Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 13 AKUREYRI Hjólað milli Húsa- víkur og Dalvíkur KONUR í kvennadeild Slysavarna- félags íslands á Húsavík ætla að safna fé til framkvæmda við iokaá- fanga við Slysavarnahúsið á staðn- um, en það gera þær með því að hjóla frá Húsavík til Dalvíkur, um 130 kílómetra leið. Áður ætla þær að safna áheitum hjá húsvískum fyrirtækjum og heimilum. Bregðist bæjarbúar vel við er möguleiki á að ljúka innréttingu Slysavarna- hússins í vetur. Kostnaður við lokafrágang hús- næðisins er um tvær milljónir króna, en heildarkostnaður við kaup á húsinu, breytingar á því og fleira er um 1.3,5 milljónir króna. Húsið er á tveimur hæðum, um 440 fermetrar að stærð, en þar er björgunarstöð, félags- og nám- skeiðsaðstaða. Eigendur þess eru Björgunarsveitin Garðar, Slysa- varnardeild kvenna, Húsavík og Rauðakrossdeildin á Húsavík. KULDINN ræður ríkjum norðan heiða um hjá hrossunum, sem þurfa að krafsa snjóinn þessar mundir og vart hefur hann farið fram ofan af grasinu. ^ j j % Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Kraisað 1 snjomn Gilfélagið Hugmyndum um Ketilhús- ið í Grófargili mótmælt Á AÐALFUNDI Gilfélagsins sem haldinn var nýlega var harðlega mótmælt þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að nýta Ketil- húsið í Grófargiii sem tómstundam- iðstöð og rífa það þar með úr sam- hengi við Listamiðstöðina í Grófarg- ili, enda hafí Ketilhúsið frá upphafí gengt lykilhlutverki í öllum ákvörð- unum Akureyrarbæjar varðandi Listamiðstöðina. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum og einnig að fundurinn treysti því að Akureyrarbær gangi ekki á bak orða sinna varðandi upphafleg áform um uppbyggingu listastarfsemi í Gróf- argili. Á fundinum var Þröstur Ás- mundsson kjörinn nýr formaður Gil- félagsins, en aðrir í stjórn eru Ragn- heiður Ólafsdóttir, Gísli Gunnlaugs- son, Jónas Viðar og Sölvi Ingólfsson. Endur- byggingu lokið Hönnunarkostnaður Akureyrarbæjar Tæpar 200 imlljónir á síðustu þremur árum AKUREYRARBÆR hefur á síð- ustu þremur árum greitt tæpar 200 milljónir króna í hönnunarkostnað. Upplýsingar um greiðslu bæjarins vegna hönnunarvinnu voru lagðar fram á fundi framkvæmdanefndar Akureyrarbæjar á mánudag, en miklar umræður urðu um hönnun- arkostnað á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í liðinni viku. Eftirlit verði aukið í máli bæjarfulltrúa kom fram að á stundum gætti mikillar óná- kvæmni hvað varðaði hönnunar- vinnu og einnig væri skortur á eftirliti á vegum bæjarins með slíkri vinnu. Menn væru andvara- lausir og tækju alla þá reikninga sem að þeim væru réttir sem góða og gilda þannig að segja mætti að allt að því ófremdarástand ríkti í þessum efnum. Hvöttu bæjarfull- trúar til þess að tekið yrði á þess- um málum af festu, m.a. með auknu eftirliti af hálfu bæjarins. Á fundi framkvæmdanefndar var lagður fram listi yfir þá hönn- unarvinnu sem unnin hefði verið fyrir Akureyrarbæ á síðustu þrem- ur árum en þar kemur fram að greiddar hafa verið um 193 millj- ónir króna í hönnunarkostnað, á tímabilinu. Ásta Sigurðardóttir, sem sæti á í framkvæmdanefnd, sagði að m.a. væri um að ræða hönnunarkostnað vegna framhaldsskólanna, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri og einnig vegna hönnunarvinnu við Sundlaug Akureyrar sem næði töluvert fram í tímann. Hún sagði því ekki að leyna að ýmsar nýlegar uppákomur, m.a. vegna skipulagsvinnu við hafnar- svæðið og við nýjan leikskóla, hefðu vakið upp spurningar um hvort ekki væri hægt að gera raun- hæfar áætlanir varðandi