Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ódýru, straufríu
'kotfd borðdúkarnir
^monno ItK 1.696,-
8 manna fe*. 1386,-
12 manna fct. 1.966,-
Einnig samshonar efni kr. 600 merrinn.
‘UppsetningaSiðin, yívtrfísflötu
74, sími 552 5270.
Tryggvagötu 15,101 Reykjavík, sími 551 1990
Haustnámskeið 2. október '95 - 22. janúar '96
Barna- og unglingadeildir
Nemendur komast enn aO í eftirtaldar deildir:
6-10 ára þriöjud. og fimmtud. kl. 10.00-11.30,
6-10 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30-15.00,
8-10 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 15.30-17.00,
10- 12 ára mánud. og miðvikud. kl. 15.30-17.00,
11- 13 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30-19.00,
13- 15 ára mánu^. og miðvikud. kl. 17.30-19.00,
14- 16 ára laugardaga kl. 10.00-13.15,
14-16 ára laugardaga kl. 13.45-17.00,
Leirmótun unglinga
12- 16 ára laugardaga kl. 10.00-13.15,
Fullorðnir
Málaradeildir:
Kennsla í meðferð olíulita, akríllita og vatnslita, byrjendur og framhald.
Teiknideildir:
Almenn teikning og módelteikning, byFjendur og framhald.
Mótunardeildir:
Formfræði og módelstúdía, byrjendur og framhald.
Kennarar.:
Þóra Sigurðardóttir.
Þóra Sigurðardóttir.
Þóra Sigurðardóttir.
Margrét Friðbergsdóttir.
Guðrún N. Guðmundsdóttir.
Margrét Friðbergsdóttir.
Margrét Friðbergsdóttir.
Katrín Briem.
Kolbrún Kjarval.
Leitið upplýsinga í síma 551 1990.
Skráning nemenda virka daga miili kl. 13 og 19
í Tryggvagötu 15, 6. hæð, sími 551 1990.
Kennsla hefst samkvæmt námskeiðsskrá mánudaginn 2. október nk.
Kröftug
og áhrifarík heilsuefni
frá - Pharma Nord - Danmörku
Heilsuefni sem allir geta treyst. Náttúruleg bætiefni.
Framleidd með ströngu gæðaeftirliti. Bio-heilsuefnin frá
Pharma Nord njóta mikilla vinsælda hér á landi vegna
gæða og virkni þeirra.
BiO-CHRÓM
BiO-GLANDÍN-25
BiO-CAROTEN
BiO-CALCÍUM
BiO-HVÍTLAUKUR
f.jaau ----- jí
Bio-Biíoba
tJSSS%
f
Supef
Bio-Qmon
QIO Uapsier
S sssrr
Bio-Biloba bætir minni
og einbeitingarhæfni
BiO-ZiNK
BiO-E-VÍTAM.525
BÍO-FÍBER
BiO-MARÍN
Bio-Sclcn
-hZink
. C-v*«T«n
. fw»ivtó'-W'’
, gr-rt*n*>
Bio-Qinon Q10
eykur orku og úthald
Bio-Selen+Zfnk er áhrifaríkt
alhliða andoxunar heilsuefni
Búið ykkur undir veturinn með heilsuefnum sem virka.
Bio-Selen umboðið
Sími: 557-6610
Bio-heilsuefnin fást í:
Heilsubúðum, mörgum apótekum og matvöru-mörkuðum.
Besta Q-10 efnið á markaðnum
segja danskir læknar.
Mest selda Q-10 efnið á Norðurlöndum.
I DAG
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
ÞAÐ er aðalsmerki vand-
virkra spilara að gjömýta
þá möguleika sem hvert
spil býður upp á.
Vestur gefur, allir á
hættu.
Norður
♦ 643
V K42
♦ Á86
♦ ÁD43
Suður
♦ K75
▼ Á108763
♦ 5
♦ K105
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull Pass Pass 1 hjarta
Pass 2 tíglar* Pass 3 hjörtu
Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass
Útspil: tígulkóngur.
Spilið er sterkt, en gæti
þó farið niður í óhagstæðari
legu. Tapist slagur á tromp,
verður sagnhafi að gæta sín
að gefa ekki þijá til viðbót-
ar á spaða. Það er dagljóst
að spaðaásinn er í vestur.
