Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 FRÉTTIR Finnlandsforseti skoðaði Nesjavelli og Vestmannaeyjar í fallegu veðri í gær AHTISAARI skoðaði vatnsöflun Reykvíkinga við Gvendarbrunna í Heiðmörk. Morgunblaðið/Sigurgeir AHTISAARI var haldin veisla í Eldfellshrauni. Rúgbrauð bakað í hrauninu var grafið upp og gest- unum boðið að bragða á því ásamt íslensku brennivíni. * Gaf Islend- ingum 3 kíló af lerkifræi MATTI Ahtisaari, forseti Finn- lands, færði Islendingum þrjú kíló af lerkifræi sem gjöf frá timbur- iðnaðinum í Finnlandi. Af fræinu eiga að geta vaxið 150.000 tré. Ahtisaari skoðaði, Alþingi, Ráð- húsið, Nesjavelli og Gvendar- brunna í gær. Finnlandsforseti byrjaði daginn á því að skoða Alþingishúsið í fylgd Ólafs G. Einarssonar, for- seta Alþingis. Þaðan gekk hann yfir að Ráðhúsi Reykjavíkur. Guð- rún Agústsdóttir, forseti borgar- stjórnar, tók á móti forsetanum. Frá Ráðhúsinu hélt Finnlands- forseti og fylgdarlið hans til Nesjavalla og skoðaði orkumann- virkin þar. Ahtisaari sýndi orku- verinu mikinn áhuga og spurði margs um framkvæmdirnar á Nesjavöllum. Gaf lerkifræ í hádeginu snæddi Ahtisaari hádegisverð í Perlunni í boði Dav; íðs Oddssonar forsætisráðherra. I ræðu sem forsetinn flutti við það tækifæri sagði hann athyglisvert að þau mannvirki sem hann hefði skoðað þá um morguninn hefðu öll verið reist að frumkvæði og af dugnaði forsætisráðherrans meðan hann var borgarstjóri í Reykjavík. Ahtisaari bar lof á dugnað Is- lendinga við að planta tijám á landi sínu. Hann minnti á að síð- asta áratug hefði mest af trjá- fræi, sem Islendingar hefðu notað, komið frá Finnlandi. Til að sýna áhuga Finna á að aðstoða Islend- inga við að klæða Iandi skógi af- henti Ahtisaari Islendingum þijú kíió af lerkifræi. Davíð Oddsson sagði við þetta tækifæri að aðild Finnlands og Svíþjóðar að ESB hefði leitt til þess að nauðsynlegt hefði verið að endurskoða og aðlaga norræna samvinnu nýjum aðstæðum. Þetta hefði tekist og samstarfið næði nú til nýrra sviða. Síðdegis héldu finnsku gestirnir til Vestmannaeyja. Þar gafst Finn- landsforseta tækifæri til að skoða fiskvinnslu hjá Isfélagi Vest- mannaeyja hf. Heimsókn Finnlandsforseta lýk- ur í dag. „ Morgunblaðið/Þorkell OLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, tók á móti Finnlandsforseta í Alþingishúsinu og sagði stutt- lega frá sögu þingsins og starfi þess. Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR H. Kristinsson, hitaveitustjóri tekur á móti gestunum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra bauð Ahtisaari til hádegisverðar í Perlunni. Ungir læknar mótmæla samningi Tryggingastofnunar o g LR Fotunum kippt undan ungum sérfræðingum FELAGSFUNDUR Félags ungra lækna, sem nýlega var haldinn, mótmælir harðlega nýgerðum samningi Tryggingastofnunar rík- isins og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðiþjónustu lækna þar sem með honum sé komið í veg fyrir eðlilega nýliðun sérfræði- lækná. í ályktun fundarins segir að læknisþjónusta hérlendis hafi verið í fremstu röð og öltum þegnum landsins tryggð besta læknisþjón- usta sem völ er á hveiju sinni, og óskiljanlegt sé hvers vegna nýliðun sé takmörkuð með þessum hætti, sérstaklega í Ijósi þess að nýsam- þykkt greiðsluþak til sérfræðinga muni koma í veg fyrir aukinn kostnað ríkisins. Ungir læknar koma ekki til Iandsins Drifa Freysdóttir, formaður Fé- lags ungra lækna, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði ver- ið stefna Tryggingastofnunar rík- isins í mörg ár að loka þeirri leið að sérfræðingar gætu opnað læknastofur. „Þeir hafa samþykkt kvóta þannig að þeir borga ekki nema ákveðinn fjölda verka á ári, ög því á það ekki að skipta þá neinu máli hversu margir senda reikning. Við teljum að á meðan það er flatur niðurskurður á sjúkrahúsunum og starfsumhverf- ið þar neikvætt í hæsta máta, þá sé þarna gjörsamlega verið að kippa fótunum undan ungum sér- fræðingum. Það verður til þess að þeir koma ekki til landsins, sem leiðir til að íslendingar fá ekki að njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða,“ sagði Drífa. Hún sagði að Félag ungra lækna hefði átt í viðræðum um þetta mál við Læknafélag Reykjavíkur sem hefði haft umboð til umræddra samninga frá Læknafélagi íslands og einnig hefði verið rætt við for- mann LI. Þá væri fyrirhugaður fundur með heilbrigðisráðherra um málið. Morgunblaðið/Þorkell Baráttudag- ur heyrnar- lausra ALÞJÓÐLEGUR menning- ar- og baráttudagur heyrn- arlausra 1995, var haldinn sunnudaginn 25. septem- ber sl. og að þessu sinni voru hátíðahöldin á íslandi helguð menningu heyrnar- lausra. Af því tilefni var boðið upp á dagskrá sem stóð yfir í þijá daga, frá föstudegi til sunnudags. Dagskráin hófst með opn- un sýningar á verkum heyrnarlausra myndlist- armanna á föstudag og lauk með messu í Áskirkju á sunnudag. Á laugardag var komið saman við Kjarvalsstaði og gengið að húsnæði Félags lieyrnar- lausra við Laugaveg, þar sem var opið hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.