Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 39 FRETTIR ÚR lestrartíma í Tjarnarskóla. Hraðlestur í Tjarnarskóla Samtök fámennra skóla Stóraukið fjármagn þarf til grunnskólahalds ÍS hf. í nýtt húsnæði SKRIFSTOFUR íslenskra sjávaraf- urða hf. verða lokaðar á morgnn, föstudag, vegna flutnings fyrirtæk- isins í hinar nýju og glæsilegu höf- uðstöðvar í Sigtúni 42. Mánudaginn 2. október mun fyrirtækið verða opnað í hinu nýja skrifstofuhús- næði, og eru þá rúmlega fimm mán- uðir liðnir síðan Sæmundur Guð- mundsson, aðstoðarforstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að nýbygg- ingunni. Arkitektar að byggingunni, sem er um 2.500 fermetrar að stærð á tveimur hæðum, eru Arkitektar sf. Verkfræðiþjónusta hefur verið í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen en verktakafyrirtækið Ármannsfell hf. hefur séð um bygg- ingaframkvæmdir sem hafa gengið að öllu leyti samkvæmt áætlun. í frétt frá íslénskum sjávarafurð- um hf. segir að í hinum nýju höfuð- stöðvum IS sé aðstaða hin glæsileg- asta þar sem starfsumhverfi og þægindi séu eins og best verði á kosið. Samkvæmt útboði mun loka- frágangur byggingarinnar verða í desember. ------♦ ♦ ♦------ Hvatt til Biblíu- lestrar NÁMSKEIÐ Samtaka móðurmáls- kennara sem haldið var dagana 14.-18. ágúst si. undir yfirskriftinni Biblían og bókmenntirnar sendi frá sér eftirfarandi ályktun: „Þar sem Biblían hefur öldum saman verið einn af hornsteinum íslenskrar bókmenningar er þekking á texta hennar mjög oft forsenda fyrir skilningi á öðrum textum. Skyldunámi skólanna er m.a. ætl- að að miðla menningararfi þjóð- arinnar til ungu kynslóðarinnar og því er hvatt mjög til þess að þessum mikilvæga þætti sé sinnt á þeim vettvangi. Á fundi stjórnar Hins íslenska Biblíufélags 20. sept. sl. var þessi álkyktun rædd og eftirfarandi álykt- un samþykkt: ' „Stjórn Hins íslenska Biblíufélags fagnar ályktun Samtaka móð- urmálskennára um níiikilvægi þess að íslensk ungmenni kynnist textum Biblíunnar þegar í skyldunámi og tekur heilshugar undir hana. Jafn- framt heitir Hið íslenska Biblíufélag liðsinni við kennara og skólastjórn- endur bæði á grunn- og framhalds- skólastigi varðandi þetta verkefni. Félagið fagnar einnig nýju námsefni í kristnum fræðum handa grunnskól- um sem Námsgagnastofnun er að gefa út, þar sem kynningu á texta Biblíunnar er vel til skila haldið." ------♦ ♦ ♦------ Minningarer- indi um Louis Pasteur VÍSINDAFÉLAG íslendinga minn- ist þess að 100 ár eru liðin frá þvi að Louis Pasteur lést, 28. septem- ber 1895. Guðmundur Eggertsson prófessor heldur erindi í Norræna húsinu fimmtudaginn 28. septem- ber, kl. 20.30, sem nefnist Kviknun lífs. Á 19. öld deildu menn enn um það hvort lífverur, sérstaklega ör- verur, gætu kviknað sjálfkrafa við hagstæð skilyrði eða væru ævinlega af lífverum komnar. Á árunum 1859-1861 blandaði Louis Pasteur sér í þessar deilur og gerði snjallar tilraunir sem hann taldi að hefðu útkljáð málið. Skoðanir héldu þó áfram að vera skiptar fram undir 1880. í fyrirlestrinum verður sagt frá tilraunum