Vandvirkur spilari
trompar tígul í öðrum slag.
Spilar svo hjarta á kónginn.
Ef kóngurinn veiðir bara
tvo hunda, er ekki um ann-
að að ræða en toppa hjartað
og spila laufinu. En komi
háspil í kónginn úr vestur-
áttinni, má auka vinning-
slíkumar verulega:
Vesúir Nordur ♦ 643 f K42 ♦ Á86 ♦ ÁD43 Austur
♦ ÁD8 * G1092
V G llllll fm5
♦ KDG92 111111 ♦ 10743
♦ G982 ♦ 76
Suður ♦ K75 f Á108763 ♦ 5 ♦ K105
Innkoman á hjartakóng
er notuð til að trompa síð-
asta tígulinn. Síðan er litlu
laufi spilað á ás blinds og
hjarta á tíuna. í þessu til-
felli heppnast svíningin, en
spilið væri öruggt þó svo að
vestur hefði byijað með DG
tvíspil. Hann yrði þá að gefa
slag til baka með því að spila
frá spaðaás, tígli út í tvöfalda
eyðu, eða laufi upp í KIO.
Og auðvitað geymdi suður
hjartaþristinn vandlega þeg-
ar hann trompaði tíglana!
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
í tilefni
fargjaldahækk-
unar SVR
RAGNAR Halldórsson,
ellilífeyrisþegi hringdi:
„Mikill stormur hefur
geisað vegna strætis-
vagnahækkunarinnar.
Formaður undirskriftal-
ista upplýsir að það kosti
hjón 175.200 kr. á ári
ef þau nota strætisvagna
alla daga ársins.
Samkvæmt upplýsing-
um Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda er árlegur
kostnaður á bíl sem kost-
ar 1 milljón kr. 400.000.
Væri ekki rétt að ræða
þessi mál af skynsam-
legu viti?“
Samfélagið í
nærmynd
MARGRÉT hringdi og
bað ’Velvakanda að koma
á framfæri þökkum til
aðstandenda þáttarins
Samfélagið í nærmynd á
Rás 1. Segir hún efnið
bæði skemmtilegt og
uppbyggilegt og er tekið
á ýmsum góðum málum.
I heildina finnst henni
þetta mjög góður þáttur.
Tapað/fundið
Frakki tapaðist
IJÓS Burberrys karl-
mannsfrakki týndist í
Naustkjallaranum sl.
helgi. Finnandi vinsam-
lega skili honum til
óskilamunadeildar lög-
reglunnar. Fundarlaun.
Kíkir tapaðist
HOLLENDIN G AR sem
voru hér á ferð töpuðu
kíki af gerðinni Zeizz á
Gullfoss/Geysis-svæð-
inu. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn um
að hafa samband við
Upplýsingastöð ferða-
mála, Bankastræti 2,
slmi 562-3045.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í viður-
eign tveggja stðrmeistara
á helgarmóti I Hollandi I
haust. Alexander Wojtki-
ewicz (2.570), Póllandi,
hafði hvítt og átti ieik gegn
Friso Nyboer (2.4859,
Hollandi. Svartur lék síðast
35. - He2-c2??, en rétt var
35. - Db2! 36. De4 -
Hxg2+! með góðum vinn-
ingsmöguleikum á svart í
endatafli. En þetta var ekki
síðasti afleikurinn í skák-
inni og heldur ekki sá
næstsíðasti:
36. Rh6+! - Kg7 (Eftir
36. - Bxh6 37. Bxh6 -
Db8 38. Dcl vinnur hvítur
einnig) 37. Bg5! - Re5
(Svartur er mát í
þriðja ieik ef hann
þiggur drottningar-
fórnina: 37. - Hxel
38. Hf7+ - Kh8 39.
Hxf8+ - Kg7 40.
Hg8 mát. En nú gat
hvítur mátað í fjórða
leik með 38. Bg5+!
- Kxh6 39. Dcl+
o.s.frv. í staðinn
gerðust undur og
stórmerki:) 38.
Dcl?? - Dd7?? (38.
- Rdf3+ 39. Khl -
Hxg2! leiddi til jafn-
tefiis og 38. - Hxg2+! 39.
