Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ fltrjpmMíiMí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SMUGUSÆTTIR? GAMALGRÓNAR frænd- og vináþjóðir, Norðmenn og íslendingar, hafa eldað grátt silfur allar götur síðan við hófum veiðar í Smugunni árið 1993. Afli okkar þar, sem að stærstum hluta er þorskur tekinn í flotvörpu uppi í sjó, vegur þungt í sjávarútvegi okk- ar og þjóðarbúskap á tímum strapgra veiðitakmarkana á heimamiðum. í fyrra Vorum við þriðja mesta þorsk- veiðiþjóðin í Barentshafi. Með ströngum veiðitakmörkunum hefur þorskstofn- inn í Barentshafi náð fyrri sessi sem stærsti þorskstofn- inn í Norður-Atlantshafi. Nýliðun hefur verið góð síðan 1989 og flestir árgangar náð meðalstærð. Á hinn bóg- inn hefur veiðisókn vaxið mjög mikið. Líkur standa til þess að aukin sókn muni ekki skila sér í meiri af- rakstri til lengri tíma litið. Því hefur og verið haldið fram að kólnun í Barentshafi og minna fæðuframboð geti dregið úr vexti stofnsins. Norðmenn hafa gengið fram af mikilli hörku í okk- ar garð í Smugudeilunni. Engu að síður er réttsýnum mönnum þar og hér ljóst, að deiluna verður að leysa við samningaborð. Annað er þessum frænd- og forn- vinaþjóðum ekki sæmandi. Það eru því góðar fréttir að utanríkisráðherrar þjóðanna hafi í fyrradag rætt hugmyndir, sem taldar eru geta leitt til lausnar á deil- unni. „Við Björn Tore Godal vorum sammála um“, segir Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, í viðtali við Morgunblaðið í gær, „að leita allra ráða til að ná niður- stöðu, en í lokin hlýtur þetta að snúast um magn, sem við getum veitt á þessu svæði. Við ræddum réttindi íslands og hugsanlega möguleika á kvótaskiptingu milli þjóðanna. Það er flókið mál og embættismenn þurfa að útfæra þær hugmyndir . . íslendingar og Norðmenn eiga að setja metnað sinn í að leysa þessa deilu nú. Annað sæmir hvorugri þjóð- inni. AUKIN VON UM BOSNÍU-SAMKOMULAG SAMKOMULAG það sem náðist um framtíðar stjórn- skipun Bosníu í samningaviðræðum í New York á þriðjudag hefði þótt óhugsandi fyrir einungis örfáum mánuðum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti segir felast í sam- komulagi utanríkisráðherra Bosníu, Króatíu og Serbíu að Bosnía verði áfram eitt ríki er njóti alþjóðlegrar viðurkenningar. Deiluaðilar hafi fallist á að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga undir alþjóðlegu eftirliti og kveðið sé á um, að ríkisstjórnin beri ábyrgð á utanríkismálum Bosníu. Þrátt fyrir þetta samkomulag halda átökin í Bosníu' áfram. Enn hefur ekki náðst samstaða um vopnahlé milli stjórnarhersins og Bosníu-Serba og yfirlýsingar leiðtoga Bosníu-Serba benda tii að áhugi þeirra á vopnahléi kunni að vera takmarkaður. Og þótt samkomulag hafi náðst um stjórnskipan Bosníu í framtíðinni á enn eftir að leysa flóknasta deilumálið, það er hvernig skipta eigi landinu upp milli hinna stríðandi fylkinga. Þá krefjast múslimar að þeir leiðtogar Bosníu- Serba, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi, verði handteknir og sóttir til saka. Þrátt fyrir það eru fyrstu niðurstöður viðræðnanna í New York mikilvægt skref í átt að varanlegri lausn deilunnar og gefa von um að hægt verði að binda enda á átökin. Svo virðist sem loftárásir Atlantshafsbandalagsins á undanförnum vikum hafi skilað þeim árangri sem til var ætlast. Ef til þeirrá hefði ekki komið er ólíklegt að Serbar hefðu verið reiðubúnir að taka þátt í viðræð- um á borð við þær sem nú eiga sér stað. Ekki er allt sem sýnist í hugmyndum um að bjóða íbúðakaupendum 1 SKRIÐUR hefur nú komist á þau áform félagsmálaráð- herra að auka sveigjanleika í húsbréfakerfinu. Sérstök nefnd ráðherra hefur lagt til að gefn- ir verði út tveir nýir flokkar húsbréfa til 15 og 40 ára til viðbótar við 25 ára bréfin. í þessu sambandi er horft til þess að lán til 40 ára geti hentað ungu fólki sem vill fremur hafa lága greiðslubyrði en háa eignamyndun. Aftur á móti geti það verið ákjósan- legt fyrir aðra, t.d. eldra fólk með góðar tekjur, að taka lán til skemmri tíma en 25 ára. I annan stað var nefndinni ætlað að setja fram tillögur um hvernig unnt væri að lengja lánstíma eldri lána hjá þeim sem lent hafa í vanskil- um, en þær hafa enn ekki litið dags- ins ljós. Loks eru uppi hugmyndir í félagsmálaráðuneytinu um breyting- ar á húsbréfalánum til endurbóta á íbúðarhúsnæði. í því sambandi er rætt um að lækka lágmarksfjárhæð slíkra lána úr 1 milljón króna í 500 þúsund krónur og bjóða upp á 15 ára lán. Miklar