Pasteurs og deilunum um sjálfkrafa kviknun lífs. Einnig verður greint frá nútímahugmynd- um um uppruna lífs á jörðinni. Öllum er heimill aðgangur og verður kaffistofa Norræna hússins opin að minningarerindinu loknu. NÚ í haust hefur verið ákveðið að bjóða öllum nemendum Tjarnarskóla upp á hraðlestrarnámskeið. Byijað var í 10. bekk. í fréttatilkynningu frá Tjarnar- skóla segir: „Alls 19 nemendur af 26 skráðu sig á' námskeiðið og eru þeir aukalega þijár klukkustundir á viku í lestrartímum. Áhugi, metnaður og einbeiting ríkir í sérhveijum kennslutíma og árangurinn hreint frábær. Við kennsluna eru notaðar nýlegar kennslubækur, Lestu betur, eftir SJÚKRAHÚS á landsbyggðinni halda ráðstefnu um framtíð héraðs- sjúkrahúsa laugardaginn 30. sept- ember. Fundurinn verður haldinn á Hótel Húsavík og stendur frá kl. 9.30 til 16. Fundurinn er opinn almenningi en sérstaklega eru boðaðir fulltrúar sjúkrahúsa, ráðherra og ráðuneytis- fólk, landlæknir og starfsmenn landlæknisembættis, sveitarstjórn- armenn, þingmenn og fréttamenn. í fréttatilkynningu segir að til- efni þessa fundar sé að sjúkrahús- um á landsbyggðinni finnist óeðli- lega staðið að skýrslugerðum um þessi mál þar sem lítið eða ekkert samráð sé haft við það fólk sem vinnur við viðkomandi stofnanir. „Yfirlýst markmið er að spara og dreifa valdi en okkur sýnist að í mörgum tiifellum stefni lausnirnar í þveröfuga átt. Þessi mál þarf að ræða mikið betur og það ætlum við okkur að gera á þessum fundi. Þetta er mjög pólitískt mál og spurt verð- ur ýmissa grundvallarspurninga eins og hvort eitthvað sparist við að leggja niður bráðaþjónustu á landsbyggðinni? Höfum við efni á ■ VERÐLA UNASAMKEPPNI ungs fólks á vegum íslensks mjólk- uriðnaðar um bestu mjólkuraug- lýsinguna 1995 Mjólkin í sinni bestu mynd stendur enn yfir. I hveijum rhánuði hefur verið dreginn út leikstjóri mánaðarins úr hópi þeirra sem sent hafa inn tillögu að mjólkurauglýsingu og kom það að þessu sinni í hlut Rósu Signýjar Fjölni Ásbjömsson og Guðna Kol- beinsson. Þrátt fyrir að bækur þessar séu samdar með framhaldsskólanem- endur í huga reynast þær vel á ungl- ingastigi og hafa þær að mati nem- enda og kennara í Tjarnarskóla sann- að gildi sitt. Þegar nemendur 10. bekkjar hafa lokið hraðlestramámskeiðinu fá nemendur 9. bekkjar að spreyta sig og nú þegar er ljóst að allir nemend- ur 8. bekkjar verða þátttakendur á hraðlestrarnámskeiðinu Lestu bet- að byggja þetta land? Ef við höfum ekki efni á núverandi heilbrigðis- þjónustu, hvaða þjónustu á þá að skera niður? o.s.frv.", segir í frétta- tilkynningu. Dagskráin hefst kl. 9 með af- hendingu fundargagna og kl. 9.30 verður fundur settur. Kl. 9.40 hefj- ast ræður fundarmanna og eru frummælendur á ráðstefnunni: Kristján Erlendsson, fulltrúi lækna- ráðs Landsspítala og kennslustjóri í HÍ, Torfi Magnússon, formaður læknaráðs Borgarspítala, Ólafur R. Ingimarsson, yfirlæknir Sjúkra- húss Skagfirðinga, Þorsteinn Jó- hannsson, yfirlæknir á Sjúkrahús- inu á ísafirði, Jón Sigurbjömsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Siglufirði, Haukur. Gunnarsson, kennari