Kxg2 - De2+ var betra á
svart!) 39. Bf6 mát. Þessi
skák skipti þrisvar sinnum
um eigendur, en stórmeist-
aramir voru í tímahraki.
Mótið var haldið í Veen-
endal. Eistneski stórmeist-
arinn.Jan Ehlvest sigraði.
Anand hefur hvítt gegn
Kasparov í 11. einvígis-
skákinni í kvöld. Annað
kvöld verður hægt að
fylgjast með 12. skákinni
í húsnæði Skáksambands-
ins Faxafeni 12 á
skemmtikvöldi skáká-
Hlutavelta
ÞESSIR duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu
og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð
kr. 3.782. „Þeir heita Ágúst Már og Ásgeir.
ÞESSIR duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu
og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð
kr. 1.700. Þau heita Thelma Árnadóttir, Anna Ra-
kel Ólafsdóttir, Steinunn Hulda Steingrímsdóttir
og Katrín Ósk Þorsteinsdóttir.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI kom í sumar í Látra-
vík, þar sem Hornbjargsviti er.
Þetta var einn af þessum kyrrdög-
um, sem íslenzk sumur eiga bezta.
Þegar hauður og haf sóla sig í hljóði
og mannskepnan reynir allt hvað
hún getur að ijúfa ekki þögn náttúr-
unnar. Það eru mikil forréttindi að
að vera þessa lands og eiga með
því daga sem þessa.
Nú var fuglinn einn í Horn-
bjargi. Tæknin er eini vitavörðurinn
og sá maður, sem þar síðastur
gætti ljóssins og gáði til veðurs,
orðinn hótelhaldari á Akureyri, að
því er Víkveiji veit bezt. Ekki mun
þó tæknin leysa augu hans af hólmi,
þegar ís leggst að og skip eiga bágt.
x x x
VÍKVERJA fannst gott að hafa
við höndina Árbók Ferðafélags
íslands 1994, sem heitir Ystu
strandir norðan Djúps og er eftir
Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. Þessi
bók er skemmtilegur ferðafélagi í
myndum og máli. Þar kemur m.a.
fram, að Látravík mun vera síðasta
býli á íslandi sem var mælt út úr
almenningi, en landnámsmaður þar
1872 var Jóhann Halldórsson, hún-
vetnskur hagyrðingur og veiðimað-
ur.
Látravík er falleg á sumardegi.
Þá er auðvelt að una sér. Hins veg-
ar má vel ímynda sér vetrarhörku,
sem hefur reynt á þrek og þor.
Og auðvitað bjuggu þar tröll. í
bók Guðrúnar Ásu segir, að á slóð-
um austan .Látravíkur sé mælt að
hafi búið skessan góða. Hún lifði
síðust trölla hér á landi, var bænd-
um hollráð og þessir vinir hennar
skiptu í milli sín hestburðum af
dýrgripum að lokinni bálför hennar,
þar sem Axarfjall rís hæst við sjó.
xxx
IBÚÐARHÚSIÐ við Hornbjargs-
vita var lokað og læst þegar Vík-
veija bar þar að garði. Þá kom til
tals, hversu hentugt væri að koma
upp gistiaðstöðu fyrir ferðamenn á
þessum stað. Látravík liggur vel
við sem áningarstaður þeirra, sem
leggja leið sína um Hornstrandir,
hvort heldur menn fara austur um
eða vestur. Nú hefur samgönguráð-
herra, sem fer með vitamál landsins
og ræður þarna húsum, sagt, að
hugur hans standi til þess að Slysa-
varnafélag íslands annist húsakost-
inn. Það hafi síðan samstarf við
Ferðamálafélag ísafjarðar um
rekstur þess hluta húsanna, sem
hægt er að nota undir aðstöðu fyr-
ir ferðamenn
Svipmikil er sú sigling að fara
með björgum þarna vestra og ekki
er síður tilkomumikið að ferðast um
Homstrandir fótgangandi. Allt sem
auðveldar okkur að njóta þessarar
náttúruperlu án þess að ganga í
skrokk á landinu er af hinu góða.
Víkveiji vonar að á húsamálum
í Látravík finnist heppiieg lausn svo
ferðamenn komi ekki þarna að læst-
um dyrum lengur.