Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 52
ATVlT NÝHERJI i H JÉO| B SKIPHOLTI 37 - SIMI 5flft 80 i^^B ^HB Alltaf skrefi á undan M0RGUNBLAD1Ð, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 OPIN KERFIHF. Sími: 567 1000 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Verðá hjólbörð- um hækk- að um 8% VERÐ á nýjum hjólbörðum hefur hækkað um allt að 8% og verð á sóluðum hjólbörðum um 5% á þessu ári. Hækkun- inni veldur hærra hráefnisverð til þessa iðnaðar. Borið hefur á því að érlendir ferðamenn hafi keypt hjólbarða hér á landi og haft með sér heim en Jón Stefánsson, sölustjóri hjá Sólningu hf., segir þá mun ódýrari hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Jón segir að hækkunarþörf- in hefði líklega verið í kringum 14% á sóluðum hjólbörðum. Mest hefur verð á náttúru- gúmmíi, sem notað er til fram- leiðslu á hjólbörðum, hækkað, eða um 50% heimsmarkaðs- verðið á síðustu tveimur árum, en einnig hefur iitar- og hersluefni hækkað um 14%. Nýir hjólbarðar hafa hækk- að hlutfallslega meira í verði. Innkaupsverð á nýjum hjól- börðum hjá Sólningu hf. hefur hækkað á þessu ári að meðal- tali um 8-12%. Jón segir þessa hækkun ná yfir allan markað- inn. Hins vegar hafi hjólbarðar hækkað mismikið í verði til neytenda hérlendis. Vetrar- dekk hjá Sólningu hafa hækk- að um 3-8%, misjafnt eftir stærðum og gerðum. Benedikt E. Guðmundsson siglingamálastjóri Ljóst að skrá þarf flotkví sem fljótandi far AKUREYRARBÆR hefur lagt inn beiðni hjá Siglingamálastofnun um skipaskráningu nýrrar flotkvíar Akureyrarhafnar en innflutningur á skipum er undanþeginn virðis- aukaskatti. ’Agreiningur ráðuneytis og Akureyrarbæjar Ágreiningur hefur verið uppi milli forsvarsmanna bæjarins og fjármálaráðuneytis um hvort greiða beri virðisaukaskatt af kaupverði flotkvíarinnar en hann nemur um 40 milljónum króna. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar telja flotkví flokk- Innflutriingur skipa er undan- þeginn virðis- aukaskatti ast undir fljótandi far og því beri ekki að greiða virðisaukaskatt vegna flotkvíarkaupa hafnarinnar, en í íjármálaráðuneytinu var ekki fallist á þá túlkun. Benedikt E. Guðmundsson sigl- ingamálastjóri segir að umsóknin sé enn til meðferðar hjá Siglinga- málastofnun en hann segir að það liggi alveg ljóst fyrir að samkvæmt lögum um skráningu skipa sé flotkví fljótandi far og verði að skrá hana sem slíka. Hið sama eigi við um nýja flotkví í Hafnarfirði. Fyrir- tækinu sem rekur flotkvína í Hafn- arfirði var gert að greiða fullan virðisaukaskatt af henni. Benedikt segir nauðsynlegt af ýmsum ástæðum að skrá flotkvína til að tryggja allt öryggi, m.a. hljóti tryggingafélög að gera kröfu til þess svo að ákvæðum laga um eftir- lit með skipum, gerð þeirra og bún- aði sé fullnægt. Skipveijar á Hafrafelli fengn óvæntan gest á siglingu til lands Morgunblaðið/RAX Nýjar kartöflur NÚ ERU menn sem óðast að taka kartöflur upp úr görðum sínum og fer hver að verða síðastur, því að í næturfrostum fellur grasið. Ljósmyndarinn rakst á þennan garðeiganda, sem var að taka upp kartöflur í nágrenni Hveragerðis. Fálki í heim- sókn suður af Hvarfi ísafirði. Morgunblaðið. SKIPVERJAR á Hafrafellinu fengu óvænta heimsókn fyrir nokkrum dögum, er þeir voru á heimleið af Flæmingjagrunni