Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 37
+ Gunnar Sigurðs-
son fæddist í
Hafnarfirði 28. apríl
1920. Hann lést á St.
Jósefsspítala í Hafn-
arfirði 19. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Valdi-
marsson, ættaður
frá Fossi í Húna-
vatnssýslu, og Sig-
ríður Böðvarsdóttir
frá ■ Hafnarfirði.
Systkini Gunnars
voru 8. Þau voru:
Böðvar, Þorvaldur,
Guðríður, Kristín,
Valdimar, Sigurrós, Anna og
Emil. Af þeim eru enn á lífi þau
Sigurrós og Emil. Gunnar giftist
Ólafíu Helgadóttur 14. nóv-
ember 1942. Ólafía lést 3. októ-
ber 1971. Börn þeirra eru fjög-
ur, barnabörn ellefu og barna-
barnabörn fimm. Börnin eru: 1)
Jóel Hreiðar, f. 5. mars 1937,
giftur Eygló Fjólu Guðmunds-
dóttur og eiga þau þrjú börn,
Guðmund Hreiðar, tvíburana
Ólafíu og Aslaugu, og þrjú
barnabörn, 2) Sigurður Valdi-
mars, f. 13. júlí 1946, sem á tvö
OKKUR langar til að minnast
elskulegs afa okkar, sem við kveðj-
um að sinni í dag. Elsku afi, nú
hefur þú loksins fengið þá hvíld sem
þú þráðir'eftir erfið veikindi á síð-
ustu mánuðum. Minningarnar eru
margar um þig, elsku afi. Okkur
er efst í huga dúkkuvagninn sem
við fengum frá þér í jólagjöf þegar
við bjuggum hjá þér á Hringbraut.
Þegar þú varst að vinna suður á
velli og komst með litlu kornflex-
pakkana handa okkur sem ekki
voru til í bænum og þegar við kom-
um í heimsókn til þín á Hringbraut-
ina var alltaf gaman að fá að skoða
í skápinn í ganginum því þar var
börn, þau Gunnar
Heimi og Guðrúnu
Berglind, og eitt
barnabarn, 3) Helgi
Rúnar, f. 16. nóvem-
ber 1950, giftur Vig-
dísi Erlu Grétars-
dóttur, og eiga þau
þrjú börn, þær Ólaf-
íu, Grétu og Fjólu
og eitt barnabarn og
4) Sigurður Sverrir,
f. 31. ágúst 1955,
giftur Sigríði Gísla-
dóttur, og eiga þau
þijár dætur Sig-
rúnu, Svanhvíti og
Elísu. Frá unga aldri
stundaði Gunnar almenna vinnu
í Hafnarfirði. Gunnar starfaði
lengi hjá Vélsmiðju Hafnarfjarð-
ar og nam hjá þeim pipulögn.
Hann starfaði sem pípulagninga-
meistari allt til ársins 1961. Frá
1961 til 1991 eða í 30 ár starfaði
hann hjá varnarliðinu þar af í
24 ár sem eldvamaeftirlitsmað-
ur og siðustu 6 ár hjá birgða-
stofnun varnarliðsins. Þá Iét
hann af störfum vegna aldurs.
Útför hans fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
alltaf til nammi handa okkur. Alltaf
var afí tilbúinn að gera það sem
hann gat fyrir okkur ef við báðum
hann um eitthvað og einnig fylgdist
hann vel með hvað við höfðum haft
fyrir stafni. Afi var mjög ákveðinn
og fróður maður og breytti enginn
hans skoðunum eftir að hann hafði
tekið afstöðu um mál eða menn.
Það verður tómlegt á Máva-
hrauninu um jól og áramót því ekki
munum við eftir jólum og hátíðum
nema með þinni nærveru. Einnig
hefur verið erfítt fyrir barnabama-
börnin þín að skilja af hveiju þú
ert farinn til guðs og að þú komir
ekki aftur. Elsku afi, hvíl þú í friði.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort iíf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Aslaug og Ólafía.
Ekkert varir að eilífu. Þegar ég
hugsa til baka, sem lítill strákur,
þá voru þeir fullorðnu alltaf til stað-
ar. Tíminn líður hratt og ámnum
fjölgar, maður eldist og gleymir því
að þeir eldri eldast líka, manni
finnst svo sjálfsagt að þeir sem
maður elskar séu alltaf til staðar.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
og eftir bjartan daginn kemur nótt,
stendur skrifað. Minningamar
streyma að, og allar hafa þær eitt-
hvað gott fram að færa. Hann elsku
afí minn hefur nú fengið þá hvíld
sem hann þráði undir það síðasta,
eftir mikla baráttu við erfíð veik-
indi, og dvelur nú í faðmf hennar
ömmu. Það em margar góðar minn-
ingar sem ég á frá Hringbrautinni
og verður skrítið að það sem áður
var er ekki lengur nema í góðri
minningunni.
Hann afí minn sýndi mér mikinn
stuðning í því sem ég var að gera
hveiju sinni á sinn hátt, því alltaf
fylgdist hann vel með, hvort sem
um vinnu eða íþróttir var að ræða.