í Borgarhólsskóla á Húsa- vík og Ólafur Ólafsson, landlæknir. Lögð er áhersla á að almenning- ur mæti og láti í sér heyra hvað varðar væntingar til heilbrigðis- þjónustu í landinu. Forsvarsmaður ráðstefnunnar er Friðfinnur Her- mannson, framkvæmdastjóri sjúkrahússin- og heilsugæslustöðv- arinnar á Húsavík. Gísladóttur, 12 ára, að vera út- nefnd leikstjóri ágústmánaðar. Hún hlýtur að gjöf sérstakan leikstjóra- stól. Verðlaunasamkeppninni fer nú senn að ljúka en þeir sem ætla að senda inn tillögur verða að gera það fyrir 1. október nk. Verðlaun verða veitt í öllum aldursfiokkum; mynd- bandstökuvélar frá Sharp. SAMTÖK fámennra skóla héldu 7. ársþing sitt 15.-16. sept. sl. á Flúðum í Hrunamannahreppi. Þingið sóttu um 90 manns, kennarar, skólastjórar, sveitarstjórnarmenn og foreldrar úr öllum fræðsiuumdæmum Iandsins. í fréttatilkynningu segir að í áiykt- unum þingsins komi fram að það séu einkum eftirfarandi atriði sem þarf að huga vel að: Gera þarf ráð fyrir stórauknu fjármagni til grunnskóla- halds og tryggja sveitarfélögunum tekjustofna í samræmi við það. Yfir- lýst markmið með flutningi grunn- skólans til sveitarfélaga er að bæta og efla starf íslenskra grunnskóla. Nauðsynlegt er að faglegt og fjár- hagslegt sjálfstæði skólanna verði tryggt og skólastjórar fái vald til að ráða starfsmenn skólanna og ráð- stafa þeim fjármunum sem skólunum er úthlutað í fjáhagsáætlunum. Þannig nýtast fjármunimir best í þágu skólastarfsins. Ganga þarf frá kjarasamningi milli kennara og sveit- arfélaganna fyrir 1. ágúst 1996. Á þinginu var ályktað um ýmis önnur mál s.s. um þá alvarlegu stöðu sem er kominn upp í íslenskum grunnskólum nú þegar karlmönnum TÖLVUSKOLI Stjórnunarfélags Is- lands og Nýheija hefur flutt úr hús- næði Nýheija, Skaftahlíð 24, að Ánanaustum 15, þar sem Stjórnun- arfélag íslands (SFÍ) og Viðskipta- skóii Stjórnunarfélagsins og Nýheija (VSN) eru til húsa. Byijað er að kenna á Windows 95 fyrir almenna notendur. Einnig verður haldið fjögurra daga nám- skeið fyrir umsjónar- og þjónustu- aðila þessa nýja stýrikerfis. Þetta námskeið er undirbúningur fyrir hið opinbera skírteinispróf „Supporting Windows 95“. Skólin mun áfram halda ÓpusAllt bókhaldsnámskeiðin ■ AÐGERÐARANNSÓKNAFÉ- LAG íslands heldur fund í dag, fimmtudaginn 28. september 1995 þar sem Jón Sch. Thorsteinsson mun kynna fjögur dæmi um notkun bestunar hjá Sól hf. Fundarstaður er Sói hf., Þverholti 19, og hefst fundurinn kl. 16.30. Á fundinum verður einnig stutt umræða um vetr- arstarfið. Stjóm ARFÍ leggur til að þema vetrarins verði Heilbrigðismál - meira fyrir minna. ■ MYNDBANDSTÆKJALEIK- URINN „Ert þú lukkunar pamf- íll?