Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KJOTVORUR FRETTIR I3IGMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu Ný deild fyrir vímuefnaneytendur Sjúklingar geta sótt dagdeild án innlagnar Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Morgunblaðið/Þorkell PRÓFESSOR Tómas Helgason og Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra fyrir framan meðferðarheimilin við Flókagötu. NÝ GÖNGUDEILD og sjúkraheim- ili fyrir alkóhólista og aðra vímu- efnaneytendur voru formlega opnuð í gær af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Eru deildirnar til húsa að Flókagötu 29 og 31. L r M viét „Með opnun þessarar nýju deildar er brotið blað í sögu áfengis- og fíkniefnasjúklinga," sagði Ingibjörg við þetta tækifæri og vísaði til þess að nú gætu þeir sem þjáðust af ýmiss konar fíkn, s.s. áfengis-, vímuefna-, spila- og átfíkn, fengið tækifæri til að njóta meðferðar án innlagnar. „Þetta er tilraun sem í senn á að spara fjármuni og um leið fjölga meðferðarúrræðum," sagði hún. Deildin verður rekin sem hluti af vímuefnaskor Landspítala ásamt deild 33A og göngudeild áfengis. Yfirlæknir er Jóhannes Bergsveins- son en Óttar Guðmundsson sérfræð- ingur í geðsjúkdómum hefur umsjón með daglegum rekstri hennar. Apspurður sagði Óttar að fram til þessa hefðu einungis einstaka sjúklingar með spilafíkn verið í meðferð á Vífilstaðaspítala og í ljós kæmi hvert framhaldið yrði. „Við verðum að laga prógramm okkar eftir því hveijir koma hingað og þurfa á meðferð að halda. í ljós hefur komið að stór hluti sjúklinga sem leitað hafa áfengismeðferðar glímir einnig við ýmsar aðrar misal- varlegar geðtruflanir," sagði hann og benti á að endurteknar meðferð- ir fólks mætti oft rekja til þess að þessum truflunum hefði ekki verið nægilega sinnt. Sérstakir hópar verða fyrir fólk á aldrinum 16-19 ára undir stjórn ráðgjafa sem áður störfuðu að Tind- um. Þá verður lögð rík áhersla á fjölskyldumeðferð á öllum stigum. - bnr smt ptí viítl Skriflegt samband viö stærstu fréttastofu landsins færir þér kjarna málsins þegar þú vilt - þar sem þú vilt! n\Atún& 4 /llneú 1 http://www.strengur.is/mbl Opinn aögangur 28. september - 5. október HREiNAR SNYRTIVÖRUR - Þú færð ekkert betra - ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13-S. 551 2136 Dr. Har- aldur heið- ursfélagi Á AÐALFUNDI Sagnfræðinga- félags íslands 26. september sl. var dr. Haraldur Sigurðsson gerður að heiðursfélaga í viður- kenningarskyni fyrir ómetan- legt framlag til íslenskrar sagn- fræði. Dr. Haraldur og kona hans, frú Sigrún Á. Sigurðar- dóttir, gáfu Landsbókasafni ís- lands - Háskólabókasafni kort og bækur um kortasögu og skyld svið þegar bókasafnið var opnað í desember á síðasta ári. Um er að ræða nokkur hundruð fræðibækur. Dr. Ingi Sigurðs- son prófessor gerði grein fyrir fræðasjtarfi Haraldar á fund- inum. Á myndinni tekur frú Sig- rún við heiðursskjali úr hendi Hrefnu Róbertsdóttur, for- manns Sagnfræðingafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.