Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens \*tfELÞUt&)U £KXJ A0þú' ''l WöfEF/R OF/WUapj/WAtM?/ ffl Ferdinand Smáfólk “Your eyes are beautíful,” he said. “Shall I comparethem io a summer day ? No, even more." “Your eyes are like two supper dishes.” „Augu þín eru fögur,“ sagði hann. „Á ég að líkja þeim við sumardag? Nei, jafnvel enn- þá meira.“ „Augu þín eru eins og tvær súpuskálar." BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Margar hliðar á málum Frá André Bachmann: AÐ undanförnu hafa fáeinir sam- starfsmenn mínir úr röðum vagn- stjóra SVR farið geyst í fjölmiðlum og látið í ljós óánægju með Lilju Ólafsdóttur, forstjóra fyrirtækisins. Ég tel ómaklega að forstjóranum vegið og þykir miður að fyrirtækið sem ég starfa hjá skuli svert með þessum hætti. Jafnframt ber að hafa í huga að Lilja hefur verið forstjóri SVR í skamman tíma eða aðeins í níu mánuði. Gefandi starf Ég hef unnið hjá SVR um langt árabil og mér þykir vænt um fyrir- tækið mitt. Það er ánægjulegt og gefandi starf að vera vagnstjóri Þótt það sé oft erfitt. Maður er samt fljót- ur að gleyma erfíðu stundunum í hálku og snjó því samskiptin við far- þegana eru í senn bæði gefandi og ánægjuleg, enda kunna þeir að meta persónulega þjónustu. Einmitt vegna þess að ég legg mikið upp úr jákvæðum samskiptum Eig’um við ekki að styðja með- bræður okkar? Frá Sigrúnu I. Sigurþórsdóttur: SÚÐVÍKINGAR hafa orðið fyrir slíkum hremmingum að þeir hafa beðið um að fá prest til sín. Þetta er neyðarkall til þess að komast í gegnum allar þær hörmungar sem yfir þá hafa dunið. Það hljóta að vera einhver ráð til þess að hjálpa þeim, ef vilji er fyrir hendi, hjá bisk- upi landsins og öðrum ráðamönn- um. SIGRÚNI. SIGURÞÓRSDÓTTIR, Skaftahlíð 10, Reykjavík. og gleði í starfínu tel ég að góður mórall á vinnustaðnum skipti mjög miklu máli. Það er hægt að láta hlut- ina líta vel eða illa út eftir því hvern- ig málin eru sett fram. Það er margt gott verið að gera hjá SVR og við starfsmennirnir eigum að gefa því tækifæri. Það þarf líka að taka á ýmsum málum sem eru óþægileg og geta verið óvinsæl á yfirborðinu. Eins og oft áður eru margar hliðar á hveiju máli og alltof mikil einföldun að sjá ekki nema eina þeirra. Mér sýnist hafa komið glögglega fram að Sigurður Árnason geti valið það að vera áfram hjá SVR og því sé of mikið gert úr máli hans. Allir sem vilja vita að starfsmenn SVR, sem hafa sótt um leigubílaleyfi í gegnum tíðina og fengið, hafa umyrðalaust sagt starfi sínu lausu hjá SVR. Verum jákvæð Það er svo langtum skemmtilegra að vera til ef menn einbeita sér að því að líta á björtu hliðarnar í lífinu, brosa og vera jákvæðir. Hver vill ekki heldur vera gleðigjafi en að dreifa óánægju og illu umtali í kring- um sig? Langar okkur ekki meira til að vinna á vinnustað þar sem starfs- mennirnir taka höndum saman um að byggja upp starfið, heldur en þar sem kröftunum er beitt til að rífa niður? Ég á góða samstarfsmenn hjá SVR. Það er mitt álit að þar séu einnig ágætir jrfirmenn. Varðstjór- arnir eru vel starfi sínu vaxnir og samskiptin við þá eru góð. Mér finnst líka að það hafi verið tími til kominn að fá raunverulegan forstjóra í fyrir- tækið sem leggur í það að taka á málum og leysa þau. Við skulum því gefa henni tæki- færi til að byggja upp fyrirtækið með okkar samvinnu. ANDRÉ BACHMANN, vagnstjóri hjá SVR. Fyrirspum til gjald heimtustjóra Frá Hafliða Vilhelmssyni: VEGIR Guðs eru órannsakanlegir. Leiðir Gjaldheimtunnar í Reykjavík eru óskiljanlegar. Skýring: Þann 12. september rétt fyrir kvöldfréttir RÚV þegar verið var að syngja og leika Draum fangans eftir hundrað ára Freymóð, var bjöllunni hringt. Hring, hring. Þegar ég opnaði dyrn- ar, stóð fagurt fljóð fyrir utan, al- ger fangadraumur og rétti mér skrautlegt umslag sem ég varð að kvitta fyrir. Stúlkan kvaddi, ögn undirleit eða skömmustuleg, en ég stóð eftir með ábyrgðar- og express- bréf sent mér frá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Fimmtán dagar Og hvert var svo tilefni þessarar kvöldsendingar? Nú, Gjaldheimtan í Reykjavík var að skora á mig að inna af hendi lokagreiðslu fasteigna- gjalda fyrir árið 1995, sem á eindaga 31. ágúst nam krónum 6.174, plús dráttarvextir að upphæð krónur 77. Mér gefast fimmtán dagar til þess að koma þessum aurum niður á Tryggvagötu, ásamt með álögðum kostnaði af óþarfa express- og ábyrgðarbréfí sem nemur kr. 435. Láist mér að greiða allsmektugri gjaldheimtunni innan hálfs mánaðar er mér hótað nauðungarsölu á fast- eign minni! Heyrt hef ég erkibiskups boðskap og skal bljúgur hlýða. Tilberaháttur? Sem borgari þessa láglaunalands 'vil ég samt að gjaldheimtustjóri svari: Hver er meiningin með þessum fíflalátum? Hvaða þörf er á því að senda mér þessa áskorun í rándýrum ábyrgðar- og expresspósti þegar eins vel er hægt að senda mér hana í almennum pósti? Er það gert í þeirri höfðinglegu vissu að viðtakandi borgi eða er þetta einungis nýjasta tegund opinberrar hótfyndni sem engan hlægir eða þá bara ósköp venjulegur tilberaHáttur? Með kveðju. HAFLIÐI VILHELMSSON, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.