hönnun fram í tímann. Átak í gæðastjórnun Ásta sagði að á vegum fram- kvæmdanefndar væri í gangi átak í gæðastjórnun sem hefði að markmiði að efla eftirlit með framkvæmdum á vegum bæjarins og fyrsta verkefnið sem unnið væri eftir því kerfi væri bygging stjórnunarálmu við Glerárskóla sem þegar hefði sýnt sig að gæf- ist vel. „Við munum í framtíðinni fylgjast betur með áætlunum og framkvæmdum á þessu sviði og verði einhver misbrestur á að kanna hvar ábyrgðin liggur,“ sagði Ásta. FJÓRIR félagar á Akureyri, þeir Svanbjörn Sigurðsson rafveitu- stjóri, Benedikt Ólafsson, lög- fræðingur og flugstjórarnir Ragnar Ólafsson og Kolbeinn Arason hafa endurbyggt Cessna 152 sem nú er búið að breyta í stélhjólsvél og er hún að líkindum sú eina sinnar tegundar á land- inu. Vélina keyptu þeir eftir að henni hafði verið brotlent á Narfastaðamelum í Borgarfirði. Á síðustu fimm árum hafa þeir félagar unnið við endurbætur á flugvélinni sem lauk nú fyrr í haust og var henni þá flogið í fyrsta sinn. Ekki vildi betur til en svo að mótor- inn stoppaði í 3000 feta hæð yfir Akurcyrarflugvelli, en Kolbeinn sem stýrði af öryggi sveif inn til lendingar. Síðan hefur allt gengið að óskum hjá félögunum. Gunnar Rafn sýnir í Heklusalnum GUNNAR Rafn Jóns- son opnar sýningu á málverkum í Heklusal Gallerís AllraHanda á Gleráreyrum á Akur- eyri á föstudagskvöld, 29. september kl. 20.00. Á sýningunni eru 63 myndir. Við opnun sýningarinnar leika þær Arnheiður Eyja Sölvadóttir og Sigur- veig Gunnarsdóttir á gítar. Gunnar Rafn er fæddur á Akureyri árið 1948, hann nam mynd- list á yngri árum hjá Einari Helgasyni á Akureyri og Arthur Harrington í Bandaríkjun- um, en er að öðru leyti sjálfmenntaður í mynd- listinni. Hann hélt einkasýningu á Húsa- vík árið 1994 og í Söd- erhamn í Svíþjóð 1995. Þá tók hann þátt í sam- sýningu á Húsavík fyrr á þessu ári. Gunnar Rafn er sér- fræðingur í skurðlækn- ingum og yfirlæknir við Sjúkrahúsið á Húsavík en starfar annan hvern mánuð við skurðlækningar í Sví- þjóð. Sýningin stendur til 10. október næstkom- andi og er opin alla daga frá kl. 14 til 19. Gunnar Rafn Jónsson Rokkkvöld á 1929 ROKKKVOLET verður á skemmtistaðnum 1929 á föstu- dagskvöld, en þá munu hljóma lög allra helstu rokkhljómsveita bæði fyrr og nú. Hljómsveitin Pink Floyd verður í aðalhlut- verki á breiðtjaldi staðarins í kvötd, fimmtudagskvöld. Stýrimannadeildin á Dalvík Nýr siglinga- og fiskveiðihermir NÝR siglinga- og fiskveiðihermir hefur verið tekið í notkun við stýri- mannadeild VMA-útvegssviðs á Dalvík. Hann var keyptur frá fyrir- tækinu Simutech Electronics í Hull og er vél- og hugbúnaður sem líkir eftir þeim merkjum em koma frá siglinga- og fískleitartækjum í skip- um. Síðastliðið vor var gert átak til að efla tækjakost skólans en hann hefur lengi verið vanbúinn tækjum og eru kaupin á herminum fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu tækja við stýrimannadeild skólans. Hermirinn skiptist í þrjá aðal- þætti; fiskveiðihermi, siglingahermi og stjórnstöð kennara. Peningagjöf afhent Hermirinn var formlega tekin í notkun í síðustu viku í nýjum húsa- kynnum stýrimannadeildarinnar á Dalvík en við það tækifæri var jafn- framt kynning á herminum og aðil- um sem hafa styrkt kaupin á ein- hvern hátt boðið að kynna sér tæk- ið og hvernig það virkar uppsett í kennslustofu. Við þessa athöfn afhenti Ottó Jakobsson deildinni peningagjöf, 250 þúsund krónur til tækjakaupa frá Vélbátatryggingu Eyjafjarðar, en í lokin var boðið upp á kaffiveit- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.