efasemdir um lengingu eldri lána Nokkuð var flallað um þessi mál hér í Morgunblaðinu í vor t.d. í frétta- skýringu í maímánuði. Á þeim tíma voru viðmælendur blaðsins almennt þeirrar skoðunar að ekkert væri því til fyrirstöðu í sjálfu sér að auka sveigjanleika hvað varðar lánstíma nýrra lána, þannig að lántakendur hefðu nokkurt valfrelsi um það á hve löngum tíma þeir greiði niður hús- næðislán sín. Miklar efasemdir komu aftur á móti fram frá ýmsum aðilum um að skynsamiegt væri að gefa lán- takendum í greiðsluerfiðleikum kost á að lengja eldri lán úr 25 árum í 40 ár. Var á það bent á að slík að- gerð gæti haft ýmsar óæskilegar og jafnvel ófyrirséðar hliðarverkanir meðal annars á fjártnagnsmarkaði. Væntanlega verður þráðurinn í þeirri umræðu tekinn upp á ný þegar tillög- ur nefndarinnar um möguleika á skuldbreytingu í húsbréfakerfinu liggja fyrir. Það er hins vegar ekki eftir neinu að bíða að skoða nánar fyrirliggjandi tillögur um útgáfu nýrra húsbréfa til 15 og 40 ára, enda vakna ýmsar spurningar. Hver verður greiðslu- byrðin af húsbréfalánum til 15, 25 og 40 ára? Hvaða áhrif hefur slík breyting á fasteignamarkaðinn og hvaða afföllum gætu seljendur 40 ára húsbréfa þurft að sæta í saman- burði við 25 ára bréf? Greiðslubyrði lækkar um 17,5% Félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að greiðslubyrði af 40 ára hús- bréfaláni verði um 19% léttari en af 25 ára láni. Þetta er lægri tala en heyrðist í kosningarbaráttunni sl. vor þar sem talað var um að greiðslu- byrðin myndi lækka um 25%. Tölur Seðlabankans og Kaupþings um lækkun greiðslubyrðarinnar eru hins vegar ennþá lægri. Eins og sést á töflunni hér til hliðar nemur greiðslu- byrði af einnar milljóna króna hús- bréfaláni um 71.700 krónum á ári miðað við 25 ára Iánstíma en 59.100 miðað við 40 ára lánstíma og 97.000 miðað við 15 ár. Er þar um að ræða 17,5% lækkun á greiðslubyrðinni. Af 3 milljóna króna láni til 40 ára þarf því að greiða 177 þúsund krón- ur á ári samanborið við 215 þúsund af 25 ára láni og 291 þúsund af 15 ára láni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því margt bendir til að afföll við sölu 40 ára húsbréfa verði meiri en við sölu á 25 ára bréfum. Niður- stöður í útboði .á 20 ára spariskírtein- um í gær þykja renna stoðum undir þessa skoðun þar sem ávöxtun þeirra í útboðinu var svipuð og kaupávöxt- unarkrafa Seðlabankans í 10 ára spariskírteini. Miðað við núgildandi ávöxtunarkröfu húsbréfa, 5,95%, þurfa seljendur bréfa til 25 ára nú að sæta 11,6% affföllum. Sama ávöxtunarkrafa felur í sér að 40 ára húsbréf yrðu seld með 15% afföllum. Skiptir ekki sköpum Aukinn sveiganleiki í húsbréfa- kerfinu mun hins vegar ekki valda Minni greiðslu- byrði en aukin afföll Árleg greiðslubyrði af 40 ára húsbréfalánum verður um 17,5% lægri en af 25 ára lánum en líkur eru á að eigendur 40 ára bréfa muni þurfa að sæta töluvert meiri afföllum við sölu þeirra. Kristinn Briem kannaði nokkrar hlið- ar á tillögum nefndar félagsmálaráðherra sem fjallað hefur um útgáfu húsbréfa með 15, 25 og 40 ára lánstíma. Greiðslubyrði af húsbréfalánum Tíma- Verð- lengd Nafnverð bólga Vextir Greiðsla á ári Greiðsla á mánuði Greiðslubyrði 1 milli. kr. láni 15 ár 1.000.000 0% 5,10% 96.995 8.083 25 ár 1.000.000 0% 5,10% 71.665 5.972 40 ár 1.000.000 0% 5,10% 59.078 4.923 Greiðslubyrði af meðalláni sem er um 3 millj. kr. *) 15 ár 3.000.000 0% 5,10% 290.985 24.248 25 ár 3.000.000 0% 5,10% 214.995 17.916 40 ár 3.000.000 0% 5,10% 177.234 14.770 Greiðslubyrði af láni með 3% stöðugri verðbólgu. 15 ár 1.000.000 3% 5,10% 1. ár 99.904 15. ár 151.114 8.325 12.593 25 ár 1.000.000 3% 5,10% 1. ár 73.815 25. ár 150.051 6.151 12.504 40 ár 1.000.000 3% 5,10% 1.ár 60.851 40. ár 192.716 5.071 16.060 *) Skv. tölum frá Húsnæðissofnun er meðalfasteignaveðbréf í viðskiptum vegna notaðra íbúða á árinu 1994 kr. 2,996,080. Við athugun kemur í Ijós að meðallán vegna viðskipta með notaðar íbúðir hafa verið um 3 milljónir króna allt frá árinu 1989. Greiðslubyrði á mánuði eftir lánstíma með stöðugri verðbólgu neinum straum- hvörfum á fast- eignamarkaði, að mati Jóns Guðmunds- sonar, formanns Félags fasteignasala. Hann segir að breytilegur lánstími húsbréfalána, sem félagsmálaráðherra hefur kynnt hugmyndir um, geti leitt til þess að verð á fasteignum verði í ríkari mæli en nú er fært niður til stað- greiðsluverðs. Jón sagði að í sjálfu sér litist honum ágætlega á þessar hugmynd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.