Gaman var að ræða við hann um
íþróttir og úrslit leikja og oftar en
ekki vissi hann betur en íþróttamað-
urinn sjálfur. Þetta viðhorf hans og
áhugi hans á því sem ég var að
gera hvatti mig áfram og á ég hans
stuðningi mikið að þakka. Alltaf
var þinn skilningur til staðar þegar
á móti blés og nærvera þín lyfti
manni alltaf upp. Það verða skrítin
jól á Mávahrauninu þegar þig vant-
ar.
Elsku afí minn, með þessum fá-
tæklegu orðum langar mig að
kveðja þig og þakka þér fyrir allt
sem þú gafst mér með nærveru
þinni.
Guðmundur Sævar
Hreiðarsson.
GUNNAR
SIG URÐSSON
GUÐBJORN MAR
HJÁLMARSSON
+ Guðbjörn Már Hjálmarsson
fæddist í Reykjavík 26.
september 1982. Hann lést á
Barnaspítala Hringsins 10.
september síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 15. september.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Við lát Guðbjörns Más er enn á
ný stórt skarð höggvið í nemenda-
hóp Safamýrarskóla.
Guðbjörn Már var einn af ljós-
geislum deildar 1, sem ég kynntist
haustið 1989 þegar ég var í loka-
hluta sérkennslunáms míns.
Ég kveið ákaflega fyrir dvöl
minni í skólanum, því satt best að
segja vissi ég ósköp lítið um fjölfötl-
uð böm, og enn minna um kennslu
þeirra. En kvíði minn var svo sann-
arlega. ástæðidaus. Móttökur gátu
varla gerst betrí. í skóla þessum
fékk ég innsýn fkennslu alvarlega
fatlaðra barna af bestu gerð.
Guðbjörn Már var einhver yndis-
legasti nemandi sem ég hef kynnst.
Mér fannst ég sjá fallegu sálina
hans í brúnu augunum. Hann heill-
aði mig algjörlega. Það er stundum
svo, að á lífsleiðinni hittum við per-
sónur sem orka svo sterkt á okkur,
en við vitum ekki hvers vegna. Við
fáum ef til vill að vita það síðar.
Ég fékk leyfi foreldra og kennara
að skrifa um og vinna með hann.
Fyrir liðsinni og velvilja þeirra vil
ég aftur þakka innilega.
Ég mun hins vegar alla tíð standa
í þakkarskuld við Guðbjöm minn,
því frá 1990 til 1995 vann ég í
Safamýrarskóla og öðlaðist þekk-
ingu og reynslu í kennslu fatlaðra
nemenda. Starf mitt með Guðbirni
varð til þess að ég tók þá ákvörðun.
Nú er ég flutt á Suðurnesin,
heimaslóðir Guðbjörns, og farin að
starfa þar með fötluðum og ófötluð-
um nemendum.
Myndin sem hann sendi mér með
kisu sinni mun áfram prýða vinnu-
herbergið mitt og fallega stjakann
frá honum mun ég halda áfram að
nota á hátíðum. Kertið ætla ég að
geyma enn.
Ég bið kærleikann og ljósið að
umvefja þig, elsku Guðbjörn minn,
og óska þér velfarnaðar á öðm til-
verusviði.
Kæra Halldóra, Hjálmar, Smári,
Stefán og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Guð styrki ykkar í sorginni.
Megi minning um Ijósgeislann
Guðbjörn Má lifa.
„Vertu aldrei hræddur við að
gefa. Þú getur aldrei gefíð of mik-
ið, ef þú gefur áf fúsum og fijálsum
vilja“ (Leo Buscagiia).
Oddný öóra Halldórsdðttir.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur til að kveðja elskulegan vin okk-
ar, Guðbjöm Má Hjálmarsson. Guð:
björn bjó á vistheimilinu Einibergi
síðastliðin þrjú ár og var hann
yngstur íbúa á heimilinu. Guðbjöm
snart strengi í bijósti okkar allra
með brosi sínu og hlátri. Hann var
brosmildur og skapgóður og kom
hann okkur ávallt auðveldlega til
að hlæja.
Við kveðjum þig í huga okkar,
sorg, söknuður,
þrýstum þér fast að okkur,
tár, tregi.
Allt svo tómt,
sleppum.
Nú ertu farinn og fijáls,
farinn og fijáls.
(Ósk Óskarsson)
Elsku Dóra, Hjálmar og fjöl-
skylda. Guð styrki ykkur.
. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín. (Kahlil Gibran)
íbúar og starfsfólk Einibergs.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sin en ekki.stuttnefni undir greinunum.
í) J. ÁSTVflLDSSON HF.
1 Skiphotti 33,105 Reykjavík, simi 552 3580
*Rcropr»nt.
THVIE RECORDER CO.
- Stimpilklukkur fyrír
nútið og framtíð
FINNUR BJÖRNSSON,
KRISTJÁNR. ER-
LENDSSON OG SVAN-
UR ÞÓR JÓNASSON
+ Finnur Björnsson fæddist á
Patreksfirði 6. ágúst 1973,
Kristján Rafn Erlendsson,
fæddist 26. júní 1973 á Patreks-
firði og Svanur Þór Jónasson
var fæddur á Patreksfirði 22.
júní 1973.