með um 70 tonn af frosinni rækju, en um 250 sjómílur suð- ur af Hvarfi gerði fálki sig heimakominn lun borð. Skip- veijar tóku fálkann undir sinn verndarvæng og komu með hann til ísafjarðar sl. þriðju- dagsmorgun. Fálkinn hnitaði hringi yfir skipinu uns hann tyllti sér loks niður. Flaug hann nokkrum sinnum upp aftur, en að lokum var hann orðinn það þrekaður og blautur að skipverjarnir gátu handsamað hann án telj- andi hættu. Útbjuggu þeir for- láta skýli fyrir hann úr pappa- kassa og neti þar sem hann undi sér hið besta. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ORN Ingólfsson, skipveiji á Hafrafellinu, með fálkann í höndunum um borð í skipinu. Forsætisráðherra eftir viðræður við forystumenn ASÍ í gær Áhyggjur vegna óróleika eftir úrskurð Kjaradóms DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fund með forystu Alþýðusambandsins í gær, að aðilar ættu það sameiginlegt að hafa áhyggj- ur vegna þess óróleika sem hefði skapast eftir úrskurð Kjaradóms um laun æðstu stjórnenda ríkisins. Forsætisráðherra sagði einnig að for- ^ændur úrskurðar Kjaradóms gætu naumast - verið leyndarmál. Hann myndi ræða við forystu- menn Kjaradóms, en hann gæti þó ekki gefið þeim nein fyrirmæli. Úrskurðinum breytt eða aðrir fái sambærilegar breytingar Engin ákveðin niðurstaða varð af fundinum en aðilar ætla að hittast á ný í næstu viku þeg- ar Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Ákveðið að halda annan fund um málið í næstu viku formaður Framsóknarflokksins, er kominn til landsins. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagðist eftir fundinn vænta þess að skoðað yrði mjög gaum- gæfilega hvort niðurstaða Kjaradóms og forsæt- isnefndar Alþingis ætti að standa óbreytt eins og orðið er samkvæmt úrskurðum, og þá hvort hægt væri að gera einhvetjar sambærilegar breytingar fyrir annað fólk í þjóðfélaginu. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, fór fram á það á fund- inum að forsætisráðherra veitti aðstoð við að forsendur Kjaradóms yrðu gerðar opinberar. „Forsætisráðherra gaf engin loforð um það, en hann hafnaði því ekki heldur. Það virðast allir, nema háæruverðugur dómstóll, vera sammála um að nauðsynlegt sé að skoða þessar forsend- ur. Málið er ekkert einfalt. Ef menn ákveða til dæmis að taka þetta til baka, standa forsendurn- ar eftir og málið er óleyst,“ sagði hann. Málið var einnig tekið til umræðu á miðstjórn- arfundi ASÍ í gær þar sem gerð var grein fyrir fundi forystumanna ASÍ með ráðherrum fyrr um daginn. ■ Forsendur naumast leyndarmál/4 Matvara á alnetinu NETKAUP, nýtt. fyrirtæki í eigu Hofs sf., eignarhaldsfé- lags Hagkaups, hyggst bjóða matvöru til sölu á alnetinu. Að sögn Sigurðar I. Björns- sonar hjá Netkaupum, verður boðið upp á vörur á sama verði og í verslunum Hagkaups. Hann segir engan búnað, ann- an en þann sem notaður er til að tengjast netinu, nauðsyn- legan. Viðskiptavinir geti pantað matvörur sínar í gegn- um netið og fengið þær sendar heim innan höfuðborgarsvæð- isins, án nokkurs kostnaðar, ef keypt sé fyrir meira en 4.000 krónur í einu. Sigurður segir það hins vegar vandkvæðum háð að sinna landsbyggðinni sem skyldi sökum þess hversu hár sendingarkostnaðurinn sé. ■ Býður sama/B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.