“ var um síðustu helgi í Borgar- kringlunni. Vinningshafi varð Sverrir Þórðarson, Suðurgötu 13, Reykjavík, og hlaut hann í vinning Samsung myndbandstæki með fjar- stýringu o.fl. frá Bónusradió. ■ KRÖFL US TARFSMENN frá árunum 1975 og þeim næstu á eftir ætla að hittast á Kringlukránni föstudaginn 29. september nk. kl. 20.30. Á þessum árum störfuðu þama m.a. menn á vegum Miðfells, Vélsmiðjunnar Héðins, Stálsmiðj- unnar, Rafafls, Hamars, Orku- stofnunar og Verkfræðistofnunar Sigurðar Thoroddsen. ■ FURÐ ULEIKHÚSIÐ sýnir í dag, fimmtudaginn 28. september, kl. 17 leiksýninguna um Hlina fækkar stöðugt í kennarastétt. Þing- ið hvetur til þess að tekið verði á þessum vanda. Einnig hvetur þingið til þess að hugað verði að því hvort þjónustustofnanir grannskólans úti í fræðsluumdæmunum geti ekki einn- ig séð um faglega ráðgjöf og stoð- þjónustu við leikskóla og tónlist- arskóla. Ennfremur var ályktað um stjómunarkvóta fámennra skóla og- um gott samstarf milli skólamanna og sveitarstjómarmanna. Á þinginu komu Öivin Monsen, skólastjóri Askrovaskólans í Vestur- Noregi, og Solvegi Monsen, kennari við sama skóia, og sögðu þau frá mjög athyglisverðu þróunarstarfí þar. Þar er rekinn skóli fyrir böm frá 0 til 13 ára aldurs. Leikskólinn og grannskólinn vora sameinaðir og era nú reknir sem ein stofnun. Við flutning grunnskólans til sveitarfé- laganna opnast þessi möguleiki hér á landi og getur verið góð og hag- kvæm leið í fámennum sveitarfélög- um, segir í frétt frá samtökunum. Ný stjórn var kosin á þinginu og var Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Villingaholtsskóla í Flóa, endurkjör- inn formaður. í samstarfí við íslenska forritunar- þróun hf. Er nú í fyrsta sinn í boði framhaldsnámskeið í ÓpusAllt fjár- hagsbókhaldi. Helgarnámskeið era nú fáanleg fyrir þá sem vilja fá granninn í Windows, Word og Excel á stuttum tíma. Einnig verða haldin námskeið á laugardögum fyrir böm og ungl- inga. Skólinn mun áfram halda öll helstu námskeið á IBM AS/400 tölvuna fyr- ir umsjónaraðila, kerfísfræðinga og forritara. Einnig verður haldið nám- skeiðið AS/400 Inside 11.-13. okt. með fyrirlesaranum Kaare Plesner. kóngsson í Ævintýra-Kringlunni. Leikritið er unnið upp úr mörgum útgáfum af sama þjóðsöguævintýr- inu. í Furðuleikhúsinu era Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Lokalagið í Hlina kóngssyni samdi Ingólfur Steins- son. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára þar sem krakkarnir fá að spreyta sig á leiklist, söng, dansi og myndlist og á hveijum fímmtudegi kl. 17 eru bamaleiksýningar. Ævintýra- Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. ■ EÐVARÐ Ingólfsson stud. the- ol. heldur laugardaginn 30. sept- ember kl. 14 lokapredikun sína í Háskólakapellu. Athöfnin er öllum opin. ■ ÁHUGAHÓPUR um lijólreiðar á höfuðborgarsvæðinu stendur fyr- ir hjólreiðaferð með strönd Skeija- fjarðar í kvöid, fimmtudaginn 28. september. Farið verður frá Hafnar- húsinu kl. 20 og hjólað með strönd- inni út á Nes og inn með Skeija- fírði. Til baka með Öskjuhlíðinni og um Vatnsmýrina. Hægt verður að slást í för á Eiðistorgi kl. 20. Ferðin tekur um 1 klst. Allir velkomnir. ur. Rætt um framtíð héraðs- sjúkrahúsa á Húsavík RÓSA Signý Gísladóttir, leikstjóri ágústmánaðar, með Ieiksljórastólinn. TÖLVUSKÓLINN er nú fluttur að Ánanaustum 15. Tölvuskóli flytur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.