og göllum, en á þó alltaf hug okkar, einkum þegar það nær saman og skapar eina heild Þóra Sigurðardóttir Þóra Sigurðardóttir er fyrst og fremst að vinna með rýmið í verkum sínum á neðri hæð safnsins, eða eins og hún segir sjálf í sýningarskrá: „Á verkin má líta sem spurningar um staði í rýminu. Afmörkun þeirra, efni, innihald og tóm, innra rými og ytra. Um aðgengi og óaðgengileik, það augljósa og ósýnilega, um opna staði og lokaða.“ Verkin eru fimm talsins, og mið- ast að mestu við salinn og hvernig þau njóta sín þar; þijú þeirra eru á veggjunum, m.a. jarðleir, sem er þrykkt beint á vegginn og myndar eins konar brúnan renning þar, og tvö eru á gólfi. Auk þessa hefur lista- konan sett upp níu teikningar unnar á striga; hér verða til mynstur fyrir samspil lóðréttra og láréttra lína, þar sem femingar skapa reglu sem virk- ar sem mótvægi við aðra hluta sýn- ingarinnar. Þóra einkennir verkin ekki með öðru en þeim efnum, sem í þeim eru, og það er því áhorfandans að skoða þau til að meta þá þætti, sem hún nefnir að ofan. Málmdósir á plasti og glerplötu, aðrar hangandi í plasti, hálffylltar vatni, skeljabrot í grisju, svampfylling í púða - allir þessir þættir eru hluti þeirra ímynda sem settar eru fram. Hér eru á ferðinni spurningar, en ekki svör, eins og fyrr segir; þau verður hver að finna hjá sjálfum sér, eftir því sem áhuginn leiðir viðkom- andi. En þar sem spumingar um rými og tengsl þess við umhverfið hafa verið hafðar uppi í myndlistinni um áratuga skeið, og eru um sumt enn óljósar, er eins líkegt að mönnum finnist engin ástæða til að leita svara - spurningarnar nægi. Eiríkur Þorláksson eins og gerist t.d. í „Mynd um tíma- mót“ (nr. 10). Sem fyrr segir er ætíð gaman að velta vöngum yfir þeim breytingum sem verða á verkum einstakra lista- manna og leiða líkur að orsökum þeirra. Almennur þroski og framrás Iífsins er eðlilegasta skýringin, og vonandi verður svo enn um sinn; listamaður sem í engu breytir verk- um sínum árum saman er mögulega staddur í einhverri þeim kreppu, sem erfitt kann að komast frá. Með þetta í huga er rétt að hvetja listunn- endur eindregið til að líta inn á sýn- ingu Hauks Dórs og njóta þar birtu tímamótanna áður en henni lýkur. Eiríkur Þorláksson Hátt í þrjá- tíu þúsund gestir NORRÆNU samsýningunni Ljós úr norðri lauk síðastliðinn sunnudag í Listasafni íslands og að sögn Beru Nordal forstöðu- konu safnsins sóttu á bilinu 25. til 27.000 gestir hana. „Þetta er töluvert meiri aðsókn en við bjuggumst við þar sem sýningin stóð ekki nema í sex vikur. Það hefur verið gríðarlegur áhugi á sýningunni og mikil ánægja.“ Að sögn Beru var ekki hægt að lengja sýningartímann þrátt fyrir þennan mikla áhuga því að sýningin er á leiðinni til Stokk- hólms þar sem hún verður opnuð 19. október næstkomandi. Nýjar bækur • ÚT er kominn hjá Hljóðbóka- klúbbnum senni hluti skáldsögunnar Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Ha- sek í íslenskri þýðingu Karls ísfelds. Það er Gísli Halldórsson leikari sem les söguna, en upptakan var upphaf- legagerð árið 1979 til flutnings í Rík- isútvarpinu. Fyrra bindi hljóðbókar- innar kom út í febr- úar síðastliðinn og markaði upphaf út- gáfu Hljóðbóka- klúbbsins. Sagan kom fyrst út á islensku 1942-43 og varð strax vinsæl, enda hefur hún marg- sinnis verið endurútgefm. „í túlkun Gísla Halldórssonar er dregin upp eftirminnileg mynd af dátanum Svejk og gefur það hljóðútgáfunni aukið gildi,“ segir í kynningu. Seinna bindi Góða dátans Svejk er á sex snældum, en alls er verkið gefíð út á 12 snældum ogtekur um 16 klukkustundir í flutningi. Útgefandi hljóðbókarinnar Góði dátinn Svejk II er Hljóðbókaklúbb- urinn. Hljóðritunin vargerð hjá Rík- isútvarpinu, en um íjölföldun sá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Kápu hannaði Þórhildur Elín. Hljóð- bókin verður fyrst um sinn aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1.995 krón ur. -------»'-»"♦----- Helgi Marinós- son á tónleikum í Stuttgart HELGI Marinósson tenór frá Kefla- vík heldur tónleika i Theatersaal der Kunstakademie Stuttgart, næstkom- andi laugardag kl. 17. Helgi mun syngja íslensk lög og óperuaríur frá ýmsum löndum og undirleikari er Rúnar Emilsson píanóleikari. Tónleikamir eru í samvinnu við Verbreiterungsfach Werken der Sta- atlichen Akademie der Bildenden Kiinste Stuttgart og Professor Sotiri- os Michou auk þess sem þeir eru styrktir af íslenska byggingafyrir- tækinu Ger GmbH, Vajhingen an der Enz. Aðgangur er ókeypis. ------»----------- Söngur að hausti ilúsavík. Morgnblaðið. SÖNGUR að hausti nefndi Lissýar- kórinn tónleika sem kórinn stóð fyrir síðastliðinn laugardag í fullsetnum sal og við góðar undirtektir í Borgar- hólsskólanum á Húsavík, undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Auk Lissýarkórsins komu fram Stúlknakór Húsavíkur, Bama- og unglingakór Akureyrarkirkju, allir undir stjórn Hólmfríðar. Nokkrir fyrrverandi og núverandi söngnem- endur hennar sungu bæði einsöng og tvísöng með undirleik píanóleik- aranna Helgu Bryndísar Magnús- dóttur og Guðrúnar A. Kristinsdótt- ur. Því var fagnað að Hólmfríður átti afmæli þennan dag. Birta tíma- mótanna HAUKUR DÓR: Mynd um tímamót. 1995. Gísli Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.