Finnur, Krislján og Svanur
fórust í flygslysi 14. september
síðastliðinn og fór útför þeirra
fram á Patreksfirði 23. septem-
ber.
ÞAÐ kom brestur í hjarta mitt er
ég heyrði að vinur minn Finnur
væri dáinn, vinur sem ávallt var
hress og kátur þegar maður heyrði
í honum. Ég kynntist Finni í Ástral-
íu þar sem við vorum skiptinemar.
í Ástralíu var hann hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom enda
einstaklega opinn og skemmtilegur.
Hann var vinur vina sinna og var
alltaf til staðar þegar einhver af
hópnum var í vandræðum eða vant-
aði hjálp enda maður sem geislaði
af kærleika og var fljótur að gefa
af hjarta sínu ef á þurfti.
Með þessu Ijóði vil ég minnast
vinar míns Finns Björnssonar sem
sárt er saknað.
Gættu vináttuiinar!
ekkert er fegurra á
jörðinni,
engin huggun betri í
jarðnesku lífi.
Vini geturðu það nug
þinn allan
og veitt honum
fyllsta trúnað.
(Ambrósíus)
Ég vil votta fjölskyldu hans, vin-
um og vandamönnum mína dýpstu
samúð og megi Guð styrkja ykkur
í sorginni.
Ingi Þórðarson.
„Þó látinn ég sé, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert ykkar tár snert-
ir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið. En . . . þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, sál mín
lyftist upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfír lífínu.“ (Ók. höf.)
Á einum stað segir: „Þeir deyja
ungir sem guðimir elska.“ Á svona
stundu er margt sem kemur upp í
hugann og viljum við minnast vina
okkar sem létust af slysförum þann
14. september síðastliðinn. Engin
orð fá lýst því stóra skarði sem
höggvið hefur verið í vinahópinn
við fráfall Krissa, Finns og Svans,
sem alltaf voru svo hressir og kátir.
Alltaf leið okkur vel í návist ykkar,
þið'voruð hvetjandi og ómetanlegar
stoðir ef eitthvað bjátaði á. Við
minnumst allra góðu stundanna
með ykkur. Oft lágu leiðir okkar í
sundur en ávallt saman aftur. Til-
hlökkunin var aldrei eins mikil og
þegar við vissum að allur hópurinn
ætlaði að koma saman. Tilefnin
þurftu ekki að vera stór, oft aðeins
það eitt að hittast.
Á slíkum stundum varð Aula-
klúbburinn til, Patrónarnir og
margt, margt fleira. Minningamar
em margar og þær jafnt sem þið
munuð ávallt verða okkur ljóslif-
andi. Þið lifíð áfram í hjarta okkar,
emð og verðið alltaf fallegir í minn-
ingunni.
Við munum alltaf verða einar af
strákunum.
Hönd ykkar snerti
sálu okkar.
Fótspor ykkar liggja
um líf okkar allt!
(Úr bókinni Gleym-mér-ei)
Aðstandendum og fjölskyldunum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Takk fýrir allt, elsku bestu vinir.
Guðriður, Dómhildur,
Jenný og Jóna.
auglýsingar
FELAGSUF
I.O.O.F. 5 = 1779288 - Br.
I.O.O.F. 11 = 1770928872 :
9.0.
□ HL(N 5995092819 IVW 1
Landsst. 5996092819 VII
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
ICI. 20.00: Lofgjörðarvaka í uro-
sjé Olgu Sigþórsdóttur.
AHir velkomnir.
Hallveigarsiig 1 • simi 561 4330
Dagsferð sunnud. 1. okt.
Kl. 10.30 Vík í Reykjavík. Forn
frægðarsetur, 1. áfangi nýrrar
raðgöngu. Gengið verður eftir
gömlum leiðum frá sögufrægum
býlum undir leiðsögn fróðra
manna. Mæting i gönguna á Ing-
ólfstorgi. Ekkert þátttökugjald.
Otivist.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Þórsmörk, haustlitir,
grillveisla 29/9-1/10
Skemmtileg og vinsæl ferð. Fjöl-
breyttar gönguferðir. Grillveisla
(innifalin i verði) og kvöldvaka
á laugardagskvöldínu. Pantið og
takið farmiða fyrír fimmtudags-
kvöld. Takmarkað pláss.
Uppl. á-skrifst., Mörkinní 6.
Gerist félagar og eignlst árbök-
t* er 3.4>00 kr. (3.700 kr. fyrir ion- bunðna bók). Ferðaiélag islands.
& BT m
OQj 5 KENNSLA
Jógastöðin Heimsljós,
Ármúla 15
Kynning á Kripalujóga verður
laugardaginn 30. sept. kl. 13.
Byrjendanámskeiö 3.-26. októ-
ber á þri./fim. kl. 16.30-18.00.
Teygjur, öndunaræfingar og
slökun. Leiðbeinandi Jenný Guð-
mundsdóttir.
Uppl. (síma 588 4200 kl. 17-19.