Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 15
Hópslysaæfing á Keflavíkurflugvelli
Brotlending far-
þegaþotu með 7 5
manns innanborðs
Keflavík - „Markmið æfingarinnar
var þjálfun í beitingu neyðaráætlun-
ar Almannavarnanefndar Keflavík-
urflugvallar vegna hópslyss með
áherslu á þá verkþætti er tengjast
störfum á vettvangi, á flutningsleið-
um að og frá slysstað og í grein-
ingastöð. Ennfremur þjálfun björg-
unarliða í aðkomu að flugvalla-
svæðinu og þeim reglum sem gilda
um akstur að slysstað,11 sagði Frið-
þór Eydal upplýsingafulltrúi varn-
arliðsins um hópslysaæfingu sem
sett var á svið á Keflavíkurflug-
velli síðdegis á mánudag.
Atburðarásin var brotlending
Boeing 737 farþegaþotu með 75
manns innanborðs um 1 km vestur
af braut 11 eftir að flugvélin hafði
skömmu áður tilkynnt um bilun í
stýrikerfí. Nokkur hundruð manns
tóku beinan þátt í æfingunni en hún
tengdist þó þúsundum á óbeinan
hátt. Að sögn Friðþórs gekk æfing-
in framar vonum, þó misvel og þar
mætti helst nefna íjarskipti og
umferðarstjórnun sem hefði betur.
mátt fara. Menn hefðu verið sam-
mála um að faglegi þátturinn hefði
tekist ákaflega vel og menn hefðu
unnið ótrúlega hratt og vel.
Fjölmennar sveitir björgunar-
manna, lögreglu og hjúkrunarfólks
auk annarra á Keflavíkurflugvelli,
Suðurnesjum og höfuðborgarsvæð-
inu sem tóku þátt í æfingunni.
Æfingin var samkvæmt skipulagi
almannavarna á Keflavíkurflug-
velli, en undirbúning annaðist
slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli.
Friðþór Eydal sagðist vilja koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
þeirra sem hefðu tekið að sér þátt
hinna slösuðu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FRÁ hópslysaæfingunni á Keflavíkurflugvelli.
Sýning á rann-
sóknarleiðangri
dansks varðskips
Stykkishólmi - Sýning á rann-
sóknarleiðangri danska varðskips-
ins Ingolf til íslands, Grænlands
og Færeyja 1895-96 var opnuð í
Byggðasafninu í Stykkishólmi
laugardaginn 23. september sl.
Sýningin er viðamikil og hefur
varðveist sérstaklega vel hvað mál
og myndir og muni varðar. Hún
kemur hingað til Stykkishólms í
tilefni þess að á Dönsku dögunum
í Stykkishólmi í ár kom danski
sendiherrann á íslandi hingað í
heimsókn. Var hann mjög ánægð-
ur með veru sína hér og hefur
mikinn áhuga á að efla tengslin
við Stykkishólm. Þessir dönsku
dagar eru sönnun þess að sam-
skiptin eru þegar farin að hafa
áhrif. Að sýningunni standa Zoo-
logisk Museum í Kaupmannahöfn,
Líffræðistofnun Háskóla íslands
og Norræna húsið. A sýningunni
er kynntur í máli og myndum fjöldi
af sýnum af djúpsjávardýrum.
Guðrún Gunnarsdóttir, sem er
í stjórn Byggðasafnsins, bauð
gesti velkomna og sagði m.a. frá
leiðöngrunum tveim sem farnir
voru á varðskipinu og stóðu hvor
í 4 mánuði. M.a. var Reykjanes-
hryggurinn uppgötvaður, og okkar
úpprunalega sjávardýrafræði
byggðist á þessum rannsóknum,
það sýna hin upprunalegu sýni og
margar myndir og teikningar sem
hér eru til sýnis. Guðrún kvaðst
vona að þessi sýning mætti verða
okkur lærdómsrík og forvitnileg
og gefa innsýn í hvað menn voru
að fást við fyrir 100 árum, en
þessir leiðangrar voru upphaf að
skipulögðum sjávarrannsóknum
við ísland.
Guðmundur P. Ólafsson, sem
hefir staðið fyrir og gefið út stór-
merkar bækur um fuglana og
strendur landsins, var þarna
staddur. Hann lauk miklu lofsorði
á sýninguna, kvað verðmæti henn-
ar sérstakt fyrir okkur og sagði
okkur eiga Dönum hana upp að
unna.
í lokin þakkaði Guðrún 'þeim
Olgu Bjarnadóttur, Þóru Magnús-
dóttur safnverði, Ingibjörgu Þor-
steinsdóttur, framkvæmdastjóra
Eflingar í Stykkishólmi, og Jör-
undi Svavarssyni prófessor við
sjávarlíffræði við Háskólann fyrir
hversu vel þau stóðu að uppsetn-
ingu sýningarinnar. Þessi sýning
stóð svo bæði á laugardag og
sunnudag frá kl. 14-18 og eins
áttu nemendur skólanna hér í
Hólminum að fá að skoða hana á
mánudag og þriðjudag. Fjöldi
manns sótti sýninguna og skoðaði
og lýsti ánægju sinni með hversu
vel up.psetningin hefði tekist.
Haustsvipur fær-
ist yfir landið
Syðra-Langholti - Það hefur ekki farið framhjá nein-
um að haustið hefur lagst með meiri þunga yfir land-
ið en oft áður og vetur konungur farinn að minna
á sig þó enn séu fjórar vikur til veturnótta. Vegna
erfiðs tíðarfars í ágúst og nú í september má jafn-
vel sjá bændur hér í Árnessýslu enn vera við hey-
skap, aðallega þó að ná hánni sem er málvenja hér
í sunnlenskum byggðum um seinni slátt. Heyfengur
er því allvíða með minna móti og misjafn að gæðum.
Það er því mikil búbót að eiga góða grænfóðursakra
til að geta beitt kúnum á fram eftir haustinu eins
og þeir bændur á Hlemmiskeiði á Skeiðum eiga. Er
ekki annað að sjá á myndinni að kýr þeirra kunni
að meta þessa góðu beit sem þær skila síðan til góðra
afurða með nyt sinni.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Taflborð og klukkur
í menntaskólann
Egilsstöðum - Landsbanki íslands færði Mennta-
skólanum á Egilsstöðum gjöf í tilefni fundar
bankaráðs sem nýlega var haldinn á Austurlandi.
Gjöfin var afhent í hófi sem bankinn hélt starfs-
fólki sínu og viðskiptavinum á Aústurlandi. Það
kom fram í máli Kjartans Gunnarssonar for-
manns bankaráðs Landsbankans að það væri
venja bankans að færa einhverjum aðila gjöf, sem
starfaði á því svæði sem bankaráð væri að heim-
sækja.
Fyrir valinu varð Menntaskólinn á Egilsstöðum
og voru honum færðar taflborð og skákklukkur
og 250.000 kr. fjárhæð til frjálsrar ráðstöfunar.
Vitara V6
Nýr eðaljeppi þar sem afl
og öryggi hafa forgang.
Vitara 1/6 er einstaklega aflmikill, með hljóðláta V6 vél,
24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum.
Hann er byggður á sjálfstæða grind og er með hátt og lágt drif.
Nákvæmt vökvastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin
eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðveldan
í akstri á vegum sem utan vega.
Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega,
höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum
gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst.
Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum
sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6.